Morgunblaðið - 13.07.1979, Side 16

Morgunblaðið - 13.07.1979, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ1979 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ1979 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiðsla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakiö. Ríkisstjómin rank- ar loksins við sér Eftir innbyrðis nagg og sundurþykkju eftir venjunni hafa ný bráða- birgðalög nú séð dagsins ljós. Þau fela í sér heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að taka allt að 2,3 milljörð- um króna að láni til orku- framkvæmda til þess að draga megi úr innflutningi á olíu með því að nýta betur innlenda orkugjafa. Þessi bráðabirgðalög eru seint á ferðinni. Vitaskuld hefði verið eðlilegra að afgreiða þessa lánsheimild með lánsfjáráætlun, sem sam- þykkt var 16. maí sl., eins og Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson gerði efnislega til- lögu um. I fréttaauka ríkisútvarps- ins sl. miðvikudag gaf iðnað- arráðherra í skyn, að breytt viðhorf yllu því, að nú hefði verið ákveðið að ráðast í frekari orkuframkvæmdir en til stóð í miðjum maí sl. Vitaskuld voru ummæli ráðherrans ekki annað en yfirklór, þar sem olíuverðs- hækkanirnar voru komnar fram mörgum mánuðum fyrr. Þess vegna var það, að Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson flutti ásamt 11 öðr- um þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins tillögu til þings- ályktunar um auknar orku- framkvæmdir á yfirstand- andi ári og var henni útbýtt á Alþingi 15. marz sl. í greinargerð var sérstök áherzla lögð á, að hinar alvarlegu olíuverðshækkanir kölluðu á margvísleg við- brögð, sem þyrftu að miða að því að draga úr áhrifum þeirra á almenna verðþróun í landinu. í því skyni var lagt svo fyrir í tillögunni, að ríkisstjórnin endurskoðaði fyrirætlanir um fram- kvæmdir í orkumálum til þess að hraða því sem mest að innlendir orkugjafar kæmu í stað olíu. Nýttur yrði ódýrari innfluttur orku- gjafi í stað dýrari og af- gangsorka yrði betur hag- nýtt. Kveðið var á um, að end- urskoðunin skyldi sérstak- lega ná til eftirfarandi verk- efna: 1. Hraðað verði lagningu aðalháspennulínu raf- magns til að draga úr vinnslu raforku með dís- elvélum og hagnýta megi meira en orðið er raf- magn til upphitunar húsa. 2. Hraðað verði styrkingu rafdreifikerfis í sveitum, svo að það megi anna aukinni rafhitun. 3. Lokið verði sveitarafvæð- ingunni. 4. Aukin verði jarðhitaleit og hagnýttir verði til fulls jarðborar ríkisins í því skyni. 5. Hraðað verði fram- kvæmdum við hitaveitur og fjarvarmaveitur. Gert var ráð fyrir að afla framkvæmdafjárins með lántökum og beinum fram- lögum úr ríkissjóði, enda yrði beitt niðurskurði á öðr- um útgjöldum ríkisins í því skyni. Tillaga þeirra Þorvalds Garðars Kristjánssonar náði að sjálfsögðu ekki fram að ganga, enda var ríkis- stjórnin óviðbúin því að tak- ast á við þessi verkefni, eins og afgreiðsla lánsfjáráætl- unarinnar sýndi. Á hinn bóginn varð þessi tillögu- flutningur ásamt stöðugum eftirrekstri á Alþingi og hér í Morgunblaðinu til þess að halda málinu vakandi, og nú er svo komið, að ríkisstjórn- in hefur loksins aflað sér nauðsynlegra lánsheimilda til aukinna orkufram- kvæmda, þótt lítið fari fyrir niðurskurði á öðrum út- gjöldum ríkisins eins og skiljanlegt er eftir þeirri meðferð opinberra fjár- muna, sem verið hefur, eftir að þessi ríkisstjórn settist að völdum. Nú ríður á, að því sé fast fylgt eftir, að ríkisstjórnin standi við framkvæmda- áform sín í orkumálum, um leið og rekið verður á eftir því, að betri kjara verði leitað varðandi olíukaup til landsins. Norræna húsið: Sýningáverk- um þriggja listamanna SUMARSÝNING Norræna hússins 1979 stendur nú yfir í sýningarsal í kjallara hússins. Síðastliðin fjögur ár hafa sýningar af þessu tagi verið fastur liður í starfsemi Norræna hússins. Hingað til, og svo er einnig nú, hefur verið fylgt þeirri reglu að sýna verk þriggja listamanna á þessum sýningum, eins látins listamanns af eldri kynslóðinni og tveggja núlifandi manna í hópi yngri málara. Þeir þrír málarar sem verk eiga á sýningunni eru þeir Hafsteinn Austmann, Hrólfur Sigurðsson og Gunnlaugur heitinn Scheving. Hafsteinn Austmann listmálari við mynd sem hann kallar Vals. Hafsteinn Austmann er Vopn- firðingur að uppruna, fæddur árið 1934. Hann stundaði nám bæði á íslandi og erlendis, og hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum innan lands og utan. Hann á um fjörtíu myndir á sýningunni, bæði myndir málaðar með olíulitum og blandaðri tækni. Hrólfur Sigurðsson er Reykvík- ingur, fæddur árið 1922. Hann stundaði myndlistarnám í Kaup- mannahöfn á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga en einnig hefur hann haldið einkasýningu í Reykjavík. Myndir þær sem hann sýnir nú eru um fjörtíu talsins og hafa fæstar komið fyrir almenn- ingssjónir fyrr en nú. Þær eru flestar málaðar á síðustu þremur árum og sækir Hrólfur myndefni sitt víða. Myndir eftir Gunnlaug Scheving á sýningunni eru sautján að tölu og eru úr safni dr. Gunnlaugs Þórð- arsonar. Hugmyndina að því að sýna verk eftir Gunnlaug áttu þau Þóra Kristjánsdóttir forstöðumað- ur Kjarvalsstaða og Erik Sönder- holm forstjóri Norræna hússins. Fóru þau þess á leit við dr. Gunnlaug Þórðarson að fá til sýningar verk úr eigu hans. Var það auðsótt mál og koma nú fyrir almennings sjónir listaverk sem hann hefur eignast á undanförnum árum. Margar þessara mynda hafa ekki verið sýndar hér á landi áður og hlýtur því sýning þeirra að vera fengur fyrir hina mörgu aðdáendur Gunnlaugs Schevings. í ráði er að halda sumarsýningar sem þessa í sölum Norræna hússins á hverju sumri, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Sýning þessi er ekki síður ætluð erlendum ferða- mönnum en íslendingum, því að ekki er minni ástæða til að kynna útlendingum hvernig listamönnum okkar tekst til við að ráða við litina í því landi, þar sem litbrigðin eru fjölbreyttari og magnaðri en víða annars staðar. Hrólfur Sigurðsson listmálari við mynd sína Vctur, en hún er frá Heiðmörk Myndin er í expressionfskum stfl. Frá sýningunni í Norræna húsinu. Á myndinni eru þau Hrólfur Sigurðsson, Þórdís Þorvaldsdóttir, Hafsteinn Austmann og dr. Gunnlaugur Þórðarson. Rætt við forstöóumann ferðaskrifstofanna: Samdráttur í sölu sólar- landaferða nema hjá Útsýn Mikill samdráttur verður í sólarlandaferðum í ár á vegum fslenskra ferðaskrifstofa að því er formaður Félags fslenskra ferðaskrifstofa, Steinn Lárusson, upplýsti í viðtali í Morgunblað- inu í gær. Þar kom fram að allt útlit væri fyrir að sólarlandafar- þegaum fækkaði um 10 þúsund frá því í fyrra. Forsvarsmenn allra ferðaskrifstofanna sem selja ferðir til sólarlanda staðfestu orð Steins í samtali við Mbl. í gær. nema Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar, sem kvað farþegafjölda hjá Útsýn svipaðan og í fyrra en hann kvaðst hins vegar hafa orðið var við samdrátt hjá öðrum ferðaskrifstofum. Ekki náðist f forstöðumenn hjá Samvinnuferð- um —Landsýn. „Ég var dálítið undrandi er ég las þessa frétt," sagði Ingólfur Guðbrandsson forstjóri Útsínar. „Það er á allra vitorði að færri ferðast nú í ár, sér í lagi til sólarlanda, en verið hefur á undan- förnum árum. En sá samdráttur hefur lítið gert vart við sig hér hjá okkur í Útsýn og við höldum uppi ferðum til 6 sólbaðsstaða við Mið- jarðarhafið með ágætri þátttöku og eru flestar ferðir framundan nú uppseldar. Til dæmis eru ferðir til Italíu á hverjum sunnudegi og er uppselt í næstu 7 ferðir. En ég hef orðið var við samdrátt hjá öðrum ferðaskrifstofum sem hafa lagt niður leiguflug en óskað eftir sætum hjá Útsýn fyrir farþega sína. Á það við bæði um Samvinnuferðir-Landsýn og Sunnu." Ingólfur sagði að ferðaskrif- stofan Útsýn hefði selt um 7 þúsund sæti til sólarlanda það sem af er árinu og kvað hann það vera svipað og í fyrra. Um einstakar ferðir sagði Ingólfur að þeir hefðu tvöfaldað fjölda Júgóslavíuferða frá því á síðasta ári. Um tíma hefði verið töluverður samdráttur í sölu ferða þangað vegna frétta af jarðskjálftum sem hins vegar hefðu ekki fundist á þeim stöðum sem Útsýn selur ferðir til. En nú hefði eftirspurn eftir Júgóslavíu- ferðum aukist að nýju og væri uppselt í flestar ferðir framundan. „Á sama hátt dró úr eftirspurn eftir Spánar ferðum vegna frétta af hermdarverkum. En glaðir og ánægðir heimkomnir Spánarfarar hafa dregið úr hræðslu almennings og líf hefur aftur færst í pantanir enda er Costa del Sol enn langvin- sælasti staðurinn," sagði Ingólfur að lokum. • 32% minni sala í ferðum til Mallorca Ferðaskrifstofan Urval bauð fram 20% færri sæti til Mallorca í ár en á síðasta ári,“ sagði Steinn Lárusson framkvæmdastjóri Úrval. „Heildarbókunartölur til Mallorca í ár sýna að búið er að selja um 12% færri sæti en á sama tíma í fyrra og þýðir það því 32% minni sölu í ferðum til Mallorca en í fyrra. Miðað við þær ferðir sem við höfum þegar farið til Mallorca hefur sætanýtingin verður svipuð og í fyrra. Salan fram í tímann hefur því verið lakari," sagði Steinn. Steinn kvað þá hjá Úrvali hafa boðið fram sama sætafjölda íbiza og í fyrra en salan í ár hefur verið 2—3% lakari en í fyrra. Einnig kvað hann þá hafa sett upp ferðir til Rúmeníu en hætt við þær snemma í vetur. • 30—40% færri sæti Ástandið hjá okkur er svipað og annars staðar, það hefur orðið þó nokkur samdráttur í sólarlanda- ferðum“ sagði Kristján Guðmunds- son sölustjóri hjá Ferðamiðstöð- inni. „Ferðum hefur fækkað, við buðum fram 30—40% færri sæti en í fyrra, en sætanýtingin er góð,“ sagði Kristján. Ferðamiðstöðin er aðeins með ferðir til Benidorm á sumrin en á veturna heldur hún einnig uppi ferðum til Kanaríeyja og Flórida. Sagði Kristján að mun færri ferðir hefðu verið til Kanaríeyja s.l. vetur en ferðir á vegum þeirra til Flórida eru það nýhafnar að Kristján kvað þá ekki hafa neinn samanburð. • „Verulegur samdrátturu „Það er ekki fjarri lagi það sem Steinn Lárusson segir og ég get vel tekið undir það,“ sagði Guðni Þórðarson forstjóri Sunnu. „Það hefur orðið verulegur samdráttur í sólarlandaferðum, mismunandi að vísu eftir stöðum, en heildarmynd- in er rétt.“ Guðni kvaðst engar tölur hafa við hendina varðandi farþegafjöld- ann í ár en sagði það ljóst að talsvert hefði dregist saman frá því í fyrra, einna helst hefði fækkað farþegum til Grikklands. Skattskrá Norðurlandsumdæmis eystra: ir ellefu milljarðar í MORGUNBLAÐINU í gær var skýrt frá gjaldahæstu einstaklingum og félögum í kaupstöðunum fjórum í Norðurlandsumdæmi eystra. En skattskráin í umdæm- inu var lögð fram í gær. Ekki reyndist unnt að fá upplýsingar um heildargjöld einstaklinga og fyrirtækja né heldur hver hækkunin var milli ára í umdæminu. Fara þær tölur því hér á eftir. Heildarupphæð álagðra gjalda í umdæminu nemur 11.1 milljarði króna á 12.599 einstaklinga og 706 félög. Heildarálagningin var 6.5 milljarðar króna árið áður á 12.290 einstaklinga og 720 félög. Hækkun heildarálagningar opinberra gjalda nemur því 67.16% milli ára. Hækkunin skiptist þannig að einstaklingar bera nú 8.9 milljarða króna en í fyrra 5.4 milljarða og nemur hækkun gjalda á einstaklinga 62.87%. Félög greiða samtals 2.2 milljarða króna en greiddu í fyrra 1.1 milljarð króna alls. Hækkun þeirra gjalda sem fyrirtæki greiða nemur því 96.27% milli ára. Heildarálagningin skiptist þannig að tekjuskattur á 7.940 einstakl- inga er ríflega 4.1 milljarður og á 212 félög um 428 milljónir. Eignaskattur á 1395 einstaklinga nemur 119.5 milljónum og á 317 félög 276.6 milljónum. Aðstöðugjald á 1709 einstaklinga er 86.8 milljónir og 668 milljónir á 448 félög. Utsvör á 11.297 einstaklinga nema rúmlega 3.6 milljörðum. Sjúkratryggingagjald á 10.779 einstaklinga er tæpar 510 milljónir. Atvinnurekstrargjöld og fleira á einstaklinga og félög eru rúmlega einn milljarður 170 milljónir. Ónýttur persónuafsláttur til greiðslu útsvara nemur 133.5 milljónum og ónýttur persónuafsláttur til greiðslu sjúkratryggingargjalda nemur 40.830 milljónum. Barnabætur eru rétt rúmur milljarður. Heildarupphæð álagðs sölugjalds 1978 voru rúmir fjórir milljarðar og hæsti innheimtuaðilinn er KEA með rúmar 864 milljónir. í blaðinu í gær voru upplýsingar um hæstu greiðendur opinberra gjalda, einstaklinga og félög, í kaupstöðunum fjórum í umdæminu. En gjaldhæstu einstaklingar og félög í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýsl- um eru sem hér segir: Eyjafjarðarsýsla Sveinn E. Jónsson, Ytra-Kálfskinni, Árskógshreppi Hreinn Kristjánsson, Hríshóli, Saurbæjarhreppi Sturla Eiðsson, Þúfnavöllum I, Skriðuhreppi Þingeyjarsýslur, einstaklingar: Þorleifur Matthíasson, Laugum, Reykjadalshreppi Harald Chr. Jespersen, Miðhvammi, Áðaldælahreppi Stefán Óskarsson, Rein, Reykjahreppi Þingeyjarsýslur, félög: Kaupfélag Svalbarðseyrar, Svalbarðseyri Kaupfélag Norður-Þingeyinga, Kópaskeri Kísiliðjan, Mývatnssveit 7.726.310 kr. 6.748.618 kr. 6.189.399 kr. 9.279.025 kr. 6.742.392 kr. 6.457.999 kr. 23.828.000 kr. 21.826.000 kr. 19.948.000 kr. Vara við að búta Laugarás eða Laugardal niður í lóðir — bókaði Elín Pálmadóttir í umhverfismálaráði ÞRÓUNARSTOFNUN Reykjavíkurborgar er að vinna að hug- myndum um byggingu á fimm svæðum í borginni, sem Guðrún Jónsdóttir, forstöðumáður. kynnti á fundi umhverfismálaráðs á miðvikudag. Þar á meðal er holtið efst á Laugarásnum, við háu blokkirnar. En þar eru hugmyndir uppi um þétta lágbyggð. Annað svæði er í Laugardalnum meðfram Suðurlandsbrautinni. Það þriðja yfir Sauðurlandsbraut, sem yrði lokað og yfir á svæðið þar sem heststyttan stendur og út undir Miklubraut. En hin tvö svæðin eru í nánd við Borgarspítalann. Elín Pálmadóttir lét á fundinum bóka eftirfarandi: „Út frá umhverfissjónarmiði vara ég mjög við sumum þeim hugmyndum, sem hér hafa verið kynntar undir nafninu „þétting byggðar", þar sem vegna stundar- hagsmuna er gengið á frátekin útivistarsvæði, sem ætluð eru Reykvíkingum framtíðarinnar til að njóta og nýta sameiginlega og sem samskiptaleiðir fólksins í hverfunum, sem mikil þörf er fyrir í stækkandi borg og þéttbýli. Þessi svæði voru ætluð öllum þjóðfélagsþegnum, jafnt þeim sem bíllausir eru — konum og börnum heima í hverfunum — sem akandi fólki, og eru þeim mun nauðsyn- legri við síhækkandi bensínverð og aukinn aksturskostnað. Það sem Reykjavík hefur umfram aðr- ar borgir er að hér er vítt til veggja og olnbogarými, sem ekki ætti að fórna fyrir stundarhags- muni. Enda þéttast borgir ávallt með tímanum, þegar brýn þörf er fyrir ýmislegt, sem kemur með nýjum viðhorfum og við getum ekki á þessari stundu séð fyrir, og sem ávallt leggst á herðar höfuð- borgar. Tel ég skammsýni að ætla að þétta svo borgina að ekkert slíkt svigrúm gefist. Eitt af þeim byggingarsvæðum, sem hér hafa verið kynnt, Laugar- dalurinn og svæðið beggja vegna Suðurlandsbrautar að Miklubraut, er dæmigert svæði af því tagi, sem njóta ætti meðan hægt er og halda frá til brýnna sameiginlegra þarfa. í samþykktri áætlun um umhverfi og útivist var gert ráð fyrir íþróttaiðkunum í Laugardal, Þrjú af þeim svæðum, sem hugmyndir eru um að taka undir íbúðalóðir eru merkt með hringjum, (sýna ekki nákvæma stærð byggingarsvæðanna). Það er háholtið á Laugarásnum, Laugardalurinn meðfram Suðurlands- braut og svæði sem liggur yfir Suðurlandsbraut austar- lega og yfir grasflötina að Miklubrautinni. sem eiga eftir að aukast, svo og trjágarði, grasagarði og ræktun- arstöð borgarinnar, svo og skóla- garðasvæði og svæðið meðfram Suðurlandsbraut er hugsað sem opið svæði til sameiginlegra nota, þótt skóla eða annarri stofnun yrði komið þar fyrir á ógirtu svæði. Tel ég mikla skammsýni að ætla að taka hvaða hluta af Laugardalnum sem er til að búta niður í einkafóðir. Laugarásinn, sem er fallegt holt með jökulsorfnum klöppum, náttúruminjum, tel ég skemmdar- verk að hylja byggingum, og það hlutverk umhverfismálaráðs, sem fer lögum samkvæmt með málefni náttúruverndar í borginni, að spyrna við fótum. Tel ég að ekki hefði skaðað þótt bætt væri þar við einu háhýsi í viðbót, ef holtið að öðru leyti fengi að halda sér. En hugmyndir um að taka mestan hluta holtsins í lóðir undir hús, tel ég skemmd, jafnvel þótt það sé „ódýrasta svæðið til að byggja á í borginni". Og skora ég á um- hverfismálaráð að taka það mál sérstaklega fyrir í samráði við náttúruverndarráð. Aðrar hugmyndir, sem hér hafa verið kynntar, geri ég ekki á þessu stigi athugasemd við. En óska eftir því að umhverfismálaráð hafi af þessum hugmyndum meiri afskipti en hingað til, að ráðið taki afstöðu til tillögu þeirrar um aukna nýtingu útivistarsvæðanna, sem samþykkt var að vísa til ráðsins á síðasta borgarstjórnar- fundi, áður en það fellst á að fórna slíkum svæðum undir byggingar".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.