Morgunblaðið - 28.09.1979, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979
7
Stjórnarsam-
starf á
yztu nöf
Tíunda nœsta mánaöar
kemur Alþingi íslendinga
saman og er almennt
gert ráð fyrir spennu-
þrungnum annatíma,
a.m.k. fyrstu vikurnar.
Fróölegt er að glugga í
hugsanagang þingmanna
Alþýðuflokksins, sem nú
bíða í startstöðu til „að
leika" stjórnarandstsað-
inga innan stjórnarsam-
starfsinsl
Jóhanna Sigurðardóttir
alþingismaður segir m.a.
í nýlegri blaðagrein: „Al-
þýðuflokkurinn getur
ekki haldið áfram að
samþykkja óraunhæfar
aðgerðir í efnahagsmál-
um, þvert gegn vilja
sfnum...“ Ennfremur:
„Það er Ijóst að ef Al-
þýðuflokkurinn getur
ekki knúið fram stefnu-
breytingu í efnahagsmál-
um nú á næstu vikum, þá
á hann ekkert erindi í
þessari ríkisstjórn leng-
ur.“
Ekki verður annaö lesið
út úr þessum línum en að
aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar hafi verið og séu, að
dómi Jóhönnu, óraun-
hæfar, og Alþýðuflokkur-
inn eigi, að óbreyttri
stjórnarstefnu, að flýja
hið sökkvandi skip.
Aöild Alþýöu-
, flokksins
meö „öllu
óverjandi"
Dr. Bjarni Guðnason,
prófessor og varaþing-
maður Alþýðuflokks,
segir m.a., samkvæmt
leiöara Alþýðublaösins í
gær: „Alþýðubandalagið
virðist ekki hafa pólitískt
þrek til að takast á viö
veröbólguna að neinu
gagni. Sá flokkur stundar
látlaus yfirboð og metur
mest stundarhagsmuni
og atkvæðaveiðar...
leyni ég því ekki að ég tel
aöild Alþýðuflokksins að
þessari ríkisstjórn með
öllu óverjandi að
óbreyttu vinnulagi og
stefnuleysi í efnahags-
málum. Alþýðuflokkurinn
var ekki kosinn til aö efla
verðbólguna og ýta undir
ójöfnuð í þjóðtélaginu."
Ekki verður annað lesið
úr þessum orðum vara-
þingmannsins en að
stjórnarstefnan hafi „ýtt
undir verðbólgu og ójöfn-
uð í þjóðfélaginu". Hvers
vegna situr þá Alþýðu-
flokkurinn undir aðiid og
ábyrgð að slíkri stefnu?
„Þá veröur
hún skammlíf“
segir þing-
flokks-
maöurinn
Og loks tilvitnun í Sig-
hvat Björgvinsson, for-
mann þingflokks krat-
anna: „Alþýðubandalagið
virðist hins vegar hvorki
hafa lært nokkuö né
gleymt nokkru á þessu
eina ári... Ég tel að engin
þjóð, þoli lengi ríkis-
stjórn, sem er ábyrg fyrir
50—60% verðbólgu. Ef
slíkri ríkisstjórn tekst
ekki að vinna bug á slíkri
verðbólgu, þá verður hún
skammlíf, hvaða flokkar
sem í hlut eiga.“
Alþýðuflokkurinn er
sýnilega að undirbúa eitt
af upphlaupum þeim,
sem hann sviðsetti á síð-
asta þingi, þar sem háv-
aði og handapat voru
aðaleinkennin, en öll
enduðu í skotti milli ffta,
áframhaldandi stjórnar-
aðild og stjórnarábyrgð
flokksins. Það gagnar Al-
þýðuflokknum skammt
aö gagnrýna ALLT, sem
stjórnin gerir, en axla um
leið ábyrgð á öllum
stjórnargjörðum, með að-
ild sinni aö henni. Það
dugar honum heldur
ekki, að predika eitt en
framkvæma síðan annað,
í samvinnu við kommún-
ista og framsókn. Flokk-
urinn verður dæmdur af
gjöröum sínum — ekki
orðum. Starfsmottó
flokksins í þessari ríkis-
stjórn virðist hafa verið:
Það góða, sem ég vil, þaö
gjöri ég ekki; það illa,
sem ég ekki vil, það gjöri
ég. Slíkur hringlanda-
háttur eflir ekki siðgæðið
í pólitíkinni.
Siöasti
innritunardagur
Innritun er á þessum stööum:
Reykjavík:
Ingólfscafé laugardag 13—16.
Breiðholt:
Kjöt og fisk laugardag 10—14,
Mosfellssveit:
Hlégarður laugardag 13—16.
Hafnarfjörður:
Sjálfstæðishúsið sunnudag 13
Innritunarsímar
84750, kl. 10—7
53158 kl. 13—1
66469 kl. 13—1
Komið og prófið nýjustu disco-djass dansana
Sértimar
fyrir
dömur
20 ára
og eldri
í Beat og
Disco-
dönsum.
Beo er
betra.
Gæði
sem allir
þekkja
Bang&Olufsen
Beomaster 1500
I\yi Dansskohnn
Reykjavík — Hafnarfjörður
Innritun í alla flokka stendur
yfir í síma 52996
milli kl. 1 og 7.
Börn — unglingar
— fullorðnir.
Spor í rétta útt
O
I r.LAÍiAR
HIA
NATIONAI
Hinn heimsfrægi
Wrangler sportfatnaöur
nú fyrirliggjandi
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Þl' AIGLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR
Þl' Al'GLÝSIR I MORGl'NBLAÐINU
Heildsölubirgöir:
Björn Pétursson & Co. h.f.,
Fosshálsi 27, sími 85055.