Morgunblaðið - 28.09.1979, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979
MORöJNí-
KAfp/nu
Hættu þessu — er ekki nóg að
allt sé hér á floti?
%,55
Allt i lagi — það er bara
kviknað i skattstofunni!
Þetta heitir mislingar?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Þrautseigjan þrautir finnur all-
ar, segir máltækið og á það
nokkuð vei við í spilinu að neðan.
En eins og gengur þurfti fleira að
vera meðferðis.
Austur gaf, norður-suður á
hættu.
Vestur
S. 752
H. 96
T. 853
L. G9764
Norður
S. GIO
H.1074
T. KDG64
L. ÁK5
Austur
S. ÁD
H. ÁKG853
T. 82
L. 1083
COSPER
Ríkisútvarpið—
Róttæklingagöngur
Enn hefur boðskapur minni-
hlutahópa úr sálufélagsskap rót-
tæklinga, hernámsandstæðinga,
gegn-her-í-landi-sinna með meiru
verið birtur öllum lýðnum. —
Stofnað skal til enn einnar rót-
tæklingagöngu, undir blóðrauðum
sovétfánum Gulag-skipulagsins,
og skal uppákoman framkvæmd
næstkomandi laugardag þann 29.
september.
Er nú lægra ris á fyrirtækinu
en oft áður, og brauðfótaliðinu nú
aðeins ætlað að trítla frá Hvaleyri
við Hafnarfjörð, og þannig vonazt
eftir að hetjurnar dragi alla leið á
Lækjartorg í Reykjavík, án þess
að grípa þurfi til rútubílaflutn-
inga, sem hefur þótt nokkur galli á
undanförnum gegn-her-í-landi—
göngum!
Að vanda hefur fjaðrafok út-
breiðslu-áróðurs upp hafizt, eink-
um í aðalmálgagni róttæklinga,
Þjóðviljanum, og ennfremur í
formi dreifisnepla, linnulausra
símhringinga o.s.frv.
En eins og stundum áður er
tilefni þessarar orðsendingar til
þín, Velvakandi góður, að vekja
aftur athygli á hefðbundnum og
áberandi staðreyndum undanfar-
andi ára, varðandi afskipti fjöl-
miðla af róttæklingagöngum á
göngudögunum sjálfum, og hefur
áður verið bent á neðangreindar
staðreyndir sem væntanlega er
ekki vanþörf á að endurtaka nú.
Ef að vanda lætur munu fjöl-
miðlar almennt telja fyrirtækið
tæpast þess virði að á það sé
minnst, á göngudegi sem endra-
nær, nema tveir fjölmiðlar það er
að segja fyrsta aðalmálgagn rót-
tæklinga, Þjóðviljinn, og annað
aðalmálgagn róttæklinga, ríkisút-
varpið (hljóðvarp). Ef að vanda
lætur mun áróðurslið Þjóðviljans
nú sem fyrr að sjálfsögðu sjá um
að Þjóðviljinn verði að mestu
helgaður gegn-her-í-landi-trítlinu.
— Ef að vanda lætur mun svo
jafnframt róttæklingadeild ríkis-
útvarpsins (hljóðvarps) hafa um
skeið setið með sveittan skallann,
og ígrundað hvernig helzt mætti
halda uppi fyrri iðju um misnotk-
un þessarar stofnunar allra lands-
manna í þágu fagnaðarerindis
framangreinds minnihlutahóps
gegn-her-í-landi-þrammara. —
Skal á það minnst að það var fyrir
aðeins þremur árum að nákvæm
athugun var gerð á umfangi mis-
notkunar róttæklingadeildar rík-
isútvarpsins á stofnuninni í þágu
gegn-her-í-landi-liðsins, á rót-
tæklinga-göngudegi, — og leiddi
sú athugun í ljós að útvarpið hafði
þann dag verið notað í þessu skyni
Suður
S. K98643
H. D2
T. Á109
L. D2
Yfir opnun austurs á einu
hjarta sagði suður einn spaða og
varð hann síðan sagnhafi í fjórum
spöðum.
Með sitt samsafn smáspila var
ekki við því að búast, að vestur
tæki afgerandi þátt í spilinu en
hann tók því með þolinmæði og
spilaði út hjartaníu. Austur tók
með kóngnum, síðan ásinn og
spilaði þriðja hjartanu. Eðlilega
trompaði suður með áttunni og
vestur lét tígul.
Spilið var í eðli sínu afskaplega
einfalt. Frá sjónarhorni sagnhafa
snerist það um það hver ætti
spaðadrottninguna og hann spil-
aði því lauftvisti á kónginn og
síðan spaðagosanum frá borðinu.
Austur var vel á verði þegar hann
lét þá drottninguna, suður fékk á
kónginn en austur drap spaðatí-
una í næsta slag og hélt áfram,
þar sem frá var horfið. Hann
spilaði hjarta í fjórða sinn og þar
með varð spaðasjöið spilið, sem
réð baggamuninn. Sagnhafi gat
ekki trompað án þess að vestur
fengi slag á sjöið — einn niður.
[T* * i > -w-«k t ^ Eftir Evelvn Anthony
__L.ausnargjald 1 Persiu ayaffft
73
þeirra vissi hún ekki en bezt
var að gleyma þvi snarlega.
Hún varð að beina huganum til
Logans, treysta á að hann
bjargaði henni. Það var óhugs-
andi að hann gæti teflt lífi
hennar i tvisýnu, ekki gat hún
ætlað honum slikt. Hún tók upp
eina bókina og reyndi að
sökkva sér niður i lestur. Alsir-
maðurinn færði henni mat
þetta kvöld og hún sá ekki
Peters aftur næstu tvo dagana.
Þegar hann kom var Madleine i
för með honum. Hann hafði
ekki sagt henni ástæðuna, það
virtist engin þörf á því að vera
með útskýringar. Hann lauk
upp dyrunum og Madeieine
gekk inn. Eileen sat i stólnum
og var að lesa. Þegar sæmilegur
svaii var, helzt á morgnana og á
kvöldin reyndi hún áð liðka sig
örlitið með þvi að ganga frá
giugganum og að dyrunum
nokkrum sinnum. Þegar hún
kom auga á libönsku stúlkuna
stóð hún á fætur.
— Nú, sagði Madeleine. —
Ég sé ekki betur en hún liti
ljómandi vel út.
Hún sneri sér að Peters og
reiðin leyndi sér ekki i fasi
hennar.
—' Allt þetta snakk um að
hún éti ekki — ég sé ekki það
ami nokkur skapaður hlutur að
henni.
Hún horfði á Eileen og hatrið
var uppmálað á andliti hennar.
Hún hafði búizt við að koma að
henni bugaðri og æstri. En þess
i stað hafði hún stjórn á sér i
hvívetna og horfði full fyrirlitn-
ingar á libönsku stúlkuna.
— Hvers vegna komið þér
hingað, sagði hún. — Getið þér
ekki látið það vera. Ég vil ekki
þurfa að hafa við yður nokkur
samskipti.
— Ilaldið yður saman, æpti
Madeleine. Hún snerist á hæli
og horfði á Peters.
— Ætlarðu að láta henni
líðast aö tala svona til min.
Hann var reiöilegur. Hávað-
inn í Madeleine og snögg bræði
hennar fór i taugarnar á hon-
um. Hann hafði ekki hugsað sér
að láta þær komast upp með
það að slást eins og móðursjúk-
ar kellingar. Hann hafði búizt
við að Madeleine gæti sýnt
meiri sjálfsstjórn.
— Æ, þegiði báðar, sagði
hann.
Eiieen leit á henn.
— Þessi vera þarna hefði
myrt harnið mitt ef hún hefði
fengið að ráða, sagði hún. — Ég
ætla að fara inn i baðherbergið
þangað til hún er farin út úr
herberginu minu.
Það var Madeleine em brást
við og varnaði henni vegarins.
— Þér gerið eins og yður er
sagt eðaég tek tii minna ráða!
Eileen stóð grafkyrr, hún sá
að stúikan kreppti hnefana og
það var eins og hún byggi sig
undir að stökkva á hana. Hún
sneri frá og gekk aftur aö
stólnum og beindi tali sinu til
Peters.
- Hvað viljið þið?
—. Þér sögðust þurfa föt.
Madeleine — i hamingju bæn-
um hættu að hegða sér eins og
þú sért í bazaiúeirðum.
— Hvernig vogarðu þér að
segja þetta við mig? sagði hún
fokill á arabisku. Heyrðirðu
ekki að hún móðgaði mig?
Hún sneri sér að Eileen. —
Hvað yður snertir, sagði hún, er
eiginmaður yðar ekkert áf jáður
í að bjarga yður. Honum finnst
að minnsta kosti ekkert iiggja
á. Og kannski kærir hann sig
ekkert um að fá yður aftur. Og
þegar við vitum það fyrir víst
þá skal ekki standa á mér að
koma á vettvang og horfa á
Resnais vinna sitt verk. Og þér
getið gizkað á hvaða verk það
er, er það ekki?
Hún kastaði höfðinu aftur og
hló hátt.
— Við skulum sjá hvort þér
verðið eins borginmannlegar
þá.
Peters gekk til hennar. Hann
greip svo fast um hönd hennar
að hana kenndi til.
— Farðu niður, sagði hann.