Morgunblaðið - 28.06.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979
17
Myrtu fimm manns
fyrir 46 þúsund kr.
Ghent. 27. júní - AP
TVEIR menn viðurkenndu í Ghent í dag að hafa myrt fimm manna fjölskyldu í nágrenni
Ghent í Belgíu í vikunni. Þeir réðust inn á heimili f jölskyldunnar vopnaðir riffli og skutu
fjölskyldumeðlimi einn af öðrum. Mennirnir tveir. Fernard Feneuille, 26 ára, og Freddy
Horion, 32 ára, höfðu áður verið dæmdir fyrir rán. Horion var sleppt lausum á síðasta ári
eftir að hafa afplánað helming fangavistar sinnar og Feneuille var sleppt lausum úr.
fangelsi fyrir aðeins nokkrum vikum.
Það sem morðingjarnir höfðu
upp úr krafsinu á heimili fjöl-
skyldunnar voru 135 dollarar —
um 46 þúsund krónur og eitthvað
af skartgripum. Saksóknarinn í
Ghent sagði að mennirnir hefðu
viðurkennt verknaðinn í dag. Þeg-
ar Feneuille var sleppt úr fangelsi
leitaði hann uppi Horion, en þeir
höfðu kynnst í fangelsinu. Þeir
ákváðu vopnað rán. Horion hafði
hitt Rolands Steyaert, 47 ára
samlan bílasala. Þeir ákváðu að
ræna hann. Þeir fóru vopnaðir
riffli að heimili Rolands Steyaert.
Bönkuðu upp á og sögðust vilja fá
seldan bíl. En um leið og þeim var
hleypt inn í húsið tóku þeir bíla-
salann, konu hans og dóttur hönd-
um. Lokuðu konuna og dótturina,
13 ára gamla, niðri í kjallara en
fóru með Steyaert inn í bílskúr
þar sem þeir skutu hann. Skömmu
síðar kom eldri dóttir hjónanna
heim með unnusta sínum. Þau
voru lokuð inni í kjallaranum.
Unnustinn reyndi að kalla á hjálp
en þá var hann umsvifalaust
tekinn og skotinn í bílskúrnum.
Síðan fóru morðingjarnir niður í
kjallara og skutu mæðgurnar
þrjár. Horion viðurkenndi einnig
að hafa skotið konu í Ghent.
Kínverjar
nálgastnú
milljarðinn
Peking, 27. júní — AP. Reuter
KÍNVERSK stjórnvöld tilkynntu í
dag, að fólksfjöldi í Kína í árslok
1978 hefði verið 975 milljónir og 230
þúsund. Meðtaldir eru íbúar Taiw-
ans en þar búa liðlega 17 milljónir
manna. Árleg fólksfjölgun í Kína er
1,2% að sögn kínverskra yfirvalda.
Þá hafa yfirvöld sett sér að koma
fólksfjölgun í landinu niður í 1% á
næsta ári og 0,5% árið 1985.
Taugaveiki vart
meðal bátafólksins
Kuala Lumpur. 27. júní — AP.
ERLENT
ERJUR hafa að undanförnu verið miklar milli skæruliða Sandinista og hermanna
stjórnar Somoza forseta Nicaragua. Skæruliðum hefur vaxið ásmegin upp á
síðkastið, og í gær var Somoza fyrir enn einu áfalli er stjórnvöld í Perú rufu allt
samband milli ríkjanna. Á þessari mynd sjást þjóðvarðliðar skjóta á fylgsni
skæruliða.
Veður
víðaumheim
Akureyri 10 rigning
Amsterdam 20 léttskýjað
Apena 31 heiðskirt
Barcelona 25 lóttskýjað
Berlfn 24 skýjaö
Brdssel 23 heiðskírt
Chicago 29 skýjað
Frankfurt 24 skýjað
Genf 26 skýjaö
Helsinki 22 heiðskfrt
Jóhannesarb. 17 heiðskírt
Kaupmannah. 19 skýjað
Lissabon 28 léttskýjað
London 21 heiðskfrt
Los Angeles 29 helðskfrt
Madríd 32 heiðskírt
Malaga 28 lóttskýjað
Mallcrca 32 léttskyjað
Miamí 22 heiðskírt
Moskva 29 heiðskfrt
New York 23 heiöskírt
Ósló 15 skýjaö
París 24 skýjaö
Reykjavík 10 rigning
Rio De Janeiro 25 rigníng
Rómaborg 30 léttskýjaö
Stokkhólmur 19 skýjaó
Tókýó 27 rigning
Vancouver 25 léttskýjaö
Vínarborg 19 rigning
Gagnrýna
DOUGLAS
Bern. 27. júní — Reuter.
SVISSNESK flugyfirvöld,
sem rannsaka óhapp DC-10
þotu á flugvellinum í Zurich
fyrir tveimur árum, gagn-
rýndu í dag McDonn-
el-Douglas verksmiðjurnar
fyrir að hafa ekki gefið
leiðbeiningar um hvernig
stöðva ætti þotu á miklum
hraða á hálli flugbraut.
Svissnesk flugyfirvöld
segja, að þegar DC-10 þota
með 181 manns á leið til
ísrael var í flugtaki þá hafi
einn hreyfla þotunnar misst
afl. Flugmaðurinn hafi reynt
að stöðva þotuna en ekki
tekist og þotan hafi stöðvast
um 80 metrum utan brautar-
enda. Flugyfirvöldin kenpa
McDonnel Douglas verk-
smiðjunum að hluta og eins
mistökum flugmanns. Engar
leiðbeiningar hafi verið
gefnar um hvernig stöðva
ætti þotu í flugtaki á hálli
flugbraut.
Rússar smíða þrjár
herflugvélategundir
Washington. 26. júní. AP.
RÚSSÁR vinna að smíði þriggja nýrra tegunda þungra sprengjuflugvéla sem þeir gætu tekið í notkun
þegar Salt Il-samningurinn rennur úr gildi síðla árs 1985 samkvæmt heimildum í bandarísku stjórninni.
Bandarískir embættismenn höfðu vitað að unnið var að smíði einnar nýrrar langfleygrar Tupe-
lov-sprengjuflugvélar, en þeim kom á óvart þegar þeir fréttu að unnið væri að smíði tveggja annarra
tegunda sovézkra sprengjuflugvéla af gerðunum Ilyushin og Antonov.
Samkvæmt heimildunum þessu. Þeir telja að ein hinna nýju
minntist sovézkur samningamað-
ur á smíði hinna þriggja nýju
sprengjuflugvéla á fundi með
bandarískum fulltrúum í Genf
áður en Salt Il-samningurinn var
undirritaður í Vín.
Bandarískir embættismenn
segjast enga skýringu hafa á því
hvers vegna Rússar sögðu frá
sprengjuflugvéla kunni að geta
borið stýrisflaugar (cruise).
Á fundinum í Vín minntist
enginn sovézkur embættismaður á
hinar þrjár nýju sprengjuflugvél-
ar sem unnið er að. Ekki er vitað
hvort Jimmy Carter forseti eða
Harold Brown landvarnarráð-
herra hafa vakið máls á þessu við
Rússa í Vín.
Bandarískir leyniþjónustumenn
hafa áður sagt að Rússar vinni að
smíði einnar nýrrar langfleygrar
sprengjuflugvélar sem þeir telja
að verði sambærileg við hina
hraðfleygu B-1 sprengjuflugvél
Bandaríkjamanna sem Carter
ákvað fyrir tveimur árum að hætt
skyldi við.
Gervibensín
Wa.sinjfton, 26. júní. AP. Reuter.
FULLTRÚADEILDIN í Banda-
ríkjunum samþykkti ný lög um
framleiðslu gervibenzíns á næstu
fimm árum. Yfirgnæfandi meiri-
hluti fulltrúadeildarinnar sam-
þykkti lögin. Þar er gert ráð
fyrir að árið 1984 verði framleidd
um 500 þúsund olfuföt og 2
milljónir fata árið 1990. Sam-
þykkt laganna gefur Jimmy
Carter forseta, heimild til að láta
hefja framleiðsluna úr kolum,
olíurfkum steintegundum og
fleiri tegundum.
NOKKURRA taugaveikitilfella hefur orðið vart meðal víetnamskra
flóttamanna á eyjunni Pulau f S-Kfnahafi, um 140 mflur suð-austur af
Kuala Lumpur, höfuðborg Malasfu. Yfirvöld f Malasfu sögðu að engin
hætta væri á. að veikin breiddist út meðal hinna 9500 flóttamanna á
eyjunni.
Yfirvöld í Malasíu halda áfram
að taka báta flóttafólks í tog út á
opið haf. í dag voru 826 flótta-
menn dregnir á haf út í átta
bátum. Hluti af fólkinu, sem var
dregið á haf út kom til Malasíu í
maí. Stjórnvöld kaupa nú báta af
malasískum fiskimönnum, sem
áður höfðu keypt báta af flótta-
fólki, þegar það kom til landsins.
Þá vinnur fjöldi manns við að gera
við báta, svo hægt verði að senda
fleira flóttafólk burt. Frá því
stjórnvöld tilkynntu að allt fólk
yrði dregið á haf út, sem kæmi til
landsins, hafa rúmlega 14 þúsund
manns verið dregnir út úr. land-
helgi Malasíu.
Stjórnvöld Á-Malasíu hafa gert
umfangsmiklar ráðstafanir til að
reyna að koma í veg fyrir að
farsóttir komi upp meðal flótta-
fólks. Á eyjunni, þar sem tauga-
veikin hefur fundist er mikill
rottufaraldur og flóttamenn hafa
undanfarna daga drepið fjölda
rottna auk þess að yfirvöld áforma
að útrýma rottum á eyjunni.
Utanríkisráðherrar í löndum
S-Austurasíu koma saman til
fundar í vikunni og verður flótta-
mannavandamálið efst á baugi
þar. Indónesíska fréttastofan
Antara sagði í gær, að í Thailandi
væru nú 230 þúsund flóttamenn
frá Víetnam, Kambódíu og Laos. í
Malasíu væru um 76 þúsund
flóttamenn frá Víetnam, 31 þús-
und í Indónesíu og um 5000 manns
á Filipseyjum.
Skildu skipin að
áður en ítalska
olíuskipið sökk
Fiumcino, 27. júní. — AP. Reuter.
BJÖRGUNARMÖNNUM tókst aö skilja í sundur skip,
sem lentu í árekstri í svarta þoku skammt undan
fiskibænum Fiumcino á Ítalíu. ítalskt olíusip, Vera
Berlingeri, sökk skömmu eftir að tókst að skilja skipin.
Hitt skipið, franskt flutningaskip, Emmanuel Delmas, er
ofansjávar. Björgunarmenn fundu í dag lík 14 Frakka
um borð í Emmanuel Delmas en þeir höfðu lokast af
þegar gífurlegar eldstungur stigu upp í kjölfar árekstr-
arins á þriðjudagsnóttina. Líkin fundust í vélarúmi og
matsal og voru þau mjög illa brunnin. Björgunarmenn
leituðu áfram í flakinu, sem er mjög brunnið. Enn er 10
manns saknað. Þegar hefur tekist að bjarga 23 mönnum,
mörgum mjög illa brenndum. Olíuskipið sem sökk var
um 5000 lestir en franska skipið 12 þúsund lestir.