Morgunblaðið - 28.09.1979, Síða 25

Morgunblaðið - 28.09.1979, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979 25 Fyrsta utanlegsbarnið ársgamalt + ÞAÐ muna sjálfsagt margir minnugir lesendur Morgunblaðsins eftir þessari litlu stúlku á myndinni úr Mbl. 3. okt. 1978. Síðastliðinn þriðjudag, 25. september, er eitt ár liðið síðan þessi litla stúlka, Angelina Rose að nafni fæddist, fyrst allra barna lifandi utan móðurlífs. Það kraftaverk gerðist á sjúkrahúsi í einni af stærstu borgum Bandaríkjanna, Chicago. Móðir Angelinu Rose, Catherine Donnatello, fór að finna fyrir tilvist dóttur sinnar í miðjum september 1978, tveim vikum fyrir fæðingu hennar og fór þegar til læknis síns, Warrens Pearce, og kvartaði undan verkjum í maganum en ætlaði varla að trúa því að Guð hefði orðið við ósk hennar um að hún gæti átt barn. Warrens Pearce hefur oft hjálpað Catherine Donnatello til að draumur hennar um að eignast barn gæti orðið að veruleika. En Warrens Pearce reyndi sitt besta til að svo gæti orðið fyrir Catherine í desembermánuði 1977. En sú hjálp hans mistókst. Hann sagði Catherine frá því, að hún gæti því miður ekki eignast barn. Við þá fregn grét hún sáran. En kraftaverkið gerðist mörgum mánuðum síðar, 25. september 1978, er Catherine fæddi lifandi meybarn sem læknir hennar tók á móti sjálfur. Angelina Rose hefur líka stækkað og stálpast eins og hin fræga kynsystir hennar Louise Joy Brown. fclk f fréttum Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæöa- greiöslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um kjör á fulltrúa á 12. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna. Kjörnir veröa 54 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn fyrir kl. 12, mánudag- inn 1. október næst komandi. Kjörstjórnin Versliöisérverslun meó , j UTASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI *£*£&*>; 29800 ' BUÐIN Skipholti19 Gefum litlum fótum nægilegt rými Tærnar þurfa frelsi, jafnt á breidd og lengd. Sólinn má vera með sterkri il, hælkappi með rétt lag þannig að skórinn sitji rétt á fæti. Þessir vönduðu ítölsku kuldaskór hafa þessa kosti. Tegund. 202 889 308 840 Já hver er húri? ? ? + HVER er hún þessi glæsilega kona hér til hægri á myndinni, spurði einn í tæknideild Mbl. er við komum með þessa mynd hér í dálkana í dag. — Já, hver er hún og hver er hin konan? Vissulega fellur hún í skugga hinnar glæsilegu konu. — Glæsilega konan er forsetafrúin í Egyptalandi, frú Jihan Sadat. Hún er hér að ræða við kvikmyndaleikkonuna Elizabeth Taylor, sem var í Kairo fyrir skömmu á kvikmyndahátíð. Síðasta myndin sem hún hefur leikið í „Night Watch“, var meðal mynda sem sýnd var á hátíðinni. — Þá gerðist það í þessari för, að leikkonunni var leyft að sigla á sjálfri Níl, en fyrir 17 árum var Elízabeth bannlýst í Egyptalandi, vegna leiks síns í myndinni „Kleógatra", vegna stuðnings hennar (Betu) við málstað Gyðinga. En vegna batnandi sambúðar Egypta og ísraelsmanna nú, er þetta allt liðin tíð. — Og í Kairo rigndi blómum yfir hina frægu kvikmyndaleikkonu er hún kom þangað. LITIR brúnt rautt og natur Stæröir 22—29 VERÐ 15.545,- 14.790,- Póstsendum S.18519 Barónstíg 18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.