Morgunblaðið - 16.08.1979, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979
13
Spölkorn
út i
buskann
Við göngum af veginum inn í
norðurendann á Snókagjá. Þar
eru lóðréttir hamraveggir til
beggja handa en botn gjárinnar
er víða vafinn gróðri. Hér er að
finna rennisléttar flatir en þó
þarf að klöngrast yfir stórgrýti á
nokkrum stöðum. Þótt héðan úr
gjánni að veginum handan við
gjárvegginn sé aðeins steinsnar
þar sem ys og þys umferðarinnar
heyrist jafnt og stöðugt, erum
við innilokuð í þessum klettasal í
þögn og kyrrð. Og okkur liggur
ekkert á, því hér er margt að
skoða og hér getum við rölt
áfram í rólegheitum án nokkurr-
ar truflunar.
Heita má, að samfelld gjá sé
sunnan frá Þingvallavatni og
Þingvellir
III
Við höfum þegar farið tvœr
gönguferðir um þjóðgarðinn á
Þingvöllum og leggjum í dag af
stað í þá þriðju. Við skulum
geyma bílinn hjá Þjónustumið-
stöðinni á Leirunum (við gatna-
mótin) og ganga síðan eftir
gjánum suður að Öxarárfossi.
Talið er, að þessi hraun, sem við
sjáum hér, hafi myndat fyrir
um það bil 9000 árum, en þá
seig spildan milli Almannagjár
og Hrafnagjár og í þeim ham-
förum mynduðust gjárnar, sem
við ætlum að skoða sérstaklega
í dag.
Þjóðvegurinn liggur niður á
Leirurnar um svonefndan Tæpa-
stíg, en hann er á milli Hvanna-
gjár, sem er fyrir norðan veginn
og Snókagjár að sunnanverðu.
norður í Ármannsfell. Þessi gjá
heitir ýmsum nöfnum. Fyrir
norðan veginn er Hvannagjá,
sem fyrr er nefnd. Fyrir sunnan
hana er Snókagjá, þá Stekkjar-
gjá, Almannagjá, Hestagjá,
Lambagjá og syðst er Hrútagjá,
en hún er fyrir vestan og norðan
Kárastaðanesið. Öll þessi nöfn
minna á ákveðna þætti í störfum
fólksins, sem fyrrum bjó á Þing-
völium. Auk rústanna af stekkn-
um í Stekkjargjá eru þar Gálga-
klettar, en þar voru þjófar
hengdir fyrrum. í Almannagjá
er Drekkingarhylur, rétt við
brúna, þar sem öxará fellur
austur úr Almannagjá. Þannig
minnir næstum hvert spor, sem
við stígum hér í þessari ferð
okkar, á kafla úr sögu þjóðarinn-
ar, sumir þeirra vekja gleði og
fögnuð, en aðrir þjáningar og
tár.
Þegar við erum komin að
Öxarárfossi skulum við halda
þvert yfir vellina og austur að
Flosagjá. í Flosagjá er mikið
vatn og eins í Nikulásargjá, en
hún gengur suður úr Flosagjá
austan við Spöngina. Brú er á
Nikulásargjá, og kasta menn
gjarnan peningum í vatnið ofan
af brúnni. Sá siður er ekki
gamall. Nikulásargjá dregur
nafn sitt af því, að árið 1742
drukknaði Nikulás Magnússon
sýslumaður í Rangárvallasýslu í
henni, en Flosagjá er nefnd eftir
Flosa Þórðarsyni frá Svínafelli í
Öræfum, en hann stjórnaði að-
för að Njáli á Bergþórshvoli og
sonum hans og brenndi þá inni.
Árið eftir Njálsbrennu, árið
1012, var barist á Alþingi, þegar
menn gátu ekki sæst um vígs-
bætur, og þá er sagt að Flosi hafi
stokkið yfir gjána á flótta undan
óvinum sínum. Á leiðinni að
Flosagjá höfum við gengið fram
hjá Brennugjá. Hún er fast við
veginn til vinstri handar. Þar
voru galdramenn brenndir á 17.
öld. Eldsneytið var nærtækt,
nokkrir hestburðir af hrísi úr
Þingvallaskógi. Við göngum nú
norður eftir vestri barmi Flosa-
gjár. Hún er víða hvldjúp og
margra metra lóðréttir hamra-
veggir niður að vatninu minna
okkur á, að hrasi einhver og falli
í vatnið, er harla lítil von um
skjóta björgun. Skulum við því
fara varlega. Þannig röltum við
til baka norður á Leirurnar, þar
sem bíllinn bíður. Ekki er unnt
að segja hve lengi við verðum á
þessari göngu en þó má nefna 4
klukkustundir.
I þessari ferð höfum við
staldrað við á ýmsum þeim
stöðum er geyma minningar úr
sögu Þingvalla um „grimmd og
göfgi, þrek og sár“. Þessi tilvitn-
un er í kvæði eftir skáldið Jakob
Jóhannesson Smára. Ég læta
kvæðið fljóta hér með i lokin og
tel sjálfsagt að þú samferðamað-
ur minn, festir þér það vel í
minni áður en þú leggur af stað í
gönguferðina. Kvæðið er svona:
Þingvellir
Sólxkinið titrar. hætct um hamra ok Kjár.
en handan vatnsins sveipast fjöllin móöu.
Himinninn breiðir faöm jafn fagurblár
sem fyrst. er menn um þessa velli tróöu.
Og hingaö mændu eitt sinn allra þrár.
ótti og von á þessum steinum glóöu.
Og þetta berg var eins og ólgusjár. —
þar allir straumar landsins saman flóðu.
Minning um grimmd og göfgi. þrek og sár
geymast hér. þar sem heilög véin stóöu. —
höfðingjans stolt og tötraþrælsins tár.
sem tími og dauði í sama köstinn hlóðu.
Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár
sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu.
útlendingar á 300 skipum í hálfa
öld, þeir lágu í smáfiski og öllu
sem drepið varð en ekkert dugði,
öðru hverju gaus upp óhemju afli.
Sjálfir drápum við allt sem til varð
náð og frægt er Hvalbaksfiskiríið,
þar sem togararnir fylltu sig
nokkra túra á vori hverju af
smátittum.
Nú er erlendi flotinn horfinn og
við hættir hornsílaveiðum og þá
gerist undrið. Allur fiskur búinn.
Engu skiptir þó við losnum við
útlendingana, þeir skildu víst ekk-
ert eftir fyrir okkur, við verðum að
draga saman seglin ef þorskurinn
á ekki að fara sömu leið og
Geirfuglinn.
Já þetta eru nú fræði sem segja
sex og þeir eru ekki lystarlausir
sem geta kyngt þessu.
Enginn getur fullyrt að hvergi
finnist sannleikskorn í kenningum
fiskifræðinga, en fullyrðingar
þeirra eru svo ábyrgðarlausar og
út í bláinn að maður er furðu
lostinn á því að enginn skuli
andmæla og krefjast skýringa á
ýmsu sem hér hefur verið drepið á
og fjölmörgu fleiru sem of langt
yrði að ræða.
Af því sem að framan er sagt
mætti ætla að fiskifræðingar okk-
ar væru harla ábyrgðarlausir og
hinir verstu skúrkar. Því fer auð-
vitað víðsfjarri og ekki annað vitað
en þeir séu upp til hópa valinkunn-
ir sæmdarmenn sem vilja ekki
vamm sitt vita. Hverju sætir þá að
þeir skuli fullyrða svo mikið sem
raun ber vitni? Því miður, þeir eru
ekki einir mikilhæfra manna, sem
orðið hafa trúarofstæki að bráð.
I allri auðmýkt vil ég fara þess á
leit við okkar ágætu fiskifræðinga,
að þeir geri oss fávísum almenn-
ingi í stuttu og skýru máli grein
fyrir á hverju þeir byggja sínar
óyggjandi niðurstöður um ástand
þorskstofnsins, hvers vegna þeir
einskis meta alla okkar reynslu frá
fyrri árum og hvers vegna þeir
láta sem ekki sé um náttúrulegar,
óútreiknanlegar og tímabundnar
sveiflur í fiskigengd umhverfis
landið að ræða.
Að framansögðu mætti e.t.v.
ætla að ég væri alfarið á móti
fiskvernd og friðun en því fer víðs
fjarri, ef slíkt er framkvæmt með
skynsamlegum hætti. Ég tel sem
sé að miðað við fiskigengd um-
hverfis allt land nema e.t.v. s.v.
hornið ætti að miða við 400 til 500
þúsund tonn en ekki tæp 300
þúsund eins og nú er gert. Hvort sú
veiði mundi leiða til minnkandi
eða aukinnar fiskigengdar er að
mínu viti háð náttúrulegum sveifl-
um, sem fiskifræðingar ráða ekk-
ert við og geta ekkert fullyrt um.
Að sjálfsögðu ber að stöðva slíkt
athæfi að fiskur sé gerður að
gúanóvöru. Ýmsar ráðstafanir
mætti hugsa sér t.d. minni troll,
styttri togtíma, hámarksafla í
veiðiferð, takmörkun netafjölda
o.fl. Samræma ber afköst fisk-
vinnslustöðva og afla, fleira mætti
nefna þannig að tryggt væri að
allur afli kæmi óskemmdur í land
og væri nýttur svo sem best má
verða.
Nú er okkur sagt að árvissir séu
toppar í fiskigöngum fyrir Vest-
fjörðum á sumrum. Svo hefur
verið nokkur undanfarin ár en
fyrir okkur eldri Vestfirðinga eru
þetta ný fræði. Um áratuga skeið
sást tæpast fiskur fyrir Vestfjörð-
um frá því vorvertíð lauk og fram í
september og víðar mun hafa verið
æði tregt á sumrum þótt nú veiðist
sæmilega umhverfis allt land.
Nú líður senn að því að fiskað
hefur verið það magn sem fiski-
fræðingar telja hæfilegt.
Sjómönnum og útgerðarmönn-
um ber því að bregðast hart við og
afstýra þeim voða sem virðist í
sjónmáli.
Ég vil að lokum taka fram að
fjölmargt er hér ósagt um þessi
mál og stiklað á stóru, en um
tvennt er að velja; ganga í trúfélag
fiskifræðinga og lifa á loftinu
hluta af ári hverju eða veiða fisk
og nýta með eðlilegum hætti.
Ekki beint útsala
„ heldur
orsa gott
tilboð
Barnajakkar, sem kostuðu kr.
14.900 nú kr. 10.900.-
Peysur áður kr. 8.900-
nú kr. 6.900.-
Einnig ýmsar aðrar sumarvörur
á góöu veröi.
Lítið inn og geriö góð kaup
— ekki veitir af í dýrtíðinni.
'WJÍL
BARNADEILD
mKARNABÆR
Austurstræti 22. Sími frá skiptiborði 28155