Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979
13
Námskeið um vandamál drykkjusjúkra:
Þýðingarmikið að
efla samband presta
og meðferðarstofnana
Hjálparstofnun kirkj-
unnar hefur í samráði við
biskup gengist fyrir
námskeiði um vandamál
drykkjusjúkra. Er nám-
skeiðið fyrir þá er starfa
að vandamálum drykkju-
sjúkra á kristilegum
grunni t.d. presta, guð-
fræðinema og aðra og hafa
verið haldin námskeið í
Reykjavík og á Akureyri.
Að sögn Stefáns Jóhannssonar
áfengisráðunautar sem stjórnaði
námskeiðinu sátu það í Reykjavík
milli 40 og 50 manns, stærsti
hópurinn prestar, en einnig sál-
fræðingar, félagsráðgjafar og
menn úr heilbrigðisstéttum. Aðal-
fyrirlesari var Gordon R. Grimm
prestur frá Bandaríkjunum, sem
haldið hefur námskeið fyrir
starfsmenn kirkjunnar í Dan-
mörku, Noregi, Finnlandi og
Þýzkalandi, en hann er fram-
kvæmdastjóri við Hazelden
Foundation í Minnesotaríki í
Gordon R. Grimm aðalfyrirlesari
á námskeiðinu.
Bandaríkjunum og fjallar einkum
um skipulagningu og þjálfun
starfsfólks.
Stefán Jóhannsson sagði að
þýðingarmikið væri að prestar
gerðu sér far um að hafa samband
Ragnar Guðmundsson í hinni nýju verslun sinni.
Ragnar — ný
herrafataverzlun
„RAGNAR“ heitir ein nýjasta
herrafataverslun borgarinnar og
hóf hún starfsemi sína fyrir
skömmu. Verslunin ber nafn eig-
andans. Ragnars Guðmundsson-
ar, sem er Reykvíkingum kunnur
fyrir þrjátíu ára starf hjá Ander-
sen og Lauth h.f. og Fötum h.f.
Ragnar er til húsa að Baróns-
stíg 27 þar sem áður var verslunin
Nova. Verslunin Ragnar mun
kappkosta að bjóða viðskiptavin-
um sínum sem fjölbreyttast úrval
herrafatnaðar fyrir alla aldurs-
hópa.
Auk fatnaðar yst sem innst mun
Ragnar koma til með að bjóða
snyrtivörur fyrir karla, töskur og
smávöru.
Ragnar Guðmundsson verður
mikið til sjálfur í verzlun sinni til
aðstoðar og leiðbeiningar þeim,
sem þess óska.
Héradsskólinn að Reykjum:
131 nemandi lauk prófi
Héraðsskólanum að Reykj-
um var slitið 24. maí sl. 139
nemendur hófu nám í skólan-
um í vetur en 131 nemandi
lauk prófi.
Fjölmennasti bekk-
ur skólans var 9. bekkur með
70 nemendur, en næstur hon-
um var fyrsti bekkur fram-
haldsskóla með 31 nemanda á
þremur kjörsviðum, bók-
náms-, uppeldis-, og viðskipta-
braut. Hæstu einkunn í fyrsta
bekk framhaldsskóla hlaut
Gróa Böðvarsdóttir, Akur-
brekku, 8,7, en næstur henni
var Björn Jóhannesson, Laug-
arbakka, með einkunnina 8,2.
Einnig var gefinn kostur á
sjóvinnu og siglingafræði en
þeir nemendur sem luku prófi
á því sviði öðluðust réttindi til
að stjórna 30 tonna bátum.
Hæstu einkunn á því sviði
hlaut Árni Skúlason,
Hvammstanga, fyrstu ágætis-
einkunn.
Aðsókn hefur verið mikil að
skólanum undanfarin ár og
hafa færri komist að en vilja.
Frá námskeiðinu í Reykjavík.
við meðferðarstofnanir drykkju-
sjúkra og hefði hann t.d. í starfi
sínu orðið var við að prestar
reyndu slíkt, en mætti að sínu
mati vera mun meira. Sagði hann
að þeir fengju oft til meðferðar
t.d. skilnaðarmál, sem reyndust
t.d. sprottin út frá áfengisvanda-
málum og gæti þá presturinn t.d.
oftlega leitað aðstoðar við meðferð
slíkra mála hjá meðferðarstofnun.
Á námskeiðinu fjallaði Grimm um
þetta samband, um sjúkdóminn
alkóhólisma og andlegt og sið-
ferðilegt viðhorf.
Stefán Jóhannsson kvaðst von-
ast til þess að námskeið þetta yrði
til að auka samband milli presta
og meðferðarstofnana og hefði t.d.
biskup lýst yfir áhuga sínum að
fylgja námskeiði þessu eftir á
einhvern hátt. Sagði Stefán að
kirkjan hefði jafnan veitt samtök-
um AA húspláss og unnið mikið
starf með því og hennar hluti gæti
án efa verið þýðingarmeiri í þessu
starfi.
Sláttuvélar
fyrir garða sem
almenningsbletti,
f rá Flymo og Murray
Útsölustaðir Flymo:
Reykjavík: Alaska, Breiðholti. BB byggingavörur.
Jón Loftsson byggingavörur. O. Ellingsen.
Biómaval, Sigtúni. KRON, Hverfisgötu. Jes Ziemsen,
Hafnarstræti og Ármúla. Brynja, Laugavegi.
Sölufélag Garðyrkjumanna.
Kópavogur: BYKO. Tæknimiðstöðin.
Hafnarfjörður Versiunin Málmur.
Mosfellssveit: Samvirki. Vestfirðin Rörverk, (safirði.
Norðurtand: Raforka, Akureyri.
Austuriand: Fell, Egilsstöðum.
Suðuriand: Kristall, Höfn Hornafirði. G.A. Böðvars-
son, Selfossi. Brimnes, Vestmannaeyjum.
Flyitio loftpúðavélarnar
cru sterkar,léttar og
meðfærílegar.
Margar tegundir!
Murray sláttuvélarnar
eru m.a. fáanlegar
sjálfdrifnar.
Ámerísk hörkutól!
Heildsölubirgðir:
Tæknimiðstöðin H.F. S. 91-76600