Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979
15
Á ferð um Dali
Skírnir og Torell
Anita úti á hlaði að hjóla
vegna þess hve köld hún er. En
með því að sýna þessum kirkjum
sem fyrir eru ræktarsemi og
hafa með þeim gott eftirlit
standa þær allar fyrir sínu.
— Jú, ég messa á stórhátíðum
og kirkjusókn er ágæt. I almenn-
um messurh hefur kirkjusókn
bæði í Haukadal og í Hjarðar-
holti verið næstum hundrað
prósent. Hvers vegna fólk fer í
kirkju? Kannski það sé bara
gamall vani. Heldurðu það? Nei,
vonandi er einhver trúarþörf í
þessu líka. Ég hallast að því,
aiténd gegna þessar athafnir
ekki lengur því félagslega hlut
sem þær höfðu áður, svo að
eitthvað knýr á að fólkið sæki
kirkju.
— Þig hefur ekki langað til að
búa?
— Ég býst við að hefði ég
setzt að á jörð hefði ég nú haft
uppi tilburði til þess. Tveir
deildarbræður mínir, sem út-
skrifuðust með mér, fást við
búskap á sínum stöðum. Ég held
að það sé ágætt, vegna þess að
prestjarðirnar voru yfirleitt með
þeim betri í sveitunum og því
þótti mörgum bónda hart að
horfa upp á að jarðirnar væru
ekki nýttar. Ég heyri mikið og
vel látið af sr. Eggert heitnum
Ólafssyni á Kvennabrekku.
Hann hafði aldrei fengizt við
búskap er hann kom hingað en
sneri sér að því með mesta
dugnaði og var gildur bóndi alla
sína tíð hér og Dalamenn kunna
að meta slíkt. Ég er sjálfur alinn
upp í sveit, á miklum hrossabæ,
Skollagróf í Hrunamannahreppi.
úr guðfræðideild án þess að hafa
hugmynd um, hvernig jarðarför
fer fram, hvað þá kistulagning
— ég hafði raunar ekki einu
sinni séð lík — þegar að þessu
kom að ég stóð andspænis slíkri
athöfn. Ég hafði aldrei séð
hvernig átti að gifta hjón og svo
mætti telja. Ég hef leitað ráða
hjá sr. Jóni Þorsteinssyni í
Grundarfirði og hann verið mér
betri en enginn. Við fáum góða
bóklega og faglega menntun í
deildinni, en það er í raun og
veru ábyrgðarhluti að senda
menn svona hálfblánka út á
akurinn.
Sú saga var mér sögð á ferð
um Dali í kringum hvítasunn-
una, að skömmu eftir að sr.
Skírnir kom prestur í Búðardal
hefði verið haldið dansiball sem
er ekki í frásögur færandi. Þar
kom prestur að því er talið var
glaðbeittur hress og konulaus.
Dansaði eins og herforingi um
kvöldið og á öllu var greinilegt
að hann skemmti sér konung-
lega. Sveitungum klerks þótti
þetta ekki nógu hugguleg fram-
koma — gott og vel að dansa og
reka tunguna jafnvel ofan í vín,
en að skilja konuna eftir heima
mæltist satt að segja dálítið
misjafnlega fyrir.
Ég spurði sr. Skírni hvað væri
hæft í þessari sögu. Hann brosti
við hæglætislega og sagði að hún
væri víst eilítið færð í stílinn. En
sennilega að mestu rétt. Hann
vissi það ekki alveg, því að þarna
hefði verið á ferð Baldur tví-
burabróðir hans, sem var þá í
Heimsókn til sr. Skírnis
Garðarssonar í Búðardal
langa hríð. í öðru lagi fólk sem
flutzt hefur hingað úr sveitunum
í kring, en sækir eftir sem áður
meira og minna sína kirkju. Og í
þriðja lagi má svo nefna að-
komufólkið sem er orðið ansi
margt hér og komið hefur hing-
að til búsetu úr ýmsum lands-
hlutum á tiltölulega fáum árum.
Sjálfur sé ég enga knýjandi
ástæðu til þess að ráðast í að
fara að byggja hér kirkju. En
það er nú bara mín persónulega
hér í bráð. Ástæður fyrir því eru
meðal annars þær hversu Búð-
dælingar eru marglitur hópur og
hafa því ólík viðhorf til þessa
máls.
í fyrsta lagi eru það innfæddu
Búðdælingarnir, grónar fjöl-
skyldur sem hafa búið hér um
skoðun. Það var sjálfsagðara í
gamla daga að reisa kirkjur
vegna annarra aðstæðna í sam-
göngum og fleira. Mér finnst
miklu nær að halda þeim gömlu
við en reisa nýjar úti um allt.
Hér innan sýslu eru þetta ekki
nokkrar vegalengdir. Ástand
kirkna í sóknunum mínum er
mjög mismunandi. Hjarðar-
holtskirkja er þeirra elzt og hún
þarfnast lagfæringar. Hún er
teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni
og eru tvær aðrar slíkar kirkjur,
á Húsavík og Breiðabólstað í
Fljótshlíð. Þetta eru allsérstæð-
ar kirkjur útlits. Fyrir nokkrum
árum var gluggum hennar
breytt og tel ég það langt frá til
bóta. Nú hefur kirkjan verið
friðuð endanlega og ég vona það
verði til þess að hún veri færð í
sitt upprunalega horf. En auk
þess þarf að lagfæra hana all-
verulega, grunnurinn undir
henni — einkum kórnum — er
sprunginn og skakkur. Snóks-
dalskirkja hefur verið gerð
mæta vel upp og á Stóra-Vatns-
horni er splunkunýtt guðshús.
Kvennabrekkukirkja hefur allt-
af verið erfið við að eiga einkum
En hef enga sérstaka löngun til
að búa, ég get alveg viðurkennt
það.
— Atvinnutækifæri? Þau eru
nú heldur fá. Það er sárt áð
horfa upp á frystihúsið standa
hér ónotað ellefu mánuði ársins.
Nú hafa Dalamenn engán þing-
mann lengur, það gæti orðið
hemill á framfarir hér þótt
maður voni allt það bezta. í
Búðardal byggist allt á þjónustu,
ekki framleiðslu. Reynt var að
hefja vinnslu á skelfiski með því
að keyra farma frá Stykkis-
hólmi, en svo var skellt kvóta á
þetta og ekkert Varð meira úr.
Við svokölluð félagsleg vanda-
mál verður ekki teljandi vart
hér, og það er ekki mikið um
hjónaskilnaði. Kannski er það
fámennið. Afstaða fólks til um-
hverfis og eigin vandamála mót-
ast óhjákvæmilega töluvert af
fámenninu.
— Hvernig finnst þér þú hafir
verið undir það búinn að hefja
prestsstarf?
— Bara afleitlega hvað
praktíkinni viðvíkur. Við kunn-
um eiginlega ekkert til verka i
því tilliti. Menn eru útskrifaðir
Prestur í Suðurdölum og Laxárdal er sr. Skírnir
Garðarsson og hann situr í Búðardal. Hann hefur
þjónað þar í þrjú ár, var fyrst settur í eitt ár, en síðan
kusu sóknarbörn hann lögmætri kosningu. Hann á
norska konu, Torell, sem ættuð er frá Tromsö og tvö
hýrleg lítil börn. Auk þess að sinna prestverkum hefur
sr. Skírnir stundað kennslu í Búðardal á veturnar,
hann er í Tónlistarskóla Dalasýslu að læra orgelspil og
mér er sagt að eitt haustið hafi hann unnið í
sláturhúsinu. Þá ráku ýmsir upp stór augu og þótti
nýstárleg uppáfinning hjá presti.
Fjölskyldan býr í Dalgerði í
Búðardal. Telpukornið Anita er
úti að hjóla, en pilturinn Davíð
sem er bara nokkurra mánaða er
að snæða hjá föður sínum þegar
ég banka upp á til að forvitnast
um almenna líðan þeirra og
spyrja tíðinda.
— Við unum okkur ágætlega
þótt við verðum sjálfsagt ekki
mosavaxin hér, segir hann. —
Dalamenn eru hresst fólk, frjáls-
ir í fasi og framkomu og hér í
Búðardal er heilmikið um að
vera í félagslífi. Þar er til dæmis
tónlistarskóli, sem mér finnst
mjög merkilegt framtak í ekki
stærra byggðarlagi. Það voru
milli 80 og 90 nemendur á síð-
asta vetri undir skólastjórn
Ómars Óskarssonar og kennt var
bæði í Búðardal og inni á Laug-
um. Nú er Ómar illu heilli
farinn, en við vonum að einhver
fáist í staðinn. Já, ég er að læra
á orgel í tómstundum. Ég er ekki
músíkmaður af guðs náð, en með
puðinu hefst það.
— Ertu duglegur að messa?
— Ég er ekki nærri eins dug-
legur við það og fyrirrennari
minn, sr. Svavar, sem sat hér í
eitt ár. En með öllu, barnasam-
komum og fleiru býst ég við
þetta séu svona fimmtíu athafn-
ir á ári. Barnasamkomur hér í
Búðardal mælast vel fyrir enda
er hér mikið af börnum. Það
stendur kirkjulífi nokkuð fyrir
þrifum að hér er ekkert fast
húsnæði fyrir slíkar samkomur.
Það hefur verið talað um að
reisa kirkju í Búðardal og meira
að segja búið að úthluta henni
lóð. Eg er persónulega ekki
trúaður á að kirkja verði reist
heimsókn. Það væri ekki í fyrsta
skiptið sem þeim bræðrum væri
ruglað saman og þeir kipptu sér
eiginlega ekkert að ráði upp við
það lengur þótt smá misskiln-
ingur eins og þessi kæmi upp á
öðru hverju.
h.k.
Davíð við morgunsnæðing
Húsmæðraskólanum
Ósk á ísafirði slitið
Húsmæðraskólanum ósk á ísa-
firði var slitið þann 31. maí og
skýrði þá Þorbjörg Bjarnadóttir,
skólastjóri, frá vetrarstarfinu.
Skólinn starfaði í 9 mánuði og
voru haldin löng og stutt nám-
skeið í öllum grcinum heimilis-
fræða. Samtals 252 nemendur
sóttu þessi námskcið. Auk þess sá
skólinn um kennslu stúlkna í
Gagnfræðaskólanum á ísafirði.
Starfsemi skólans var með sama
hætti og undanfarin ár, fram að
áramótum voru haldin námskeið í
ýmsum greinum matreiðslu og
handavinnu og voru námskeið
þessi fjölsetin. Eftir áramót hóf-
ust fimm mánaða námskeið í
hússtjórnun. Hæstu einkunn á
slíku námskeiði hlaut Þórleif
Friðriksdóttir frá Höfða á Höfða-
strönd og fékk hún verðlaun úr
Camillusjóði. Fastir kennarar við
skólann auk skólastjóra voru þrír.
Við skólaslit voru mættir 20 ára
nemendur skólans og aðrir vel-
unnarar hans. Skólinn mun starfa
með sama sniði og næsta vetur og
verið hefur undanfarin ár.
UTVARP
OG SEGULBAND
í BÍLINN
RS-2B5Q
I BILINN ÞEGAR Á REYNIR
Beztu
kaup
land$'
ins
ÍSETNING SAMDÆGURS!
Verö frá 54.000-
29800
Skiphottit9