Morgunblaðið - 17.10.1979, Side 5

Morgunblaðið - 17.10.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 5 Hluti af Söngskólakórnum ásamt Garðari Cortes og ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur á æfingu i Háskólabíói. Ljósm.Mbl.Emilía. Söngur og gaman í Háskólabíói: Hvað er svo glatt... hjá Söngskólafólki ELLEFU einsöngvarar koma fram á söng- og gamanskemmtun Söngskólans í Reykjavík, Hvað er svo glatt, sem verður í Háskólabiói í kvöld kl. 19. bað var dúndrandi stemmning og fjör þegar við litum inn á æfingu á mánudagskvöldið laust eftir miðnætti. Auk einsöngvaranna skemmtir kór Söngskólans undir stjórn Þuríðar Pálsdóttur og hljómsveit undir stjórn Björns R. Einarssonar leikur auk 6 undirleikara. Dagskrá skemmtunarinnar er i léttum stíl og auk þess að sungin eru fjölmörg iög úr þekktum söngleikjum, óperum, stök lög og negralög, þá bregða listamennirnir á leik með óvæntum tilþrifum. Lagavalið er úr ýmsum áttum og má nefna lög úr Carmen, Vínarljóð, La Spagnóla, franska lagið Aprés toi, Mussettuvalsinn úr La Boheme, La Traviata, West Side Story, Porgy and Bess, Oklahoma, South Pacific, Kátu ekkjunni, Brosandi land, Sardasfurstinnunni, Meyj- arskemmunni og fleiri. Það er ekki oft sem margir helztu söngvarar landsins koma fram á sömu skemmtun með annað eins lagaval, en það hefur skapast sér- stök og lífleg stemmning með tilvist Söngskólans í Reykjavík, því þar er tekið á hlutunum án nokkurs hiks. I kjölfarið hefur því fylgt ýmislegt til skemmtunar fyrir fólk og uppbygg- ingar íslenzkrar menningar. Til- gangurinn með skemmtuninni er þæði að bjóða upp á líflega söng- og gamanskemmtun og afla fjár fyrir hússjóð Söngskólans sem keypti eins og kunnugt er fyrir skömmu veglegt skólahús við Hverfisgötu. Um næstu áramót er komið að afborgun upp á 28 milljónir króna og ein er til í sjóði. Söngskemmtun- in er því liður í því að afla fjár tii þess að tryggja þessum grósk- umikla skóla eigið húsnæði. Það var galsi í mannskapnum á æfingunni, Guðmundur Jónsson verður kynnir og tók nokkrar óvæntar æfingar sem slíkur á milli þess sem örar skiptingar fóru fram á sviðinu. Einn skauzt upp og annar niður og það var hrópað Bravó í salnum, æfingin stóð langt fram á nótt unz allt þótti klárt fyrir miðvikudagskvöldið. Einsöngvararnir sem koma fram á skemmtuninni eru: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes, Krist- inn Hallsson, Sieglinde Kahmann, Guðmundur Jónsson, Már Magn- ússon, Sigurveig Hjaltested, Magn- ús Jónsson, Þuríður Pálsdóttir, Anna Júlíanna Sveinsdóttir og Margrét Eggertsdóttir. — á.j. Þorlákshöfn: Verða að flytja inn vinnuafl til viðbótar horlákshöfn. 16. október. FYRSTA síldin barst hingað að- faranótt laugardags 13. þ.m. 200 tonn eða 2000 tunnur. Einn bátur hafði að vísu landað hér slatta, 50 tonnum, eitthvað fyrr. Hér er saltað á tveimur stöðum hjá útgerðarfélaginu Glettingi hf. og Samtökin: hjá Söltunarstöðinni Borgum hf. Loðnuafli hér er nú 10 þúsund tonn. Spærlingsveiði var svo til engin eða 1000 tonn, hún hrein- lega lagðist niður að þessu sinni vegna lítillar veiði og þá ekki siður vegna þess hvað verðið var lágt. Það svaraði því ekki kostn- aði að stunda þessar veiðar að því er talið var. Bíður framhaldsfund- arins að taka ákvarðanir - segir Magnús Torfi — EKKI hafa verið teknar frekari ákvarðanir ennþá um framboð á vegum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, en landsfundinum i vor var frestað og ákveðið að kalla til framhaldslandsfundar þegar færi að draga að kosningum, sagði Magnús Torfi Ólafsson formaður samtakanna aðspurður um fram- boðsmál flokksins. — Ég sjálfur læt uppi á þessum framhaldslandsfundi hvaða fyrir- ætlanir ég hefi, það stendur fyrst og fremst upp á okkur nú að halda. fundinn og fjalla um hvort og þá hvar og með hvaða hætti flokkurinn myndi taka þátt í kosningum til Alþingis, en ég býst við að ákvörðun um fundinn verði tekin mjög fljót- lega, sagði Magnús Torfi að lokum. Nokkrir minni bátar eru byrjaðir með línu. Togararnir Jón Vídalín og Þorlákur hafa fiskað mjög vel í sumar og haust. Mikil vinna hefur verið hér í frystihúsinu og eins og áður hefur verið sagt frá hefur heldur vantað fólk til vinnu þar. En nú er hugmyndin að bæta úr því með innfluttu vinnuafli. Útgerðar- félagið Meitillinn hefur ráðið 18 ástralskar stúlkur til vinnu í frystihúsi sínu hér, þær áttu að koma til landsins hinn 13. þ.m., en af ókunnum ástæðum eru þær nú ekki komnar ennþá. Vonast þeir eftir þeim nú allra næstu daga. Ragnheiður Ólympíuleikarnir í Moskvu: „Ekki að vænta neinna brey t- inga á þátttöku íslands” þrátt fyrir að mannréttindi séu fótum troðin í Sovétríkjunum VEGNA þeirra ummæla sovézka andófsmannsins Vladimirs Bukovskýs í Morgunblaðinu fyrir skömmu, að sovézk yfirvöld hefðu hafið nýja herferð gegn andófsmönnum i Sovétríkjunum og smali þeim nú saman og flytji burt frá Moskvu, svo að gestir á væntanlegum Ólympiuleikum á næsta ári geti ekki haft samband við þá, svo og vegna opins bréfs frá alþjóðasamtökunum Amnesty International til Brezhnevs for- seta Sovétríkjanna þar sem hann er hvattur til þess að láta alla samviskufanga lausa og binda enda á misnotkun geðlæknisfræð- innar i pólitískum tilgangi sneri Morgunblaðið sér til Gísla Halldórssonar formanns íslenzku ólympíunefndarinnar og innti hann eftir því, hvort vænta mætti breytingar á þátttöku íslands i leikunum vegna þessa. „Við höfum ekkert rætt um neinar aðgerðir eða mótmæli vegna þess að Ólympíuleikarnir verða haldnir í Moskvu á næsta ári. Það er orðið mjög langt síðan Alþjóða Ólympíunefndin tók á- kvörðun um að leikarnir skyldu haldnir í Moskvu og ég held að þeirri ákvörðun verði ekki breytt. Allavega ekki af okkur sem erum svo ósköp smáir í þessu. Því held ég að ekki sé að vænta neinna breytinga á þátttöku íslands í leikunum á sumri komanda og ég býst ekki við því að þessi mál verði til umfjöllunar í íslenzku nefnd- inni frekar," sagði Gísli Hall- dórsson. Dregið hefur verið í happ- drætti hestamannafélagsins Kóps. Vinningur kom á eftirtalin númer: 1. 480 4. 472 2. 479 5. 1383. 3. 262 Vinninga sé vitjað innan árs. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Mokkakápur og jakkar Herra og dömumokkajakkar í ótal geröum og litum. Ath: ennþá óbreytt verö. Austurstræti sími: 27211

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.