Morgunblaðið - 16.08.1979, Page 26

Morgunblaðið - 16.08.1979, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979 Börn í Kampútseu í ágúst 1978, fyrir innrás Víetnama. Hver verður framtíð peirra nú? (Ljósm. Gunnar Bergström) ar, beinar og leynilegar. Sumir hafa beðið um nánari tryggingu. Þess vegna erum við reiðubúin að láta aðalritara Sameinuðu þjóð- anna sjá um framkvæmd þeirra. Breyttar aðstæður, ný verkefni Innrás Víetnama hefur breytt hinum sérstöku aðstæðum sem ríkja í Kampútseu. — Eftir sigur- inn 17. apríl 1975 var uppbygging sósíalismans á dagskrá. Eftir innrásina snýst málið um tilvist þjóðar og þjóðmenningar, sem er í hættu. Eftir sigur á henni verður sósíal isminn aftur viðfangsefni í samræmi við óskir fólksins. Það er fóikið, alþýðan, sem er megin- krafturinn og hefur fært mestar fórnir. Samfylking okkar hvílir á tveim hornsteinum: föðurlandsást og lýðræði. Lýðræðið felst í því að samræmast alþýðu manna. Hvað varðar ríkisstjórn Alþýðu- ríkisins Kampútseu, þá verður hún áfram við stjórnvölinn þótt samfylking verði mynduð, vegna þess að þessi stjórn er lögleg og lögmæt, orðin til í áralangri bar- áttu og kosin í kosningum í mars 1976. Það er hugsanlegt að minni- háttar breytingar verði á stjórn- inni, en allir stjórnendur verða til Þorsteinn Helgason: Hvers virði er sjálfstæði einnar smáþjóðar? Hernaðarstaðan Hernaðarstaðan er þannig nú, að við höfum um fjórðung lands- ins á okkar valdi og Víetnamar um fjórðung. Þeir ráða einkum borg- unum, nokkru af aðalvegunum og suðausturhluta landsins kringum þjóðveg 1, sem liggur frá Saigon til Phon Penh. I hinum tveim fjórðungunum eigum við í skæru- hernaði og njótum stuðnings íbú- anna. Við hvetjum fólk ekki til að flýja þessi svæði eins og við gerðum í stríðinu 1970—75, ekki einu sinni frá svæðum sem eru í óvinahöndum. Fólkið er okkur hliðhollt. Þetta stríð hefur nefni- lega fært okkur sanninn um að kampútsanska þjóðin ber alda- gamalt hatur í brjósti til Víet- nama. Þetta er ekki fyrsta árás þeirra á Iand okkar í sögunni. Það sem kemur á óvart er að þetta gerist á 20. öld, þegar talað er um að nýlendustefnan og heimsvalds- stefnan séu að líða undir lok. Lífsbjörg frá Tahilandi Á þeim landssvæðum sem við ráðum, ræktum við af mætti, en þar er mest um áður óræktað land að ræða. Reynslan úr fyrra stríði hefur þó kennt okkur að leysa þennan vanda. Auk þess getum við keypt hrísgrjón frá Thailandi. Við höfum stöðugt hin bestu tengsl við thailensk stjórnvöld sem viður- kenna ekki aðra stjórn en okkar og er í mun að Kampútsea haldi sjálfstæði sínu. Á óvinasvæðum verður æ minna að bíta og brenna. Það er líka aðalástæðan til þess að fólkið í borgunum tekur nú að flytja aftur út um sveitir. Komu Víetnamar til að frelsa? Víetnömum tókst í byrjun að villa nokkrum hópi manna sýn, einkum þeim sem urðu fyrir und- irróðri þeirra áður. Víetnamarnir sögðust komnir til að frelsa og hvöttu fólk til að flytja til borg- anna. Það var reyndar flest stöðv- að við borgarmörkin og fékk ekki að flytja inn, vegna þess að Víet- namarnir báru ekki traust til þessa fólks. Þeir úthlutuðu nógum hrísgrjónum byrjun og jusu þar af ágætr ypskeru okkar í ár. Þeir töluðu einnig flærðarlega. En þrem mánuðum síðar — um mánaðamótin mars—apríl fór að renna upp ljós fyrir þessu fólki. í fyrsta lagi fór að gerast þrengra í búi. Þetta var viðbúið, því að Víetnamar höfðu ausið úr korn- skemmum okkar og fætt sinn mikla her uns þurrausið var. í öðru lagi — og það skipti sköpum Texti eftir frásögn og viðtali við Thiounn Prasith sendiherra „Rauðu kmeranna ” hjá Sam- einuðu þjóðunum Síðari hluti — þá varð fólkinu smámsaman ljóst að stjórnsýsla sú sem Víet- namar komu upp í Phnom Penh hefur ekki hætishót af þjóðernis- svip eða kmera-anda. Allt er víetnamskt. Nokkur kmerabrot finnast innanum, en það eru eink- um Kampútseumenn frá Suð- ur-Víetnam (Kampútseu Króm) eða Víetnamar sem hafa búið í Kampútseu og kunna málið vel. Samvinna við fyrri fjandmenn Fleiri og fleiri gera sér ljóst að í þessu stríði er sjálf tilvist kmera-kynþáttarins í húfi og að Víetnamar ætla sér að innlima Kampútseu til frambúðar. Því á sér nú stað sameining margra áður andstæðra afla bæði á hernaðar- og stjórnmálasviðinu í breiða fylkmgu. Her er m.a. um að ræða nokkurra þúsund manna hersveitir sem kallast Khmer Serei. Þeir litu á okkur sem óvin númer eitt og börðust gegn okkur áður fyrr. Nú skoða þeir innrásar- lið Víetnama sem höfuðfjand- mann sinn og á vígvöllunum höf- um við samvinnu. Ekki er um sameiningu að ræða heldur sjálf- stæðar aðgerðir gegn sama fjand- manninum. Við höfum samband og tengsl við ýmsa stjórnmálaaðila til að virkja öll þjóðleg og lýðræðisöfl í eina fylkingu, einnig þau sem áður voru á móti okkur, því að hér er ekkert rúm fyrir innbyrðis ágrein- ing þegar líf þjóðarinnar er í húfi. Meira get ég ekki sagt í bili, nema látið í ljós þá von, að þessi fylking verði sett á laggirnar sem fyrst. Hvað tekur við eftir sigur? Umræðum verður haldið áfram milli þeirra sem taka þátt í fylk- ingunni allt til sigurs og einnig eftir hann. Ef þátttakendur koma sér saman, mynda þeir síðan ríkistjórn. Ef ekki, verða haldnar kosningar til stjórnar — almenn- staðar í landinu sjálfu, þetta er engin útlagastjórn. Hver er fulltrúi Kampútseu? Nú um átökin á alþjóðavett- vangi. Víetnam sýndi útþenslu- og árásareðli sitt skýrt með innrás- inni í Kampútseu. Hver hefði trúað því að Víetnam — víet- namska þjóðin — sem hefur barist svo mjög um árabil og naut al- þjóðlegs álits að unnum sigri, — hver hefði trúað, að forystumenn Víetnams reyndust svo fljótt vera landvinningamenn? Hver hefði búist við því, að Víetnam réðist á Kamptúseu með græðgi og grimmd? Allir sjá nú það, sem áður var dulið eða hálffalið. Þessar staðreyndir hafa leitt til þess — þrátt fyrir allan áróður gegn okkur sem við höfum jafnan vísað á bug — að yfirgnæfandi meirihluti ríkja og almennings- álitið í heiminum fordæma árás Víetnama og styðja sjálfstæði Alþýðuríkisins Kampútseu og rétt okkar til að leysa sjálf eigin vandamál og lifa í friði og öryggi innan núverandi landamæra. Við höfum notið stuðnings og aðstoðar hvarvetna. í Sameinuðu þjóðunum er stjórn okkar viður- kennd hin eina löglega og lögmæta í landinu og sömuleiðis í samtök- um óháðra ríkja þrátt fyrir allan þrýsting og bellibrögð af hálfu Víetnama og Kúbumanna í þeim tilgangi að koma okkur út úr húsi. Menn kunna að spyrja: Hvað gerist í Havana á þingi óháðra ríkja í haust? Við erum fullgildir meðlimir í samtökunum. Kúbu- mönnum ber skylda til að bjóða okkur. Bjóða þeir okkur eða láta þeir það vera? Það fer eftir þeirri baráttu sem fólk okkar heyir í landinu og jafnframt eftir heims- álitinu. Hvert verður næsta fórnarlamb? Staðreyndin er nefnilega sú að málefni Kampútseu er ekki ein- ungis okkar mál, ekki bara vandi sem viðkemur Kapútseu og Víet- nam. Hér er um grundvailaratriði að ræða, mál sem heyrir undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og grundvallarreglur óháðu ríkjanna, meginreglur sem almennt eru í heiðri hafðar í alþjóðasamskipt- um. Ef menn tækju það gott og gilt að Víetnamar ráðist á og innlimi smáríkið Kampútseu, þá beinist spurningin að öðrum ríkjum, hvort sem þau eru í Asíu, Afríku, Suður-Ameríku eða Evrópu: Hve- nær kemur að þeim? Þess vegna kemur þetta öllum löndum við, smáum sem stórum. Ef stóru ríkin samþykkja að stór- veldi innlimi smáríki, hvað hafa þau þá lengur til málanna að leggja? Og þá enn frekar þegar að baki hernáminu stendur risaveldi sem skýlir sér bak við „spennu- slökun." Leiðtogar Víetnams voru svo ósvífnir að segja við aðalritara UtÞensla Víetnams 938—1890 KINA BURMA llllll Upphafleg landsvæði [ 1100 Svæði, sem voru um skeiö undir yfirróöum Víetnama. SIAM (Thalland)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.