Morgunblaðið - 01.08.1979, Page 29

Morgunblaðið - 01.08.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979 29 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI 2j£j^úi£2£XJiJiiiUUí ekki hjá því að svipmót umhverf- isins breytist. Geðvondi nágrann- inn fer allt í einu að bjóða góðan daginn og kerlingin neðar í göt- unni skríður eins og margfætla með ilsig í grasinu og tínir arfa sem er búinn að fá að vaxa óáreittur það sem af er sumrinu. Allt verður krökkt af litlum barnapíum sem spóka sig á götun- um og fara í kappakstur með barnavagnana, þar til blessuð kornabörnin fara að veina þegar hámarkshraða barnavagna er náð. Hvað er eiginlega um að vera? spyr ég. „Nú, það er góða veðrið," segir bjartsýnismaðurinn sem ég drekk kaffi með. Ég tek þessa skýringu góða og gilda. Enda ekkert nema gott um það að segja þegar fólk fer að bjóða góðan daginn, reyta arfa og þreyta kapp í barnavagna-akstri. En að minu viti er ekki allt eins sniðugt við tiltæki fólks í góða veðrinu. Ég hef ennþá ekki komist á það menntunar- eða þroskastig að skilja það fólk sem reytir utan af sér næstum hverja spjör, tekur síðan undir sig stökk út í garð eða næstu sundlaug, snýr andliti að sólu og liggur þannig án þess að sýna nokkur merki lífs það sem eftir er dagsins. Þetta er kallað „sólbaða-rall“ á nútímamáli mörlandans sem sér ekki sól nema endrum og eins — og hefur þar af leiðandi lítinn tíma til að þróa þessa menningu sem skyldi. Þarna liggur fólk og ekkert getur fengið það til að hreyfa legg eða lið nema fluga sem sest á kroppinn. Þá er farið af stað með villtum rykkjum og skrykkj- um til að koma í veg fyrir að flugan fái spókað sig á fyrirbær- inu. Að liggja í leti- eða gera gagn Það væri verðugt umhugsunar- efni og reikningsdæmi fyrir alls kyns þjóðfélags- og þjóðhagsfræð- inga, af öllum stærðum og gerð- um, að hugleiða hversu mikill tími fer í það hjá íslendingum að stara upp í himinblámann með von um að sólin baki þá og gefi brúnan lit. Það held ég að yrðu stórar tölur sem kæmu út úr þeim athugunum. Alla vega ber ekki á öðru en að stór hluti landsmanna eigi það einasta tómstundagaman á góð- viðrisdögum að liggja í leti, í stað þess að gera nú eitthvað af viti. Og svo bætist ofan á að fólk makar sig olíu þannig að kroppur- inn verður sömu áferðar og áll. Og sundlaugarnar verða eins og Norðursjórinn eftir meiriháttar óhapp með þúsundir tonna af olíú. Og við fnyk af sólarolíu blandast brunalykt þegar fólk gleymir að snúa sér við eins og gert er með steikina í ofninum. Ég vildi óska þess að fólk reyndi að finna sér eitthvað gagnlegra til dægrastyttingar í tómstundum en að liggja í leti undir sólinni, fyrir skammvinna ánægju og til einskis gagns. —Skuggi Þessir hringdu . . • Óþefur eða peningalykt? Ein úr Vogunum hringdi og sagðist vilja kvarta yfir grútar- lykt og óþverra í loftinu sem legði yfir íbúða höfuðborgarinnar. Hún sagði að þennan óþef legði yfir allan bæinn og fyllti hverja smugu. Hún sagðist hafa barn úti í vagni og gæti ekki ímyndað sér að þetta væri hollt fyrir börn. Það yrði að gera einhverjar ráðstafanir til að kóma í veg fyir þetta. Strompurinn hefði verið hækkaður eitthvað i Kletti og það hefði ef til vill verið til einhverra bóta fyrir næsta umhverfi. En núna dreifðist lyktin bara yfir stærra svæði. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Banja Luka í Júgóslavíu í sumar kom þessi staða upp í skák þeirra Browne, Bandaríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Vukié, Júgóslavíu: 33. BaG!! - Dxa6, 34. Dxe7 - Dc8, 35. Df6 - Kf8, 36. Dxd6+ - Ke8 (Eða 36... Kg8, 37. De5 og 38. Dxe2) 37. De5+ - Kd7, 38. Dxe2 — Dc4, 39. Db2 og Browne vann á umframpeðinu. Hinn 16 ára gamli sovétbúi Garry Kasparov sigraði með miklum glæsibrag á mótinu, hlaut 11 xh vinning af 15 möguleg- um. Næstir komu þeir Smejkal, Tékkóslóvakíu og Andersson, Sví- þjóð með 9V4 v. - „ v V '**v*r*^|k ■ ■ Voga-konan sagði að það væri landi en Rer í Reykjavík væri eins sýknt og heilagt verið að gera 0g enginn léti sig þetta nokkru veður út af þessum hlutum úti á varða. HÖGNI HREKKVÍSI Stórkostlegt úrval af myndavélum og linsum! Cosjna CS-3 með normal linsu 50 mm 1,7 og tösku sama án linsu Cosinon linsur: 28 mm 2,8 50 mm 1,7 135 mm 2,8 200 mm 3,5 35—105 mm 3,5 70-210 mm 3,5 Auto Winder Canon AE-1 með normal linsu 50 mm 1,8 og tösku sama án linsu Canon AT-1 með normal linsu 50 mm 1,8 og tösku Canon A-1 body Canon linsur: 24 mm 2,8 28 mm 2,8 35 mm 2 50 mm 1,4 50 mm 1,8 100 mm 2,8 135 mm 3,5 135 mm 3,5 200 mm 4 300 mm 5,6 Power Winder Canonet 28 Ranget Practica MTL-3 með normal linsu 50 mm 1,8 og tösku Practica PLC-3 eins Practica EE-2 eins 169.500 125.130 42.630 44.370 48.100 58.4CO 127.200 147.030 49.900 234.650 207.450 207.425 289.010 159.905 139.090 158.630 128.580 80.810 118.750 105.840 148.630 155.615 212.910 87.510 74.885 80.585 113.575 140.815 Canon AE-1 með sérlinsur en án tösku: með 28 mm 2,8 293.97« með 50 mm Makro 3,5 340.171 með 135 mm 3,5 263.90C meö 135 mm 2,5 302.356 Linsur fyrir Practica og aðrar vélar með skrúfaöri fatningu: 20 mm 2,8 173.051 29 mm 2,8 71.381 35 mm 2,4 74.631 135 mm 3,5 68.751 180 mm 2,8 111.651 300 mm 4 161.301 Sigma linsur meö fatningu: 24 mm 2,8 109.20 135 mm 2,8 72.25 80—200 mm 3,5 178.65i 500 mm 8 spegillinsa 124.65 Kodak instant augnabliksmyndavélar 100 19.10 200 23.60 300 36.20 Myndavélatöskur frá 15.93 Þrífætur frá 27.43 Flösh, sjálfstýrö frá 35.73 Greiðslukjör Sendum í póst- kröfu Opið laugardaga 10-12. Landsins mesta filmuúrval. Fyrsta flokks úrvinnsla og góð ráð tryggja Þér betri myndir. Verslið hjá ^ _ fagmanninum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI f78 REYKJAVIK Slkfll 85811 „KAN\Jót\ r/L /uiikil /jzn yp//e e/óPu..*" B&3 SlGeA V/öGÁ £ 1/LVE^AW Strigaskór fyrir börn og fulloröna. verö frá kr. 1.590.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.