Morgunblaðið - 28.09.1979, Page 11

Morgunblaðið - 28.09.1979, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979 11 Athugasemdir vid grein Richards B jörgvins- sonar um ósiðsamleg vinnubrögd bæ jarf ulltrúa í Kópavogi í grein sem Richard Björg- vinsson ritaði í Morgunblaðið 27. sept. s.I. tekur hann til meðferð- ar launagreiðslur Kópavogs- kaupstaðar til mín. Þykir mér rétt að bæta því við sem Richard lét kjurt liggja. Bæjarstjórnarlaun Það vekur furðu mína að Richard Björgvinsson bæjar- ráðsmaður í Kópavogi skuli ekki hafa fyrir því í annars ágætri grein að kynna sér staðreyndir þessa máls, sem snýst um það hvort ég hafi vélað fé út úr Kópavogskaupstað af ásettu ráði, með því að þiggja bæjar- stjórnarlaun án þess að hafa setið fundi. Hið rétta er að ég reyndi hvað eftir annað að fá þessar greiðsl- ur stöðvaðar, bæði hjá fyrrver- andi bæjarritara svo og hjá þeim sem nú hefur tekið við störfum. Þegar svo málið var til lykta leitt kom í ljós að enn ein greiðsla hafði verið bókfærð á mig og dregin frá ógreiddum útsvörum. — Allan þann tíma sem mér voru greidd þessi laun sagði mér bæjarritari, sem hefur með þessi mál að gera, að mér bæri að taka þau. Það eru að sjálfsögðu mín mistök að sýna þarna ekki fyllstu hörku við að fá launagreiðslur þessar stöð- vaðar. Við lyktir málsins end- urgreiddi ég að sjálfsögðu bæj- arsjóði féð sem nam þá orðið 187 þús. kr. Vil ég biðja velvirðingar á því að hafa orðið á þessi mistök, og þakka Richard Björgvinssyni fyrir að taka mál- ið upp, þótt að sjálfsögðu hefði mátt tina til fleiri dæmi um afglöp af þessu tagi hjá Kópa- Ásmundur Ásmundsson. vogskaupstað, bæði gömul og ný. Starfsmat Síðar í grein sinni víkur Rich- ard að því að samningur, sem bæjarráð fól bæjarritara að gera við mig vegna vinnu við starfs- mat, hafi verið óeðlilegur. Hvað sem því svo líður þykir mér það heldur seint í rassinn gripið af hálfu Richards að kvarta yfir því nú. Hefði hann betur fylgst með og gert sínar athugasemdir strax. Fyrir mér horfði málið þannig við að þar sem um töluvert mikla vinnu var að ræða, sem átti að fara fram á venjulegum vinnu- tíma þá taldi ég ekki óeðlilegt að fara fram á að fá greitt fyrir hana það sama og ég annars fæ fyrir mín störf sem verkfræðing- ur. Var mér sama hvort formið yrði á því haft, að ég þægi laun og Kópavogskaupstaður bæri af því allan kostnað, eða þá að um útselda vinnu væri að ræða þar sem allur kostnaður atvinnurek- andans félli á mig. Bæjarritari taldi síðari kostinn „eðlilegastan og einfaldastan". Síðar var fall- ist á 6000 kr/klst sem útselda vinnu og er það töluvert undir gildandi töxtum, enda tekið tillit til aðstæðna. Richard telur nú að réttara hefði verið að semja um laun en ekki útselda vinnu, og að þau laun hefðu átt að vera 3450 kr/klst í upphafi. Þessi afstaða hefði betur komið fram strax í upphafi enda skynsamleg og hefði hentað mér hreint ágæt- lega. 27. 09. ’79 Með þökk fyrir birtinguna. Ásmundur Ásmundsson. / A annað hundr- að félagsmenn í „Fimum fótum,, Stofnað var í Reykjavík sl. vor félag er hlaut nafnið „Fim- ir fætur“ og er tilgangur þess að efla áhugamennsku um dansmennt. Stendur félagið fyrir dansæfingum þar sem einkum eru iðkaðir gömlu dansarnir svo og samkvæmisdansar. Félagar hafa einir aðgang gegn framvísun félagsskírteinis, en þeim sem áhuga hafa á dans- mennt og fella sig að lögum félagsins er heimil innganga. Varð félagið til vegna takmarkaðs framboðs á viðunandi aðstöðu til dansiðkunar. „Fimir fætur“ héldu fyrir skömmu aðalfund sinn þar sem rædd voru félagsmálin og kjörin ný stjórn, sem skipa: Guð- mundur Guðjónsson oddviti, Sig- rún Jónatansdóttir tónlistarvelj- ari, Sigrún Marinósdóttir ritari, Magnús Ásgeirsson fjárhaldsmað- ur, Kristín Jónsdóttir, Einar Einarsson og Ásmundur Leifsson, Hreggviður Jónsson og Birgir Strandberg voru kjörnir endur- skoðendur. Félagsmenn eru hátt á annað hundrað og eru æfingar um það bil mánaðariega. Heyskorturinn á Norð-Austurlandi: Fóðureiningin 240 krónur eftir flutn- ing frá Suðurlandi Fódurbætirinn kostar 125 krónur BÚNAÐARFÉLAG íslands, sem fer með yfirstjórn forðagæzlunnar í landinu hefur nú sent öllum oddvitum á þeim svæðum landsins þar sem heyskap er lokið ósk um að þeir geri forðagæzlunni grein fyrir heyfeng í sveitum sínum fyrir 7. október n.k. Nær þessi athugun til Suðurlands, Vesturlands og Vestfjarða og að sögn Gísla Kristjánssonar, sem hefur yfirumsjón með forðagæzlunni hjá Búnaðarfélaginu, er með þessu verið að kanna hversu mikill heyfengur er á einstökum bæjum á þessu svæði og hvort unnt sé að fá þar hey til að flytja á svæði, þar sem heyfengur er ekki nægur. Sjálfur sagðist Gísli ekki hafa trú á því að mikið hey fengist á Suðurlandi nema hvað vitað væri að heyfengur bænda í Skaftafells- sýslum væri góður. Annað væri og að þótt eitthvað hey fengist yrði hver fóðureining í því orðin óheyrilega dýr, þegar búið væri að flytja heyið frá Suðurlandi til Norð-Austurlands. Nefndi Gísli að ef heykílóið fengist á 70 krónur kostaði hver fóðureining 140 kr. og að viðbættum flutningskostnaði, sem vart yrði undir 100 krónum á fóðureiningu, væri fóðureining í heyinu komin upp í 240 kr. Erlend- ar fóðurblöndur fengjust hins vegar á 125 kr. fóðureiningin. Tonnið af graskögglunum er nú að sögn Gísla selt á 115 þúsund við verksmiðjuvegg en gert er ráð fyrir að það hækki á næstunni. Hvað sem þessu liði sagði Gísli að hjá þeim bændum, sem ekki hefðu náð inn tuggu eða sáralitlu, væri ekki um annað að ræða en farga bústofninum eða kaupa að hey, því að sauðfé og kýr þyrftu ákveðið lágmarksheyfóður til að jórtra ættu þær að lifa. Sagðist Gísli ekki vilja ráðleggja bændum að gefa sauðfé undir % af venju- legu heyfóðri þeirra eða að lág- marki 0,4 fóðureiningar á dag. Kýrnar þyrftu að fá sitt viðhalds- fóður til að jórtra eða 4 fóðurein- ingar á dag. Nýr söngstjóri Kvennakórs Suðumesja KVENNAKÓR Suðurnesja er að hefja vetrarstarfið. Herbert H. Ágústsson, sem stjórnað hefur kórnum frá upphafi, lætur nú af stjórn hans og við tekur Gróa Hreinsdóttir. Gróa er borinn og barnfæddur Njarðvíkingur. Hún lauk prófi í kórstjórn við Tónlistarskólann í Reykjavík í vor. í frétt frá kórnum segir að ætlunin sé að ráða einnig reyndan raddþjálfara. Á dagskrá kórsins eru m.a. tónleikar fyrir styrktarfélaga og í undirbúningi er söngför næsta ár. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SIMINN ER: 22480 Opið til kl. 7 í kvöld og hádegis P0 á morgun " Austurstræti 22. Sími frá skiptiborði 85055. *Sjl i|5ii

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.