Morgunblaðið - 01.08.1979, Page 16

Morgunblaðið - 01.08.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979 fltegttitftfiifrifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakiö. Tími skrumara er liðinn Síðustu misseri hafa hávaðasamir auglýsingamenn verið umsvifamiklir í stjórnmálabaráttunni. Þeir hafa slegið fram staðhæfingum, sem þeir hafa ekki þurft að rökstyðja, þeir hafa boðað einfaldar lausnir, sem þeir hafa ekki þurft að útskýra. Þeir unnu kosningarnar fyrir rúmu ári. Þeir fengu tækifæri til að beita sínum aðferðum við lausn hinna margvíslegu vandamála okkar. Nú er orðið tímabært að meta, hvort þeir hafa náð árangri og þá hver hann sé. Óþarft er að hafa mörg orð um það, að auglýsingamenn- irnir hafa engum árangri náð við landsstjórnina, nema þeim að sýna og sanna, að staðhæfingar þeirra standast ekki og lausnir þeirra duga ekki. Þeir eru hins vegar komnir vel á veg með að sannfæra almenning um, að skrumarar eru til lítils nýtir. Með því hafa þeir unnið þarft verk og það ber að meta við þá. Með verkum sínum og þó öllu heldur verkleysi hafa þeir undirstrikað þá staðreynd, að þjóðin þarf fremur á að halda ábyrgum stjórnmálamönnum en skrumurum. Engum þarf að koma á óvart, þótt skrumarar hafi sett mark sitt á stjórnmálabaráttuna undanfarin misseri. Áttundi áratugurinn hefur ekki verið sá tími framfara og uppbyggingar í þjóðlífi okkar sem vænta mátti. Hann hefur fremur verið áratugur upplausnar og öngþveitis. Skrumarar þrífast við slíkar aðstæður — en að jafnaði ekki lengi. Engir eru færari um að afhjúpa þá en þeir sjálfir og það hafa þeir gert hér síðustu 12 mánuðina. Væntanlega leiðir það til þess, að á ný verði þáttaskil. Tími upplausnar og skrumara hefur verið ábyrgum stjórnmálamönnum í öllum flokkum erfiður en ekki sízt forystu Sjálfstæðisflokksins, sem gerði tilraun til að leiða þjóðina út úr upplausn og öngþveiti vinstri stjórnarinnar fyrri og hafði náð þeim árangri vorið 1977, að verðbólgan var komin niður í 26%. Forystu Sjálfstæðisflokksins hefur verið legið á hálsi fyrir það að taka ekki þátt í auglýsingakapphlaupi skrumara á upplausnartímum. For- ystu Sjálfstæðisflokksins hefur verið legið á hálsi fyrir það að ganga ekki lengra í að bjóða upp á einfaldar lausnir á flóknum vandamálum eins og skrumararnir. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur verið sökuð um það að einangra sig frá fólkinu í landinu vegna þess, að hún hefur ekki verið reiðubúin til að taka þátt í þeim kjaftavaðli, sem skrumararnir hafa látið ganga yfir þjóðina í gegnum fjölmiðlana. Nú eru tímarnir að breytast á ný. Nú er fólk að gera sér gleggri grein fyrir því en um skeið, að þjóðin hefur þörf fyrir leiðsögn ábyrgra stjórnmálamanna, manna, sem slá ekki um sig með ódýrum slagorðum og auglýsingaskrumi heldur vinna af ábyrgð og festu að þeim störfum, sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Það mun faila í hlut slíkra manna í öllum flokkum að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum, sem hún er komin í m.a. fyrir tilverknað skrumaranna, þótt rétt sé, að þeir hafa fremur hagnýtt sér öngþveitið og þar með einnig aukið á það og magnað það. Mikilvægur þáttur í forystu í þjóðmálum er að halda uppi stöðugu sambandi við fólkið í landinu, skoðanaskiptum og umræðum. En hávaðinn í lýðskrumurum á ekkert skylt við það að halda sambandi við fólkið. Gott samband við fólkið í landinu er forsenda þess að forystumönnum í stjórnmálum takist það verkefni, sem framundan er við endurreisn efnahagslífsins, þegar núver- andi stjórn hefur látið af völdum. Til þess að rækta það samband eru margar leiðir. En aðalatriðið er að þessum tengslum sé haldið uppi af þeirri reisn og þeim heiðarleik og drengskap, sem sæmir ábyrgum stjórnmálamönnum. Ut af fyrir sig má segja, að þjóðin hafi haft gott af því að kynnast tímabiii skrumara, auglýsingamennsku og ábyrgð- arleysis. Hún er reynslunni ríkari. Hér áttu að hafa orðið breytingar á jarðhitasvæðinu við Svartsengi. Engar slíkar breytingar sáust þarna, — einungis sölnað gras. í baksýn sést orkuverið í Svartsengi. Engar breytingar í Svartsengi — en hver vaknaði í Krýsuvík „ÞARNA hefur verið jarðhiti allt frá því ég fór fyrst að athuga þetta svæði, og það eru líklega 15—20 ár sfðan. Þar hefur ekki orðið nein breyting á hvorki hvað varðar staðsetn- ingu né magn jarðvarmans,“ sagði Jón Jónsson jarðfræðing- ur hjá Orkustofnun þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á fréttum um helgina um breyt- ingar á jarðhitasvæðinu við Svartsengi. Svæði það sem hér um ræðir er um 6—700 metra norðaustan við orkuverið í Svartsengi, hand- an við veginn. Þegar blaðamaður og ljósmyndari litu á svæðið albúnir náttúruhamförum af óþekktri stærðargráðu mætti þeim sölnað gras .. ,og ekkert nema sölnað gras. Bragi Eyjólfsson, yfirvélstjóri, sem þarna hefur unnið um 3ja ára skeið, sagði að svæðið væri nú í engu frábrugðið því sem það hefur verið undanfarin ár. Hann sagði að allan þann tíma hefði verið þarna hiti í jörðu sem hefði mátt merkja af því að þarna var auð jörð þegar snjó festi í ná- grenninu. Hann sagði að í vor hefði þetta svæði komið grænt undan snjó. En hann kvað af og frá að þarna hefði orðið nokkur breyting á frá því sem áður var. Jón Jónsson jarðfræðingur sagðist hafa verið á þessum stað í gær og ekki getað greint neina tilfærslu jarðhita eða aukningu jarðhita á þessu svæði. Hins vegar sagði hann að tilfærsla jarðhita milli svæða á háhita- svæðum væri ekki fátíð, meðal annars í Krísuvík, þar sem hver hefði „sofnað" í 3—4 ár en væri nú „vaknaður" á ný. Hjörleifur Guttormsson orkumálaráðherra, um setlögin: Bezt að flýta sér ekki um of „ÉG VIL alveg sérstaklega vara við verulegri bjartsýni á að þarna geti verið að finna olíu í vinnanlegu magni,“ sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra um setlögin, sem Western Geophisical hef- ur fundið norðaustur af íslandi. Hann kvað hér spurningu um tæknimögu- leika á vinnslu, jafnvel þó að frekari rannsóknir leiddu í Ijós líkur á því. „Ég hygg að það dýpi, sem hér um ræðir, allt að 200 til 400 metrar, séu utan við þau mörk, sem menn ráða við með núverandi tæknibúnaði. Er þá orðið spurning um vinnslu á sjávarbotni en ekki ofan- sjávarborpalla, sem einnig eru að því er mér sýnist tvísýn tæki á svæðum, sem vænta má hafíss árlega.“ Hjörleifur kvað einnig koma inn í þetta þýðingar- mikla atriði eins og um- hverfisáhrif, menn væru minntir á það þessa daga, hvað gerzt getur í sambandi við olíuvinnslu á hafi úti, þar sem olíugosbrunnurinn á land- grunni Mexikó, sem ekki hefur tekizt að stöðva enn sem komið er. „I þessu er eðlilegt að flýta sér ekki um of og vera ekki með spár fyrr en málin hafa skýrst. Hef ég áhuga á að almennt verði mörkuð stefna um landgrunnsrannsóknir okkar og kemur þar fleira til en hugsanleg olía eða setlög, sem geymt geta olíu. Það hefur fræðilegt gildi, en auk þess er um að ræða annars konar auðæfi sem farið er að líta til á hafsbotni, svo sem eins og málma og þess háttar," sagði Hjörleifur Guttormsson. Iðnaðarráðherra kvað nauð- syn á næstunni að kanna þessi mál vel, og setja síðan reglu- gerðir um þessi efni á grund- velli landhelgislaganna. Meiningarlaust væri að út- hluta leyfum og slíku án þess að stjórnvöld litu á málin í heild og áttuðu sig á hvað væri á ferðinni. Er það hliðstæð stefna og grannþjóðir okkar hafa haft áður en erlendir aðilar fá leyfi til rannsókna, sem geta haft verulegt hag- nýtt gildi. Rauði tveggja hæða strætis- vagninn, sem Mbl. skýrði frá á dögunum að væntanlegur væri til landsins. er nú kominn og var honum á mánudagsmorgun skipað upp úr Skaftá. Bjarni Ólafsson framkvæmdastjóri Kaupstefnunnar sagði að bflinn ætti að nota f fólksflutninga úr miðborg Reykjavíkur inn í Laugardal þar sem opnuð verð- ur Alþjóðleg vörusýning 26. ágúst. Næstu daga verður bfln- um komið á götuna, þ.e. skoðað- ur og nauðsynlegra leyfa aflað. L)Ó8m. ÓI.K.M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.