Morgunblaðið - 28.06.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979
11
Frá kynningunni með pípulagninKarmönnum í Reykjavík. en um 70 aðilar sóttu fundina. Lengst til hægri
er Klaus Ernst Leinitz. verkfræðingur frá Fredcrich Grohe. Honum á hægri hönd er Ómar Kristjánsson frá
Þýzk-íslenzka verzlunarfélaginu.
Kynntu framleiðslu GROHE
Steinunn Sigurðardóttir
að breyta heiminum eða hvetja til
baráttu. Þó er í einu ljóða bókar-
innar, Fyrir þína hönd, sögð dap-
urleg saga ungrar og ófríðrar
stúlku sem vinnur í frystihúsi og
lífið er svo andstætt að eina vonin
er líf að loknu þessu. En til þess að
kynna sjónarmið hennar, draga
upp mynd af þeim félagslega
veruleik sem hún hrærist í, hefur
önnur kona valist: „Ég er svo
vitlaus/ að ég get ekki einu sinni
skrifað þetta./ Það gerir kona útí
bæ. En hvað veit hún.“ Ég er ekki
fjarri því að írónía af þessu tagi
geti áorkað meiru en alls kyns
lúðrablástur sem boðið er upp á í
tíma og ótíma.
Líkingamál Steinunnar Sigurð-
ardóttur er yfirleitt sprottið beint
úr umhverfi okkar. En í ljóðum
hennar er áberandi þjóðsagna-
kennt andrúmsloft, nægir að
nefna ljóð eins og Úrræði álfanna,
Hannyrðir og ýmis ljóð úr ljóða-
flokkunum Dagar og svo framveg-
is og Úti og inni. í því hvernig forn
minni (einnig málfar) eru ofin
saman við líðandi stund er Stein-
unn stundum á líkri bylgjulengd
og Þorsteinn frá Hamri. En Stein-
unn er of mikið borgarbarn til að
geta tileinkað sér þennan tjáning-
armáta.
Þótt í þessari stuttu umsögn
hafi verið nefnd tvö önnur íslensk
skáld má ekki skilja það svo að
Steinunn sé ósjálfstæð í skáldskap
sínum. Það er einmitt frumleikinn
sem er einn helsti kostur ljóða
hennar.
„Meistaraleg hótfyndni/ þá er-
um vér hressust", stendur í sjötta
ljóðinu í Úti og inni. Það er eitt
þeira ljóða um samband karls og
konu þar sem ort er í senn af
hispursleysi og myndvísi. Ekki
skal spillt fyrir væntanlegum les-
endum Steinunnar með því að fara
að lýsa ljóðum eins og til dæmis
Nýár (gleðilegt) og fleiri í líkum
anda. Astaljóð bókarinnar eru að
mínu mati merkilegur áfangi í
skáldskap Steinunnar. Þar nýtur
sín fyllilega leikandi húmor
skáldkonunnar.
FYRIRTÆKIÐ Friedrich Grohe í
Þýzkalandi hefur í samvinnu við
umboðsaðila sinn á íslandi,
Þýzk-íslenzka verzlunarfélagið
hf. staðið fyrir 10 kynningar-
fundum fyrir tækni- og sölufólk f
framleiðslu sinni á s.l. tveimur
árum. Um síðustu áramót voru
2412 hitastýritæki í notkun frá
GROHE hér á landi, en hið þýzka
fyrirtæki hefur gert rannsóknir
á íslenzka vatninu og tekið mið
af þeim við framleiðslu á nýjum
tækjum, sem sérstaklega eru
ætluð til sölu á íslenzkum
markaði.
Nýverið voru 4 slík námskeið
haldin í Reykjavík og á Akureyri.
Þar voru kynntar margar nýjar
gerðir af blöndunar og hitastýri-
tækjum, er taka þeim eldri fram
um verð og gæði. Sérstaka athygli
vöktu hitastýritæki með inn-
byggðum þrýstijafnara, en mis-
munandi þrýstingum hefur mjög
truflandi áhrif á blöndun vatns,
eins og kunnugt er. Þá kom það
einnig mjög á óvart, á tímum
mikillar verðbólgu og orkuhækk-
anna, að flest nýju hitastýritækin
eru um 20—30% ódýrari en hinar
eldri gerðir. Þá voru einnig kynnt-
ar nýjar og fullkomnari tegundir
af vatnsnuddtækjum, en þau hafa
fengið góðar móttökur um alla
Evrópu, segir í frétt frá Þýzk-ís-
lenzka verzlunarfélaginu. Milli
160—170 manns tækni- ög sölufólk
sóttu kynningarfundina að þessu
sinni, en tilgangur þeirra er m.a.
að auka á verkþekkingu þessa
fólks.
sér þann veg, er liggur til hins
fullkomna. Þetta hefur Karl
Kvaran skilið og látið hræringar
síðustu ára sem vind um eyru
þjóta. Hann heldur öruggur sína
leið og ræktar sinn garð að eigin
geðþótta. Eitt af séreinkennum
verka Karls Kvarans er litameð-
ferð hans. Hann hefur tamið sér
sérlega hreina og sterka liti, sem
hann síðan byggir frá í fljúgandi
og heilleg form. Persónulega var
ég hrifnastur af verkum á þess-
ari sýningu, eins og DORIAN
GREY No. 26 og Veikir tónar No.
30. Ég nefni aðeins þessi tvö
verk, en þau eru algerar and-
stæður í eðli sínu og sýna vel þá
breidd, sem felst í vinnubrögðum
Karls Kvarans. Hann kann einn-
jg þá kúnst að láta línuna
verulega njóta sín í sveiflum, ef
svo ber undir. Þar notar hann
allt aðra myndbyggingu bæði í
lit og formi en í þeim verkum,
þar sem hann heldur sig við
samanþjappaðra form. Það er
yfirleitt mikill styrkur í þessum
verkum, og ég fæ ekki betur séð
en að Karl Kvaran sæki í sig
veðrið ár frá ári, ef svo mætti að
orði kveða. Þetta er mikil sýning
og markar tímamót í listferli
Karls Kvarans. Tvö önnur verk
njóta sín sérlega vel á þessari
sýningu og verð ég að benda á
þau: Það eru Guðný, No. 6 og No.
7, í Garðasjó. Úrvals verk, þótt
ekki takist mér að tengja titlana
við sjálf verkin. En hvenær
hefur maður allt á reiðum hönd
um? Hvað sem því líður eru eins
og áður segir bæði þessi verk
með því besta á þessari sýningu.
Það væri efalaust hægt að
skrifa langt og mikið mál um list
Karls Kvarans, en ég held, að
engum sé greiði gerður með
slíkum langhundum nú á tímum.
Það gat verið heppilegt fyrir
fimmtíu árum að hafa langhund
á prenti, nú vill fólk hlaupa yfir
lesmál eins fljótt og hægt er, svo
að hægt sé að njóta fleiri
fjölmiðla, útvarps og sjónvarps.
En ef fólk vill gefa sér tíma til
að skoða þessa sýningu, sem nú
er á Kjarvalsstöðum, þá er ég
ekki í neinum vafa um, að Karl
Kvaran á eftir að gleðja margan
þann, sem auga hefur fyrir
myndlist. Þetta er merkileg sýn-
ing, sem er ekki á ferð daglega,
notið því tækifærið og skoðið
verk eins af okkar fremstu
málurum.
Valtýr Pétursson.
Eitthvað sem
enginn lifir án
Ljósin í bænum, Magnús og Jóhann og Helgi Pétursson
skemmta í Klúbbnum í kvöld,
Stapa föstudagskvöld,
Stykkishólmi laugardagskvöld.