Morgunblaðið - 16.08.1979, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979
Alþjóðlegur hráefnasjóður
Stefnt er að því að auka hlutdeild Þróunar
landa í flutningum á sjó.
í september í haust kemur
nefnd á vegum Sameinuðu þjóð-
anna saman til funda í Genf til
þess að fjalla um fyrirkomulags-
atríði í tengslum við nýskipan á
sviði alþjóðviðskipta með ýmiss-
konar hráefni. Ein mikilvægasta
ákvörðunin. sem tekin var á
viðskipta- og þróuriii'ráðstefn-
unni UNCTAD V, sem haldin var
í Manila á Filipseyjum f maf
sfðastliðnum var að hraða stofn-
un sjóðs svo sem mögulegt væri
til þess að fjármagna þessa ný-
skipan.
Hugmyndin, sem liggur þessu
að baki er sú, að gerður verði
alþjóðlegur samningur um að
koma á fót verulegum birgðum af
átján vörutegundum til að byrja
með. begar verðlag á þessum
vörum lækkar á heimsmarkaði,
beitir sjóðurinn sér fyrir auknum
kaupum. Þegar verðið svo hækk-
ar að nýju (væntanlega vegna
aðgerða sjóðsins sem gert er ráð
fyrir að gerist tiltölulega fljótt,
þá verða vörubirgðirnar seldar á
frjálsum markaði.
Árangurinn af þessum aðgerð-
um ætti að verða jöfn verðlags-
þróun — einnig að því er varðar
ýmsar af þeim iðnaðarvörum,
sem verðbólgan hefur mest áhrif
á og sem þróunarlöndin neyðast
til þess að flytja inn frá iðnríkj-
unum.
Frjáls framlög
Ákvörðunin um að stofna þenn-
an sjóð var í rauninni tekin á
UNCTAD fundi í mars á þessu ári,
er óformlegt samkomulag var gert
um málið milli þróunarlandanna
og iðnríkjanna.
Samkvæmt þeim rammasamn-
ingi, sem þá var gerður verður
umráðafé sjóðsins í fyrstu 750
milljónir Bandaríkjadala eða
rúmlega 250 milljarðar íslenzkra
króna. Verulegan hluta af þessu
fjármagni skal nota til að kosta
margvíslega rannsóknastarfsemi
varðandi þær vörur og hráefni,
sem mest eru í gangi í alþjóða
viðskiptum.
Meginhluta fjármagns síns fær
sjóðurinn í fastbundnum framlög-
um aðildarríkjanna, en til þess að
unnt verði að leggja stund á þá
rannsóknastarfsemi, sem að ofan
greinir, verða ríkin að leggja fram
að minnsta kosti 280 milljónir
dala í formi frjálsra framlaga.
Fram til þessa hafa ekki nema
13 lönd gefið vilyrði fyrir framlög-
um til rannsóknastarfseminnar.
Samanlagt nema þau framlög 87
milljónum dala. En Róm var ekki
byggð á einum degi, og því þarf
engum að koma á óvart þótt allt
þurfi þetta sinn aðdraganda.
Norðurlöndin hafa ekki látið sitt
eftir liggja í þessum efnum. Nor-
egur hefur lagt fram 2,2 milljónir
Frá við-
skipta og
þróunar-
ráðstefnu
Sameinuðu
þjóðanna
dala, Svíþjóð 5,5 milljónir, Dan-
mörk tæpar 3 milljónir og Finn-
land rétt um 2 milljónir dala.
Tilflutningur tækni-
þekkingar
Annað mikilvægt mál, sem
mjög var til umræðu á Manila
ráðstefnunni voru þau vandkvæði,
sem oft virðast því samfara að
flytja tækniþekkingu til þróunar-
landanna.
Frá lokum síðari heimsstyrjald-
ar hefur mikil tækniþekking flust
til þróunarlandanna, sem á marg-
an veg hefur ekki hentað aðstæð-
um þar. Iðnríkin hafa fyrst og
fremst einbeitt sér að tækni, sem
sparað hefur vinnuafl, en þróun-
arlöndin hafa hinsvegar (ennþá)
mesta þörf fyrir þá tækni og
tæknikunnáttu, sem skapað getur
fleiri störf.
Afleiðing þess að iðnríkin hafa
flutt sína tækniþekkingu til
þróunarlandanna, hefur orðið sú,
að sú efnahagslega og félagslega
þróun, sem menn áttu von á að
kæmist á strik í þróunarlöndunum
hefur látið á sér standa. Við þetta
bættist svo, að verk- og tækni-
kunnáttan hefur oftlega verið
flutt með þeim hætti til þróunar-
landanna, að þau hafa beðið af því
efnahagslegt tjón, — sú staðreynd
hefur meðal annars leitt til þess,
að fátækari ríkin leggja nú stöð-
ugt meiri þunga á þá kröfu sína að
eftirlit með hinum alþjóðlegu
stórfyrirtækjum verði aukið.
Á vegum UNCTAD eru nú
sérfræðingar að semja reglur, sem
gilda eiga á alþjóðavísu og fjalla
um flutning tækniþekkingar milli
Mikil áherzla er lögð á
aukna menntun og
heilbrigðismál í þró-
unarlöndunum. Mynd-
in er frá skóla í Manila
á Filippseyjum.
landa. Á Manila-ráðstefnunni var
ákveðið, að kalla saman sérstaka
ráðstefnu um þetta efni fyrir lok
þessa árs, og verður það verkefni
hennar að ganga endanlega frá
þessum alþjóðlegu reglum.
Nýir samningar
Fleiri alþjóðlegar ráðstefnur og
samningafundir koma nú í kjölfar
UNCTAD V. Þar má til dæmis
minna á ráðstefnu, sem haldin
verður í febrúar-mars á næsta ári
og fjalla mun um einkaleyfi og
vörumerki. Þar munu komá fram
sterkar óskir frá þróunarlöndun-
um um að meira tillit verði tekið
til þeirra í þessum efnum, en áður
hefur verið gert.
Önnur ráðstefna á vegum Sam-
einuðu þjóðanna um skyld málefni
verður haldin „samkvæmt sam-
þykkt Manila ráðstefnunnar
haustið 1979. Þar verður fjallað
um viðskiptahætti er hafa í för
með sér takmarkanir á sam-
keppni.
Verndarstefna
Eitt af því.sem mjög var rætt á
UNCTAD fundinum var sú ríka
tilhneiging iðnríkjanna, að beita í
auknum mæli verndarráðstöfun-
um gegn vörum frá þróunarlönd-
unum, sem eru samkeppnisfærar
við eigin framleiðslu iðnríkjanna.
Iðnríkin reisa tollmúra sér til
verndar og beita að auki ýmsum
öðrum brögðum sér til verndar.
Niðurstaða umræðnanna varð
málamiðlun, þar sem iðnríkin eru
hvött til þess að hverfa smám
saman frá þessari verndarstefnu í
alþjóðlegum viðskiptum.
Ymis af iðnríkjunum höfðu
fyrirvara varðandi þessa sam-
þykkt og fulltrúum þróunarland-
anna fannst hún ekki ganga nægi-
lega langt.
Siglingar
Annað, sem vissulega verður að
telja til tíðinda af fundum UNCT-
AD í Manila, er það að margar af
helstu siglingaþjóðum vestur-
landa tilkynntu ásamt með Sov-
étríkjunum og Austur-Þýzkalandi,
að þær væru reiðubúnar, til að
fallast á alþjóðareglur um sigling-
ar. Þessar reglur munu hafa það
að markmiði að tryggja þróunar-
löndunum aukna hlutdeild í flutn-
ingum á sjó, og er vonast til þess
að ekki líði á löngu, þar til unnt
verði að setja slíkar reglur.
Það urðu þróunarlöndunum að
vísu nokkur vonbrigði, að ekki
reyndist mögulegt að fá nægilegan
stuðning við tillögu um að bæta
hlut þeirra að því er varðar
olíuflutninga og flutning farma í
lausu, en þetta eru fjórir fimmtu
hlutar allra flutninga á sjó, og
þannig eru langflest hráefni flutt.
Iðnríkin treystu sér heldur ekki
til þess að styðja tillögu um
efnahagslega og tæknilega aðstoð
til handa þróunarlöndunum þann-
ig að þau gætu byggt upp kaup-
skipaflota.
Framkvæmdaáætlun
Á ráðstefnunni í Manila var
samþykkt framkvæmdaáætlun
fyrir þau lönd, þar sem þróun er
allra skemmst á veg komin. Þar er
meðal annars að finna hvatningu
til þeirra ríkja, sem nú veita
efnahagsaðstoð, að tvöfalda að-
stoðina „svo fljótt sem verða má“
til allra fátækustu landanna.
Á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna árið 1970 var samþykkt
sem meginregla, að þau ríki, sem
veita svona aðstoð skuli stefna að
því að hún verði 0,7% af brúttó
þjóðartekjum. Enn skortir veru-
lega á að iðnríkin hafi náð þessu
marki, hvort sem litið er á málið í
heild eða framlög einstakra ríkja.
Þetta á meira að segja ekki hvað
síst við um fjölmennustu og auð-
ugustu löndin. En nú er sem sagt
verið að hvetja þau til þess að
tvöfalda aðstoð sína við allra
fátækustu löndin.
Þetta og önnur viðfangsefni
ráðstefnunnar, — þar á meðal eitt
meginefnið, kerfisbreytingar á
sviði alþjóðaviðskipta til þess að
greiða götu nýskipunar efna-
hagsmála í veröldinni, mun aftur
og aftur verða til umræðu á
komandi árum.
Ætlunin er samkvæmt niður-
stöðum Manila ráðstefnunnar að
gera veg UNCTAD í þeim viðræð-
um meiri en verið hefur fram til
þessa. En nú næstu- árin munu
þróunarlöndin, m.a. í beinu fram-
haldi af umræðunum í Manila
freista þess að auka mjög innbyrð-
is skipti á tækniþekkingu.
Vonir og raun-
veruleiki
Oft er það svo, að menn binda
alltof miklar vonir við alþjóðlegar
ráðstefnur á borð við UNCTAD
ráðstefnuna í Manila. Þetta er
kannski ekki hvað síst fjölmiðlum
að kenna.
Þegar þessi mál eru hugleidd
eftir á í ró og næði (hver sem í
hlut á) þá geta menn áreiðanlega
fallist á, að þau vandamál, sem til
umræðu eru, eru þess eðlis að þess
er ekki að vænta að þau séu leyst
til hlítar á skömmum tíma.
Hvað UNCTAD V viðkemur þá er
vissulega mikilvægt að hafa í
huga, að fjölmörg flókin mál voru
rædd, og ákveðið var að halda
áfram að ræða þau og kanna.
Samtölin milli suður og norður-
hvels eru ekki hljóðnuð, heldur
standa þau sem næst.
Vera má að ýmsum, sem fylgj-
ast með svona ráðstéfnum þyki
nóg um skæklatogið, sem þar fer
fram, þvargið og þrasið, og það
sem stundum virðist innafltómt
málæði. En eftir á að hyggja geta
menn vissulega verið ánægðir með
þann jákvæða árangur, sem sann-
anlega náðist á ráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna um viðskipti og
þróunar mál í Manila.
Jörgen Larsen
Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna í Kaupmannahöfn.