Morgunblaðið - 16.08.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979
Ferð um
Sprengisand og Kjöl
Er ég vaknaði morguninn 6.
ágúst, var eins og hvislað í eyra
mér: Farðu með Norðurleið til
Akureyrar um Sprengisand og
Kjöl. Oft hafði mig dreymt um það
að fara þessar leiðir, þótt aldrei
hefði orðið úr því, og nú upp á
síðkastið hafði ég talið mér trú
um, að slík för væri of erfið fyrir
mig, þar eð ég er ekki heill heilsu.
En hvað um það. Ég snara mér í
símann og tala við kunningja
minn og spyr hann, hvort hann sé
ekki til í að slást í för með mér,
sem hann kvaðst óðara reiðubúinn
til.
Var nú þegar hafizt handa og
leitað upplýsinga hjá Umferðar-
miðstöðinni og far pantað með
næstu ferð, sem áætluð var mið-
vikudaginn 8. ágúst.
Laust fyrir kl. 8 miðvikudaginn
8. ágúst vorum við svo mættir, og
af stað var lagt á mínútunni kl. 8.
Leiðsögumaður er með í þessum
ferðum. Kvaðst hann heita Jó-
hann, en bílstjórann nefndi hann
Rúnólf. Kynnti hann sér síðan
tölu farþeganna og þjóðerni. Far-
þegarnir voru að ég ætla 32 og.
meiri hluti þeirra útlendingar,
þótt að litlu hafi munað, en mér
skildist, að þó væru íslendingar
með flesta móti í þetta sinn.
Útlendingarnir voru að ég held
allir enskumælandi, þótt vera
kunni, að þeir hafi verið frá fleiri
þjóðlöndum.
Síðan kynnti leiðsögumaður í
stórum dráttum áætlun dagsins,
sem var á þá leið, að morgunverð-
ur skyldi snæddur í Árnesi um kl.
10; síðbúinn hádegisverður, en
hann orðaði það svo, í skála
Ferðafélagsins í Nýjadal, og eftir-
miðdagskaffi drukkið við Aldeyj-
arfoss ca. kl. 8, en Aldeyjarfoss er
í Skjálfandafljóti rétt ofan við
byggð í Bárðardal. Það skal tekið
fram, að allar þessar áætlanir
stóðust, og farþegum var gefinn
góður tími á öllum áfangastöðum.
Auk þessara áfangastaða var
svo víða staðnæmst og farþegum
gefinn kostur á að rétta úr sér og
teyga öræfaloftið og víða farnir
smá afkrókar, þar sem bezt naut
útsýnis, t.d. var gengið á Gauks-
höfða, þar sem vel sést um Þjórs-
árdal; farið um hjá Búrfellsvirkj-
eftir THEÓDÓR
DANÍELSSON
un, og staðnæmst á Sigöldu og
Þórisvatn skoðað, svo að eitthvað
sé talið, en miklu oftar var numið
staðar til augnayndis, hvíldar og
hressingar. Kom það sér ekki sízt
vel fyrir reykingafólkið, því að til
þess var mælzt í upphafi ferðar,
að ekki væri reykt í bílnum, sem
allir virtu með hinni mestu prýði,
svo og að slíta ekki upp hinn
viðkvæma gróður öræfanna.
Til Akureyrar var komið kl.
10.30 um kvöldið.
Föstudaginn 10. ágúst var síðan
lagt af stað frá Akureyri kl. 8,30,
en nú lá leiðin suður Kjöl og var
henni í öllum aðalatriðum hagað
eins og á leiðinni norður. Áningar-
staðir þeir, er matazt var á, voru
Varmahlíð kl. 10, morgunverður,
miðdegisverður um kl. 4 í Skíða-
skálanum í Kerlingarfjöllum, og
síðdegiskaffi á Laugarvatni, í
Edduhóteli. Viðkomustaðir voru
margir sem fyrr, svo sem Hvera-
vellir, Gullfoss og Geysir, auk
margra annarra.
Farþegar voru eitthvað færri á
suðurleið og ekki allt sama fólkið.
Nú varð leiðsögumaðurinn okkar
að flytja mál sitt á íslenzku,
ensku, frönsku og þýzku, sem
honum varð og ekki skotaskuld úr,
því að maðurinn virðist tala bæði
tungum manna og engla. Og auk
þess að miðla okkur af miklum
fróðleik um jarðsögu auðna
þeirra, er að mestu var ekið um,
kunni hann og glögg.skil sögulegs
fróðleiks um menn og málefni, er
tengdist þessum öræfaleiðum, svo
og þjóðsögum og jafnvel drauga-
sögum. Fararskjótinn okkar, bíll-
inn, var nýr og í alla staði hinn
þægilegasti og bílstjórinn í engu
síðri.
Nú myndi sjálfsagt margur
spyrja: Hvers vegna er maðurinn
að tína þetta allt til. Svar mitt við
því er ofur einfalt. Ég vil koma á
framfæri þakklæti mínu og reynd-
ar fleiri af samferðarfólkinu til
Norðurleiða fyrir mjög ánægju-
lega ferð. Leiðsögumanni og bíl-
stjóra færi ég alúðarþökk og svo
sámferðafólkinu öllu. Mig hafði
lengi dreymt um að kynnast öræf-
um landsins meir en ég hafði áður
átt kost á, og nú hefur sá draumur
rætzt. Ég varð í engu fyrir von-
brigðum. Töfrar öræfanna eru
samir við sig og breytast lítt, þótt
aldir renni. Þeir eru í senn ævin-
týralegir og heillandi.
Mig grunar, að þeir, sem leggja
leið sína um þessar fornu öræfa-
leiðir, ókunnugir, fari margs á
mis, jafnvel þótt þeir séu vel
birgir af kortum og öðrum útbún-
aði. Einmitt á þessum leiðum er
mest nauðsyn góðrar leiðsagnar.
Ég hef víða flækzt og oft komið
ánægður heim úr ferð en aldrei
ánægðari.
Reykjavúcurvikan:
Fundur
og
tvennir
tónleikar
Reykjavíkurvikunni svo-
nefndu verður haldið áfram í
dag, og verður Þróunarstofn-
un með kynningarfund að
Kjarvalsstöðum. Þar verður
til umræðu „Vinna og fram-
kvæmd deiliskipulags til-
raunareita í Seljahverfi“, og
einnig verður farið í skoðun-
arferð þangað. Þessi dag-
skrárliður stendur yfir á milli
klukkan 17.00 og 19.30.
Klukkan 20.30 í kvöld verða
síðan tónleikar að Kjarvals-
stöðum, Rut, Unnur María og
Inga Rós Ingólfsdætur ásamt
Herði Áskelssyni leika verk
eftir Bach, Hándel, Telemann
og Purcell.
Á sama tíma, eða klukkan
20.30, leikur Brunaliðið síðan í
Tónabæ.
Valda ostr-
ur kóleru?
BANDARÍSKIR vísindamenn við
sex opinberar rannsóknarstofur
kanna um þessar mundir hvort
verið geti að ostrur valdi kóleru.
Seint á síðasta ári kom upp
kólera í Louisiana og var það í
fyrsta skipti í yfir hálfa öld að
sjúkdómsins varð vart í Banda-
ríkjunum. Ekki þykir útilokað að
kóleran hafi átt rætur sínar að
rekja til ostra.
Þorskur eða
fiskifrœðingar
Þvílíku hefur verið dengt yfir
okkur á undanförnum árum af
fiskifræðingaspeki, að yfir alla
bakka flæðir og nú nýverið bættist
í bunkann þar sem eru ókjör af
haglega gerðum og af miklum
vísdómi, ritsmíðum þriggja há-
skólamanna, um auðlindaskatt,
skipastól og fiskveiðar.
Tilkvaddir segja svo álit sitt á
þessum fræðum fjórir dáindis-
menn. Tveir þeirra reyndust eðli
samkvæmt fylgjendur háskóla-
fræðanna, en hinir drógu allt í efa
enda reyndir menn á þessum vett-
vangi. Ölium var samt sameigin-
legt að enginn dró í efa kenningu
fiskifræðinga um ástand þorsk-
stofnsins og segir það sína sögu
um það hvernig þjóðin hefur verið
sefjuð.
Mesta furðu vekur þó að mætir
menn skuli láta hafa sig til að
ræða þær firrur sem þarna eru á
borð bornar að ekki sé minnst á þá
hörmung að sá mæti maður,
Kristján Friðriksson, skuli hafa
látið hugmyndaflugið teyma sig i
þær ógöngur sem raun ber vitni.
„Þeir sletta skyrinu sem eiga“ og
vitanlega er ekkert við það að
athuga þótt þeir sem búa yfir
visku og þekkingu, láti hana fávís-
um almenningi í té. Ekki þarf
undan viðtökunum að kvarta því
þorri þjóðarinnar virðist taka
öllum boðskap fiskifræðinga og
annarra sem telja sig vita, eins og
evangelíum.
Svo alger er þessi sefjun að
fiskimenn, útgerðarmenn og fisk-
kaupendur eru gersamlega orð-
vana gagnvart allri viskunni og
láta helst frá sér heyra til að
dásama og leggja blessun sína yfir
þessi frábæru fræði.
Stöku Tómasar munu þó til, þótt
lítt eða ekki hafi látið til sín heyra.
Sá er þessar línur hripar er einn
þeirra. Hvað er maðurinn að fara?
munu menn spyrja, er þetta ekki
vísindalega útreiknað og óyggj-
andi? Fiskifræðingarnir vita ná-
kvæmlega hve stór stofninn er og
hve mikið má veiða.
Já, svo mörg eru þau orð, en
ýmislegt má kannski að þessu
finna.
Hvernig er stærð hrygningar-
stofnsins fundin? Jú, tekin nokkur
sýnishorn á hrygningarstöðvun-
um, draslinu skellt í tölvuna,
teiknað línurit og þarna hafið þið
stóra sannleikann í allri sinni
dýrð.
Þarna er það svart á hvítu upp á
tonn. Ályktun: Þessi stofn þolir
þessa veiði upp á tonn og helst ekki
kíló framyfir. Ef hægt er að láta
eftir GUÐMUND
JAKOBSSON
þjóðina leggja trúnað á svona
fræði, hlýtur að vera hægt að láta
hana trúa hverju sem vera skal ef
það flokkast undir vísindi, sem eru
raunar á góðri leið með að tortíma
veröldinni.
Engu virðist skipta hvers konar
fiskur er veiddur, helst svo að
skilja að æskilegast sé að veiða
eingöngu hrygningarfisk.
Ekki var talið gott í sveitinni að
drepa gemiingana, en sá bóndi
hefði víst verið talinn eitthvað
skrítinn sem eingöngu hefði slátr-
að ánum utanaf lömbunum en það
virðit einmitt það sem fiskifræð-
ingar vilja að gert sé við þorskinn.
Víst er ekki gott að drepa fisk
áður en hann hefur náð þokkaleg-
um vexti, en hvenær verður sá
fiskur til ef allur hrygningarfiskur
er drepinn, en að því virðist mark-
visst stefnt ef ekki má veiða yngri
fisk en 6 til 8 ára.
Nýlegt dæmi er það, að ekki
fannst í aflanum smáfiskur 58 cm
eða smærri. Víst höfðu fiskifræð-
ingar ráð við því. Þeir einfaldlega
stækkuðu smáfiskinn upp i 60 cm
og enginn veit hvar þeir benda
næst á tommustokkinn.
Smá vandræðum hefur vaxandi
fiskigengd í kringum allt land
valdið, en þá er bara prjónað
saman nýjum forsendum, þeir
vissu þetta fyrir fiskifræðingarnir,
en gleymdu að geta þess.
Erlendir fiskifræðingar hafa
komist að þeirri niðurstöðu,
samanber grein sem birtist í
Morgunblaðinu fyrir nokkrum vik-
um og vandlega hefur verið þagað
við, að allir þeirra útreikningar í
þessum efnum séu á sandi reistir,
allar forsendur vanti til að geta
fullyrt eitthvað.
íslenskir fiskifræðingar þurfa
ekki að burðast með slíkar efa-
semdir. Þeir vita þetta allt svo
ekki verður véfengt.
NákvSemlega er reiknað út hve
mikið við megum veiða. En hvað
um alla hina sem lifa á fiski? Fyrir
nokkrum árum var talið að selur-
inn einn æti 100 þúsund tonn
árlega, nú hefur honum fjölgað
stórlega og hve mikið veiðir hann
nú?
Vitað er að margir eru um
brauðið hvað snertir seiðin, einnig
er löngu vitað að þorskurinn étur
sjálfan sig í stórum stíl og ýmsir
telja að sterkir stofnar sem ná
fullum þroska éti svo af eigin
afkvæmum að frekari stofnstærð
sé nánast ekki möguleg.
Allir sjómenn hafa séð stóra
fiska veiðast með fulla maga af
eigin afkvæmum, og til er að
„meltingar" séu svo stórir og
óskemmdir að þeir eru hirðandi.
Fiskifræðingar segja okkur að
geyma beri fiskinn, þar til hann
hefur náð þeim aldri og stærð sem
þeir telja æskilegt.
Hann skal fæðast á Selvogs-
banka, svo liggur veiðin vestur —
norður og austur, kannski hverfur
hann svo í svona tvö ár en viti
menn, eins og rekinn í rétt kemur
hann upp á Selvogsbankann til að
hrygna, hvaðan hann kemur,
hvaða leið hann hefur farið suður
fyrir landið skiptir ekki máli,
þarna eru kindurnar allar með
tölu.
Að vísu hefur veiðst svo and-
skoti stór fiskur fyrir Vestfjörðum
og Norðurlandi upp á síðkastið og
reyndar frá upphafi að við borð
liggur að tölvurnar átti sig ekki á
fyrirbærinu.
Öllum er það kunnugt að tíma-
bundiið fiskleysi á ýmsum svæðum
umhverfis landið höfum við átt við
að búa frá upphafi. Annálar segja
menn koma af vertíðum með
nokkra fiska til hlutar og .hallæri
vegna fiskleysis. Einar Ben. sagði
þann gula utar, en af hverju gekk
hann ekki á hefðbundin svæði? Af
hverju fannst ekki fiskur fyrir
Vestfjörðum í fjögur ár? Af hverju
var fisklaust fyrir Norðurlandi og
Austfjörðum um áratuga skeið?
Enginn hefur beðið fiskifræðinga
um skýringar á þessu. Hér veiddu