Morgunblaðið - 28.06.1979, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979
MORÖUK/ Sk^7T\lÞÍ/
kafr/NO \\ J
bflnum slnum eða hvað?
Hann sagðist ekki elska mig
lengur — ég væri svo lík þér.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Á laugardag hefst Evrópu-
meistaramótið 1979 í Lausanne í
Sviss. Mót þessi eru haldin annað
hvert ár enda ekki á hvers manns
(æri að taka þátt í þessum erfiðu
mótum árlega. Þar mun landslið
íslands keppa við reyndustu spil-
ara á meginlandinu og ekki
verður hér spáð um úrslit eða
árangur liðsins. En það er skipað
þessum mönnum: Ásmundur
Pálsson, Guðlaugur R. Jóhanns-
son, Hjalti Elíasson, Jón Ás-
björnsson, Símon Sfmonarson og
Örn Arnþórsson en fyrirliði á
spilamennsku verður Rfkharður
Steinbergsson. Allt reyndir
menn, sem áður hafa spilað fyrir
okkar hönd.
Sökum eigin framtaksleysis
verður ekki sýnt nú spil eftir þá
félaga. En í þess stað furðuleg
vörn leikin á Spáni síðastliðið
haust. Norður gaf, austur-vestur á
hættu.
COSPER
Eigum við ekki að fara út að skemmta okkur í kvöld
— ég meina sitt í hvoru lagi?
Á ég að gæta
bróður míns?
Nú þegar blessun- heimsvalda-
stefnu sósíalismans í Austur-Asíu
knýr á dyr okkar, eins og alls
heimsins, þá bregðast sósíalist-
arnir illa við og harðneita að taka
þátt í því að við gerum skyldu
okkar. Þetta fólk, sem hefur kjark
til þess að flýja og vill heldur
drukkna en að búa við sósíalism-
ann, sýnir manni, svo ekki er um
að villast, að óbúandi er við
hagkerfi sósialismans. Hann býð-
ur aðeins upp á steina í stað
brauðs.
Víetnamarnir segja að flótta-
mennirnir séu ríkt fólk sem ekki
vill vinna. Hún er því liklega
nokkuð löng 40 stunda vinnuvikan
í Víetnam.
Viðbrögð við flótta Víetnama
eru ef til vill einna eindregnust
hjá Rússum. Pravda segir að þessi
flótti fólksins sé orðum aukinn
áróður hjá Kínverjum. Miskunn-
semin gagnvart þrautum almenn-
ings er alltaf hin sama hjá ráða-
mönnum Rússlands. Félagi Búlow
var líka tekinn í dýrðlingatölu
sósialismans í Rússlandi þegar
hann var sendur til Úkraínu til
þess að ræna mat frá bændunum
og hafði tekið allan matinn frá
ekkju með 3 ung börn. Þegar hún
kom heim frá vinnu sinni og sá
ástandið, tók hún til sinna ráða.
Hún fór um kvöldið niður í þorps-
krána og sagði félaga Búlow að
hún hefði því miður falið 3 poka af
korni uppi á háalofti. Hann fór því
í góðri trú að ná í pokana, því þess
meira sem þeir komu með, þess
hærri voru launin. Ekkjan lét
hann fara á undan og þegar hann
beygði sig til þess að ná pokunum,
skellti hún öxinni á háísinn á
honum. Ég þarf ekki að taka það
Norður
S. K8743
H. D10843
T. D
Vestur L. 32
S. ÁD
H. 9
T. KG74
L. ÁKDG65
Suður
S. 10962
H. ÁG
T. Á10763
L. 97
í árlegri keppni á Melia Don
Pepe voru margfaldir heimsmeist-
arar ítala með spil austurs og
vestur en danskur maður í sæti
suðurs var leiður á að segja pass
og opnaði á einum spaða. Vestur
sagði þrjú lauf og sögnum lauk
með fjórum spöðum norðurs. Dá-
lítið tilviljanakenndar sagnir en
hagstæð lega gerði vinning ekki
útilokaðann — bara ekki í þetta
sinn.
Vestur tók tvo fyrstu slagina á
lauf og spilaði þriðja laufi. Sagn-
hafi trompaði á blindum, lét
hjartagosann af hendinni, fór
heim á hjartaás og spilaði trompi.
Vestur tók strax á ásinn og spilaði
laufi í fjórða sinn, sem austur
trompaði með gosa og þá var
daninn mættur. En einn niður var
ekki nóg. Austur spilaði hjarta og
spaðadrottningin varð þriðji
trompslagur varnarinnar.
Austur
S. G5
H. K7652
T. 982
L. 1084
Lausnargjald í Persíu
Fftir Evelyn Anthöny
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
6
Helztu sögupersónur:
Logan Field — athafnasamur
og umsvifamikill forstjtíri
Imperial-olíuféiagsins.
Eileen Field — kona hans —
sem verður ein helzta persóna
sögunnar.
James Kelly — framkvæmda-
stjóri í fyrirtæki Fields. Aðdá-
andi eiginkonunnar.
Janet Armstrong — ástkona
Logans Fields.
Ardalan hershöfðingi — yfir-
maður SAVAK.
Khorvan — efnahagsmálaráð-
herra írans, sem á að semja við
Logan um 'mikilsháttar fram-
kvæmd í olíumálum.
Peters — Bandaríkjamaður,
forsvarsmaður skæruliðahóps
sem undirbýr mannrán.
fagna. Hann hafði kosið mann
sem reyndist fær um að kljást
við frönsku stjórnina og það í
reynd þýddi ekki sfzt að kljást
við keisarann sem var sannar-
lega ekki á margra færi.
— Þetta er aldeilis frábært,
hélt Field áfram lágróma. —
Mesta olfusvæði á fimmtfu
árum — og breyting á olfuverði
fyrir Vestur-Evrópu. Við hljót-
um að ienda í mannkynssög-
unni, James.
— Ég reyni náttúrlega að
vera ekki með óþarfa svartsýni,
en ég held samt ég geti ekki
trúað þessu fyrr en ég hef séð
ráðherrann skrifa undir í eigin
persónu.
— Fyrst keisarinn styður
þetta á hann engra kosta völ,
sagði Field. — En ég vil fá hann
yfir á okkar hlið James. Ég vil
að þetta gangi fyrir sig eins
hávaðalftið og hægt er. Og eins
greitt og unnt er. Ég veit að
þetta samkvæmi skiptir ekki
nokkrum sköpuðum hlut og á
morgun reynir hann að hefja
skemmdarstarfsemi gagnvart
okkur aftur, en samt er ég
trúaður á að þetta takist.
James svaraði ekki. Hann
dreypti á viskfinu og horfði á
Eileen Field. Hún lagði sig alla
fram við að vera notaleg og
skemmtileg við ráðherrann.
Hann velti syrir sér hvort
Logan gerði sér grein fyrir
hversu farsæll hennar þáttur
var í þessu öllu. Hann var of
skýr til þess að háfa uppi
gagnrýni á Logan Field þótt
hann væri sjálfur ástfanginn af
konunni hans. Hann mat marga
góða kosti Logans og hann
neitaði því ekki að Kogan gat
verið heillandi og skemmtileg-
ur þegar hann vildi það við
hafa. En hann lét fólk ekki hafa
mikil áhrif á sig. Auðurinn
hafði ekki gert hann að apa. En
hann skildi gildi peninga og
hegðaði sér samkvæmt því.
Hann átti mikið og voldugt safn
grískra fornmuna. Þegar Jam-
es hafði látið í Ijós hrifningu
sína hafði hann sagt honum
hispurslaust að þetta væri
miklu betra og öruggara en
eiga peninga í banka. Þessi
afstaða fór feiknalega í taug-
arnar á James. Allt varð að
hafa sinn tilgang, ef ekki var
um að ræða vald og áhrif, þá
hagnað í einhverri mynd. Hann
hélt áfram að horfa á Eileen og
hugsaði með sér að hún væri
oýenjulega fölleit. — Ég er að
hugsa um að halda einkasam
kvæmi fyrir Khorvan, sagði
Logan. — Daliíið oéenjulegt. í
huáinu hjá þér, það er skemmti
legra en á hóteii og persónu
legra.
— Mér finnst heldur ósenni
iegt hann fáist til að koma,
svaraði James. — Raðherrar
þiggja sjaldan slík einkaboð en
við getum auðvitað reynt.
— Við skulum koma til
þeirra.
Logan gekk í áttina til
Khorvans. — Þú býður honum.
James varð undrandi þegar
ráðherrann þá boðið umsvifa
laust.
— Ég þigg það mcð mestu
ánægju. sagði hann. — Ég
verða að fá annað tækifæri til