Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979 33 fram að í pokunum voru auðvitað börnin hennar þrjú. Ef bók Fredu Utley hefði komið út hér á landi árið 1949 og hefði verið lesin eins og Kapitola forð- um hefði verið verra fyrir upp- fræðarana að kenna unglingunum lofkvæðin um Stalín. í bókinni lýsir Freda stjórnaraðgerðum í Rússlandi og hvernig sérréttinda- stéttin hagaði sér gagnvart þeim sem undir hana voru settir, því kommúnistaflokkurinn var miklu verri en aðallinn á dögum Katrín- ar miklu. Þetta dæmi um flóttafólkið frá Víetnam sýnir manni það að heimurinn getur ekki búið við sósíalismann. Fyrst verður að hefta útbreiðslu hans og síðan að bjarga þessu vesalings fólki sem hefur í öll þessi ár þjáðst undir járnhæl þessa þrælakerfis sem kallast sósíalismi og enga mann- lega miskunn á. Húsmóðir. • Hvað á að - gera? Er Austurstræti ekki veglegasta stræti Reykjavíkur og jafnframt hið fjölfarnasta? Því er það, að umferð um það þarf að vera alveg greiðfær, ekkert á miðri götunni sem hindrar umferðina. Moldar- flögin með steinunum í kring eiga að fara. Við munum eftir einu slíku flagi, rétt hjá strætisvagna- skýlinu, en það er nú loksins farið. Þeir sem teikna götuna með moldarflögunum gera sér ekki grein fyrir raunveruleikanum. Þetta getur verið laglegt á pappír en samræmist ekki hinu daglega lífi manna sem þarna eiga leið um. Það er nóg að hafa turninn á sínum stað. Virðulega borgarstjórn. Athug- ið málið með raunsæi í huga, þá mun vel fara. Gestur. • Athugasemd Velvakandi vill taka það fram að láti bréfritarar ekki nafn og heimilisfang fylgja bréfum sínum, verða þau ekki birt. Hins vegar er tekið tillit til óska um nafnleynd við birtingu. Einnig vill Velvakandi minna á SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Kaup- mannahöfn í febrúar kom þessi staða upp í skák Dananna Heis, sem hafði hvítt og átti leik, og Brinck-Clausens. W, (D Félag leiðsögumanna heldur almennan félagsfund á Hótel Esju annaö kvöld kl. 8.30. Fundarefni: Nýju kjarasamningarnir. Stjórnin. símatímann sem er milli 10 og 11 alla virka morgna. Sigurjón Jónsson hefur sent Velvakanda bréf um byggðakosn- ingar, borgarstjórnarkosningar og fleira. Velvakandi sér sér ekki fært að birta umrætt bréf nema Sigurjón komi að máli við Velvak- anda. • Slæm reynsla Kona nokkur hafði samband við Velvakanda vegna pistils sem birtist í gær um Fossvogskirkju- garð. „Ég hef alveg þveröfuga reynslu af hirðingu leiða og umgengni starfsfólksins í kirkjugarðinum. Ég hirði þar 5 leiði ættingja minna víðs vegar í garðinum. Síðast er ég vitjaði leiðanna varð ég að rífa upp blóm á einu þeirra til að taka í burtu njóla. Það er afskaplega mikill njóli í garðinum og gerir manni erfitt fyrir við gróðursetningu og hirðingu leið- anna. Einnig er töluvert um fífla í garðinum og eru sum leiðin til dæmis þakin.fíflum. Eitt sinn er ég kom í garðinn varð ég mjög sár. Ég ætlaði að vitja leiis eins nákomins ættingja en fann það ekki í fyrstu. Ég hafði samt nokkra hugmynd um hvar leiðið væri. Sá ég þá að grafið hafði verið fyrir gröf þar við hliðina og allri moldinni mokað yfir leiðið svo bæði blómin og steinninn voru á kafi í mold. Varð ég að grafa niður í moldina til að sjá á steininn hvort þetta væri ekki rétta leiðið. Mig langar einnig til að koma því hér fram hvað mér leiðist að sjá starfsfólkið í kirkjugarðinum liggja í sólbaði á leiðunum á gróðviðrisdögum. Mér finnst við- kunnanlegra ef það gæti notað auðu blettina til slíks. HÖGNI HREKKVlSI „ R/WMMfTI? ... .. .'£<* MLÝTAÐ MAfA OOTTAd!" MANNI OG KONNA '%'/ S\^ íl*. Keflavíkurflugvöllur — vörugeymsla Fríhafnar Tilboö óskast í aö reisa og fullgera vörugeymslu fyrir Fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli meö aökeyrsluvegi og athafnasvæði. Skemman skal vera aö stærö um 1000 m2 og er útlit hússins mótaö. Sérstaklega skal tekiö fram, aö bjóðendur leggi fram buröarþolsteikningu af húsi og undirstöðum með tilboöi sínu. Verkinu skal lokiö 1. des. 1979. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, gegn 50.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð veröa opnuö á sama staö þriðjudaginn 17, iúlí kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 LJÓSMYNDAVÖRUVERSLUN LAUGAVEGI 178 105 REYKJAVIK SIMI 85811 HAGTRYGGING HF 4<L Þaö má efnilega ekki hafa hann bangsa framí hjá mér... Þú mátt halda áfram ... 21. Dh5! (Lakara var 21. Hh3 — Rg5) Bc8 (Svartur varð að hindra 22. Hh3) 22. Re5 - Be6, 23. Hh3! og svartur gafst upp, því að eftir 23. ... Bxh3, 24. Dxf7+ er hann mát í næsta leik. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Larsen 8 v. af 11 mögulegum. 2.-3. esterinen og Hoi 7 Vi v., 4. Iskov Danmörku) og Mikhailchisin (Sovétríkjunum) 6% v., 7. Schiisler (Sviþjóð) 6.v. Haldiö ekki á börnum í framsætinu ... 4. Jfc afc'jgv .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.