Morgunblaðið - 28.09.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979
3
Skattlegri rannsókn skipakaupanna frá Noregi lokið:
Baksamningar að upp-
hæð 635 milliónir kr.
SAMKVÆMT niðurstöðum rannsóknar embættis skattrannsókna-
stjóra á skipakaupum frá Noregi fengust upplýsingar um baksamn-
inga að upphæð 8,3 milljónir norskra króna eða sem svarar til 635
milljóna islenzkra króna. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar
ná þessir baksamningar til 27 skipa af þeim 47 sem keypt voru til
landsins á árabilinu 1971 — 1976.
Garðar Valdimarsson skatt-
rannsóknastjóri sagði í samtali
við Morgunblaðið, að kannað hefði
verið, hvort kaupendur hefðu gefið
upp hærra verð en það raunveru-
lega var. Svo reyndist vera og var
það gert þannig, að gerður var
baksamningur samtímis kaup-
samningi. Baksamningurinn var
þá þess efnis, að hluti kaupverðs-
ins skyldi renna til baka til
kaupenda og honum varið til
kaupa á ýmsum aukabúnaði til
skipsins, til greiðslu fjármagns-
kostnaðar og annars í þágu út-
gerðarinnar.
Ennfremur var um að ræða
ýmsar aðrar endurgreiðslur eða
afslætti. Rannsókn skattrann-
sóknastjóra beindist að því að
kanna, hvort þessar greiðslur
hefðu í raun gengið til skipsins og
útgerðarinnar, eða þá til forsvars-
manna kaupenda til persónulegra
nota.
Að sögn Garðars gáfu kaup
ellefu þeirra tuttugu og níu skipa
sem um ræðir tilefni til afskipta
skattyfirvalda. Kaup á 15 skipum
gáfu tilefni til að boða breytingar
á framtölum kaupenda eða for-
Alfreð Jónsson oddviti i Grímsey afhenti í gærmorgun Gunnari
Guðmundssyni hafnarstjóra i Reykjavik og formanni Hafnasam-
bandsins veglegan fundarhamar frá nyrstu höfn landsins, en í
Reykjavík er nú haldinn aðalfundur Hafnasambandsins. Hamar-
inn er gefinn i tilefni af 10 ára afmæli sambandsins. Á myndinni
er Alfreð (t.v.) að afhenda Gunnari hamarinn. — Ljósm.: ól.K.M.
Hitaveita Akureyrar:
Bilun í dælubúnaði
frestar tengingum
FRESTA hefur orðið tengingum
hjá Hitaveitu Akureyrar fyrst
um sinn, og stafar þessi seinkun
af bilun i dælubúnaði einnar
holunnar þegar sandur komst i
Flugleidir:
Önnur Boeing-
þotan væntan-
lega leigð
til Guatemala
NÝLEGA var undirritaður samning-
ur milli Flugleiða og flugfélagsins
Aviateca í Guatemala um leigu á
Boeing 727 þotu til flugs frá Guate-
mala City til ýmissa borga í Suður-
Ameríku og Bandaríkjunum. Sam-
kvæmt þessum samningi, sem undir-
ritaður var með fyrirvara um ákveð-
in leyfi, munu íslenskar flugáhafnir
og íslenskir flugvirkjar fylgja þot-
unni suðureftir. Þotan verður stað-
sett í Guatemala City, og flýgur
þaðan til Miami, Mexico City og
væntanlega til New Orleans. Enn-
fremur til ýmissa staða í Suður-
Ameríku. Leigutíminn er frá 1.
nóvember n.k. til 31. janúar 1980.
hana og nýjar holur, sem boraðar
hafa verið i sumar, hafa ekki
gefið viðbótarvatn ennþá.
Samkvæmt upplýsingum Gunn-
ars Sverrissonar hitaveitustjóra
er beðið eftir nýrri dælu til
landsins svo og fóðurrörum og
verður hægt að hefja tengingar að
nýju í október eða byrjun nóvem-
ber þegar útbúnaðurinn er kominn
til landsins. Gunnar sagði að
vatnsnotkunin hefði verið mikil að
undanförnu og slæm tíð hefði
einnig tafið framkvæmdir og væri
vissulega slæmt að þurfa að draga
þær fram á vetur. Sagði hann
hugsanlegt að semja yrði við
neytendur um að halda gömlum
kynditækjum sínum í lagi ef grípa
þyrfti til þeirra.
— Ég vil leggja áherzlu á að
menn nýti heita vatnið vel, sagði
Gunnar, en alltof mikil brögð hafa
verið að því, sérstaklega í fjölbýl-
ishúsum, að vatnið fari of heitt út.
Höfum við skrifað neytendum og
bent þeim á að fá pípulagninga-
menn til að yfirfara kerfi sín til
þess að nýta megi vatnið sem bezt,
en samkvæmt reglugerð á frá-
rennslisvatn að vera innan við 45
gráða heitt.
svarsmanna þeirra. Eitt mál var
sent beint til ríkissaksóknara. Tvö
hafa þegar farið fyrir dómstóla og
hefur þegar verið dæmt í öðru
þeirra, svonefndu Grjótjötuns-
máli.
Meginhluti fjárins sem um ræð-
ir skiptist á 18 skip. Að sögn
Garðars má segja almennt, að
meginhlutinn hafi runnið til skips
og útgerðar og myndað lögmætan
skattstofn. Talsverðar fjárhæðir
runnu þó til persónulegra nota
kaupenda eða forsvarsmanna
þeirra.
Málinu er ekki lokið þótt skatt-
rannsóknastjóri hafi lokið rann-
sókninni á hinni skattalegu hlið
málsins, 'eftir er að taka fyrir þá
þætti, er snúa að öðrum aðilum.
Ljóst er að kaupendur skipa sem
gáfu upp of hátt kaupverð hafa
fengið meiri gjaldeyrisyfirfærslu
en þeim bar og hærri lán.
Émbætti skattrannsóknastjóra
hefur sent Seðlabankanum til-
kynningu um kaup á 22 skipum,
sem gjaldeyriseftirlitið vinnur nú
við rannsókn á.
Garðar vildi að lokum taka
fram, að þessi rannsókn hefði
verið unnin í mjög góðri samvinnu
við gjaldeyriseftirlit Seðlabank-
ans sem byrjaði á rannsókn máls-
ins. Hann sagði að möguleikar á
samvinnu þessara tveggja aðila
hefðu stóraukist með lagabreyt-
ingu 1977 og vænti hann sér mikils
af henni.
Umferðar-
slys á
Selfossi
ÁTTA ára stúlka slasaðist
í fyrradag er hún varð
fyrir bíl á Selfossi. Var
hún á hjóli og fór út af
gangstétt framhjá kyrr-
stæðum bíl út á götuna er
hún varð fyrir bíl. Hlaut
hún meiðsl á höfði og opið
beinbrot á fæti. Eftir að-
gerð á Selfossi var hún
síðan flutt til Reykja-
víkur.
Nú taka
FLUGLEIDIR
Lækjargötu 2 og Hótel Esju Sími 27800
URVALI Samvinnuferdir I ú’
v/Austurvöll
Sími26900
Landsýn hf.
Austurstræti 12 Sími 27077
Austurstræti 17
Sími 26611