Morgunblaðið - 16.08.1979, Page 16

Morgunblaðið - 16.08.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979 „Ætlum að veiða eins lengi og nokkra loðnu er að hafa” — segir Ingvart Kristoffersen skipstjóri á Nortreff Bodö, 15. ágúst, frá Jóhannesi Tómaasyni blm. MorgunblaÓsins. — VEÐRIÐ við Jan Mayen hefur verið alveg sæmilegt undanfarið, en loðnan hins vegar erfiðari viðureignar en hún var fyrst og því hefur aflinn dregist saman, sagði Ingvart Kristoffer- sen skipstjóri á loðnubátnum Nortreff í samtali við Mbl. í Bodö í gær. Nortreff er nokkuð jrfir 1000 lestir og ber svipað og Sigurður RE. Ingvart var spurð- ur hversu lengi hann ætlaði að stunda veiðarnar við Jan Mayen. — Við ætlum að veiða þar eins lengi og þar verður nokkra loðnu að fá, segir Ingvart. — Okkur er úthlutaður ákveðinn kvóti í Barentshafinu og við eðlilegar aðstæður náum við honum í þremur túrum. Þess vegna viljum við ekki byrja þar fyrr en við erum hættir að fá ugga úr sjó við Jan Mayen. — En hvað gerist ef veiðarn- ar við Jan Mayen verða stöðvað- ar? — Ég trúi því bara ekki, að yfirvöld séu svo fávís að stöðva veiðar okkar þar. Núna eru öll stærstu skipin við veiðar þarna úti og verði veiðarnar stöðvaðar nú verður ekki meiri loðnu að hafa þar eftir nokkurra daga eða vikna veiðibann. Loðnan er nú á leið norður og hún verður næst á Grænlandsmiðum eða Danmerk- ur ef menn vilja kalla það svo. — Við erum ákveðnir í því að sigla með aflann til annars lands ef tilkynnt verður um veiðibann. Við getum alveg eins selt aflann í Danmörku eða Englandi. Það væri mátulegt á yfirvöld hér að missa nokkra farma í vinnslu eitthvert annað. — En telur þú að hægt sé að semja um veiðirétt milli íslend- inga og Norðmanna? — Það má áreiðanlega semja um veiðirétt til handa íslending- um til jafns við þann afla, sem okkur yrði skammtaður. Ég held að norsk yfirvöld geti sjálfum sér um kennt, að ekki skuli enn hafa verið samið við íslendinga. Okkur er ekki minni nauðsyn á samningi og 200 mílna lögsögu því verði það ekki gert strax munu fleiri þjóðir reyna að tefla fram flota sínum til veiða við Jan Mayen og það viljum við Norðmenn ekki. — Er nóg loðna handa báð- um þjóðunum? — Sennilega veit það enginn, en við trúum því þó og teljum að fiskifræðingar okkar viti ekkert meira um það en við sjálfir. Við höldum því jafnvel fram, að íslenzkir fiskifræðingar hafi ekki sagt þeim norsku rétt til um stærð stofnsins við Jan Mayen. — Staðreyndin er sú, að loðn- an heldur sig enn við Jan Mayen og virðist frekar halda norðar eins og ég sagði áðan. Nær væri að halda áfram að leita á því svæði, þar sem loðnan hefur fengist að undanförnu, sagði Ingvart. Hann benti á, að loðnan, sem hefði veiðst við Jan Mayen í fyrra hefði verið feitari en í ár og ekki eins mikil áta í henni. Þá hefðu veiðarnar byrjað nokkru seinna og væri það kannski helzt skýringin á ástandi loðnunnar nú. Loðnuna af Jan Mayen-svæð- inu sagði hann betri en þá sem fengist í Barentshafi og því væri brýnt að fá að halda áfram eins lengi og hægt væri. Bátarnir þyrftu að fá verulegan afla til að hafa upp í kostnað og tæki allt frá 10—12 klukkustundum upp í 10 daga að fylla skipin. Þegar aflinn við Jan Mayen væri fljót- tekinn borguðu veiðarnar þar sig mun betur en í Barentshafi þó svo að siglingaleiðin til Jan Mayen væri lengri. Landað úr Nortreff hjá loðnubræðslunni í Bodö, en sfðan sfldin hvarf hafa verksmiðjur meðfram allri Noregsströnd ekki haft annað hráefni en loðnu úr Barentshafi og af Jan Mayen-miðum. (Simamynd frá Jóhannesi Tómassyni) „Sumarloðnan bjarg- vættur bræðslnanna eftir að síldin hvarf ” — Segir Johannes Torrissen verksmiðjustjóri í Bodö Frá Jóhannesi TómawHyni blaðamanni Morgunblaðsins, Bodö 15. ág. BODÖ Sildoljefabrik heitir bræðsla sú hér í Bodö, sem tekur á móti aflanum frá loðnubátun- um, og er hún eina verksmiðjan hér. Verksmiðjustjóri er Jo- hannes Torrissen og ræddi biaðamaður stuttlega við hann, þar sem hann fylgdist með lönd- un úr Nortreff. — Þessar loðnuveiðar við Jan Mayen eru mjög þýðingarmiklar fyrir alla starfsemi hér og raun- ar fyrir allt atvinnulíf í N-Nor- egi, því loðnan er eina hráefnið, sem við getum unnið, sagði Torrissen. — í ár eru á milli 20 og 30 verksmiðjur, sem taka á móti loðnu, og það er augljóst að aflinn frá Jan Mayen gerir út um það, hvort hægt er að starf- rækja þessar verksmiðjur eða ekki. — Síðan síldin hvarf algjör- lega er sumarloðnan frá Jan Mayen hreinn bjargrvættur fyrir okkur. í þessum verksmiðjum meðfram allri ströndinni starfa kannski 700 manns og því er óhætt að segja, að það hefði veruleg áhrif á allt atvinnulíf ef þessi vinna minnkaði. — Eins og tslendingar kannski vita, þá er okkur aðeins leyft að veiða ákveðið magn í Barentshafi og er samið um það við Rússa. Mjög margir eru óánægðir með okkar hlut þar og telja að hann eigi að vera mun meiri. Skiptingin var 85% veið- innar til Norðmanna, en 15% til Rússa. Nú eru hlutföllin 60 á móti 40 og næst eiga menn allt eins von á því, að skiptingin verði jöfn. Þar sem aflinn frá Barentshafi fer sífellt minnk- andi er ekki svo mikið fyrir verksmiðjurnar að gera ef ekki kæmi til Jan Mayen-loðnan. — Það sem gerir öll þessi mál flóknari en ella er, að fiskifræð- ingar vita ekki svo gjörla hversu mikið er af loðnu við Jan Mayen. Sjómennirnir okkar vita það sennilega miklu betur. Ef menn finna það út að loðnan er á 1/3 á norsku yfirráðasvæði, em 2/3 á íslenzku væri ekki fráleitt að samþykkja slíka skiptingu á veiðunum. Norskir sjómenn fara ekki fram á nein sérréttindi, heldur aðeins að fá að veiða í friði það sem þeir mega og sjá ekki eftir því, sem kæmi í hlut íslendinga, sagði Johannes Torrissen. Greenpeace-menn: Undirbúa aðgerðir á hvalamiðunum „VARÐSKIPSMENN komu um borð í Rainbow Warrior klukkan 10.30 í morgun og eru hér enn. Þeir sögðust vera á venjulegri eftirlitsferð, þ.e. að kanna skjöl skipsins o.þ.h., er þeir komu um borð, en þar sem þeir hafa verið svo lengi þykir okkur vera þeirra hér nokkuð dularfull. Það er líka að sjá sem þeim sé ekki Ijóst hvers vegna þeir eru látnir híma um borð.“ Svo mælti Mike Wil- kins, talsmaður skipverja á Rain- bow Warrior, skipi Greenpeace- samtakanna, í spjalli við Mbl. um klukkan 17 í gær, en þá var skipið statt um 10 sjómflur í vesturátt frá Reykjavík og hafði verið þar allan daginn, þar sem skipverjar af varðskipinu Tý voru um borð við eftirlitsstörf. Wilkins sagði, að þeir Green- peace-menn hefðu komið á slóðir íslenzkra hvalveiðiskipa fyrir tveimur dögum, kannað ferðir skipanna og væru að undirbúa aðgerðir, en tilgangur þeirra nú sem fyrr í sumar væri að hindra veiðar íslenzku hvalveiðiskipanna. „Við komum hingað fyrst og fremst til að vekja athygli þjóðar- innar og stjórnvalda á nauðsyn hvalverndar. Afstaða íslendinga til þessara mála er næsta óbreytt frá því sem var fyrir fund Ál- þjóðahvalveiðiráðsins í síðasta mánuði," sagði Wilkins. Wilkins lagði á það áherzlu, að grænfriðungar hefðu farið með friði, og því sæi hann ekki að varðskipsmenn hefðu ástæðu til að færa Rainbow Warrior til hafnar. Hann sagði ennfremur, að koma yrði í Ijós hvort þeir yrðu færðir til hafnar er þeir hæfu aðgerðir sínar á miðunum. Sagði Wilkins óljóst hversu lengi Rain- bow Warrior yrði hér við land að sinni, þar sem tiltölulega stutt væri eftir af hvalveiðitímanum. Skip Greenpeacesamtakanna, Rainbow Warrior, um tíu mflur úti af Hvalfirði í gær eftir að varðskipsmenn höfðu farið frá borði. Eitt hvalveiðiskipa Hvals h.f. skammt frá. Ljósm.: Rax.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.