Morgunblaðið - 16.08.1979, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979
Minning:
Ogmundur Jóns-
son verkfrœðingur
Fæddur 18. desember 1910.
Dáinn 30. júní 1979.
Ögmundur Jónsson verkfræð-
ingur andaðist aðfararnótt hins
30. júní s.l. af hjartaslagi. Andlát
hans bar óvænt að. Daginn áður
hafði hann gegnt prófdómara-
störfum í Háskólanum og tekið
þátt í fagnaði vegna 50 ára stúd-
entsafmælis með bekkjarsystkin-
um sínum úr Menntaskólanum án
þess að neitt óvenjulegt væri að
merkja. Útför hans fór fram 9. júlí
s.l. Er þar horfinn á braut mikill
drengskaparmaður og að mati
þess, er þetta ritar, einn lærðasti
maður í grein sinni úr hópi ís-
lenskra verkfræðinga.
Ögmundur Jónsson fæddist 18.
desember 1910 í Reykjavík. For-
eldrar hans voru Jón Guðmunds-
son yfirkjötmatsmaður og kona
hans Helga Einarsdóttir. Jón Guð-
mundsson var ættaður af Austur-
landi; foreldrar hans voru Guð-
mundur Jónsson af Jökuldal og
kona hans Valgerður Hallsdóttir.
En Helga, móðir Ögmundar, var
dóttir Einars Ingimundarsonar
smiðs á Eyrarbakka og konu hans
Guðlaugar Guðjónsdóttur. Áður
en Helga giftist Jóni hafði hún
verið gift Ögmundi Gíslasyni
bónda í Laugarási í Biskupstung-
um en misst hann eftir skamma
sambúð. Dóttir þeirra (og hálf-
systir Ögmundar Jónssonar) er
Steinunn Ögmundsdóttir hjúkrun-
arkona, kona Ólafs Pálssonar
mælingafulltrúa. Þau Jón og
Helga, foreldrar Ögmundar Jóns-
sonar bjuggu lengst af á Berg-
staðastræti 20 hér í Reykjavík og
voru vel metnir borgarar meðal
samtíðarmanna sinna. Jón andað-
ist árið 1952 en Helga 1969, og
vantaði þá þrjú ár í hundrað.
Snemma komu í ljós ágætar
gáfur hjá Ögmundi og mun tæpast
annað hafa komið til mála í
uppvexti hans en að hann gengi
menntaveginn, enda var hann
námfús í besta lagi. Hann tók
stúdentspróf frá stærðfræðideild
Menntaskólans í Reykjavík vorið
1929 með mjög góðum árangri og
sigldi þá um haustið til Þýska-
lands til að nema verkfræði. Hann
lauk fyrrihlutaprófi í byggingar-
verkfræði við Tækniháskólann í
Darmstadt haustið 1932 en fluttist
síðan í Tækniháskólann í Berlín.
Þar tók hann lokapróf í bygging-
arverkfræði árið 1937.
Ögmundur fór óhikað nýjar
slóðir í námi sínu. Þegar hann fór
í stærðfræðideild Menntaskólans,
var sú deild aðeins fárra ára
gömul og í hana fóru aðeins 8—10
nemendur úr hverjum árgangi.
Svo ótrúlegt sem það virðist nú,
þótti flestum stærðfræðideildin
ekki henta öðrum en hálfgerðum
sérvitringum og alls ekki kven-
fólki. Að þessu kvað svo rammt á
þessum árum, að sumir af virtustu
kennurum skólans héldu uppi
harðri gagnrýni í ræðu og riti á
þessa nýjung að láta stærðfræði,
eðlisfræði og efnafræði taka hluta
af þeim sess, sem latína og enska
höfðu skipað í náminu. Þeir óttuð-
ust um framtíð íslenskra mennta-
mála af þeim sökum.
Fram til 1925 höfðu nær allir
íslenskir verkfræðingar sótt
menntun sína til Norðurlanda,
langflestir til Tækniháskólans í
Kaupmannahöfn. En upp úr því
fóru íslenskir stúdentar einnig að
leita til tækniháskólanna í Þýska-
landi, og var Ögmundur Jónsson
meðal hinna fyrstu, er það gerðu.
Ýmsir hinna eldri verkfræðinga
létu sér fátt finnast um þessa
nýbreytni. En nú er talið, að
tæknimenningu okkar sé styrkur
að því að verkfræðimenntunar
hafi verið leitað til margra þjóða.
í námi sínu var Ogmundur
jafnvígur á allt, en áhugi hans í
háskólanáminu beindist þó öðru
fremur að vatnsvirkjun og burðar-
þolsfræði, og á þeim sviðum áttu
flest störf hans eftir að verða. Að
háskólanámi loknu vildi hann afla
sér starfsreynslu á erlendum vett-
vangi áður en heim til íslands
væri snúið. Hann réðst því árið
1937 til starfa hjá þýsku ráðgjafa-
fyrirtæki, Ingenieurbúro
Johannes Schuster í Berlín, og
vann þar við reikninga og hönnun
á brúm fyrir bílabrautirnar þýsku
og á verksmiðjubyggingum. í
Berlín var hann, þegar heims-
styrjöldin síðari braust út haustið
1939 og komst þá ekki brott frá
Þýskalandi.
Á námsárunum varð Ögmundur
fyrir þeirri ógæfu að veikjast af
berklum. Það var mikið áfall, því
að á þeim tíma voru engin góð ráð
gegn þeirri veiki, og lagði hún að
velli margt fólk, ungt ekki síður en
gamalt. Hann tafðist um tvö ár í
námi af þeim sökum. En árið 1942
þurfti Ögmundur á ný að fara á
heilsuhæli og fluttist þá frá Berlín
til Davos í Sviss, þar sem hann
dvaldi fram yfir styrjaldarlok.
Við veikindum sínum brást ög-
mundur af mikilli karlmennsku.
Hann lét einskis ófreistað til að
sigrast á þeim. Það tókst honum,
þótt sá sigur væri dýr. En í öllu
atferli sínu síðar varð hann að
taka tillit til þessa og hann beitti
sig miklum aga í því efni, sem fáir
vissu gjörla um, því að hann hafði
þá hluti lítt á orði.
Að heimsstyrjöldinni lokinni
fluttist Ögmundur heim til ís-
lands árið 1945 og hafði þá dvalið
erlendis að mestu í 16 ár. Hann
réðst 1946 til Almenna bygginga-
félagsins, sem þeir Árni Snævarr
og Gústaf E. Pálsson höfðu stofn-
að árið 1941, en það var fyrsta
verkfræðilega verktakafyrirtækið,
sem stofnað var hér á landi.
Ögmundur vann hjá ABF til árs-
ins 1969, er félagið hætti störfum.
Starfsemi Almenna bygginga-
félagsins var í aðalatriðum á
tveim sviðum: verktakastarfsemi
og verkfræðileg ráðgjafarþjón-
usta. Ögmundur starfaði á síðar-
talda sviðinu. Hann var yfirverk-
fræðingur í verkfræðistofu félags-
ins frá 1946 og framkvæmdastjóri
hennar frá 1963. Verkfræðistofa
ABF hafði með höndum fjölda
verkefna, sem Ögmundur vann að
ásamt Árna Snævarr, fram-
kvæmdastjóra félagsins, og sam-
starfsmönnunum á verkfræðistof-
unni. Má þar nefna skipulag og
hönnun á byggingamannvirkjum
síldarverksmiðju Faxa í Örfirsey,
áburðarverksmiðjunnar í Gufu-
nesi, sementsverksmiðjunnar á
Akranesi og kísiliðjunnar við Mý-
vatn. Enn má nefna athuganir á
möguleikum virkjunar írafoss í
Sogi og fyrstu Vestfjarðavirkjan-
anna. Með Rögnvaldi Þorlákssyni
verkfræðingi gerði Ögmundur
athuganir á virkjunarmöguleikum
Jökulsár á Fjöllum ásamt frum-
hönnun virkjana við Dettifoss og
Vígabergsfoss, ennfremur rann-
sókn á virkjunarmöguleikum
Þjórsár hjá Búrfelli, ofan Tröll-
konuhlaups.
Á sviði hafnargerðar athugaði
Ögmundur möguleika á að gera
þurrkví í Reykjavík, í Hafnarfirði
og á Patreksfirði og stóð fyrir
hönnun á þurrkví við Vatnagarða í
Reykjavík. Þá er að geta rann-
sóknar á hafnarstæðum fyrir
Reykjavíkurborg og hönnun fyrsta
áfanga Sundahafnar. Undir stjórn
Ögmundar hafði Verkfræðistofa
ABF og með höndum verkfræði-
störf vegna margra bygginga í
Reykjavík, á Selfossi og víðar.
Þegar bygging háhýsa hófst í
Reykjavík um 1956 fékk bæjar-
verkfræðingurinn í Reykjavík Ög-
mund til að leggja á ráðin um,
hvernig staðið skyldi að reikning-
um slíkra húsa gagnvart jarð-
skjálftaálagi og að yfirfara burð-
arþolsreikninga og uppdrætti þar
að lútandi. Þetta mun vera upphaf
þess, sem Ögmundur vann að
íslenskum byggingarstöðlum, en
einkum frá 1969 vann hann mikið
á því sviði á vegum Iðntæknistofn-
unar íslands, aðallega í samstarfi
við dr. Óttar P. Halldórsson.
Ávöxtur þessa starfs eru m.a.
íslenskir staðlar um steinsteypu,
álag á byggingarvirki, jarð-
skjálftaálag og hönnun steyptra
burðarvirkja.
Ögmundur var mjög oft skipað-
ur dómari og matsmaður í tækni-
legum málum og eignarnámsmál-
um og er óhætt að segja, að slík
viðfangsefni hafi tekið drjúgt af
tíma hans, einkum hin síðari árin.
Hann var meðdómari í mörgum
málum í borgardómi Reykjavíkur
og í matsnefnd eignarnámsbóta.
Hann átti m.a. sæti í gerðardómi
um vatnsréttindi við Dynjandi og
Mjólká í Arnarfirði árið 1961.
Eftir að kennslu til fullnaðar-
prófs í byggingarverkfræði var
komið á fót í Háskóla íslands, var
Ögmundur prófdómari í burðar-
þolsfræði.
Störf Ögmundar einkenndust af
mikilli ábyrgðartilfinningu og
vandvirkni. Hann lét hvert verk-
efni verða sér tilefni til öflunar
nýrrar þekkingar. Hann var því
sífellt að kaupa nýjar bækur og
tímarit og lesa sér til og átti að
lokum gott safn fræðirita.
Auk verkfræðinnar átti hann
sér ýmis áhugamál, sem hann
lagði rækt við alla tíð eftir að
hann komst á legg. Náttúrufræði
var eitt af áhugamálum hans,
einkum það sem laut að náttúru
íslands. Á því sviði hlaut hann það
happ á skólaárum sínum að fara
ríðandi með föður sinum í eftir-
litsferð umhverfis landið. Slík ferð
var mikið fyrirtæki á þeim tíma,
þegar ríða þurfti langflestar ár
landsins og vegir voru svo ófull-
komnir, að ekki var einu sinni
bílfært fyrir Hvalfjörð. Er líklegt
að þá hafi færri íslendingar verið
uppi, sem áttu að baki sér slíka
ferð en þeir, sem nú hafa farið
umhverfis jörðina. Þessi ferð
hafði mikil áhrif á Ögmund.
Ögmundur hugsaði og las tals-
vert um sögu og heimspekileg efni
og hafði til þess ærið tilefni. Hann
hafði dvalið í Mið-Evrópu nær
samfleytt frá 1929 til 1945 og á
þeim tíma höfðu orðið þar meiri
tíðindi en á nokkrum öðrum jafn-
löngum. Hvernig gat allt þetta
skeð? Það er mikil lífsreynsla
fyrir þann, sem alist hefur upp við
frjálsræði í hugsun, að komast í
það að búa í einræðisríki og
vandasamt að halda dómgreind
sinni sjálfstæðri. Það hygg ég að
Helga Sigfúsdótt-
ir frá Steins-
stöðum -Minning
Fædd 12. febrúar 1902
Dáin 2. ágúst 1979
Hún unni fegurðinni í öllum
myndum: blómum, ljóðum, söng
og ekki síst í samskiptum manna.
Hún hafði ótrúlega víða og skarpa
yfirsýn yfir þjóðlífið og gat skilið
og umgengist fleiri en títt var.
Hún var afskaplega fórnfús og í
návist hennar leið mönnum vel.
Margir munu sakna hennar.
Fimmtudaginn 9. þ.m. var
Helga Sigfúsdóttir til moldar
borin á Akureyri, en hún lést í
Landsspítalanum í Reykjavík viku
fyrr, 77 ára gömul. Helga átti
ættir að rekja til Svarfaðardals.
Hún fæddist 12. febrúar 1902 á
Krosshóli í Skíðadal. Móðir henn-
ar var Soffía Guðrún Þórðardóttir
frá Hnjúki og Halldóru Jónadótt-
ur Péturssonar frá Holárkoti, en
faðir hennar Sigfús Sigfússon frá
Krosshóli og Herdísar Jónsdóttur,
skagfirskrar ættar. Svo þótti
Svarfdælingum sem Herdís væri
afburðakona í góðvild og skör-
ungsskap.
Helga ólst upp með foreldrum
sínum, fyrst á Krosshóli, þá í
Arnarnesi og síðan frá 1911 að
Steinsstöðum í Öxnadal og allt til
fullorðinsára. Örlögin vistuðu
hana á Völlum í Svarfaðardal
1923—24 og þar kyntist hún verð-
andi lífsförunaut sínum. Oft
minntist hún prestshjónanna á
Völlum, frú Sðlveigar og séra
Stefáns, með virðingu og þakklæti
sem margir fleiri. Sumarið 1924
var hún kaupakona hjá móður-
bróður sínum, Sigurði Þórðarsyni
á Egg í Hegranesi, en þaðan lá
leiðin í hússtjórnardeild Kvenna-
skólans í Reykjavík. Þar lauk hún
prófi og það var hennar eina
reglulega skólaganga, ef sleppt er
barnaskóla.
Eftir nokkra dvöl heima á
Steinsstöðum fór Helga til
Reykjavíkur og var um sinn hjá
þeim ágætu hjónum Ársæli Árna-
syni bókbindara og útgefanda og
Svövu Þorsteinsdóttur, og gat hún
þess oft hve þau hjón hefðu verið
sér góð. Þegar hér var komið, var
hún heitbundin Oddi Jónssyni, er
hún hafði kynnst á Völlum. Oddur
er Svarfdælingur, fæddur á Hofi,
sonur Jóns Stefánssonar og Júlí-
önu Hallgrímsdóttur. Hann var
glæsimenni, greindur vel og at-
orkusamur, skrifaði prýðilega og
röskur til allra verka. Að liðinni
vistinni hjá Ársæli og Svövu kom
Helga aftur á heimaslóðir og
giftust þau Oddur 31. maí 1926.
Settust þau þá að í Höfn á Dalvík,
þar sem Oddur gerðist sjómaður
og skósmiður, en smíðina hafði
hann numið af Hallgrími bróður
sínum. Eftir nokkra dvöl á Dalvík
fluttust þau Helga og Oddur til
Akureyrar, þar sem þau áttu
lengst af heima síðan. Þau bjuggu
þó á Steinsstöðum 1942—46, voru í
Reykjavík 1963 til að auðvelda
tónlistarnám fósturdóttur sinnar
og á Víkurbakka í Árskógshreppi
dvöldust þau fyrir nokkru tvö
sumur og einn vetur án þess þó að
flytja þangað lögheimili sitt.
Oddur Jónsson er kunnur borg-
ari á Akureyri og gengur þar um á
meðal okkar kvikur á fæti og
beinn í baki þrátt fyrir háan
aldur. Kunnastur er hann fyrir
það, hvernig hann með einstæðum
hætti hefur mótmælt í verki,
meðan aðrir fjasa, vitfirringu
dýrtíðar eða verðbólgu. Hann
fylgir henni ekki eftir, er hann
verðleggur vinnu sína vandaða og
þjónustu sem fúslega er í té látin.
Skammt mun vera síðan gjald
fyrir vönduðustu viðgerðir frá
hans hendi næmi þriggja stafa
tölu.
Ung var Helga Sigfúsdóttir væn
kona og vel á sig komin, svipfögur
og hárprúð, svo að til þess var
tekið. Fegurðarsmekks hennar
gæti í snyrtilegum klæðaburði.
Hún nam orgelleik hjá Magnúsi
organista Einarssyni á Akureyri,
og orgelið var hennar hljóðfæri,
en hún framúrskarandi hljómvís
og söngelsk. Þar voru þau Oddur
samvalin sem á fleiri sviðum, því
að hann er raddmaður góður og
mun hafa leikið á strengi. Helga
las alla tíð mikið, fylgdist með
ljóðagerð og skáldsagna og ræddi
oft um þau efni við mig af áhuga.
Hún var námgjörn og fróðleiksfús
til hinsta dags. Sund lærði hún vel
fullorðin, og esperantó var hún að
kynna sér fram í andlátið og hafði
náð á því allgóðum tökum.
Ríkust var hún af kærleika.
Hún var alls staðar bætandi og
hafði svo gott lag á börnum, svo
vandabundnum sem öðrum, að
fágætt er. Hún var mjög fjölhæf,
hagsýn, sparsöm og nýtin, en
jafnframt afskaplega gjöful,
greiðvikin, rausnarleg og um-
hyggjusöm. Meðan hún gat staðið
á fótunum, hlynnti hún að börnum
sem veikindi aðstandenda bönn-
uðu næga aðhlynningu. Hún var
gædd ríkri kímnigáfu, var glað-
lynd, rólynd, léttlynd og hrein-
lynd. Þótt háar öldur risu kring-
um hana, fékk það ekki haggað
jafnlyndi hennar og hófstilltri
framkomu. Henni lét vel öll rækt-
un, kunni lag á blómum og dýrum,
og þó lét henni kannski best að
rækta það sem gott var í sjálfri
henni og öðrum.
Hún hafði unnið að mörgu. Hún
gjörþekkti íslenskt atvinnulíf til
sjávar og sveita af eigin raun,
heyskapur og fiskvinnsla var
henni hvort tveggja jafn tamt.
Afmœlis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast
á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra
daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með
góðu línubili.