Morgunblaðið - 16.08.1979, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. AGÚST 1979
28
Lovísa Sveinsdóttir frá
Mœlifellsá
Fædd 22. maí 1894.
dáin 26. júlí 1979.
Lovísa Sveinsdóttir, fyrrum
húsfreyja á Mælifelísá, andaðist á
Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 26.
júlí s.l. 85 ára að aldri.
Lovísa var fædd á Mælifellsá í
Skagafirði 22. maí 1894. Móðir
hennar var Margrét Þórunn Árna-
dóttir Sigurðssonar bónda og
gullsmiðs á Starrastöðum í Skaga-
firði og víðar; hann var þrígiftur
og átti 25 börn. Steinunn Arnórs-
dóttir prests á Bergsstöðum Árna-
sonar biskups á Hólum var þriðja
kona hans og móðir Margrétar.
Faðir Lovísu og maður Margrétar
var Sveinn Gunnarsson Gunnars-
sonar bónda í Syðra-Vallholti
Gunnarssonar hreppstjóra á
Skíðastöðum í Laxárdal (Skíða-
staðaætt). Sveinn var landskunn-
ur maður, meðal annars fyrir
„Veraldarsögu" sína, tækifæris-
visur, verslun o.fl.
Lovísa ólst upp í glaðværum
systkinahóp á Mælifellsá, en þau
voru alls 15. Þormóður Sveinsson
segir í Skagfirskum æviskrám:
„Heimilið á Mælifellsá var fjöl-
mennt, og eftir að börnin komust
á legg, ríkti þar glaðværð nóg.
Stundum var þá efnt til samkomu-
hlads þar, og þóttu „Mælifellsár-
böllin“ hin ágætustu."
Heimildarmaður Þormóðs er
sýnilega faðir hans, Sveinn Eiríks-
son, því í bókinni Minningar úr
Goðdölum birtir Þormóður bréf
frá föður sínum sem þá er við
kennslustörf í Lýtisgsstaðahreppi.
Bréfið er skrifað á Hömrum 26.
febrúar 1905 og þar segir meðal
- Minning
annars: „Ég fór á skemmtisam-
komu sem haldin var á Mælifellsá
30. desember s.l. Ég var þá á
Daufá og fórum við þaðan fjórir,
ég og bræðurnir þrír. Þar komu
eitthvað um fimmtíu manna, og
var vakað alla nóttina, og haft til
skemmtunar það sem hverjum
þótti best, dans söngur og spil“.
Þökk sé þeim feðgum fyrir að
varðveita þessa lýsingu af böllun-
um á Mælifessá á því herrans ári
1905.
Mælifellsárheimilið mun hafa
verið með þeim allra fjölmennustu
í Lýtingsstaðahrepp um aldamót-
in. Gunnþórunn Sveinsdóttir,
systir Lovísu, segir í bók sinni
Gleym-mér-ey sem kom út 1957:
„Eitt sumar á Mælifellsá man ég
eftir að voru 24 í heimili. Þá. voru
16 nautgripir í fjósi og 200 ær í
kvíum“.
Það sem skráð er hér að framan,
sýnir okkur best í hvaða and-
rúmslofti Lovísa ólst upp, og eins
hitt að snemma hefur hún þurft
að taka til hendi. Lovísa var
léttlynd og glaðsinna og hélt uppi
hætti feðra sinna þegar hún fór að
búa á Mælifellsá. Hún hélt smá
veislur og spilaði sjálf á einfalda
takkaharmóniku eða munnhörpu
og stundum bara á hárgreiðu ef
annað brást. Ég kom að Mæli-
fellsá sem fósturbarn þriggja ára
er faðir minn dó 1923, og man vel
þessar gleðisamkomur þar, og
þegar Gunnar, sonur Lovísu,
komst á legg, kom í ljós að hann
var bæði músikalskur og mikill
gleðinnar maður og átti sinn þátt í
því að „Mælifellsárböllin" féllu
ekki niður meðan niðjar Sveins
Gunnarssonar voru á Mælifellsá
eða fram til ársins 1943. Var þá
liðin hálf öld frá því Margrét og
Sveinn fóru að búa á Mælifellsá og
héldu sínar fyrstu skemmtisam-
komur á staðnum.
Lovísa giftist 1917 Jóhanni
Magnússyni frá Gilhaga (dáinn 8.
maí s.l.) og byrjuðu þau búskap í
Breiðagerði sama ár, en fluttust
að Mælifellsá 1921 og bjuggu þar
til ársins 1944 er þau hættu
búskap.
Búskapurinn á Mælifellsá voru
Lovísu á margan hátt erfið, bónd-
inn oft að heiman og varð hún að
stjórna börnum og búi langtímum
saman. Það má segja að á þessum
árum hafi skipst á skin og skúrir
hjá þeim hjónum. Lovísa var um
margra ára skeið afar heilsuveil
og ofan á þá erfiðleika bættist að
þau misstu dætur sínar tvær á
unga aldri og reyndi þá mjög á
þrek móðurinnar.
Lovísa var kjarkmikil kona, sem
hún átti kyn til, og þurfti mikið á
því að halda um æfina. Má nefna
Gunnar sonur hennar lamaðist
ungur að árum, og sonarsonur
hennar einnig. Við þessum erfið-
leikum brást Lovísa með æðru-
leysi, og óbilandi kjarki svo að
einstakt var, og létti þeim lífskjör-
in með ráðsnilld og dugnaði.
Fórnfýsi hennar og hetjulund
vöktu bæði undrun og aðdáun
þeirra sem til þekktu. Lovísa var
smávaxin kona, létt í hreyfingum
og hljóp oft við fót. Henni veittist
létt að vinna þó lítil væri. Hún var
handlagin og saumaði mikið, þó
hún væri ólærð í saumalistinni,
voru afköstin með ólíkindum,
mikil og góð.
Eftir að Lovísa og Jóhann hættu
búskap, fluttu þau hjónin að
Varmalæk og áttu þar heimili. Þó
var Jóhann þar lítið því hann vann
hér og þar, en Lovísa hélt heimili
og rak verslun um nokkra ára
skeið eftir að Gunnar, sonur
hennar, fluttist til Reykjavíkur
M.
árið 1954. Árið 1961 fluttist Lovísa
til Reykjavíkur og héldu þau
hjónin heimili þar til 1971, að þau
fluttu aftur að Varmalæk og voru
þar í skjóli Sveins, sonar þeirra,
og konu hans, Herdísar Björns-
dóttur, uns yfir lauk, en héldu þó
heimili sjálf til áramóta 1978.
Þau Lovísa og Jóhann áttu
saman fjögur börn. Elst barna
þeirra var Gunnar, fyrrum bóndi
og verslunarmaður á Varmalæk,
giftur Þuríði Kristjánsdóttur frá
Hamragerði. Þau áttu saman 8
börn, 6 syni og 2 dætur. Gunnar
lést 9. jan s.l. Næst var Margrét
Helga sem dó atþriðja ári. Þriðji í
röðinni er Sveinn bóndi og kaup-
maður á Varmalæk, giftur Herdísi
Björnsdóttur frá Stóru-Ökrum.
Þau eiga 6 börn, 4 syni og 2 dætur.
Fjórða barn þeirra Mælifellsár-
hjóna var Helga Margrét, sem dó
er hún var vöggubarn.
Fóstursonur þeirra er undir-
ritaður, Jóhann Hjálmarsson Jó-
hannessonar bónda á Grímsstöð-
um, fyrrum bóndi á Ljósalandi í
Lýtingasstaðahrepp, nú umsjón-
armaður í Menntaskólanum við
Harmahlíð, kona María Bene-
diktsdóttir frá Óspakseyri í
Strandasýslu, eigum 8 syni.
Barnabörn okkar fóstbræðr-
anna eru 26 eftir því sem næst
verður komist.
Lovísa var sínu fólki góð og
mikill vinur vina sinna. Hjálpsöm
var hún og greiðvikin og gestrisin
svo af bar. Hún var mikil trúkona
og treysti á æðri máttarvöld til að
leysa hin erfiðustu vandamál sem
mannlegar verur fá lítt við ráðið.
Bænheit var hún og treysti á mátt
bænarinnar. Hún var forlagatrúar
og áleit að hverjum manni væri
ætlað sitt lífsmunstur, sem ekki
yrði út af brugðið.
Nú er þeim farið að fækka úr
hinum glaðværa systkinahóp frá
Mælifellsá, sem settu svo sterkt
svipmót á samtíðina á fyrri helm-
ingi þessarar aldar, eftir lifa
aðeins þrjú af fimmtán systkinum
í hárri elli, Sigurlaug, fyrrum
húsfreyja í Hlíð í Hörðudal, komin
á tíræðisaldur. Hin eftirlifandi
systkynin eru Ólafur, fyrrum
kaupmaður í Reykjavík, og
Hersilia, fyrrum skólastjóri í
Steinsstaðaskóla í Skagafirði.
Þessu heiðursfólki og Stefönu,
konu Ólafs, sendi ég og kona mín
sérstakar samúðar- og vinarkveðj-
ur.
Þessum minningarorðum vil ég
svo ljúka með þakklátum huga og
innilegum samúðarkveðjum frá
mér og minni fjölskyldu til fjöl-
skyldanna á Varmalæk og barna-
börnum fóstru minnar og annarra
ástvina hennar.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhann Hjálmarsson
frá Ljósalandi.
+
Hjartkaer kona mín, móöir okkar og amma
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
frá Austur-Meðalholtum,
til heimilis aö Langholtsvegi 164, veröur jarösungin frá Langholts-
kirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 1.30.
Árni Egilsson,
börn og barnabörn.
Móöir okkar, +
SIGRÚN S. BJARNAR,
Kvisthaga 11,
veröur jarösungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 17. ágúst kl. 3
síödegis.
F.h. vandamanna. Vílhjélmur Bjarnar,
Þorsteinn Bjarnar,
Sigríöur Bjarnar.
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ÓLAFUR BJARNIÓLAFSSON
vélstjóri,
frá Nýja Bœ, Tálknafiröi
síöast til heimilis aö Ægisgötu 10, Reykjavík er lést 9. agúst veröur
jarðsunginn föstudaginn 17. ágúst kl. 15 frá Fossvogskirkju.
Ólafur A. Ólafsson, Guóný Siguröardóttiir,
Þorbjörg J. Ólafsdóttir, Bragi Bergsveinsson,
Þórdis Ólafsdóttir,
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför konu
minnar, dóttur, móöur, tengdamóöur og ömmu,
KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Trönuhólum 14,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og hjúkrunarfólki
gjörgæzludeildar Landakotsspitalans fyrir frábæra umönnun.
Páll Krístinsson
Guórún Helgadóttir,
Helga Pálsdóttir, Þórir Eyjólfsson,
Kristinn Pálsson, Geröur Siguröardóttír
og barnabörn.
Valur J. Hinriks-
son—Minning
Fæddur 13. júlí 1924
Dáinn 4. ágúst 1979
Hann Valur dáinn. Stundum er
sannleikurinn svo ótrúlegur að
það tekur langan tíma að skilja
hann til fulls. Svo sannarlega var
því þannig farið með okkur hjónin
þegar við fréttum að þessi vinur
okkar hefði hnigið niður án nokk-
urs fyrirvara aðeins 55 ára gamall
— maður, sem bókstaflega ljóm-
aði að hreysti og karlmennsku.
Kynni okkar af Val og fjöl-
skyldu hans eru jafngömul hjóna-
bandi okkar eða svo til nákvæm-
lega 10 ára, og'hófust þegar við
fluttum í húsið Hörðaland 15, sem
þau voru þá nýflutt í. Við fundum
strax að Jiér var fyrir sérlega
ástrík og elskuleg fjölskylda, sem
tók okkur, og síðar sonum okkar,
opnum örmum og hafa þau tengsl
lítt rofnað, þó ekki sé lengur um
sambýli að ræða.
langar til að þakka honum fyrir
allar samverustundirnar sem við
áttum með honum.
Að eðlisfari var Válur léttur í
lund og alltaf tilbúinn að glettast.
Með orðum sínum og látbragði
sem honum einum var lagið kom
hann okkur iðulega til að hlæja.
Alltaf var heimili hans, Láru og
Gísla opið okkur og þar höfum við
átt margar ánægjustundir. Þau
voru ætíð boðin og búin að gera
hvað sem var til að gleðja okkur.
Stundum fengum við systurnar að
gista hjá þeim og var þá alltaf
glatt á hjalla, því Valur með sinni
einstöku kæti gerði allt til að gera
þessar stundir ógleymanlegar. Því
Valur hafði gaman af að gantast
við okkur þar til við grétum af
hlátri.
Er við minnumst þessara góðu
stunda með Val er ótrúlegt að
hugsa sér að þær verði ekki fleiri.
Við vitum að Vals mun vera sárt
saknað af öllum sem hann þekktu.
Við þökkum Vali fyrir allt og
minnumst hans með söknuði. Guð
gefi Láru frænku og Gísla styrk í
sorg þeirra.
Blessuð sé minning hans.
Olga, Hrönn, Lilja og Lára.
Valur var oft langdvölum að
heiman vinnu sinnar vegna, en
alltaf hlökkuðu Lára og Gísli jafn
mikið til endurfundanna og svo
var áreiðanlega líka um Val. Betri
heimilisföður er vart hægt að
hugsa sér og verða minningarnar
um allar góðu samverustundirnar
gott veganesti fyrir einkasoninn
Gísla og styrkur Láru okkar á
þungbærum stundum. við þökkum
af alhug góð kynni.
Guð gefi Val frið og veiti Láru
og Gísla styrk um ókomin ár.
Ásdís og Gunnar Waage.
Það er ótrúlegt, að Valur, sem
við sáum fyrir örfáum vikum,
hressan og kátan að venju, sé
horfinn frá okkur. Við eigum
erfitt með að sætta okkur við að
eiga ekki eftir að njóta samvista
við hann oftar í þessu lífi.
Okkur systrunum í Hlégerði
Samkoma helguð
Pétri Pálssyni
Nokkrir herstöðvaand-
stæðingar gangast fyrir
samkomu í minningu
Péturs Pálssonar, sem lést
fyrir skömmu, fimmtudag-
inn 16. ágúst. Samkoman
verður í Stúdentaheimilinu
við Hringbraut og hefst hún
klukkan 21.00.
Pétur mun þekktastur fyr-
ir tóngerð sína við Sóleyjar-
kvæði Jóhannesar úr Kötlum
og verður sungið úr þeim á
samkomunni. Ennfremur
verða flutt ljóð úr Herfjötri
auk óbirtra ljóða og laga
eftir Pétur, m.a. lög við ljóð
Jónasar Svafárs. Lesið verð-
ur úr Sköpunarsögu er Pétur
vann að síðustu árin og
fluttur kafli úr revíu, sem
ekki hefur áður verið flutt.
Einnig verður flutt stef eftir
Guðmund Ingólfsson, samið í
minningu Péturs.