Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979
Ingólfur Jónsson og Eva Jónsdóttir á afmælishófinu.
A fmœlisrœðan,
sem ekki var flutt
Guðmundur
Daníelsson:
Að kvöldi dags þann 16. júní í
sumar var ég staddur ásamt
mörghundruð manns í stærsta
samkomusal Rangæinga, félags-
heimilinu Njálsbúð í Vestur-
Landeyjum. Tilefnið var nýlega
hjá liðið sjötugsafmæli Ingólfs
Jónssonar fyrrum alþingismanns
og ráðherra.
Að hófinu stóðu sýslunefnd
Rangárvallasýslu, Sjálfstæðisfé-
lögin í Rangárvallasýslu, Kaupfé-
lagið Þór á Hellu og Rangárvalla-
hreppur.
Frá þessum aðilum fengum við
Sigríður boðskort. Við þágum boð-
ið og komum í Njálsbúð.
Fyrsti þingmaður Suðurlands-
kjördæmis, Eggert Haukdal, var
veislustjóri. Mætavel fórst honum
það verk.
Þetta á ekki að verða afmælis-
grein um Ingólf. Þær komu á
prenti í Morgunblaðinu og víðar
15. maí og dagana þar á eftir.
Þetta á heldur ekki að verða
fréttagrein um samsætið í Njáls-
búð Ingólfi, Evu konu hans og
fjölskyldu til heiðurs 16. júní.
Jæja, hvað á þetta þá að verða?
Ég kem bráðum að því. Fyrst er að
geta þess, að undirbúningsnefndin
gaf mér fyrirfram kost á að flytja
ávarp. Ég gerði hvorugt — að
þiggja það né hafna því, sagðist
vilja sjá til þegar þar að kæmi.
Það kom í ljós þegar Eggert
Haukdal kynnti dagskrána, að
ræðumenn yrðu margir, en hann
lofaði stuttum ræðum, fimm mín-
útna ræðum, jafnvel enn styttri.
Árni Johnsen blaðamaður fékk til
að mynda leyfi til að tala í 18.
sekúndur, en hann syndgaði ögn
upp á náðina og talaði í 22
sekúndur. Þetta veit ég með vissu,
því að Steinþór Gestsson, sem sat
hjá mér, tók tímann á skeiðklukku
sína. Ég held fáir hafi þorað að
fara að nokkru ráði fram yfir
gefinn ræðutíma Eggerts veislu-
stjóra, jafnvel ekki Geir formaður
Hallgrímsson. Ræðurnar komu
svona þrjár og þrjár í lotum, og
fjöldasöngur þessara fjögur eða
fimmhundruð vina Ingólfs var
látinn afmarka loturnar. Helst
átti ræðuhöldum að vera lokið um
lágnættið, svo að dansinn gæti
byrjað, en það tókst ekki. Haukdal
stytti enn ræðutímann, niðrí þrjár
mínútur, og tilkynnti fimm ræðu-
menn í viðbót. Þar með voru þeir
orðnir 19. Og Ingólfur sjálfur að
auki, sem ætlaði að tala síðastur.
Það var einmitt þarna — í
upphafi síðustu lotunnar — sem
ég hætti við að bija um orðið: ég sá
ég mundi ekki komast af með
þrjár mínútur ef mitt framlag
ætti að verða nokkurs virði. En
það fór sem mig grunaði: efnið
sem ég hafði í huga var ekki reifað
í neinni af þeim 19 ræðum sem
þarna voru fluttar, ekki minnst á
það: áhrif Ingólfs á menninguna í
landinu — bókmenntirnar.
Þarna var búið að lýsa gagn-
merkum stjórnmálaferli Ingólfs,
baráttu hans og stórsigrum í
öllum helstu framfara- og hags-
munamálum kjördæmisins og
landsins í heild. Fremstur í flokki
landsfeðranna, og stundum í and-
stöðu við ýmsa þeirra, hafði hann
látið leggja fyrstu akfæru vegina í
þessu landi, með bundið og slétt
slitlag, hrundið í framkvæmd
miklum virkjunum fallvatna og
þar með komið á fót stóriðju, svo
sem álveri og kísiliðju, látið leggja
síma inn á sérhvert sveitabýli og
fengið samþykkta á alþingi land-
búnaðarlöggjöf, sem á fáum ára-
tugum hefur breytt kotbúum
landsins í höfuðból, kargaþýfðum
túnskæklunum og mýrarrytjunum
í undursamleg akurlönd með ár-
vissri uppskeru fóðurjurta, að
ógleymdum sandflákunum, sem
Landgræðsla Ríkisins, undir
handleiðslu hans, hefur gert að
grashaga og grænuvöllum. Það er
alveg þýðingarlaust fyrir þjóð-
hagsfræðinga með tölvuhausa og
ofnæmi fyrir kúm og kindum að
berjast gegn landbúnaðarstefnu
Ingólfs. Hún var og er hárrétt,
hvað sem líður tímabundinni of-
framleiðslu á vissum matvælum.
Hún hefur gert ísland byggilegt
og haldið því í byggð fram á
þennan dag. Án blómlegs land-
búnaðar og dálítillar offram-
leiðslu værum við flest flúin til
Malmö í von um að fá byggingar-
vinnu, fáeinar verstöðvar eftir við
sjóinn og moldin á þessu skeri
fokin burt.
Allt þetta og ótalmargt annað
var rakið og rifjað upp í ræðunum
19. Þar var einnig með réttu getið
góðvilja Ingólfs og hjálpsemi við
alla þá ótalmörgu, sem til hans
hafa leitað með vandkvæði sín og
vandamál, og hvað hann hefur
verið laus við flokkspólitíska part-
ísku í valdatíð sinni. Eva Jóns-
dóttir kona hans og börn þeirra
fengu einnig verðugt hrós fyrir
mannkosti sína og háttprýði. Að-
eins eitt gleymdist eða þá enginn
vissi um það nema ég: tengsl
Ingólfs og stuðningur við bók-
menntirnar — við orðsins list. Hér
kemur sagan af því:
Það var í Landréttum fyrir
hartnær mannsaldri. Bjartur
morgun var runninn upp yfir
Réttanes, fjallkóngur að stjórna
innrekstri fjár í almenninginn.
Mestalla nóttina meðan dimmt
var hafði ég, ásamt Upp-Holta-
strákum, flogist á við Suður-
Holtastráka, meðan fullorðna
fólkið dansaði eða drakk. Nú stend
ég uppi í brekkunni undir björg-
unum bak við þetta fræga pláss,
og ég sé það stendur skammt frá
mér annar strákur heldur stærri
en ég, hvatlegur í sjón. Kannski
Suður-Holtastrákur, og kannski
hafði ég verið að fljúgast á við
hann í nótt, myrkrið hafði komið í
veg fyrir að maður sæi svipmót
þeirra sem flogist var á við, þó að
herópin létu hátt.
„Hvað heitir þú?“ spurði ég.
„Ingólfur heiti ég,“ svaraði pilt-
urinn.
„Og hvaðan ert?“ spurði ég.
„Ég er frá Fjóluhjáleigu," var
svarið. Hann var ögn stuttur í
spuna, en ekki fráhrindandi. Ég
sagði honum nafn mitt og hvaðan
ég væri, og að í nótt hefði ég
slegist við Áshreppinga og Þykk-
bæinga, kannski hefði hann verið í
þeim flokki.
„Nei,“ sagði Ingólfur, „ég var
ekki með í því.“
Við töluðum fleira saman, fór-
um síðan báðir að draga fé í dilka.
Liðu nú fá ár og Helgi Hannes-
son búinn að stofna Rauðalækjar-
kaupfélag. Þangað var ég stundum
sendur til innkaupa, ríðandi með
vagnhest í taumi. Þar var þá
Ingólfur frá Bjóluhjáleigu innan-
búðar. Við þekktumst, og Ingólfur
var lipur og hjálpaði mér að bera
poka og kassa á vagninn.
Sumarið 1932 rann upp. Ég var í
heyvinnu í Rangárvallasýslu, Ing-
ólfur í Rauðalækjarkaupfélagi.
Það var búið að byggja brú yfir
Þverá og nú átti að vígja hana. Ég
setti saman brúarljóð og hugðist
flytja það á vígsluhátíðinni. Það
var skrifað með blýanti á kryppl-
aða pappírsörk, hnén á sjálfum
mér notuð fyrir borð.
Brúarvígslustjórinn var Björg-
vin sýslumaður á Efra-Hvoli. Eg
fór á fund hans með vígsluljóð
mitt og kvaðst hafa hug á að flytja
það á hátíðinni. Björgvin reyndi
að stauta sig fram úr krotinu, en
rétti mér síðan blaðið og sagði að
búið væri að fá þjóðskáld til að
yrkja og óþarfi að hafa yfir nema
eitt kvæði við Þverá.
Ég fór nú samt á hátíðina og
hlýddi á ræðu Þorsteins Briem,
sem þá var víst samgönguráð-
herra. Gísli Sveinsson sýslumaður
í Vík hélt ræðu líka, og áður en
hann sté í ræðustól fór hann úr
yfirhöfninni. Honum varð litið á
mig sem stóð þar hjá, rétti mér
frakkann og bað mig halda á
honum meðan hann talaði. Ég
varð við ósk hans, og aldrei fór
það svo, að ég fengi ekki verk að
vinna á þessari samgöngu-sigur-
hátíð Rangæinga.
Nú liðu tvö ár. Sumarið 1934
gekk í garð. Enn stóð Ingólfur
Jónsson innan við búðarborðið í
Rauðalækjarkaupfélaginu, enn
réð ég mig í vegavinnu hjá Erlendi
á Hárlaugsstöðum. Búinn var ég
að gefa út ljóðabókina „Ég heilsa
þér“. Og það var verið að ljúka við
að byggja Markarfljótsbrú. Ég
settist niður á vegarkantinn sunn-
an við Dufþekju í Hvolhreppi og
orti á blað nýja brúardrápu.
Minnugur þess hvernig farið
hafði fyrir mér í hittifyrra fékk ég
mér frí eitt síðdegi og lagði leið
mína út að Rauðalæk til Ingólfs.
Ég vissi að hann hafði ráð á ritvél
og kunni á hana. Nú bað ég Ingólf
að hreinskrifa brúarljóð mitt, svo
að tryggt yrði að Björgvin sýslu-
maður kæmist fram úr því. Ég
ætlaði að sækja um að komast
með kvæðið inn á brúarvígsludag-
skrá hans, sagði ég.
Ingólfur brá skjótt við, og
eitthvað betrumbættum við brag-
inn í meðförum, og hvít og fögur
var pappírsörkin, sem Ingólfur
vélritaði hann á. Hann hrósaði
einnig kvæðinu og sagðist efast
um að þjóðskáld gerðu betur.
Þetta örfaði mig eins og vítamín-
sprauta og vel það, og Ingólfur
sagðist spá því að ég ætti eftir að
hafa góð erindislok hjá yfirvald-
inu.
Spá hans rættist. Ég lagði
mjallhvíta og slétta örkina fyrir
Björgvin, áletraða brúardrápunni,
með fagmannlegu handbragði Ing-
ólfs og minni eigin inspírasjón.
Björgvin settist við að lesa og
varð smátt og smátt hýr til
augnanna og hress í andliti. Að
loknum lestri leit hann á mig og
sagði:
„Þetta er gott kvæði og frágang-
urinn snyrtilegur. Ég set þig inn í
dagskrána mína og hef þig þar
fyrir þjóðskáld."
Á degi hátíðarinnar þrumaði ég
drápu mína í hátalara yfir vígslu-
gestum uppi í brekkum Dímonar
við brúarsporðinn. Ingólfur hrós-
aði flutningi mínum og ráðlagði
mér að ganga feti framar og senda
Árna Ola kvæðið til birtingar í
Lesbók Morgunblaðsins.
Ég lét tilleiðast, ögn vantrúaður
þó, því að Árni Óla hafði tveimur
árum fyrr hafnað kvæðum eftir
mig. En nú brá svo við, að um
næst-næstu helgi birtist kvæðið í
heild á fremstu síðu Lesbókar, og
fyllti það alla forsíðuna.
í vikunni sem á eftir fór,
eitthvurt síðdegið, hittust tveir
ungir menn kampakátir í Rauða-
lækjarkaupfélagi og óskuðu hvor
öðrum til hamingju, með bestu
þökk fyrir samstarfið.
Rétt að láta síðasta erindi
drápunnar fylgja þessum línum
sem sýnishorn:
MVid jökulinn bjarta er sem héraösins hjarta
hradara slái en fyr.
Því leiðin til íjalla hún laðar oss aila
sem ljómandi musterisdyr.
Og vel sé þeim mónnum sem vöktu
með önnum
þann vorhug sem draumvana svaf,
og brúuðu fljótið sem flœðir um grjótið
fram í hið eilífa haf.w
A.J. Johnson setti lag við kvæð-
ið. Þórður Kristleifsson söngkenn-
ari tók það inn í sönglagasafn sitt:
Ljóð og lög. Án tilverknaðar
Ingólfs Jónssonar væri það vafa-
laust týnt og gleymt.
í ársbyrjun 1953 stofnaði ég
ásamt fleirum blaðið Suðurland
og gerðist ritstjóri þess. Það var
óháð blað, enda hafði ég aldrei
gengið í stjórnmálaflokk, hef enn
ekki gert það og mun varla gera
það héðanaf. Öngvu að síður hef
ég alla tíð fylgst sæmilega með
þjóðmálum og haft af því gaman.
Eftir tíu ára ritstjórn þótti okkur
Gísla Bjarnasyni blaðaútgáfan
orðin nokkuð dýrt sport og hugð-
umst hætta. Þá kom Ingólfur
Jónsson enn til skjalanna, mjög
andvígur því að leggja niður
blaðaútgáfu á Suðurlandi. Til þess
að koma í veg fyrir það, keypti
hann blaðið, og lagði um leið svo
fast að mér að halda áfram
ritstjórninni, að ég lét tilleiðast.
Þar með varð Suðurland málgagn
Ingólfs og annarra sjálfstæðis-
manna í Suðurlandskjördæmi, en
helst átti það einnig að verða blað
allra Sunnlendinga hvar í flokki
sem þeir stæðu.
Við Ingólfur skiptum þannig
með okkur verkum, að hann sá um
leiðarana, en ég aflaði annars
efnis í blaðið. Stóð svo í tíu ár, en
þá hætti ég störfum fyrir blaðið,
eftir 20 ára ritstjórn.
Það segir sig sjálft, að samvinna
okkar Ingólfs var mikil og náin öll
„Suðurlands“-árin mín, einkum
eftir að blaðið gerðist málgagn
Sjálfstæðisflokksins. Oftast gekk
samvinnan glatt og snurðulaust,
en fyrir kom að árekstrar urðu,
jafnvel svo harðir að buldi við
brestur og bergmálaði um allt
landið, svo sem í sölum alþingis og
í leiðurum blaða, sem lesnir voru í
morgunútvarpið.
Þetta gerðist mjög sjaldan, en
ef það kom fyrir, þá var orsökin
jafnan sú, að ritstjórinn hugsaði
og skrifaði utanflokka og setti á
prent greinar, sem eigandinn taldi
ganga í berhögg við skoðun sína og
stefnu flokksins.
Aldrei skaddaðist persónuleg
vinátta okkar Ingólfs við skoðana-
árekstrana, sem reyndar voru
sjaldgæfir. Báðir vildum við í
rauninni það sama: að gera hug-
sjónir bestu sona íslands að veru-
leika. Sem betur fer hafði Ingólfur
til þess bæði afl og áræði á
löngum stjórnmálaferli sínum.
En af því að þessi grein átti
fyrst og síðast að fjalla um þann
þátt í lífsverki Ingólfs, sem vinir
hans og aðdáendur minntust ekki
á í greinum og afmælisræðum:
afskipti hans af bókmenntunum,
þá kemst ég ekki hjá að minnast á,
að hann barðist manna harðast
fyrir því á alþingi, að ég yrði
fluttur upp í heiðurslaunaflokk
listamanna. Matthías Johannes-
sen skáld reyndi að stríða mér
með því, að Ingólfur hefði í
þingræðu líkt mér við Snorra
Sturluson! Þetta hygg ég reyndar
að sé skáldskapur Matthíasar, en
hitt er víst, að þessu máli lyktaði á
þann veg, sem Ingólfur kaus.
Og er nú komin hér á blað
afmælisræðan sem ekki var flutt
— og ástæðan fyrir því að ég
skrifaði hana.
Ræðumennirnir 19 í Njálsbúð
voru á einu máli um, að Ingólfur
væri jafn virtur og mikilsmetinn
af stjórnmálaandstæðingum hans
sem samherjunum. Svo mun vera,
enda stóðu framsóknarmenn að
samsætinu við hlið sjálfstæðis-
manna. Þeir voru einnig sammála
um, að hann væri mikill lánsmað-
ur í einkalífi sínu með fjölskyld-
unni — heppinn með konu og
börn. Þetta veit ég er rétt. Og
þakka nú Ingólfi og Evu kynnin
um árin öll. Árna þeim góðs.