Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 24
 24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979 Nauðsynlegt er að lía á allan þroskaferil barnsins sem eina heild. Hin ýmsu þroskaskeið eru fléttuð saman. Þau grípa inn í hvort annað án þess að skýr mörk liggi þar á milli. í barna- sálarfræði er yfirleitt reynt að teygja ákveðið atferli einhverju aldursskeiði, þó ætíð með þeim fyrirvara, að þroskaferillinn er misjafn eftir einstaklingum og til dæmis ekki einhlítt að koma með fullyrðingu á borð við þessa „Tveggja ára fara börn að halda sér þurrum og hreinum, og þrjóskualdurinn tekur við“. Svo einfalt er þetta ekki. Þroskaskéiðin eru innbyrðis háð hvort öðru. Það er til að mynda tilgangslaust að reyna að kenna barni að gera þarfir sínar í kopp ef það (barnið) hefur ekki náð vissum líkamsþroska áður, t.d. að sitja á koppi án þess að detta. Persónuleiki einstaklinga er samsettur úr líffræðilegum eiginleikum, áhrifum frá um- hverfinu og víxlverkun milli þessara tveggja þátta. Félagsþroski barnsins er sá Nanna Kolbrún Sigurðar- dóttirfé- lagsráðgjafi: skeið oft mikið á þolinmæði og lipurð uppalenda í samskiptum við barnið. Til þess að meðfædd- ir eiginleikar barns geti þroskast og notið sín, þarf hvatning og uppörvun frá umhverfinu að koma til. Leikurinn er mikilvægasta tæki barnsins til lærdóms og þroska, þess vegna er nauðsyn- legt að umhverfi barnsins bjóði upp á nægjanlegt leikrými. Of þröngt húsnæði er tilefni til eilífra árekstra milli þeirra, sem eiga að búa saman. Það er ekki óalgengt að minnstu herbergin í hýbýlum fólks séu valin handa börnum. Einnig eru leiksvæði og önnur athafnasvæði barna utan húss því miður oft illa staðsett. Algengt er að börn þurfi að sækja langt og fara yfir umferð- argötur á leið sinni á þessa staði. Fólk, sem vinnur við hönnun og skipulagningu íbúðarhúsa og bæjarhverfa, hefur til skamms tíma verið ótrúlega sofandi í þessum efnum. Það er mikill öryggisþáttur fyrir barnið að komast greiðlega á milli dvalar- staðar síns og leiksvæðis. Börnin Hvers má ég vænta? Ár barnsins 1979 UMSJÓN: Alfreð Harðarson kennari. Guömundur Ingi Leifsson skóla- stjóri. Halldór Árnason viöskiptafræö- ingur. Karl Helgason lögfræöingur. Sigurgeir Þorgrímsson sagn- fræðinemi. stigi og öðlast smám saman öryggiskennd í samskiptum sín- um við umhverfið. Skólaárin Á skólaárunum eykst félags- þroskinn mikið. Mest sá þáttur, sem snýr að ánægju og þörf fyrir að vera nálægt og í tengslum við jafnaldra. Vináttusambönd verða nánari og áhrif hópsins mjög ríkjandi. Einhíiða áhrif uppalendanna minnka og áhrif utanaðkomandi aðila aukast til muna. Má þar nefna skóla, áhugamannafélög og fjölmiðla. Börn á aldrinum 7—10 ára eru oft mjög upptekin af alls konar félagsstarfsemi, sem þau sjálf eiga frumkvæði að. Flestir for- eldrar kannast við leynifélög og stríðsfélög frá þessu tímabili í sinni eigin bernsku. Þessi félög eru yfirleitt mjög óformleg, starfa stutt og skipti félaganna eru ör. Eldri börn 10—12 ára sækja í formlegri hópa. Ef þau stofna félög sjálf er það oft með ákveðnum inntökuskilyrðum FÉLAGSÞROSKI BARNA þáttur í atferlinu, sem snýr að samskiptum barnsins við um- hverfi sitt. Fyrsti stig félags- þroskans hefjast strax í frum- bernsku, þ.e.a.s. þegar barnið kemur úr móðurkviði og þarf að fara að glíma við nýtt umhverfi. Félagsþroskinn eykst svo stig af stigi og á síðustu forskálaár- um og skólaárum er þörfin fyrir félagsleg samskipti við annað fólk mjög ríkjandi þáttur í at- ferli barnsins. Á þessum árum er lagður grunnurinn að félags- venjum fólks síðar meir. Á sama hátt og talað er um líffræðilegar erfðir er einnig hægt að tala um félagslegar erfðir. Mótun félagsþroska barnsins getur oft verið erfitt og árekstrasamt tímabil, enda felur það í sér lærdóm um þær leik- reglur sem gilda í mannlegum samskiptum, bæði innan fjöl- skyldunnar og í þjóðfélaginu sem heild. F orskólaaldurinn Það er lítið vitað, hvað hrærist í vitund nýfædds barns. Tilfinn- ingalífið byrjar strax að þróast og meðvitundina um sjálft sig öðlast barnið gegnum víxlverkun eðlislægra hvata og áhrifa frá umhverfinu. Ungbarn getur lítið tjáð sig um þarfir sínar og skilur lítið af algengustu tjáningar- formum fullorðinna. Þess vegna er mikilvægt, að þeir sem annast barnið séu meðvitaðir um þarfir ungbarns fyrir ástúð og um- hyggju. Barnið öðlast öryggis- kennd, þegar sá sem hugsar um það er í góðu jarnvægi og getur gefið sér nægan tíma til að sinna því og gæla við það. Til dæmis má nefna þegar barni er gefið brjóst, það matað og baðað. Þess vegna eru hugmyndir um langt fæðingarorlof ekki úr lausu lofti gripnar. Væntanlegir foreldrar gætu skipt á milli sín fæðingar- orlofinu, og þannig sinnt barn- inu nægjanlega á þessu mikil- væga tímabili í lífi þess. Hér á landi eru það eingöngu konur, sem eiga rétt' fæðingar- orlofi og það mjög mismunandi löngu, eftir því hvaða störf í þjóðfélaginu þær stunda. Eftir hálfs árs aldúrinn fer barnið að þekkja í sundur ein- staklinga í umhverfi sínu og gera skýran greinarmun á þeim sem það þekkir og öðrum utan- aðkomandi. Tíminn sem nú fer í hönd og langt fram á annað ár er mikill þroskatími fyrir barnið. Það glímir við mörg vandamál og fer í gegn um ýmis þroska- skeið. Líkamlegur og andlegur þroski barnsins er mjög ör á þessu tímabili. Barnið þarf að ná valdi yfir hreyfingum líkama síns, kanna umhverfi sitt og læra af reynslunni. Þá byrjar barnið einnig að kynnast helstu reglum um hvað má og má ekki. Sjálfstæðisvitund barnsins vaknar og reynir þetta aldurs- eru að stíga sín fyrstu skref út í lífið og þörf þeirra fyrir öryggi og vernd er mikil. Það er náið samhengi á milli skipulagningar bæja og félags- legra tengsla fólks. Þegar verið er að skipuleggja hverfi þarf líka að hafa í huga hverjir eiga að búa og starfa í þessum hverfum. Tilhneigingin til þess að raða einhverjum ákveðnum þjóð- félagshópum í ákveðnar götur eða hverfi er mjög óæskileg. Þessi stefna er til þess eins fallin að auka stéttaskiptingu og ala á sundrung milli hinna ýmsu hópa í þjóðfélaginu. Eitt dæmi um óæskilega greiningu í þessa átt er það ófremdarástand sem ríkir við val á börnum á dagvistunar- stofnanir hér á höfuðborgar- svæðinu. Vegna skorts á dagvist- unarrými komast einungis börn forgangshópa, námsfólks og ein- stæðra foreldra að. Af þessu leiðir, að börn sem dvelja á þessum stofnunum kynnast of einhæfum hópi barna. Þegar líður á síðari hluta forskólaáranna, eykst þörf og ánægja barnsins af samskiptum við annað fólk. Eftir því sem nær dregur skólaaldrinum eykst félagsþörf barnsins. Það eignast fyrstu leikfélagana og vinina og finnst gaman að leika sér í hópi annarra barna. Þá gilda oft hin frumstæðu lögmál hnefaréttar- ins, ef ágreiningsmál koma upp. Ofbeldi meðal barna, eins og annað ofbeldi manna á milli í þjóðfélaginu, er vaxandi vanda- mál í iðnaðarþjóðfélögum. Börn þurfa því á leiðbeiningum og handleiðslu að halda til þess að læra að starfa saman í hópi og leysa ágreiningsmál innbyrðis. Fæstir foreldrar gefa sér tíma til eða hafa þekkingu til að leiðbeina börnum í hópstarfi. Þess vegna ættu öll börn að eiga rétt á nægri og góðri dagvistun, þar sem hægt væri að sameina frjálsan leik og skipulagða starf- semi undir handleiðslu sér- menntaðs starfsfólks. Á þessu síðara tímabili for- skólaáranna er lagður grunnur að skólaþroska barnsins. Börn sem ekki hafa náð eðlilegum félagsþroska við upphaf skóla- göngu geta átt í námsörðugleik- um til að byrja með. Skortur á félagsþroska gerir barnið óör- uggt í hópi félaga sinna í skólan- um. Samstarf við aðra er þeim framandi og einbeitingarhæfi- leikinn truflaður af hópáhrifum. Þessi börn þurfa að nota alla sína krafta til þess að aðlagast hópnum og geta þess vegna ekki einbeitt sér að náminu. Þarna gegna sex ára deildir skólanna mikilvægu uppeldishlutverki. Tilgangur þeirra er m.a. að auka á félagsþroska barnanna og þar með undirbúa þau fyrir væntan- lega skólagöngu. Þannig smá- fikrar barnið sig áfram stig af fyrir félagana og þar eru lög og reglur. Mörg börn á þessum aldri gerast félagar í einhverju áhugamannafélagi t.d. skáta- félögum, íþróttafélögum og þess háttar. Söfnunarástríða gerir oft vart við sig á þessu aldursskeiði. Stundum er það tískufyrirbrigði hverju safnað er, en öft taka börn upp á að safna ólíklegustu hlutum, allt frá eldspýtustokk- um upp í gömul bíldekk. Uppá- tæki þessi njóta oft lítils skiln- ings og fagnaðar foreldranna. Allt hefur þetta tilgang og er einungis æfingar barnanna til þess að fást við önnur verkefni síðar. Gildismat og viðhorf til lífsins og tilverunnar mótast mjög á þessum árum og þau fara að skynja sig meira en áður sem drengi og stúlkur. Um það bil helming af ráð- stöfunartíma sínum eyðir barnið í skólanum. Uppeldishlutverk skólanna er löngu viðurkennt og álitið ekki síður mikilvægt en sú kennsla sem fer þar fram. Til þess að sinna þessu hlutverki sómasamlega þarf skólinn á góðum og velmenntuðum vinnu- krafti að halda. Kennarar þurfa að hafa skilning og þekkingu til að vekja og hvetja þá eiginleika, sem nemendurnir búa yfir og færa alla til nokkurs þroska. Þetta er erfitt og vandasamt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.