Morgunblaðið - 17.10.1979, Síða 10

Morgunblaðið - 17.10.1979, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 31710 31711 Við Furugrund 3ja herb. íbúö, tilb. undir tréverk og málningu. Til afhendingar nú þegar. Við Hamraborg Gullfalleg 2ja herb. íbúö. Til afhendingar fljótlega. Viö Hrauntungu Kópavogi 140 ferm. einbýlishús auk 40 ferm. bílskúrs og 40 ferm. byggingarréttar. Glæsileg eign. Við Laugarásveg 170 ferm. einbýlishús á besta staö í Laugarásnum. Stór lóð, mikið útsýni. í Þorlákshöfn Fokhelt einbýlishús 130 ferm. Viö Brekkubæ Raöhús, tvær hæöir og kjallari á einum fegursta staö í Selási. Húsin afhendast fokheld að innan en tilbúin undir málningu að utan, með útihurðum og gleri. Trjágróöur í garöi. Aöeins tveim húsum óráðstafað. Teikningar á skrifstofunni. Viö Skipasund Sér hæð, ca. 120 ferm. Manngengt ris og bílskúr. Góö eign. Við Lindarbraut 5—6 herb. sér hæð 140 ferm. Bílskúrsréttur. Við Gnoðarvog Sér hæö 105 ferm. 3 herb., stór stofa, nýtt Danfosskerfi, litaö gler. Góö eign á jaröhæö. Við Fífusel 4ra herb. sérlega falleg íbúö 105 ferm. Litað gler. Mjög góöar innréttingar. Við Hjarðarhaga 3ja herb. góö íbúö 90 ferm. auk herbergis í risi. Við Grettisgötu 3ja herb. nýstandsett íbúð á 4. hæð. Gott útsýni. Góður staöur í hækkandi benzínverði. Vantar eftirtaldar eignir 3ja herb. íbúö meö suðursvölum og bílskúr. 2ja herb. íbúð í Árbæjarhverfi. Sér hæö með 5—6 herb. og stórum bílskúr. Einbýlishús í smíöum. 5 herb. íbúö með bílskúr. Einbýlishús í smíðum. 5 herb. íbúö með bílskúr. Einbýlishús í Smáíbúðahverfi. 3ja herb. íbúð í Árbæjarhverfi. Ath.: Kaupendur hjá okkur eru tilbúnir að kaupa strax. Góöar greiðslur í boöi fyrir réttar eignir. Fatteignamiölunin SelFð Ármúla 1 — 105 Reykjavík Símar 31710 — 31711 Fasteignaviöskipti: Guömundur Jónsson, sámi 34861 Garöar Jóhann, stml 77591 Magnús Þóröarson, hdl. Iþróttaráð: Ekki verði byggðar íbúðir í Laugardal IÞRÓTTARÁÐ heíur samþykkt tillögu þess efnis að ekki verði að svo stöddu teknar ákvarðanir um byggingarframkvæmdir í Laugardal, eins og rætt hefur verið um að undanförnu. Sveinn Björnsson lagði fram tillöguna vegna þeirra umræðna er fram hafa farið um skipulagningu íbúðabyggðar í Laugardal á svæðinu frá Glæsibæ og húsi TBR langleiðina að Laugardalshöll. Tillaga Sveins var samþykkt samhljóða á fundi ráðsins sl. föstudag og er svohljóðandi: Líklegt er að með aukinni þátt- töku almennings í íþróttum og með nýjum íþróttagreinum aukist þörf á nýjum íþróttamannvirkjum í Laugardal umfram það sem hefur verið ráðgert. íþróttaráð samþykkir því að láta endurmeta þörf fyrir íþróttamannvirki í Laugardal. íþróttafulltrúi hafi stjórn þess verks með höndum og vinni það í samráði við íþrótta- samtökin í Reykjavík. Á meðan þessi athugun fer fram beinir íþróttaráð því til borgarráðs að & & & & & & & <&<& <& & A A & & & & ! 26933 1 | Þingholtsstræti * $ einst. íb. í risi um 40 fm. § Laus. Verö um 12 m. ^ | Vífilsgata | $ 2ja hb. 70 fm íb. á 2. hæö í þríbýli. Laus. & I Vesturberg | Æ Æ æ 3ja hb. 90 fm íb. á 3. hæð. j? & Sér þv.hús. & I Kjarrhólmi í /V. m T £ 3ja hb. 85 fm íb. á 2. hæö. & & Sór þv.hús. & | Kleppsvegur | g, 4ra hb. 110 fm íb. í kj. Gott & & verð. * * Vesturberg | A 4ra—5 hb. 110 fm íb. á efstu & * hæð, mjög góður staður. g | Hjallabraut £ $ 3ja hb. 97 fm íb. ó 2. hæö. Sk. $ & á 4ra—5 hb. í Noröurbæ. & t Hjallabraut * & 6 hb. 160 fm íb. á 3. hæð. Sk. g, & óskast á 4ra—5 hb. í Noröur- & * bæ’ * t Borgarfjöröur £ $ Sumarbúst. viö Skorradals- $ vatn. Stendur á skógi vöxnu & eígnarlandi. Bústaöur í al- Á Á gjörum sérflokki. * | Smarlfaðurinn 1 g Austurstrnti 6. Sími 26933. ir i Arnarnesi Lóðir eru til sölu í Arnarnesi. Upplýsingar á lögfræöiskrifstofu Vilhjálms Árnasonar hrl. Iðnaöarbankahúsinu, Lækjar- götu 12, símar 16307 og 24635. Einbýlishús í Hafnarfirði Til sölu einbýlishús við Tjarnarbraut í Hafnar- firði. Húsiö er steinhús á tveimur hæöum ca 120 ferm. íbúðin skiptist í tvær samliggjandi stofur, 3 svefnherb., eldhús, Wc, baðherb., þvottahús og geymslu. Bílskúr, ræktuð lóð. Mjög skemmtilegt umhverfi. Útb. 27 millj. Ámi Grétar Finnsson hrl., Strandgötu 25, Hafgarfiröi, sími 51500. engar ákvarðanir verði teknar um frekari íbúðabyggð á þessu svæði. Sveinn Björnsson tjáði Mbl. að samþykkt þessi hefði þegar verið send borgarráði og sagði hann tillöguna fram komna vegna þess að Laugardalurinn hefði í upphafi verið hugsaður sem íþróttasvæði og íþróttahreyfingin yrði að fá að meta hver þörf væri fyrir svæðið til íþróttaiðkunar áður en teknar yrðu ákvarðanir um að byggja á stórum hluta þessa svæðis. Eitt af elstu húsunum í Stykkishóimi hefur nú verið endurnýjað og gert eins og það leit út í upphafi. Eigandi er Sigurður Ágústsson hf. og hefur Ágúst Sigurðsson látið gera húsið upp af mikilli smekkvísi. Upphaflega var þetta geymsluhús „pakkhús“, sem verslun Tang og Riis átti. en þegar verslunarhús þeirra brann rétt eftir aldamót var til bráðabirgða flutt inn í það með verslúnina og innréttað eftir því en reyndin varð sú að verslunin var yfir hálfa öld í þessu húsi eða þar til eigendur byggðu nýtt og vandað verslunarhús. Hólmkjör, ofar i bænum eða á alfaraleið þegar rennt er í bæinn. t>etta hús setur nú mikinn svip á bæinn og er upp af höfninni. Fréttaritari. Rykmengun í sumum störfunum yfir hættu- mörkum í Kísilid junni HEILBRIGÐISEFTIRLIT ríkisins og Landlæknisembættiö hafa undanfarin ár staðið að rannsóknum á mengunarhættu í Kísiliðjunni við Mývatn. Fóru fram mælingar á rykmengun í andrúmslofti starfsmanna. Niðurstöður staðfesta fyrri ólyktanir Hcilbrigðiseftirlitsins um að verulegur hluti ryksins á ýmsum vinnustöðum sé kristölluð kísilsýra, kristóballít. og að í mörgum tilvikum er mengunin yfir hættumörkum. Á fundi með fréttamönnum í gær kynntu Hrafn V.Friðriksson forstöðumaður Heilbrigðiseftir- litsins, Eyjólfur Sæmundsson deildarverkfræðingur og Ólafur Ólafsson landlæknir niðurstöður þessar, en þær benda til þess að þeir starfsmenn er unnið hafa lengi á menguðustu vinnustöðun- um eiga á hættu að fá sjúkdóminn silikosis eða kísillungu. Sam- kvæmt mælingum sem gerðar voru í júní á síðasta ári er styrkur kristóballíts í andrúmslofti á ákveðnum stöðum í verksmiðj- unni og við ákveðin störf yfir hættumörkum. Meðal þeirra staða er m.a. sekkjun, endurmöt- un í vinnslu, viðhald og vélavinna, vinna í vöruskemmu við útskipun og vinna í lestum skipanna. Sú hætta sem menn óttast mest vegna innöndunar starfsmanna á kísilryki er lungnasjúkdómurinn silikosis, sem víða hefur gert vart við sig í öðrum löndum á vinnu- stöðum þar sem menn anda að sér kristallaðri kísilsýru, þ.e. kvarzi, kristóballíti og trídymíti, en af þessum kristallagerðum eru tvær þær síðastnefndu taldar tvöfalt hættulegri en sú fyrst nefnda, segir í skýrslu Heilbrigðiseftir- litsins og ennfremur að sjúkdóm- urinn sé alvarlegur og ólæknandi. Nokkrir tugir tilfella af sjúkdómi þessum koma fram árlega á sum- um Norðurlandanna sagði Ólafur Ólafsson, en sjúkdóminn kvað hann oft ekki koma fram fyrr en eftir mörg ár og mjög misjafnt hversu alvarlegar afleiðingar hann hefði í för með sér, en venjulegast skert starfsþrek og nokkra örorku. Þá er rætt um hávaðamengun, en hávaði er á nokkrum stöðum í verksmiðjunni yfir hættumörkum eða allt upp í 105 decibel, en hættumörkin eru talin vera við 85 decibel. Forráðamenn Heilbrigðiseftir- litsins og landlæknir töldu að mjög brýnt væri að allir vinn- ustaðir Kísiliðjunnar og þar með talin útskipun yrðu þannig úr garði gerðir að mengun væri undir hættumörkum í öllum atriðum. Kváðu þeir stofnanir þessar í mörg ár hafa bent á varasöm atriði í verksmiðju- rekstrinum og töldu ekki fært að mæla með því að verksmiðjan fengi starfsleyfi fyrr en að lokn- um ákveðnum endurbótum, sem hún fengi vissan frest til að koma á. Búið er að kynna niðurstöður mælinga þessara fyrir forráða- mönnum Kísiliðjunnar, starfs- mönnum og viðkomandi heil- brigðisyfirvöldum, þ.e. í Skútu- staðahreppi og á Húsavík. Meðal þeirra atriða er Heil- brigðiseftirlitið bendir á í skýrslu sinni til úrbóta eru: Þétta barf framleiðslurás verk- smiðjunnar þannig að minna verði um efnisleka og óþrif, stór- bæta þarf þrif í þurrkvinnslu, t.d. með lagningu umfangsmikils ryksugukerfis, lagfæra þarf vinnustaði t.d. við sekkjun þannig að þrif verði auðveldari, loftræst- ing þarf að vera markvissari, taka þyrfti í notkun hentugri sekki og/ eða bættar aðferðir við sekkjun. Nauðsynlegt virðist að taka upp breyttar aðferðir við útskipun og flutning og sé eðlilegast að taka upp geymslu og flutning í lokuð- um gámum allt frá sekkjun í verksmiðjunni, bæta þarf upphit- un og draga úr hávaðamengun. Þegar hefur Kísiliðjan prófað að pakka sekkjum á pall í plast- umhúðir þannig að minni hætta sé á að þeir rifni, en ekki er vitað að önnur atriði séu komin til framkvæmda. Notkun rykgríma virtist almenn i verksmiðjunni segir í skýrslunni, enda mun hafa verið gengið á eftir því við starfsmenn að þeir noti slíkan búnað. Við útskipun á Húsavík voru grímur hins vegar ekki notaðar við vinnu á bryggju og í lest. Nauðsynlegt er að gengið verði ríkt eftir að allir starfsmenn er vinna á vinnustöðum þar sem rykmengun er ofan hættumarka noti rykgrímur, þar til nauðsyn- legar úrbætur hafa verið gerðar, segir einnig í skvrslunni. Stöflun sekkja á palla í sekkjun- argryfju og notar starfs- maðurinn rykgrímu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.