Morgunblaðið - 28.09.1979, Síða 1
32 SÍÐUR
212. tbl. 66. árg.
FOSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Cyrus Vance um Kúbudeiluna:
Vemdum hags-
muni okkar
Washington, New York. Moskvu, 27.
september. AP. Reuter.
CYRTJS Vance utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna
sagði í ræðu í dag að
Bandaríkin myndu að
fullu vernda hagsmuni
sína í Rómönsku-Ameríku
í deilunni við Sovétmenn
um rússnesku hersveitirn-
ar á Kúbu. Vance sagði að
vegna rússnesku sveit-
anna væri óttast að Kúbu-
menn kynnu að færa sér í
nyt spennu er ríkti í
heimshlutanum. Ræðu
sína hélt Vance hjá utan-
ríkismálastofnuninni í
New York skömmu áður
en hann átti mikilvægan
fund með Gromyko utan-
ríkisráðherra Rússa um
hersveitirnar á Kúbu.
Sovézka fréttastofan Tass veitt-
ist harðlega að Carter forseta í
dag og sagði „árásir hans á Kúbu
og Sovétríkin að undanförnu
ruddalegar og ástæðulausar".
Carter kallaði í dag saman sjö
sérfræðinga í njósna- og örygg-
ismálum, en þeim er ætlað að
leggja fyrir hann tillögur um
hvernig stjórnvöld skuli haga sér í
samningaumleitunum við Rússa
vegna hersveitanna á Kúbu.
Danska st jórn-
in biðst lausnar
Únsan
á 395
dollara
Lundúnum — Vinarborg — 27. 8ept.
Reuter — AP.
ENN fékkst metverð
fyrir gull á gjaldeyris-
mörkuðum í Evrópu í
dag, og gengi dollarans
lækkaði. Við lok við-
skipta í London fór gull-
únsan á 394,75 dollara,
en verðið var um tíma
395,5 dollarar, eða um
20 dollurum hærra en í
gær. I Ziirich seldist
únsan á 395,5 dollara.
Dollarinn fór í dag í fyrsta
sinn undir 1,75 vestur-þýzk
mörk, og einnig lækkaði hann
mjög gagnvart svissneska
frankanum. Hins vegar breytt-
ist staða hans gagnvart sterl-
ingspundi nánast ekkert, en
gengi þess var 2,2030 dollarar.
Fjármálaráðherrar olíu-
framleiðsluríkja (Opec) komu í
dag saman til fundar í Vínar-
borg til að ræða áhrif lækkun-
ar dollars að undanförnu á
efnahag þeirra.
Kaupmannahöfn, 27. sept. — AP —
Reuter.
ANKER Jörgensen forsæt-
isráðherra tilkynnti í kvöld
að hann bæðist á morgun
lausnar fyrir stjórn sína
þar sem fjögurra daga til-
raunir stjórnarflokkanna
til að koma sér saman um
aðgerðir í efnahagsmálum
hefðu runnið út í sandinn.
Danir eiga við vaxandi
efnahagsörðugleika að
stríða, og sagðist Jörgensen
vilja gefa öðrum tækifæri
til að finna lausn vandans
með því að efna til kosn-
inga. Kunnugir telja að
kosningarnar fari fram 23.
október næstkomandi.
Þessi mynd var tekin er Edward Kennedy kom með
eiginkonu sinni, Joan, og systur sinni, Jean Smith, frá
því að heimsækja móður sína, Rose Kennedy, á
sjúkrahús í Boston í gær. Kennedy sagði að móður
sinni heilsaðist vel, en í gærmorgun var gerð á henni
skurðaðgerð og hluti þarmanna fjarlægður. símamynd ap.
Mlkið herlið Rússa
við landamæri Kína
IVking, 27. september. AP.
KÍNVERJAR segja að 54 sovézkar herdeildir, eða alls
um 570.000 hermenn, séu við landamæri ríkjanna, og
meðan það ástand varir búast þeir ekki við neinum
árangri af viðræðnm er standa fyrir dyrum um bætta
sambúð ríkjanna, að því er talsmaður vestur-þýzkrar
þingmannanefndar, sem stödd er í Kína, skýrði frá í
dag.
áætlað að Sovétmenn séu með um
eina milljón hermanna á landa-
mærunum. Hafi Kínverjar eink-
um miklar áhyggjur af staðsetn-
ingu sovézkra hersveita á landa-
mærum Kína og Mongólíu. Að
öllum líkindum yrði það skilyrði
Kínverja í viðræðum við Sovét-
menn að þeir hyrfu á brott með
þessar sveitir.
Marx fullyrti að Sovétmenn
hefðu ekki flutt hermenn frá
öðrum varðstöðvum vegna liðs-
safnaðarins við landamæri Kína,
heldur væri um aukningu í herafla
þeirra að ræða.
Werner Marx, talsmaður þing-
mannanna, sagði að tiltölulega
skammt væri frá því að Kínverj-
um hefði orðið ljós liðssafnaður
Sovétmanna við landamærin.
„Kínverjar eru þess fullvissir, með
tilliti til þessa, að enginn árangur
verði af yfirstandandi viðræðum í
Moskvu, og hugsanlegum viðræð-
um á næstunni," sagði Marx.
Marx sagði, að ekki væri honum
fyllilega kunnugt hvar sovézku
hersveitirnar væru staðsettar, eða
hvort hér væri um heildarfjölda
sovézkra hermanna á landamær-
unum að ræða. Kínverjar hafa
Rússar að koma upp
herstöð á Kúrileyjum
Moskvusinfónía
fær ekki ferdaleyfi
M(wkvu, 27. scptomber. Reuter. AP.
Menningarmálaráðuneyti Sov-
étríkjanna tilkynrtti í dag, að
hætt hefði verið við fyrirhugaða
hljómleikaferð sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Moskvu til Banda-
rikjanna, en búið var að ganga
frá mánaðarlöngu hljómleika-
ferðalagi hljómsveitarinnar um
Bandarikin, er stæði frá 3. októ-
ber til 4. nóvember næstkomandi.
Talsmaður ráðuneytisins sagði,
að hætt hefði verið við förina
vegna ágreinings við bandarísku
skipuleggjendurna, en áreiðan-
legar heimildir herma að ákvörð-
unin sé tengd nýlegum flótta
fimm leiðandi sovézkra lista-
manna á Vesturlöndum. _ , ,
Pa bar
ekki saman fregnum ráðuneytisins
og stofnunar er fer með hljóm-
leikahald hvers vegna hætt var við
för hljómsveitarinnar.
í hljómsveitinni eru um 110
manns og afgreiddi bandaríska
sendiráðið í Moskvu vegabréfs-
áritanir vegna ferðarinnar sl.
þriðjudag. Embættismaður í
Moskvu sagði að vera kynni að
ferðin yrði farin síðar, en það
þykir með öllu óvíst.
Tókýó — 27. sept. AP — Reuter.
TALSMENN japanska utanrik-
isráðuneytisins sögðu i dag að
Japanir væru að undirbúa mót-
mæli við Sovétstjórnina vegna
byggingar sovézkrar herstöðvar
á einni af Kúril-eyjunum, er
Japanir og Sovétmenn hafa báð-
ir gert tilkall til, en bandariska
leyniþjónustan skýrði frá þvi i
gær að Sovétmenn væru að
koma upp 10—12.000 manna
herliði á eyjunum.
Japönsk hernaðaryfirvöld hafa
staðfest að 2.000 sovézkir her-
menn séu nú þegar komnir til
eyjarinnar Shikotan, og að fram-
kvæmdir við herstöðina stæðu
yfir. Ohira forsætisráðherra Jap-
ans sagði í dag að | ví ;búnaði
Sovétmanna yrði mótmælt á
viðeigandi hátt eftir diplómat-
ískum leiðum, en búizt er við að
.> .j/anir mótmæli liðssafnaði
Rússa formlega þá og þegar.
Kunnugir telja að Japanir líti
ekki á liðssafnaðinn sem ögrun
við landið og að öryggi þess sé
ekki ógnað.
20.000
felldir
BrUssel, 27. september. AP.
BELGÍUDEILD samtakanna
Amnesty International skýrði
frá því í dag, að yfir 20.000
manns hefðu verið felldir í
Guatemala frá 1966. Hefði fólk-
ið verið leitt fyrir sérstaka
„drápsflokka" hins opinbera, er
stofnaðir hefðu verið til að
koma andstæðingum stjórn-
valda fyrir kattarnef.