Morgunblaðið - 01.08.1979, Page 32
Sími á afgreiðslu:
83033
JW»r0iinblnt>it>
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
JtUrgunblatiib
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979
Knut Frydenlund:
Varar N orðmenn við
veiðrnn innan 200 mflna
KNUT Frydenlund, utanríkisráðherra Norðmanna skoraði í
gær á norska sjómenn að veiða ekki á „umdeilda" svæðinu
innan 200 mflna fiskveiðilögsögu íslands, þar sem viðræður
ættu eftir að fara fram um deilumál landanna. Sagði
Frydenlund, að árekstrar við íslenzk varðskip gætu torveldað
samkomulag við íslendinga og því varaði hann við „loðnu-
stríði“, eins og það er nefnt í frétt, sem Morgunbiaðinu barst í
gær frá AP-fréttastofunni og upprunnin er í Osló.
Norsk loðnuveiðiskip
um 230 sjómflur norð-
ur af Svínalækjartanga
eða 30—40 mflur utan
íslenzku fiskveiðimark-
anna. Myndin var tekin
í gær.
LjÓ8m. Helííi Hallvarðsson.
í gær var haldinn fundur
norskra útvegsmanna í Bergen. A
fundinum kom fram mjög mikil
óánægja með norsk stjórnvöld,
sem útvegsmenn töldu sína mikla
linku gagnvart Islendingum í
deilumáii landanna. Skoruðu út-
vegsmennirnir á norsk stjórnvöld
að færa fiskveiðilögsöguna um-
hverfis Jan Mayen tafarlaust út
og að lýsa þegar yfir að miðlína
gilti milli fiskveiðilögsagna ríkj-
anna.
Samkvæmt upplýsingum Land-
helgisgæzlunnar voru engin skip í
gær að ólöglegum veiðum innan
200 mílnanna, þar með var talið
það svæði, sem Norðmenn hafa
gert tilkall til vegna væntanlegrar
fiskveiðilögsögu umhverfis Jan
Mayen. í gæzluflugi í gær sást til 9
loðnuveiðiskipa Norðmanna um
120 sjómílur vestsuðvestur af Jan
Mayen og virtust þau veiða þar
vel. Áætlaði Helgi Hallvarðsson,
skipherra á gæzluflugvélinni að
skipin hafi verið komin með um
300 til 400 tonna afla þar, en
veiðarfærin voru öll um borð og
því augljóst að loðnan veiðist
aðeins að næturlagi eða undir
morgun. Svæðið, sem norsku
loðnuveiðiskipin voru á, er í um
230 sjómílur norður af Svínalækj-
artanga og voru þau þar um 30 til
40 sjómílur utan við íslenzka
fiskveiðilögsögu. Austan við Jan
Mayen sá áhöfn gæzluflugvélar-
innar norska togara að veiðum, en
á Jan Mayen-svæðinu voru einnig
austur-þýzkir togarar svo og so-
vézk hringnótaskip.
Menn, sem Morgunblaðið ræddi
við í gær lýstu sumir hverjir
áhyggjum sínum á loðnuveiðum á
Jan Mayen-svæðinu og töldu að
gengi loðnan suður á bóginn í átt
til Islands, myndu íslendingar
stórskaðazt af veiðum sovézka
flotans, sem myndi á næstunni
sjúga til sín mikið loðnumagn.
Stýristækj-
um stolið
úr Tjarnar-
gosbrunni
STVKITÆKJUM úr gosbrunnin-
um í Tjörninni var stolið fyrir
nokkru. og hefur vatn því ekki
verið á goshrunninum að und-
anfornu. Ný tæki eru nú á
leiðinni til landsins. og ætti
gosbrunnurinn þvi að komast í
lag aftur na'stu daga. samkvæmt
upplýsingum sem Morgunhlaðið
fékk hjá skrifstofu garðyrkju-
stjóra í gær.
Stýritækin eru geymd uppi á
landi, skammt frá goshrunninum,
og voru þau höfð í læstum kassa.
F’ingralangir menn hafa því fyrst
brotið upp kassann, og siðan tekið
tækin. Tæki þessi munu kosta um
tvö hundruð þúsund krónur í
innkaupi, en sem kunnugt er var
gosbrunnurinn á sínum tíma gef-
inn af sendiherra Bandaríkjanna
á Islandi.
Tryggingastofmm hleypur und-
ir bagga með ríkisspítölunum
Greiðsluvandi Tryggingastofnunarinnar þó enn óleystur
„TRYGGINGASTOFNUNIN mun
hjálpa þeim sjúkrahúsum, sem eru f
mestum vandræðum og geta ekki
greitt út laun," sagði Magnús H.
Magnússon, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra í samtali við
Morgunblaðið í gær, er spurzt var
fyrir um hvort vandi sjúkrahúsanna
hefði verið leystur á ríkisstjórnar-
fundi f gærmorgun. Magnús sagði
að hann hefði haft í hyggju að taka
málið upp á rikisstjórnarfundinum
í gær, en það hefði reynzt tilgangs-
laust, þar sem Tómas Árnason hefði
ekki mætt á fundinn, en málið hefði
verið þess eðlis að ekki var hægt að
afgreiða það án hans nærveru.
„Ég er að vona að unnt verði að
leysa vandamálið að sinni með þess-
um hætti,„ sagði heilbrigðisráðherra,
en þegar hann var spurður að því,
hvort fjárhagsvandamál Trygginga-
stofnunar ríkisins hefðu verið leyst,
en þar vantar eins og menn rekur
minni til milli 7 og 8 milljarða króna,
svaraði hann: „Nei, vandamál hennar
eru enn óleyst, en hún getur þó
eitthvað hjálpað til, þótt takmarkað
sé. Hún hefur gert það, en aðstoð
Borgarráð úthlut-
aði 77 lóðum í gær
BORGARRAÐ úthlutaði í gær 77
lóðum undir einhýlishús og raðhús f
Seljahverfi í Breiðholti og á Eiðs-
granda. Var hér um að ræða 34
einbýlishúsalóðir og 43 raðhúsalóð-
ir.
Nú var í fyrsta skipti úthlutað
byggingarétti samkvæmt nýju
punktakerfi. í þeim tilfellum þar
punktafjölda voru fleiri en lóðirnar,
sem í boði voru, var dregið milli
umsækjenda.
Tveir fulltrúar sjálfstæðismanna í
borgarráði, Birgir ísleifur Gunnars-
son og Albert Guðmundsson, létu
bóka mótmæli við lóðaúthlutunina.
Sjá nöfn þeirra. sem lóðir hlutu
og hókanir sjálfstæðismanna á bls.
hennar er fólgin í því að hún greiðir
upp í væntanleg daggjöld, greiðir
fyrr en henni er ætlað að gera.
Annars hafa vandamál Trygginga-
stofnunarinnar verið leyst frá viku
til viku,“ sagði ráðherra.
Morgunblaðið spurði Magnús H.
Magnússon, hvort það ætti þá að
vera tryggt að starfsfólk sjúkrahús-
anna ætti ekki að fá tóm launaum-
slög í dag. Hann sagði: „Ég reikna
með því, en hitt er annað mál að ég
þori ekki að ábyrgjast að það geti
ekki komið fyrir í einhverju einstöku
sjúkrahúsi einhvers staðar á landinu
— en komi það fyrir, þá munum við
reyna að kippa því í lag, þannig að
það yrði þá bara dagspursmál, en
ekki um daga að ræða. Þetta munum
við raunverulega ekki vita fyrr en á
morgun.
Magnús kvað greiðsluerfiðleika
sjúkrahúsanna vera meiri nú en ella,
þar sem mikið væri af afleysingafólki
í sjúkrahúsunum og því væru launa-
greiðslur þyngri á þessum mánuðum
en á öðrum tímum árs.
Ingólfur Ingólfsson um úrskurð geröardóms farmanna:
Nokkurt tillit er tekið
til krafna farmanna
HINN lögskipaði gerðardómur, sem
settur var með bráðabirgðalögum
rikisstjórnarinnar til þess að kveða
upp úr um hver skyldu vera laun
farmanna. skilaði úrskurði sínum í
gær, en í iögunum var svo kveðið á
um að hann skilaði af sér fyrir 1.
ágúst. Úrskurður dómsins er upp á
80 blaðsíður og er að stofni til sá
rammi að samningum, sem aðilar
höfðu orðið sammála um í hinu
langvinna farmannaverkfalli.
Dómurinn er tvískiptur. Frá gildis-
töku bráðabirgðalaganna og til 31. júlí
gilda gömlu samningarnir að viðbætt-
um 5% og þaklyftingu, þar sem hún á
við, en frá 1. ágúst gildir sú kerfis-
breyting, sem aðilar höfðu náð saman
um og hefur dómurinn þar fyllt út
textann með launatölum.
Ingólfur Ingólfsson, forseti Far-
-.manna- og fiskimannasambands ís-
lands sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gær, að svo virtist í fljótu bragði
að nokkurt tillit hafi verið tekið til
þess, sem farmenn hefðu haldið fram
og vildu fram fá, en hann sagði að við
fljótan yfirlestur sýndist sem dómur-
inn hafi gætt verulegrar aðhaldssemi
í launatölum. Hann kvað erfitt að
#Torí» ríninhíipfan samanhnrð á launum
farmanna fyrir og eftir breytinguna
og væri þar nauðsynlegt að taka
saman heilt ár, eins og var og eins og
verður. Væri það vegna niðurfellingar
ýmissa atriða í kjarasamningum far-
manna, sem jafna verði til annars sem
kæmi inn við kerfisbreytinguna. Því
kvað Ingólfur dæmið flókið og ekki
væri unnt að fá niðurstöður í því
þegar í stað.
„Mér sýnist að í flestum greinum
hafi verið komið nokkuð til móts við
okkur,“ sagði Ingólfur, „en þó er gætt
varfærni að því er varðar launin."
Hann kvað við yfirlestur úrskurðar
dómsins svo líta út sem nokkur
launahækkun verði hjá skipstjórum
og yfirvélstjórum, en kvað þess að
gæta að þar komi inn í þaklyfting,
sem þeir einir stétta höfðu ekki
fengið.
Þorsteinn Pálsson, framkvæmda-
-.stjóri Vinnuveitendasambands ís-
lands tók mjög í sama streng og
forseti F.F.S.I. um að kerfisbreytingin
gerði samanburð á kjörum farmanna
fyrir og eftir úrskurðinn, það flókinn,
að ógerningur væri að gera sér grein
fyrir því hvað hann þýddi í raun og
veru. VSÍ myndi reikna út þetta
dæmi, en fyrr en niðurstöður lægju
fyrir kvaðst hann ekki geta tjáð sig
Lim málið.
Hækkun á leikhús-
miðum og rafmagni
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum i gærmorgun að heim-
ila 15% hækkun á töxtum Lands-
virkjunar og 17% hækkun á töxt-
um Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Þá heimilaði ríkisstjórnin enn-
fremur að Þjóðleikhúsið fengi að
hæþkka verð aðgöngumiða um 50%.
Haekkanir þessar gilda frá og með
deginum í dag, 1. ágúst.