Morgunblaðið - 16.08.1979, Page 23

Morgunblaðið - 16.08.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979 23 Minning: Kolbeinn Ivars- son bakarameistari Fæddur 25. febrúar 1891 Dáinn 7. ágúst 1979. Kolbeinn ívarsson, tengdafaðir minn, var fæddur í Hafnarfirði og voru foreldrar hans ívar Helga- son, verslunarstjóri frá Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, og kona hans, Þóra Bjarnadóttir, ættuð úr Hafn- arfirði. Systkinin, sem upp kom- ust, voru fimm og eru nú öll gengin. Lífsreynslan kom snemma í lífi Kolbeins. Móður sína missti hann, þegar hann var 14 ára og elsti bróðir hans fórst sama ár, 19 ára gamall, í því hörmulega sjóslysi, sem varð 16. sept. 1905, er ellefu ungmenni drukknuðu við land- steinana á Akranesi, þar af fimm systkini og þrír bræður. Þau, sem nú stóðu eftir af fjölskyldunni, misstu ekki kjark- inn, en gengu út í baráttu lífsins góðum hæfileikum búin í trú og trausti til Hans, sem hamingju gefur og högum ræður. Árið 1904 réðst Kolbeinn til náms í bakaraiðn hjá Bernhöft. Bakaríið var þá enn í hinu fræga húsi við Bakarabrekkuna, nú Bankastræti. Hann lauk námi 1907. Á árun- um 1909 til 1913 starfaði hann að iðn sinni hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi. Hinn 12. júní 1912 kvæntist hann Ingibjörgu Gísla- dóttur úr Reykjavík og hófu þau búskap sinn á Akranesi. Árið eftir eignuðust hjónin son, sem dó skömmu eftir fæðingu. Eftir þann viðburð festu þau ekki yndi á Akranesi, en fluttu til Reykjavík- ur og bjuggu í Vesturbænum. Kolbeinn réðst þá til starfa hjá Sveini Hjartarsyni, bakarameist- ara, og starfaði alla tíð síðan í Sveinsbakaríi. Um árabil, eftir að Steinunn, ekkja Sveins, seldi bakaríið, átti hann þriðjung í bakaríinu. Kol- beinn lét ekki að fullu af störfum í iðn sinni fyrr en hann hafði fjóra eða fimm um áttrætt. Hann þótti einn af mætustu bökurum þessar- ar borgar. Þau Ingibjörg og Kolbeinn eign- uðust dóttur árið eftir að þau fluttust til Reykjavíkur. Hún | fæddist í Oddgeirsbæ og var skírð Þóra eftir ömmu sinni. Gleðin hélt þar með innreið sína á heimilið. j Rúmum tveim árum síðar fæddist , þeim sonur, sem skírður var Ing- ' var Gísli í höfuðið á foreldrum móðurinnar og voru þá óskabörnin komin. Eftir þetta eignuðust þau þrjár dætur, Gyðu, Jóhönnu Svövu og Ingibjörgu, en síðastur í röð- inni varð svo sonur þeirra, ívar. Smám saman jókst byrði foreldr- anna og fyrirvinnan varð að leggja 1 meir og meir á sig, en allt blessað- ist vel. Börnin fengu gott og kristilegt uppeldi því trúrækni var í heiðri höfð. Þau voru send í sunnudaga- skóla KFUM og á fundi í þeim félögum og sjálf sóttu foreldrarnir þar samkomur og kirkju. Trúar- traustið entist Kolbeini allt til hinstu stundar. Kolbeinn naut mikilla vinsælda hjá samstarfsfólki sínu og var gleggsti votturinn um það, að það hafði samband við hann árum saman eftir að það var hætt að starfa hjá fyrirtækinu bæði með heimsóknum og hlýjum kveðjum á hátíðum og tyllidögum. Árið 1940 varð Kolbeini þungt ár. Kona hans hafði misst heils- una og þjáðist mikið. Og þótt vorið nálgaðist birti ekki yfir fjölskyldu hans, því húsmóðirin varð æ veikari og 2. maí skildi hún við þennan heim. Þá varð ekki annað leitað til huggunar en til Drottins, sem gaf, og Drottinn sem tók. Það er stórt skarð höggvið, þegar húsmóðirin er fallin frá og eftir' stendur syrgjandi faðir og sex börn. En þá er það elsta dóttirin Þóra, sem tekur að sér húsmóður- starfið og heldur áfram uppeldi yngstu systkina sinna í sama anda og móðir hennar hafði gert. Þau halda öll saman heimili við blítt og strítt og tryggðin og trú- mennskan eru einkunnarorð þeirra. Enn kemur sorgin í heim- sókn, rétt fyrir jólin 1946 deyr ein systirin Gyða, sem þá átti unga dóttur, Ingibjörgu Helgu Júlíus- dóttur. Áður en hún dó hafði hún falið föður sínum og Þóru systur sinni að annast þessa litlu dóttur sína og það var víst, að hún var í góðri umsjá hjá þeim Kolbeini og Þóru. Hún var til mennta sett og skildist ekki við heimilið fyrr en hún gifti sig og fór að búa á eigin heimili. Einn glæsilegasti einkabíll landsins Pontiac Bonneville Brougham til sölu á tækifærísverði Árgerð 1976, ekinn 33 þús. m. Útlit og ástand sem nýtt. Litur: Hvítur með rauðum vinyl-toppi, sjálfskipting, vökvastýri og -bremsur. Rafknúnar rúöur, huröir og sæti, sjálfvirk hraöastilling (cruise), dekk nýleg, stereo-kassettur, útvarp o.fl. Ótrúlega spar- neytinn. Upplýsingar í símum 42954 og 26611. Lundarfar Kolbeins var ein- stætt. Hann var svo ljúflyndur, að hverjum manni leið vel í návist hans, ekki síst barnabörnunum og barnabarnabörnunum, sem leit- uðu svo mjög til langafa síns. Alltaf leitaði hann færis að gera mönnum glatt í geði og hafði á takteinum gamansamar sögur, en þær voru græskulausar. Minnugur var Kolbeinn með afbrigðum og fékk að halda því meðan hann lifði. Mér er minnisstætt hve miklir kærieikar voru með honum og systkinum hans. Þau heimsóttu hann reglulega og hringdu til hans þess á milli. Þau voru fjögur, sem náðu háum aldri. Það var líka gott að heimsækja Kolbein og alltaf var viðurgerningurinn mikill og góður, en það sá Þóra dóttir hans um því allt frá því Ingibjörg kona hans dó hefur hún þjónað heimili föður síns að öllu leyti og aldrei farið frá því. Hún hlynnti að honum á allan hátt, hjúkraði honum þegar hann var sjúkur og létti honum allt í elli hans og nú síðustu þrjú árin, eftir að hann komst varla nokkuð óstuddur, þá kom best í ljós hin fádæma trú- mennska og umhyggja fyrir föður sinum. Það veit ég að Kolbeinn vildi best þakka Drottni fyrir þá dýrmætu gjöf, sem hann gaf hon- um í sinni elskulegu dóttur. Eftir að Kolbeinn var hættur að vinna nú allra síðustu árin sat hann gjarnan í stól sínum og las. Þó var ein sú bók, sem honum var alltaf næst, en það var Biblían. Síðasta árið dapraðist sjónin mik- ið og þá var það eins og hann notaði síðustu skímuna til þess að lesa orð í hinni helgu bók. Hann sagði mér, að hann ætti sínar föstu bænastundir á hverjum degi og voru þær aldrei færri en þrjár. Þá bað hann fyrir öllum sem honum voru kærir og fyrir kristni- boðsstarfinu meðal heiðingjanna. Hann sótti styrk í trúna. Þangað leitaði hann einnig, þegar eldri sonur hans, Ingvar, veiktist og dó fyrir tæpum fjórum árum. Ingvar hafði haldið heimili með þeim Þóru og Kolbeini. Þau höfðu búið saman alla tíð og Ingvar réðst í það að festa kaup á íbúð fyrir þau þrjú, en stuttu eftir að gert hafði verið út um kaup, féll Ingvar frá, en traust sitt settu Kolbeinn og Þóra á Drottin, þau trúðu, að Hann mundi vel fyrir sjá. Eg á Kolbeini mikið að þakka og minn- ingin um hann er mér dýrmæt. Bið ég þess nú, að allir hans afkomendur megi blessun hljóta og hann sjálfur hvíla í friði Drottins og elsku um eilífð alla. Við komum senn upp til sal^ hæða,/ Hvað sakar þá þótt ferðin reynist ströng?/ Við öðlumst kórónu og gnóttir gæða,/ Og grátur allur snýst í feginsöng. (Fr. Engelke þýtt.: B.J.). Sigursteinn Hersveinsson Stærðir Litur Verð 1 18- ■24 Rautt kr. 9.200 2 18- ■23 Hvítt og dökkblátt kr. 8.700 3 18- -23 Rautt og dökkblátt kr. 1Ö.400 -10.800 4 18- -23 Beige kr. 9.400- 10.800 5 22- -27 Brúnt kr. 7.200- 7.900 6 21- -29 Dökkblátt rúskinn kr. 9.800- 10.900 Austurstræti sími: 27211

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.