Morgunblaðið - 28.06.1979, Síða 16

Morgunblaðið - 28.06.1979, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979 Sýrlendingar í viðbragðsstöðu Tel Aviv, 27. jání. AP. Reuter. ÍSRAELSKI flugherinn skaut niður fimm sýrlenzkar MIG-21 herþotur í loftbardaga yfir Suð- ur-Líbanon f dag að sögn ísraels- manna. Þetta eru mestu átök ísraelsmanna og Sýriendinga síð- an í kjölfar ófriðarins 1973. í loftbardaganum beittu ísra- elsmenn bandarískum F-15-her- þotum sem eru taldar hinar full- komnustu í heimi auk Kfir-þotna sem þeir smíða sjálfir. Þetta er í fyrsta skipti sem F-14-þotum hef- ur verið beitt í orrustu. Átökin urðu þegar Sýrlendingar reyndu að stöðva ísraelska árás á stöðvar palestínskra skæruliða við Miðjarðarhafsströnd Suð- ur-Líbanons að sögn forseta ísra- elska herráðsins, Raphael Eytan, hershöfðingja. Israelskar herþot- ur hafa í marga mánuði staðið óátalið fyrir hörðum árásum gegn Palestínumönnum. Að undan- förnu hafa Sýrlendingar í auknum mæli reynt að skipta sér af loft- árásum Israelsmanna að sögn Eytan hershöfðingja. Eytan sagði að skotmörkin sem ráðizt var á hefðu verið nálægt strandbæjunum Tyros, Sidon og Damour, um 50—75 km fyrir norðan landamæri Israels og Líbanons. Israelskur talsmaður sagði að ísraelsku herþoturnar kynnu að hafa hæft tvær eða þrjár aðrar sýrlenzkar flugvélar og að tveir aðrir loftbardagar hefðu verið háðir og hvor þeirra staðið í tvær eða þrjár mínútur. Talsmaðurinn sagði að sýr- lenzku flugvélarnar hefðu birzt um 15 mínútum eftir að ísraelska árásin á palestínsku skotmörkin r Israelsmenn granda 5 sýrlenzkum herþotum hófst. Átta til 16 sýrlenzkar flug- vélar til viðbótar reyndu að styðja sýrlenzku flugsveitina sem flaug til árásar, en sneru við án þess að taka þátt í loftbardaganum. Talsmaður ísraelska flughersins harðneitaði fréttum frá Beirút þess efnis að sjónarvottar segðu að tvær ísraelskar flugvélar hefðu verið skotnar niður með sovézk- smíðuðum Strela-eldflaugum. Hann sagði að allar ísraelsku flugvélarnar hefðu snúið aftur heilu og höldnu til stöðva sinna. I Damaskus var tilkynnt að Sýrlendingar hefðu misst fjórar flugvélar í loftbardaganum og haft var eftir áreiðanlegum heimildum að loftvarnakerfi Sýr- lendinga hefði verið sett í við- bragðsstöðu. Opinber talsmaður sagði að loftbardaginn hefði hafizt eftir árás ísraelskra flugvéla á borgaraleg skotmörk nálægt strandbænum Damour suður af Beirút. I Damour sögðu bæjarbúar að átta óbreyttir borgarar hefðu beðið bana eða særzt í loftárásinni á bæinn sem er byggður palestínskum flóttamönnum og skæruliðum. Ibúarnir sögðu að tveir sýrlenzku flugmannanna hefðu bjargað sér í fallhlíf og að leit stæði yfir að flugmönnum tveggja annarra flugvéla sem vit- að væri að hefðu verið skotnar niður. Ríkisútvarpið í Beirút sagði að nokkrir hefðu beðið bana og særzt þegar aðrar ísraelskar flugvélar hefðu ráðizt seinna á svæði um- hverfis hafnarborgina Tyros lengra í suðri. Palestínskur bóndi sagði að meðal hinna særðu í Damour væru kona og þrjú barna hennar sem hefðu orðið fyrir sprengju- brotum sem þeyttust gegnum veggi húss þeirra. Fyrstu viðbrögð Frelsissamtaka Palestínu (PLO) voru á þá lund að sýrlenzki flugherinn hefði sýnt að hann væri reiðubúinn til að berj- ast til varnar málstað Araba. Loftbardaginn í dag var háður yfir svæði sem er undir eftirliti sveita úr 30,000 manna öryggisliði Sýrlendinga sem hefur hingað til haldið sig utan við bardaga ísra- elsmanna og Palestínumanna nálægt ísraelsku landamærunum. Vestrænir diplómatar í Beirút efast þó um að loftbardaginn leiði til allsherjarátaka Sýrlendinga og Israelsmanna, ekki sízt vegna innanlandserfiðleika Sýrlendinga. En vegna loftbardagans er hugsanlegt að í kjölfarið fylgi fleiri takmörkuð átök og að Sýr- lendingar beiti fullkomnum loft- varnarflaugum. Óstaðfestar frétt- ir herma að Sýrlendingar hafi flutt Sam-6-flaugar til Bekaa-dalsins í Austur-Líbanon og hugsanlegt er að þeir veiti gæzluliði sínu í Líbanon aukna vernd úr lofti, m.a. af reiði yfir ósigrinum í dag. Samkomulag EBE við 57 ríki um efnahagsaðstoð Brussel, 27. júní — AP EFNAHAGSBANDALAGIÐ og 57 ríki í Afríku, Karabíska hafinu og Kyrrahafi komust í dag að samkomulagi um 8.1 milljarða dollara efnahagsaðstoð EBE við þróunarlöndin. Samkomulagið tekur við af hinu svokallaða Lomesamkomulagi, sem gert var í Togo 1975. Aðstoð EBE við þróun- arlöndin hækkar um 72%. í Lomesamkomulaginu voru þróunarríkin aðeins 46 að tölu auk þess að verðbólga í ríkjum EBE hefur verið talsverð. Full- trúar þróunarríkjanna voru margir mjög óánægðir með hið nýja samkomulag og samning- arnir í Brussel voru mjög erfiðir. Talsmenn þróun- arlandanna sögðu, að ný ríki, verðbólga og mann- fjölgun í ríkjunum hefði kallað á meiri efnahags- aðstoð EBE. Þetta gerdist 28. júní 1976 — Seycheiles-eyjar fá sjálf- stæði. 1974 — Samkomulag í Kreml milli Nixons og Brezhnevs um samvinnu á sviðum húsnæðis- mála, orkumála og vísinda. 1966 — Brottflutningur banda- rísks herliðs frá Dóminikanska lýðveldinu hefst. 1963 — Krúsjeff heimsækir Austur-Berlín tveimur dögum eftir heimsókn Kennedys til Vestur-Berlínar. 1956 — Óeirðir verkamanna bæld- ar miður í Poznan, Póllandi. 1950 — Norður-Kóreumenn taka Seoul. 1948 — Júgóslavar reknir úr Kominform — Loftflutningar Bandaríkjamanna og Breta til Berlínar hefjast. 1945 — Taka Luzon, Filipps- eyjum, kunngerð. 1942 — Áttundi her Breta hörfar til E1 Alamein — Þýzk gagnárás gegn Rússum á Kharkov-Svæðinu. 1941 — Þjóðverjar taka Minsk. 1919 — Versala-Samningurinn undirritaður. 1914 — Serbneskur þjóðernissinni ræður Franz Ferdinand erkiher- toga og konu hans af dögum í Sarajevo og hrindir fyrri heim- sstyrjöldinni af stað. 1910 — Fyrsta Zeppelin-loftskipið ferst („Deutschland"). 1812 — Her Napoleons sækir yfir Vilnu og Rússar flýja. 1797 — Frakkar taka Ióna-eyjar af Grikkjum. 1778 — Orrustan um Monmouth, New Jersey. 1776 — Árás Breta hrundið við Charleston. 1675 — Ósigur Svía við Fehrbellin fyrir Brandenborgurum. 1629 — Uppreisn Húgenotta í Frakklandi lýkur með Alais-friðnum. Afmæli. Hinrik VIII af Englandi (1491 — 1547) — Jean-Jacques Rousseau, franskur heimspekingur (1712—1778) — Luigi Pirandello, ítalskt leikrita- skáld (1867-1936) - Richard Rodgers, bandarískt tónskáld (1902-). Innlent. Þingvallafundir í banni stiftamtmanns 1851 — d. Björn Jónsson á Skarðsá 1655 — f. Sveinbjörn Sveinbjörnsson 1847 — Kristján VIII krýndur 1841 — Þingvallafundir 1849 — 1853 — 1855 — 1895 — Rafstöðin við Elliðaár vígð 1921 — Þingslit á Lögbergi 1930 — Ráðning Maríu Markan að Metropolitan-óperunni 1941 — Landbúnaðarsýning 1947 — íslezkur sigur í 3ja landa keppni í frjálsum íþróttum 1951 — Alþingiskosningar 1953 — 1959 — Bretar flytja islenzka varðskips- menn sem ganga úr „Northern Queen" við Grímsey 1960 — „Drangjökull" ferst við Orkneyjar 1960. Orð dagsins. Ég veit ekki hvort stríð er hlé á friði eða friður hlé á stríð'i — Georges Clemenceau, franskur stjórnmálaleiðtogi (1841-1929). Skotið á keisara? Mexikóborg, Teheran, 27.jún(, Reuter.AP. LÖGREGLUYFIRVÖLD í bæn- um Cuernavaca í Mexíkó sögðu í dag að ekkert væri hæft í fréttum þess efnis að íranskeis- ara hefði verið sýnt banatilræði í gærkvöldi.Öryggi keisarans hefði ekki verið stefnt í hættu frá því að hann kom til Cuerna vaca fyrir 17 dögum. Ayatollah Khalkhali yfirmað- ur byltingardómstólanna í Te heran lýsti því yfir að keisari hefði særst er menn úr Fedayeen skæruliðahreyfingunni, sem eru hægri sinnuð öfgasamtök, hefðu gert árás úr þyrlu á bifreið keisara, skammt frá íverustað hans. “I þetta sinn slapp hann, en honum hlýtur að vera ljóst að Fedayeen, skæruliðar Sandinista eða aðrar hreyfingar sem haft hafa samvinnu við okkur, munu koma honum fyrir kattarnef," sagði Khalkhali er hann skýrði fréttamönnum frá árásinni á keisarann fyrrverandi. Leiðtogi repúblik- ana á móti SALT Washington. 27. jání. AP. Reuter HOWARD Baker, leiðtogi rcpúblikana í öldungadeildinni. sagði í dag að hann ætlaði að greiða atkvæði gegn Salt II samningnum nema deildin samþykkti breytingar á honum þar sem samningurinn tryggði Rússum hernaðarlega yfirburði. Afstaða Bakers getur haft mikil væg áhrif í umræðum öldungadeild- arinnar um staðfestingu samnings- ins. Hann er talinn koma til greina sem mótframbjóðandi Jimmy Cart- ers forseta í kosningunum 1980. Frank Church, öldungadeildar maður demókrata frá Idaho, segist telja að koma verði Rússum í skilning um að líklegt sé að öldunga deildin samþykkti nokkrar breyting- ar á samningnum eða fyrirvara í sambandi við hann. Church gaf í skyn að reynt væri að finna leiðir til að breyta samningn- um nógu mikið til þess að auknir möguleikar verði á því að hann fái staðfestingu en ekki nógu mikið til þess að Rússar hafni fyrirvaralaust samningnum með þeim breytingum sem kunna að verða samþykktar. Hann sagði, að betra væri að öldungadeildin felldi samninginn fyrirvaralaust en að nýjar viðræður yrðu teknar upp við Rússa sem hefðu sagt að þeir gætu ekki fallizt á slíkt. Andstæðingar Salt II hafa hafið baráttu sína gegn staðfestingu samn ingsins. Jake Garn öldungadeild- armaður hefur lagt fram tillögu um sex breytingar á honum og sagt að betri sé enginn samningur en sá sem var undirritaður í Vín. Hann kvaðst telja að Rússar yrðu tilleiðanlegir til að taka upp nýjar viðræður um samninginn. Bretar styðja I London lýsti brezka stjórnin í dag yfir eindregnum stuðningi við Salt II og lét í ljós von um að öldungadeildin staðfesti hann. Utanríkisráðuneytið sagði í sér stakri yfirlýsingu að stjórnin teldi einsýnt að samningurinn hindraði ekki áframhaldandi samvinnu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á sviðum kjarnorkuhernaðar og venjulegs hernaðar. Ráðuneytið sagði að samningurinn tryggði nauðsynlega öryggishagsmuni Nato. Thomson neitar að selja Times London. 27. júní. Reuter. Kanadíski útgefandinn Thomson lávarður hafnaði í dag áskorun frá blaðamönnum The Times um að selja blaðið, en kvaðst vona að afstaða verkalýðsfélaga breyttist svo að útgáfa gæti hafizt fljótt aftur. Blaðamenn The Times höfðu hvatt útgáfufyrirtæki Thomsons lávarðar til að gera tafarlausar ráðstafanir til að binda enda á deiluna sem hefur stöðvað út- gáfu biaðsins. Að öðrum kosti sögðu þeir, að Thomson lávarður ætti að selja The Times og systurblað þess, Sunday Times. Thomson lávarður kvaðst telja að enn væri hægt að ná samkomulagi ef báðir aðilar sýndu lipurð. Hann skýrði ennfremur frá því í dag, að stöðvun The Times og systurblaðanna kostaði 1.7 milljón punda á mánuði. Tap útgáfufyrirtækisins hefur numið rúmum 20 milljónum punda síð- an The Times var lokað í lok nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.