Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979 Reynslan heíur kennt Norðmönnum að frelsið verður ekki varið án vopna. Hér eru norskir hermenn á skriðdrekum af Leopold-jferð. Hernaðarstaðan í N orður -E vr ópu gerist æ flóknari Eftir William Dullforce fréttaritara The Financial Times í Stokkhólmi. Atlantshafsbandalagið hefur undanfarna 12—18 mánuði unnið að því að styrkja aðstöðu sína á norðurvængnum, og í aðalstöðvum bandalagsins í Evrópu eru Dan- mörk og Noregur ekki lengur álitin á útjaðri hugsanlegs vígvall- ar á meginlandi Evrópu. í saman- burði við suðurvæng bandalags- svæðisins þar sem ótrygg staða Tyrklands kom nú enn betur í ljós vegna stórnarbyltingar múhammeðstrúarmanna í Iran og efnahagsörðugleika Tyrkja sjálfra beinist athyglin síður að Norð- ur-Evrópu. En það eru gildar hernaðarlegar ástæður fyrir því að áhyggjur ráðamanna Atlants- hafsbandalagsins hafa vaknað á ný. Jafnframt hefur þetta stuðlað að ítarlegri endurskoðun í höfuð- borgum Norðurlanda. Norðurvængurinn hefur ekki orðið fyrir neinu stjórnmálalegu umróti né snöggum breytingum á hernaðarlegu jafnvægi. Hins veg- ar hefur árásarmáttur Sovétríkj- anna og Varsjárbandalagsins stöðugt aukist á síðasta áratug. Norðmenn hafa átt í hörðum útistöðum við Sovétmenn vegna fiskveiðimála og hugsanlegra olíu- auðlinda undan ströndum í Barentshafi þar sem enn er deilt um þá línu er skipti með löndun- um á sjó. Á sama tíma neyðast Svíar til þess að minnka útgjöld til landvarna vegna efnahags- örðugleika og dregur það úr getu þeirra til þess að stöðva árásar- aðila áður en hann nær að landa- mærum þeirra. „Norræna jafnvægið“ Afleiðing alls þessa er sú að hernaðarstaðan í Norður-Evrópu hefur færst — næstum svo að eigi verður greint — yfir á einstrengis- legra og flóknara svið, en stjórn- málalegt mikilvægi þessa hefur ef til vill ekki enn verið réttilega metið. Hin viðurkennda skoðun í Kaupmannahöfn, Osló, Stokk- hólmi og Helsinki er að hið svo- nefnda norræna jafnvægi — hern- aðarlega sterk, hlutlaus Svíþjóð með Finnland sem samningsbund- in er Sovétríkjunum á aðra hlið, en á hina hliðina með tvö aðildar- ríki Atlantshafsbandalagsins, Noreg og Danmörk, — muni haida í horfinu, viðhalda stöðugleika á svæðinu og stuðia að góðri reglu í Evrópu almennt. En það er nú augljóst að norræna jafnvægið er ekki óbreytanlegt fyrirbrigði. Til þess að viðhaida jafnvæginu á svæðinu þarf viðkvæmar tilfærslur, sem svar við utanaðkomandi þróun, af hálfu landanna fjögurra sem hafa mismunandi stefnu í öryggismál- um. Þau verða að svara hinni sovésku hernaðaruppbyggingu á Kolaskaganum og síðbúnum við- brögðum Atlantshafsbandalagsins við henni, aukningu á herafla Varsjárbandalagsins á sjó og landi við Eystrasaltsstrendur, áhrifum af afvopnunarsamn- ingunum (SALT-samningunum) milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, hugsanleg hernaðarleg áhrif nýfundinnar olíu undan ströndum og tilkomu efnahagssvæða á sjó. Tvíræðni Þörfin á að samræma hagsmuni norrænu fjölskyldunnar, einkum Finnlands, við skyldur Atlants- hafsbandalagsins skýrir tvíræðni í stefnu Noregs að undanförnu þar sem almenningsálitið er þó tryggi- lega með aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Norðmenn neituðu að heimila vestur-þýskum her- sveitum að taka þátt í æfingum Atlantshafsbandalagsins í Noregi. Urho Kekkonen, forseti Finn- lands, sem alltaf er viðkvæmur fyrir öllu því sem gæfi Rússum tækifæri til þess að beita fyrir sig þeirri grein í samningi milli þeirra sem gerir ráð fyrir samráð- um um hernaðarleg málefni, greip nú aftur til þess að ítreka tillögu sína um norrænt kjarnorkulaust svæði. Sænskir stjórnmálamenn hafa verið önnum kafnir við innanríkis- mál, en hernaðarsérfræðingar þeirra brugðust ókvæða við uppá- stungu varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, Dimitri Ustinovs marskálks, um að sovéskar og finnskar hersveitir héldu sam- eiginlegar æfingar. Uppástungan var gerð í júlí í fyrra í Finnlandi, en Finnar höfnuðu henni. Þetta var túlkað í aðalstöðvum norður- herstjórnar Atlantshafsbanda- lagsins í Kolsás í Noregi sem vísbending um það hvernig Moskva kynni að bregðast við auknum viðbúnaði Atlantshafs- bandalagsins í Noregi og sem tilraun til þess að letja Norðmenn til þess að taka þátt í samstarfi í þeim tilgangi. • Frá hernaðarlegu sjónarhorni séð endurspegla vaxandi áhyggjur Atlantshafsbandalagsins af norðurvæng sínum aukna hern- aðarlega þýðingu svæðisins. Þessi staðhæfing er sönn að því er varðar tvö atriöi: grundvallarjafn- vægi í kjarnorkumálum milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og getu Sovétríkjanna til þess að rjúfa samgönguleiðirnar milli Norður-Ameríku og Vest- ur-Evrópu með því að ná yfirráð- um á sjó ' og landi yfir Norð- ur-Atlantshafinu. Helstu ógnun- ina á báðum þessum sviðum má rekja til hernaðarmannvirkja Sovétríkjanna á Kolaskaganum þar sem norðurflotinn, hinn öflug- asti af fjórum flotum Sovétríkj- anna, hefur báekistöðvar sínar. Fyrsti SALT- samningurinn Takmarkanir á framleiðslu nýrra kjarnorkuvopna sem Moskvu voru settar með fyrsta SALT-samningnum við Bandarík- in juku þegar mikilvægi sovéskra kafbáta sem bera flugskeyti með kjarnaoddum er skjóta má megin- landa á milli. Árið 1978 höfðu um tveir þriðju hlutar þessa herflota, sem telur 90 kafbáta, bækistöðvar á Kolaskaganum. Skot frá nýjustu skipunum af Delta-gerð geta náð til skotmarka í Bandaríkjunum án þess að skipin fari út úr Barentshafi. Þetta orsakar að Atlantshafsbandalagið einkum þó Bandaríkin verða að leita uppi og eyðileggja þessa kafbáta komi til kjarnorkuviður- eignar. Helsta gagnvopnið er bandarísku drápskafbátarnir sem flestir eru staðsettir í Holy Loch, en þeir eru kjarnorkuknúðir og geta verið í förum um langt skeið fyrir eigin afli. Eftirlit með ferð- um sovéskra kafbáta er lífsnauð- syn fyrir Bandaríkin sem verða að geta athafnað sig í framtíðinni á Noregshafi og Barentshafi og koma í veg fyrir að Rússar geti notað hernaðarmannvirki í Nor- egi. Kæmi til hefðbundins stríðs þar sem kjarnorkuvopnum yrði ekki beitt hefðu norsku hernaðarmann- virkin líka mikilvægu hlutverki að gegna. Þetta hlutverk hefur stækkað á síðusta áratug vegna vaxandi styrks Sovétríkjanna á sjó og í lofti. Urslitaorrustan í slíku stríði yrði sennilega um yfirráðin yfir Norður-Atlantshaf- inu sem liðsstyrkur frá Norður-Ameríku yrði að fara um til Evrópu. Hernaðarstefna Atlantshafsbandalagsins er að halda Grænland-ísland- Skot- land-leiðinni til þess að koma í veg fyrir að sovéskir kafbátar og skip komist inn á Norður-Atlantshafið Til þessa þarf yfirráð yfir eins miklu og unnt er af Noregshafinu og útiloka Rússa þarf frá norskum flugvöllum. Einnig væri nauðsyn- legt að hneppa sovéska Eystra- saltsflotann eins lengi og verða má. Fyrir um það bil 10 árum hafði Atlantshafsbandalagið trú á því að það hefði styrk til þess að sigra í slíkum orrustum og halda yfir- ráðum yfir leiðum inn á Norð- ur-Atlantshafið. Síðan hafa Sovétmenn ekki aðeins fjölgað skipum og kafbátum af öllum gerðum í norðurflotanum, heldur hafa líka stórkostlegar nýjungar komið til. Sovéskar flugsveitir sem staðsettar eru á svæðinu eru ekki tiltakanlega fleiri en þær voru fyrir áratug en þær eru skipaðar nýjum flugvélum með tiltækum flugskeytum og búnar rafeindatækni af fullkominni gerð. Meira tjón Breytingin á flotajafnvæginu sem yfirmenn í norðuraðalstöðv- um Atlantshafsbandalagsins kenna aðallega um minna burðar- þoli bandarískra flugvélamóður- skipa hefur það að segja að ætti bandalaginu að takast að sigra í orrustunni um Norður-Atlants- hafið tæki það nú lengri tíma og ylli bandalaginu meira tjóni en áður var reiknað með. Árið 1975 héldu Rússar mestu flotaæfingu sem þeir hafa nokkurn tíma hald- ið og æfðu árásir á leiðir liðsauka Atlantshafsbandalagsins á Norð- ur-Atlantshafi. Isaac Kidd sem þá var æðsti flotaforingi sameinaðs herafla bandalagsins á Atlants- hafi orðaði það svo „að Sovétmenn hefðu sýnt bæði getu og viðbúnað til þess að koma í veg fyrir liðsaukninga og birgðaflutninga Atlantshafsbandalagsins". Lengra til suðurs ógnar aukinn árásarmáttur Varsjárbandalags- ins Danmörku og Eystrasalts- sundunum. Þetta er þó ekki nýtt fyrirbrigði heldur hefur það verið í uppsiglingu nokkur síðastliðin ár þar sem Austur-Þjóðverjar, Pól- verjar og Rússar hafa endurbætt herafla sína á landi og sjó á Eystrasalti, haldið heræfingar sífellt nær ströndum Danmerkur og leyft eftirlitsflugvélum sínum að nálgast danska lofthelgi æ meir. í aðalstöðvum Atlantshafs- bandalagsins er gert ráð fyrir að Varsjárbandalagið hafi áætlanir um fleygflutninga um Eystrasalt og Slésvík-Holstein til þess að opna Eystrasaltssundin og tryggja hægri væng bandalagsins fyrir úrslitaviðureignina á Mið-Evrópu- vígstöðvunum. Haustið 1976 fluttu Rússar sex diesel-knúna kafbáta af eldri Golf-gerð — sem hver um sig getur skotið þremur kjarnorku- flugskeytum 1200 kílómetra — frá norðurflotanum í Eystrasaltsflot- ann. Ekki er álitið að þeir séu nein sérstök ógnun við norðurvænginn, en talsverður fjöldi borga á meginlandinu og jafnvel í Bret- landi er innan skotmáls þeirra. Rússar „kjarnorkuvæddu" líka Eystrasaltið og hefur það ýtt mjög við Svíum. Endurbætur á almennri hæfni og árásarmætti herafla Sovétríkj- anna og Varsjárbandalagsins á norðurvængnum hefur neytt Atlantshafsbandalagið til þess að viðurkenna þörfina á betri áætlun um liðsauka bæði fyrir Danmörku og Noreg. Að vissu leyti er þörfin brýnni fyrir Danmörku vegna þess að orrustan um yfirráðin yfir Eystrasaltssundunum myndi sennilega verða fljótt útkljáð, en í Norður-Noregi gæti Atlantshafs- bandalagið unnið tíma með því að láta af hendi land. Mikilvægar áætlanir Um 1977 var ljóst orðið að það var undir því komið að unnt væri að hrinda í framkvæmd fljótvirk- ari liðsaukaáætlun hvort treysta mætti Atlantshafsbandalaginu á norðurvængnum. Áætlunin nær til tveggja nýrra atriða: geymslu þungaútbúnaðar fyrir liðsauka- sveitirnar í Noregi og Danmörku og aukinna loftvarna. Vaxandi ógnun Sovétríkjanna siglingaleið- um Atlantshafsbandalagsins táknar að varaliðssveitirnar geta ekki treyst á að geta flutt þunga- útbúnað sinn sjóleiðis á fyrsta stigi neyðarástands. Þessar áætlanir skipta miklu fyrir Bandaríkin, Kanada og Bret- land vegna þess að norðurvængur- inn er sífellt að verða mikilvægari fyrir þau sem fremsta varnarlína. Herlið frá Kanada mun láta í té aðal landgönguliðsauka fyrir Nor- eg, en breskum og hollenskum sjóliðum er ætluð annaðhvort Danmörk eða Noregur. Fluglið mun aðallega koma frá Bandaríkj- unum og Bretlandi. Ráðamönnum í Kaupmanna- höfn og Osló er í mun að auka tiltrú á liðsaukaáætlanir Atlants- hafsbandalagsins sem borgirnar varðar, en um leið er þeim umhug- að um að jafnvægið á svæðinu — norræna jafnvægið — raskist ekki og er fullur skilningur á því innan bandalagsins. Geymsla þungaút- búnaðar og áætlunin um liðsauka í lofti verða því að takmarkast við hina hefðbundnu neitun landanna tveggja á því að leyfa Atlantshafs- bandalaginu að staðsetja kjarn- orkuvopn á landssvæði þeirra hvort sem er á friðartímum eða stríðstímum og heimild þeirra til þess að bandalagið hafi herafla staðsettan í löndum þeirra á friðartímum. Gagnrýni Geymsla útbúnaðar á vegum Atlantshafsbandalagsins í Noregi sem nú er nánar verið að semja um hefur verið harðlega gagnrýnd í sovéskum blöðum. Rússar hafa einnig lýst óánægju sinni með ákvörðun Norðmanna um að taka þátt í hinu nýja loftvarnar- og stjórnkerfi Atlantshafsbandalags- ins, AWACS, en í byrjun apríl sl. sagði norski landvarnarráðherr- ann Rolf Hansen að hann hefði ástæðu til að ætla að sovésk stjórnvöld litu þessa þróun raun- sæjum augum. Svipuð raunsæ stefna virðist hafa verið ákveðin í hinum hlut- lausu Stokkhólmi og Helsinki við því að aðstaða Atlantshafsbanda- lagsins í Noregi og Danmörku hafi verið efld. En bæði Svíar og Finnar hafa sett fyrirvara vegna hernaðaruppbyggingar beggja að- ila í framtíðinni. Það er viður- kennt að raunsæ stefna er líkleg til þess að verða ofan á varðandi hernaðaraðstöðuna í Norð- ur-Evrópu svo fremi að stjórnir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna séu staðráðnar í að framfylgja tilslökunarstefnunni sem ríkt hef- ur undanfarinn áratug. En spurn- ingin er hvað verða myndi af SALT-viðræðurnar færu út um þúfur, breyting yrði á forustunni í Kreml eða að framagjarn banda- rískur öldungadeildarþingmaður kysi að notfæra sér kjarnorkuógn- unina á Kolaskaga gegn landi hans og krefjast öflugri aðstöðu Bandaríkjanna í Noregi. Nú er ekki sýnileg nein röskun á norræna jafnvæginu. En sú til- finning að hin niðurbælda spenna á svæðinu milli aflanna tveggja sé að aukast — sem óhjákvæmilega hefði áhrif á samskipti Norður- landanna — er ofarlega í hugum stjórnmálamanna og hernaðarsér- fræðinga í öllum norrænu höfuð- borgunum fjórum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.