Morgunblaðið - 17.10.1979, Page 2

Morgunblaðið - 17.10.1979, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 Sex landanir ytra á 2 dögum SÍÐUSTU tvo daga lönduðu sex íslenzk fiskiskip afla sínum er- lendis. en yfirleitt fekkst heldur slakt verð fyrir aflann. Fjögur þessara skipa lönduðu i Englandi og tvö í Þýzkalandi. í gær seldi Ögri 227,5 lestir í Grimsby fyrir 91,2 milljónir króna, meðalverð 401 króna. Klakkur landaði þá í Hull 127 lestum og fékk 59,4 milljónir fyrir aflann, meðalverð 468 krónur. Á mánudag landaði Erlingur 102.5 lestum í Hull og fékk 48,2 milljónir króna fyrir aflann, með- alverð 470 krónur. Jakob Valgeir ÍS seldi 56 tonn í Fleetwood fyrir 27.5 milljónir króna, meðalverð 493 krónur. Ýmir seldi 168 tonn í Bremerhaven fyrir 47 milljónir, meðalverð 280 krónur. Loks land- aði Drangey 160 lestum í Cux- haven og fékk 56,7 milljónir fyrir aflann, meðalverð 355 kronur. Ákveðið að ráðast í Bessastaðaárvirkjun Ein af síðustu ákvörð- unum Hjörleifs Gutt- ormssonar í iðnaðar- ráðuneytinu IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur með bréfi tilkynnt Rafmagnsveit- um ríkisins að ákveðið hafi verið, að ráðist skuli í Bessastaðaár- virkjun sem fyrsta áfanga Fljóts- dalsvirkjunar og að Rafmagns- veitunum sé falið að reisa og reka virkjunina. Hjörleifur Gutt- ormsson fráfarandi iðnaðarráð- herra sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, að ákvörðun um þetta efni hefði verið tekin í ráðuneytinu í kjölfar álitsgerðar samstarfshóps um áætlun í raf- orkumálum landsmanna, þess efnis að vænlegasti kosturinn í virkjunarframkvæmdum væri fyrsti hluti Fljótsdaisvirkjunar. „Þetta er auðvitað ekki Bessa- staðaárvirkjun í sinni upphaflegu mynd, sem sérvirkjun óháð öðrum, heldur sjálfstæður hluti Fljóts- dalsvirkjunar, sem væntanlega verður næsti valkostur stórrar virkjunar hér á landi," sagði Hjörleifur ennfremur. Aðspurður sagðist Hjörleifur hafa viljað kanna þessi mál betur og ræða við sérfræðinga, en yfir- standandi stjórnarskipti hefðu ýtt á málið. Það væri ekki försvaran- legt eins og orkumálum okkar væri nú háttað að draga það mjög á langinn í væntanlegri óvissu á sviðf landsmála. Fullbyggð á Bessastaðaárvirkj- un að skila 64 megawatta orku, en Benzínstuld- ir í Laugar- dalnum UNGLINGSPILTAR stálu í gær ' öldi benzíni af 3—4 bíium þar sem þeir voru á bílastæðum við Laugardals- höllina meðan eigendur þeirra fylgdust með handknattleik. Höfðu þeir tvo 25 1 brúsa og tókst að ná benzíni af 3—4 bílum þegar lögreglan sá til ferða þeirra og tókst að góma þá eftir nokkurn eltingarleik. virkjunin í heild sinni um 300 megawöttum. í framlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 1550 milljónum króna fjár- framlagi til Bessastaðaárvirkjun- ar, og á lánsfjáráætlun fyrir yfirstandandi ár var gert ráð fyrir 600 milljónum í rannsóknir á Jökulsá á Fljótsdal. í áliti sérfræðingahópsins um áætlanir í virkjunarframkvæmd- um á næstu árum kemur m.a. fram að um þrjá kosti sé að velja, Blönduvirkjun, Búðarhálsvirkjun, sem er næsti áfangi á Þjórsár- Tungnaársvæðinu, og Fljótsdals- virkjun. Rök nefndarinnar fyrir því að ekki skuli ráðist í framkvæmdir við Blöndu eru þær helztar, að þar séu ýmis hagsmunamál í héraði óleyst svo og að kostnaður á orkueiningu sé heldur hærri en á Fljótsdal. Við samanburð á Búðarhálsi og Fljótsdal kemur hins vegar í ljós, að kostnaður á orkueiningu er lægri við virkjun á Fljótsdal og að hún liggur mun betur við varðandi staðsetningu í kerfinu. Búðarháls- virkjun og Fljótsdalsvirkjun eru hins vegar á mjög svipuðu rann- sóknalegu stigi. Verkhönnun þeirra beggja getur legið fyrir árið 1981. Frá kjaramálaráðstefnu Vinnuveitendasambands íslands. Vinnuveitendasambandid: Ekki verið tekin afstaða til breytingar á verðbótum - NÚVERANDI ríkis- stjórn hefur lýst því yfir, að hún hyggist breyta efnahagslögunum frá því í vor og Sjálfstæðisflokkur- inn hefur einnig krafist þess en Vinnuveitendasam- bandið hefur ekki rætt það hvort það er meðmælt breytingum á lögunum sem ganga í þá átt að þeir lægst launuðu fái hærri verðbætur á laun en þau gerðu ráð fyrir, sagði Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands er Mbl. ræddi við hann í gær. Sagði Þorsteinn, að VSI hefði ekki verið beðið um neina umsögn um lögin og ekki hefði verið tekin afstaða til breytingarinnar. Kvað Þingspá Ólafs Jóhannessonar: „Tunnan valt og úr henni allt... ” ER Vilmundur Gylfason, dómsmálaráðherra, gekk í þingsal, undir lok ræðu Ólafs Jóhannessonar, fyrrverandi forsætisráðherra, við þingrofs- umræður á Alþingi í gær, sneri ræðumaður máli sinu að ráð- herranum og sagði efnislega: Dómsmálaráðherra hyggst nú, í samræmi við skrumyfirlýsingar sínar, taka „möppudýrin í dómsmálakerfinu" fyrir. En það er spá mín, er hann veltist úr valdastóli eftir 2 eða 3 mánuði, þá komi ýmsum i hug gamalt stef — „Tunnan valt og úr henni allt, ofan i djúpa keldu“. Orkuskattur verði lagður á alla orkusölu í landinu — segir í niðurstöðum nefndar um jöfnun upphitunarkostnaðar I NIÐURSTÖÐUM nefndar þeirr- ar, er Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi iðnaðarráðherra skipaði til að gera tillögur um leiðir til að jafna upphitunar- kostnað, segir að nefndin leggi tii að núverandi verðjöfnunar- gjald á raforku og oliu verði fellt niður cn f þess stað lagður almennur orkuskattur á alla orkusölu i landinu, þar með talda orkusölu til stóriðju og til hitun- ar húsa. Tekjum af orkuskatti verði var- ið til verðjöfnunar á raforku, eldsneyti og hitunarkostnaði, til Orkusjóðs vegna framkvæmda í orkumálum og til Orkustofnunar vegna rannsókna á nýtingu inn- lendra orkugjafa og leiðum til að draga úr olíuinnflutningi. í árslok 1978 notuðu 23% lands- manna olíu til húsahitunar og greiddu fyrir hana 60% af heild- arkostnaði við hitun húsnæðis. hann hugmyndir um breytingar ganga í þá átt að tryggja þeim lægra launuðu hærri verðbætur en hinum sem hærra væru launaðir. — En annað mál er hvort ekki er eðlilegra að jafna metin með því að færa verðbæturnar á það stig sem gert var ráð fyrir varðandi lágu launin sem giltu þá fyrir öll laun, sagði Þorsteinn og kvað það ekki skipta máli hvað varðaði verðbólguna heldur hitt að jafna metin gagnvart þeim lægst laun- uðu. Fyrrverandi ráðherrar: Fá biðlaun í 6 mán- uðihafiþeir starf- að 2 ár eða lengur NOKKUÐ er misjafnt hvernig kjör fyrrverandi ráðherra verða er þeir láta af embætti. Þannig hljóta þeir ráðherrar, sem starfað hafa 2 ár eða lengur, bið- laun í 6 mánuði eftir að þeir hætta störfum og nema þessi laun 70% af mánaðarlaunum ráðherra sem eru í dag um 720 þúsund krónur eða um 504 þúsund krónur, skv. upplýs- ingum Höskuldar Jónsson- ar ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. Þeir ráðherrar sem ekki hafa náð tveggja ára skilyrðinu missa laun sín við næstu mánaðamót eftir að þeir hætta. Til þess að hljóta eftirlaunarétt verða ráð- herrar hins vegar að hafa starfað í 5 ár, en þeir geta ekki flutt eftirlaunarétt sinn til eða tekið hann út eins og er um flestar aðrar starfsgreinar. Þegar ráðherrar taka við starfi sínu eru þeim greidd laun frá þeim degi er þeir taka við embætti. Séu ráðherrar jafnframt þingmenn hljóta þeir einnig þingfararkaup, sem er í dag um 606 þúsund krónur og getur því samanlagt mánaðarkaup þeirra orðið kring- um 1300 þúsund krónur. Albert fer í prófkjör ALBERT Guðmundsson alþingis- maður kom að máli við Mbl. og óskaði, að þess yrði getið að hann væri ákveðinn í að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kvaðst hann mundu starfa fyrir flokkinn svo lengi sem hann hefði fylgi til þess, en í Mbl. í gær var haft eftir honum að óvíst væri um framboð hans. Gunnar Thoroddsen: Frábid mér alla ábyrgð á orðum og gerðum dóms- málaráðherra Steingrímur Hermannsson beindi þeirri spurningu til Gunnars Thoroddsens, for- manns þingflokks sjálfstæð- ismanna, við umræður á Al- þingi í gær, hvort hann vildi bera ábyrgð á Vilmundi Gylfa- syni sem dómsmálaráðherra. Gunnar svaraði: „Háttvirtur annar þingmaður Vestfirðinga, Steingrímur Hermannsson, beindi þeirri spurningu til mín, hvort ég vildi bera ábyrgð á hæstvirtum dómsmálaráðherra. Svar mitt er þetta:Ég frábið mér alla ábyrgð, bæði á orður.i hans og gerðum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.