Morgunblaðið - 01.08.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979
5
Norræna prestamótið:
Messa og fyrirlest-
ur í SkáUiolti í dag
DÓMKIRKJAN var þétt-
setin í gærmorgun þegar
sett var þar norræn
Menningar-
viðburður
í Stúdenta-
kjallaranuni
NORSKI íslandsvinur-
inn Knut Odegaard og
íslensku rithöfundarnir
og ljóðskáldin Thor
Vilhjálmsson, Einar
Bragi og Birgir Svan
munu á fimmtudags-
kvöldið lesa upp úr
verkum sínum í Stúd-
entakjallaranum og
hefst upplesturinn
klukkan 21.
Odegaard er mörgum Is-
lendingum að góðu kunnur, en
hann er eitt af fremstu núlif-
andi ljóðskáldum Norðmanna.
Hann hefur löngum sýnt ís-
landi og íslendingum áhuga,
og talar hann íslensku. Hefur
hann þýtt íslensk ljóð yfir á
norsku, meðal annars eftir
Einar Braga, og nú vinnur
hann að þýðingu skáldsögunn-
ar Fljótt, fljótt sagði fuglinn
eftir Thor Vilhjálmsson. 0de-
gaard hefur einnig þýtt ljóð úr
fleiri tungumálum, meðal ann-
ars hefur hann snúið verkum
Ungverjans Jula Guillia Iljes,
en hann kom til álita við
síðustu veitingu Nóbelsverð-
launa í bókmenntum. Þá hefur
Knut 0degaard lengi verið í
fremstu röð þeirra manna í
Noregi er láta sig menning-
armál varða.
prestastefna með guðs-
þjónustu. Sr. ólafur
Skúlason dómprófastur og
formaður Prestafélags ís-
lands setti prestastefnuna
og í guðsþjónustunni pré-
dikaði dr. Theol. Chr.
Thodberg frá Danmörku,
en sr. Hjalti Guðmundsson
og sr. Þórir Stephensen
þjónuðu fyrir altari.
Prófessor Martin Lönnebo frá
Svíþjóð flutti síðan eftir hádeg-
Sigurður syng-
ur í „Opnu húsiu
NÆSTKOMANDI FIMMTU-
DAGSKVÖLD SYNGUR Sigurð-
ur Björnsson í „Opnu húsi“ í
Norræna húsinu.
Á efnisskrá eru íslensk lög (m.a.
lög eftir Árna Thorsteinsson og
Emil Thoroddsen) auk laga eftir
Franz Schubert og Robert Schu-
mann. Undirleikari er Agnes
Löve.
Eftir söngdagskrána verður
sýnd kvikmyndin „Þrjú andlit
íslands" eftir Magnús Magnússon.
Myndin er með norskum texta.
Aðgangur að „Opnu húsi" er
ókeypis og öllum heimill.
Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtjóri:
Athugasemd
við athugasemd
Hr. ritstjóri.
I blaði yðar í gær er birt
athugasemd frá formanni Félags
íslenskra leikara við viðtal sem
blaðamaður Morgunblaðsins átti
við undirritaðan nýlega. Þarna
gætir misskilnings eins og því
miður oft áður og er því ástæða til
að taka fram eftirfarandi:
Mývetningar
f unda um
Kröflu í kvöld
MývatnnHveil 31. júlí.
SVEITARSTJÓRN Skútustaða-
hrepps gengst fyrir almennum
fundi í Skjólbrekku miðvikudaginn
1. ágúst klukkan 20.30.
Rædd verða málefni Kröfluvirkj-
unar í framhaldi af ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um að hætta við bor-
anir á tveimur holum við Kröflu svo
sem ákveðið hafði verið. Sérstaklega
eru boðnir til fundarins þingmenn
kjördæmisins og fulltrúar Orku-
stofnunar og iðnaðarráðuneytis.
Einnig mæta á fundinum Kristján
Jónsson rafmagnsveitustjóri og Sig-
hvatur Björgvinsson alþingismaður.
— KrÍHtján.
Þar sem talað er um byrjenda-
samninga, er ekki átt við B-samn-
inga, eins og formaðurinn virðist
halda. B-samningar hafa tíðkast í
Þjóðleikhúsinu í einu eða öðru
formi frá því það tók til starfa og
á þeim samningi hafa alla tíð
verið leikarar með ólíka reynslu
að baki — örfárra ára leik eða
áratuga. Með byrjendasamningum
er átt við samninga fyrir þá, sem
nýsloppnir eru úr leiklistarskóla,
en skortir leikreynslu.
Stjórn leikhússins hefur, eftir
að nemendur fóru að brautskrást
úr Leiklistarskóla Islands, reynt
tvennt:
A) Að fá ríkisvaldið til að
samþykkja fasta nemendasamn-
inga til eins árs, einn eða fleiri
fyrir þessa ungu leikara.
B) Áð fá stjórn Félags íslenskra
leikara til að fallast á, að á fyrsta
ári eða í fyrstu hlutverkum sé
ungum leikurum greitt lægra
kaup á C-samningi (lausráðið í
einstök hlutverk) þannig að leik-
húsið hafi tök á að gefa fleirum
tækifæri til að afla sér leik-
reynslu.
Hvorugu þessara mála hefur
verið sinnt.
Með þökk fyrir birtinguna.
26. júlí 1979
Sveinn Einarsson
Frá guðsþjónustunni í Dómkirkjunni í gær þegar norræna presta
stefnan var sett.
Ber eiga
erfitt upp-
dráttar
ið erindi í Neskirkju sem hann
nefndi Tilbeiðsla — leið til
andlegrar endurnýjunar í nor-
rænum kirkjum og fóru síðan
fram umræður í hópum í Há-
skólanum. í gærkvöld þágu er-
lendur gestirnir síðan heimboð
starfsbræðra sinna íslenzkra.
Sr. Ólafur Skúlason sagði að
undirbúningsstarf hefði verið
mikið síðustu mánuði, en þetta
er í annað sinn sem norræna
prestamótið er haldið hérlendis.
Var það síðast í Finnlandi og er
haldið á þriggja ára fresti.
í dag fara þátttakendur í ferð
á Þingvöll og að Gullfossi og
Geysi og hlýða messu í Skál-
holti. Mótinu lýkur síðan á
morgun.
Stykkishólmi 26. júlí.
NOKKRIR sólardagar hafa verið í
Hólminum undanfarið og var þeim
fagnað mjög eftir kalt sumar og
enga sprettu. Voru þessir dagar
notaðir vel af mörgum.
Gróður tók við sér. En þó er
gróður það langt á eftir að ekki er
enn farið að slá í þeim sveitum hér
sem ég hefi farið um eða haft
spurnir af. Ekki verður séð að
krækiber verði nokkur í sumar.
Lyngið er viða rautt og sviðið og ef
maður kemur við það þá dettur allt
af því. Ekki hefi ég orðið var við einn
einasta vísi að krækiberjum. Hins
vegar virðist bláberjalyngið vera að
spjara sig og vísar komnir og segja
kunnugir menn, að ef ágústmánuður
og fyrri hluti september verði frost-
lausir geti menn búist við bláberjum
og það jafnvel að nokkru marki.
Krækiberjaspretta hefir verið léleg
hér undanfarin ár og þetta ár verður
engin undantekning ef ekki enn
lélegra.
Fréttaritari.
Fallegur nýtízkulegur
sumarfatnaður eykur
á ánægju ferðalagsins