Morgunblaðið - 28.09.1979, Síða 2

Morgunblaðið - 28.09.1979, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979 Stöðugir fund- ir um fiskverð YFIRNEFND verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur setið á stöðug- um fundum að undanförnu og fjallað um nýtt fiskverð. Voru fundir í gær og stóð fundur enn kl. 23 í gærkvöld og var ekki lokið er Mbl. fór í prentun. Fiskverð á að liggja fyrir eigi síðar en 1. október auk þess sem brýnt er að ákveða verðið þar sem oddamaður nefnd- arinnar, Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar, er á förum utan með Svávari Gestssyni við- skiptaráðherra á fundi. Metfjöldi farþega með DC-10 í ágúst RÚMLEGA 4,6 milljónir farþega flugu með DC-10 breiðþotum í eigu flugfélaga víða um heim í ágúst 1979. Er þetta metfjöldi á einum mánuði — 400 þúsund farþegum fleira en í fyrra met- mánuði, sem var í marz 1979, segir í fréttabréfi Flugleiða og samsvarar þetta því að 150 þús- und farþegar að meðaltali hafi ferðast með DC-10 vélum á degi hverjum. Frá því vélarnar voru teknar í notkun árið 1971 hafa þær flutt alls 233 milljónir farþega, en til eru nú 283 vélar af þessari gerð í eigu 41 flugfélags. Þá kemur fram í fréttabréfi Flugleiða, að félög innan vébanda Bandalags evr- ópskra flugfélaga, m.a. Flugleiðir, hafa gert samkomulag um að fá fyrirtæki í Bandarikjunum til að kanna hvort hugsanlegt sé að krefjast tjónabóta vegna stöðvun- ar á flugi DC-10 vélanna sl. sumar. Sagði Leifur Magnússon hjá Flugleiðum að könnun þessi myndi taka alllangan tíma og vart ljúka fyrr en á næsta vetri. Byggingars j óður: Afgreiðsla málsins bíð- ur fjármálaráðherra „MALIÐ er í biðstöðu. Vegna fjarveru fjármálaráðherra var Svavar utan á tvo fundi SVAVAR Gestsson, viðskiptaráð- herra, er nú á förum til útlanda og mun hann þar sitja tvo fundi, fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem haldinn verður í Belgrad i Júgósiavíu, og síðan ráðgjafa- nefndarfund EFTA í Genf, þar sem Svavar verður í forsæti. Svavar sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að hann myndi aðeins hafa eins dags viðdvöl í Belgrad, þar sem aðalerindið væri að sitja EFTA-fundinn í Genf. Með Svavari fara á fundina nokkr- ir embættismenn. Þess má geta að þessi ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hinn fyrsti, sem haldinn er í landi, þar sem kommúnistar fara með völd. afgreiðslu frestað og mér er tjáð, að hann sé ekki væntan- legur til starfa aftur fyrr en 7. október,“ sagði Magnús H. Magnússon félagsmálaráð- herra, er Mbl. spurði hann eftir ríkisstjórnarfund í gær, hvað liði afgreiðslu á tillögum hans varðandi útvegun f jár til byggingarsjóðs. Magnús sagði, að féð ætti að öðru jöfnu ekki að koma til útborgunar fyrr en í desember. „En það er bagalegast með þá óvissu, sem hlýtur að ríkja meðan ekki er tekin ákvörðun í málinu," sagði Magnús. „Óvissan hlýtur að koma illa við þá sem eru að byggja og hún hlýtur líka að hafa áhrif á afstöðu lánastofnana." Jónas alþingismaður stjórnar þjóðkór hernámsandstæðinga: „Fyrr var oft í koti kátt“. Sumir hrópuðu IslandúrNato - hermn burt, en aðrirlsland íNato - kommar burt Herstöðvaandstæðingar funduðu í gærkvöldi fyrir fram- an lokuð hlið á Keflavíkur- flugvelli. Um það bil 300 manns voru samankomnir fyrir utan aðalhlið vallarins, en mikill hluti mannfjöldans voru for- vitnir áhorfendur úr Keflavík og af höfuðborgarsvæðinu. Herstöðvaandstæðingar höfðu nokkurn viðbúnað, m.a. kom á staðinn sendiferðabifreið hlaðin kröfuspjöldum og kyndlum. Fundarhöldin fóru friðsamlega fram og kyrjuðu menn baráttu- söngva og í bland ættjarðarlög á milli þess sem þeir vitnuðu um afstöðu sína til Nato og veru varnarliðsins hér. í lok fundarins hélt mestur hluti áhorfenda á brott en um 50—100 manns tókst að brjótast í gegnum vírgirðinguna. Nokk- urt lið lögreglu kom þá á stað- inn, en lögreglan hafði kallað til aðstoðarlið úr Reykjavík, sem beið átekta inni á vellinum. Lögreglumennirnir tóku mjög vægt á „innrásinni", en röðuðu sér í hálfhring á veginum. Inn- rásarliðið settist á veginn innan við hliðið og söng þar undir stjórn Jónasar Árnasonar alþm. Fyrsta lagið sem þeir sungu var „Fyrr var oft í koti kátt“ og mátti heyra af viðbrögðum áhorfenda, að mörgum þótti fyndið að heyra hópinn syngja sem einn maður „heim í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir". Tveir ungir piltar úr hópi herstöðvaandstæðinganna kom- ust inn fyrir girðinguna á meðan á fundinum stóð. Sátu þeir innan við girðinguna, en hópur ungra pilta úr Keflavík sendi þeim háðsglósur. Gengu þeir síðar upp á völl þar sem lögreglan tók við þeim, en skilaði aftur í lok fundarhalda. Sem dæmi um, hversu margir komu í öðrum tilgangi en að mótmæla veru íslands í Nato má geta þess, að oft mátti heyra sungið „Island í Nato — kommar burt“, þegar herstöðvaandstæðingar hófu upp raust sína og sungu „ísland úr Nato — herinn burt“. Hernámsandstæðingar brjótast inn gegnum girðingarnetin. r Ragnar Júhusson útgerðarráósmaður BUR: Samningurinn var ekki borinn undir atkvædi — L ágm ark að f orm aðurinn f ari rétt með gang mála á fundum útgerðarráðs „ÞAÐ ER lágmarkskrafa að formaður útgerðarráðs BÚR fari rétt með það, sem gerist á útgerðarráðsfundum, þegar hann skýrir frá þeim í fjölmiðlum,“ sagði Ragnar Júliusson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í útgerðarráðinu. „Björgvin segir bæði í viðtali við Morgunblaðið í gær og Þjóðviljann að smiðasamningurinn fyrir Stálvikurtogarann hafi á fundinum í gær verið samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum. Hið rétta er að hann var aldrei borinn upp.“ Ragnar Júlíusson sagði, að aðeins hefði verið borið upp og samþykkt erindi bréfs Fisk- veiðasjóðs, sem dagsett hefði verið 25. september. Þegar til tals kom að bera undir atkvæði bréf Fiskveiðasjóðs kvaðst Ragnar hafa mótmælt því og lýst þeirri skoðun sinni að það væri ónauðsynlegt, þar sem tog- arasmíðin við Stálvík hefði verið samþykkt 29. janúar síðastliðinn og bréfið afleiðingu hans. Samn- ingurinn var því aldrei borinn upp á útgerðarráðsfundi BÚR í gær, — sagði Ragnar Júlíusson. Þá lýsti Ragnar Júlíusson furðu sinni á þeim ummælum Björgvins Guðmundssonar í Morgunblaðinu, að hann myndi ekki, hvort umburðarbréf LÍÚ hefði verið tekið fyrir á útgerð- arráðsfundi. Það hefði aldrei verið gert, þrátt fyrir að bréfið væri mikið innlegg í mál, sem varðaði 4ra til 5 milljarða króna fjárfestingu fyrir Reykjavíkur- borg. Um það atriði í máii Björgvins að frá umburðarbréf- inu hefði verið skýrt í blöðum — sagði Ragnar, að það afsakaði ekki framferði formannsins, út- gerðarráðsmenn ættu að fá upp- lýsingar frá stjórnendum fyrir- tækisins um mál er vörðuðu hag þess, en ættu ekki að þurfa að lesa um þau í fjölmiðlum. Hverfandi truflun af æfingum Nató UM ÞESSAR mundir standa yfir æfingar á vegum Nato austur af | íslandi og á svæðinu milli Fær- eyja og Noregs og þar sem æfingar þessar snerta íslenzkt flugstjórnarsvæði hafa átt sér stað viðræður milli fulltrúa Nato og íslenzkra flugmálayfirvalda. Guðmundur Matthíasson deild- arstjóra hjá flugmálastjóra sagði í samtali við Mbl. að Nato hefði jafnan samband við íslenzk flug- yfirvöld þegar að þessum æfingum kæmi þar sem þær næðu inn' á flugstjórnarsvæðið og sagðist hann í viðræðum við fulltrúa Nato i hafa reynt að gæta hagsmuna innlendra flugsamgangna og væri svo um hnútana búið að þessar æfingar trufluðu ekki íslenzka flugumferð. Hugsanlegt væri að þær gætu haft áhrif á blindflug til Norð- fjarðar, en það væri hverfandi og ætti ekki við þá daga sem áætlun- arferðir eru þangað. Sagði Guð- mundur að frétt Þjóðviljans í gær, þar sem haldið er frám að æf- ingarnar trufli mjög íslenzka flug- umferð, væri ekki rétt og rang- hermt væri þar að bandaríska herstjórnin á íslandi gæfi út tilskipanir um þessi mál, þau væru ákveðin á sameiginlegum fundum, svo sem áður kemur fram. --------------- Eggjaverðið var heildsöluverð RANGHERMT var í blaðinu í gær að hvert kíló af eggjum hækkaði í smásölu úr 1090 í 1300 krónur. Þarna var átt við heildsöluverð og kostar því hvert kíló af eggjum í heildsölu samkvæmt verðskráningu Sambands eggjaframleiðenda nú 1300 krónur. Ekkert fast smásöluverð er á eggjum en kaupmönnum er heimilt að leggja allt að 31% ofan á heildsöluverðið. Síldveidin UM 1200 tunnur síldar bárust á land í Höfn í Hornafirði í gær og er það mun minni afli en í fyrradag þegar veiddust um 5.400 tunnur. Hæsti báturinn var með kringum 200 tunnur, en margir með um 50 tunnur. Saltað var allan daginn enda hafði ekki verið lokið við aflann frá deginum áður og var einnig fryst nokkuð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.