Morgunblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979 Þrýstimælar Allar stæörir og geröir. -L-L SfliuiiHlauyigiiun’ St CS(s) Vesturgötu 16, sími 1 3280. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Útvarp kl. 11.00 og 18.00: Útvarp kl. 21.45: Víðsjá í „Víðsjá“ í dag verður f jallað um stjórnmálaástandið á Ind- landi. Á Indlandi hefur, sem kunnuKt er, hið svokallaða Jan- atabandalag verið f stjórn og hefur Desai haldið um stjórn- völinn. Nú er stjórn hans fallin og mun aðdragandi fallsins veröa rakinn nokkuð f þættin- um. Þá mun talað um þá stjórn sem við hefur tekið og sfðan rætt almennt um stjórnmála- ástandið. í þættinum mun Sigvaldi Hjálmarsson flytja stuttan pistil um málefni Indiands, en hann er manna fróðastur um land þetta. Verður það almenn lýsing á því hvernig málin hafa þróast hin Sigvaldi Hjálmarsson. seinni ár og væntanlega koma hin nýafstöðnu stjórnarskipti þar eitthvað við sögu. íþróttir íþróttaþátturinn verður á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 21.45 og er hann í umsjá Hermanns Gunnarssonar íþróttafréttaritara útvarps- ins. í þættinum mun Hermann spjalla við heimskunnan ís- lenskan íþróttamann, sem getið hefur sér gott orð hér á landi og erlendis hin síðari ár. Þá mun Hermann spjalla nokkuð við Einar Guðnason „yfirgolfara" þeirra Akur- eyringa. Munu þeir ræða um Landsmótið í golfi sem hefst á Akureyri innan tíðar og verður leikið á Jaðarsvellin- um, sem oft gengur undir nafninu “Stóri boli“. Þá hef- ur Hermann alltaf mikið efni í handraðanum og mun hann flytja eitthvað af því í kvöld, eins og tíminn leyfir. Að síðustu mun svo Her- mann ræða um börn sem eru að fara á íþróttahátíð í Kaupmannahöfn á næstunni. Hermann Gunnarsson, íþróttafréttaritari útvarpsins. Þessi börn eru blind, heyrn- arlaus og mállaus, lömuð eða fötluð á annan hátt. Her- mann mun segja frá móti þessu og börnunum sem þar taka þátt og er vissulega gleðilegt að þau skuli fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr því að þessi börn standa öðrum fyllilega á sporði í mörgum greinum íþrótta. þelid ef óliúl«9l Veörunarþol er einn veigamesti eiginleiki, sem ber að athuga þegar málaö er við íslenzkar aöstæöur. Þol — þakmálningin frá Málningu h.f. hefur ótvírætt sannað gæði sín, ef dæma má reynslu undanfarinna ára. Stööugt eftirlit rannsóknastofu okkar með framleiðslu og góð ending auk meðmæla málarameistara hafa stuðlað að vinsældum ÞOLS. ÞOL er alkýðmálning. Einn lítri fer á um það bil 10 fermetra ÞOL er framleitt í 10 staðallitum, sem gefa fjölmarga möguleíka í blöndun. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST málning'f Útvarp Reykjavík A1IÐMIKUDKGUR 1. ágúst MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.05 Morgunstund barnanna: 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.10 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Víðsjá Jón Viðar Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Kirkjutónlist: Jón Stef- ánsson kynnir músik frá kirkjutónlistarmóti Norður- landa í Helsinki s.l. sumar; — 3. þáttur. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Korriró“ eftir Asa í Bæ Höfundur les (13) SÍÐDEGIÐ 15.00 Miðdegistónleikar a. Valdimir Horowitz leikur á píanó „Myndir á sýningu“ eftir Módest Mússorgský. b. Jacquelina Du Pré leikur á selló Adagí úr Tokkötu í C-dúr eftir Johann Sebastian Bach. c. Grace Bumbry syndur með hljómsveit Þýsku óper- unnar í Berlín aríur úr II Trovatore, Aidu og Don Car- los eftir Giuseppe Verdi; Hans Löwein stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn: Haildór Gunn- arsson kynnir. 17.20 Litli barnatíminn Umsjón: Valdfs Óskarsdóttir. 17.40 Tónleikar. 18.00 Víðsjá: Endurtekinn þátt- ur frá morgninum. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tii- kynningar. 19.35 Er vinnuálag of mikið á íslandi og hvernig má úr því bæta? 20.40 Útvarpssagan: „Trúður- inn“ eftir Heinrich Böll. Franz A. Gfslason les (10). 21.10 Tónaljóð eftir Felix Mendelsohn. Daniel Adni leikur á pfanó. 21.35 Altarisbergið. Árni Blandon les úr sfðusta ljóðabók Jóns úr Vör. 21.45 íþróttir Hermann Gunnarsson segir frá. 22.05 Að austan Birgir Stefánsson kennari á Fáskrúðsfirði segir frá. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. FIM41TUDKGUR FIMMTUDAGUR 2. ágúst MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónieikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- ieikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Edda Sigurðardóttir heldur áfram að lesa „Söguna af Palla rófulausa“ eftir Gösta Knutsson f þýðingu Einars M. Jónssonar (3) 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Verzlun og viðskipti: Umsjón: Ingvi Hrafn Jóns- son. Fjallað um frfdag verzl- unarmanna. 11.15 Morguntónleikar: Steven Staryk og Kenneth Gilbert leika á fiðlu og sembal Són- ötu í F-dúr og Sónötu í g-moll eftir Johann Sebastian Bach/ Ars Rediviva kammer- sveitin leikur Konsert í a-moll fyrir piccoloflautu og strengjasveit og Konsert í G-dúr fyrir óbó, fagott og strengjasveit eftir Antonio Vivaldi. Einleikarar: Franti- sek Cech, Jiri Mihule og Karel Vidlo. Stjórnandi: Mil- an Munclinger. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Korriró“ eftir Ása í Bæ. Höfundur les sögulok (14). SIÐDEGIÐ 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Sergej Rakhmani- noff. Valdimfr Ashkenazý leikur á píanó Tilbrigði op. 42 um stef eftir Corelli/ Boris Christoff syndur þrjú söng- lög við undirleik Álexandres Labinskýs/ Höfundir inn og Ffladelffuhljómsveitin leika Píanókonsert nr. 1 í ffs-moll op. 1; Eugene Ormandy stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 17.20 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIO 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Dagiegt mál Árni Böðvarsson flytur þátt- inn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit: „Gestir herra Birowskis“ eftir Glinter Eich. Áður útv. 1960. Þýð- andi: Ingibjörg Stephensen. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Persónur og leikendur: Biro- wski/ Þorsteinn ö. Stephen- sen. Paula/ Arndfs Björns- dóttir. Theresa/ Inga Þórð- ardóttir. Leonard/ Steindór Iljörleifsson. Cecilia/ Mar- grét Guðmundsdóttir. Erd- muthe/ Kristbjörg Kjeld. Emil/ Árni Tryggvason. 20.55 Islandsmótið í knatt- spyrnu — fyrsta deild. Hermann Gunnarsson lýsir síðari hálfleik Víkings og Keflvíkinga á Laugardals- velli. 21.50 Smátrío fyrir flautu, selló og pfanó eftir Leif Þór- arinsson. 22.00 Á ferð um landið. Fimmti þáttur: Geysir. Um- sjónarmaður: Tómas Einars- son. Talað við dr. Trausta Einarsson prófessor og Ár- mann Kr. Einarsson rithöf- und. Lesari með umsjónar- manni: Snorri Jónsson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.