Morgunblaðið - 17.10.1979, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.10.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 1 1 Fyrirbyggjandi adgerd- ir gegn atvinnusjúkdóm- um árangursríkastar Rætt við Jack Pepys og Sven Forssman Á nýaístöðnu læknaþingi í Reykjavík og ráðstefnu og nám- skeiði um atvinnuheilbrigðismál í framhaldi af því voru meðal fyrirlesara tveir erlendir læknar, Jack Pepys frá Bretlandi og Sven Forssman frá Svíþjóð. Fjölluðu þeir um atvinnusjúkdóma í erind- um sínum. m.a. um vandamál einstaklinga svo og stærri heilda. — Ég hefi fjallað um ýmislegt í sambandi við heymæði m.a. og það sem við höfum uppgötvað við rannsóknir okkar í London, sagði Pepys, en eftir að hafa lokið læknaprófi 1 S-Afríku og stundað þar heimilislækningar í 10 ár hélt hann til Englands og hefur rann- sakað mjög ónæmisfræði lungna- sjúkdóma í mönnum. Voru hann og starfsmenn hans fyrstir til að sýna fram á samband milli heymæði og sveppategunda í mygluðu heyi. — Við þessar rannsóknir höfum við í langan tíma notið góðs af samstarfi við íslenzka lækna sagði Pepys, og á árunum milli 1950 og 1960 vorum við í sambandi við Ólaf Björnsson héraðslækni á Hellu, sem sendi fjölda blóðsýnishorna utan til rannsókna frá mönnum, sem höfðu lungnasjúkdóma, og veitti okkur margvíslegar mikil- vægar upplýsingar með athugun- um sínum. Um þetta leyti uppgötv- aðist ákveðið samband milli ýmissa sveppa í mygluðu heyi er orsakað gæti heymæði. Sams kon- ar sjúkdómur getur einnig orsak- ast af öðrum þáttum, jafnvel frá rakatækjum í húsum, loftræsting- um o.fl. og má segja að ýmsa lungnasjúkdóma megi rekja til atriða, sem algeng eru í heimahús- um, t.d. gæludýra svo sem páfa- gauka eða dúfna, en segja má að mikið sé enn ókannað í þessum efnúm. Mörg lyf eru tiltæk við astma og öðrum lungnasjúkdóm- um, en erfitt getur oft verið að finna hvað hæfir viðkomandi ein- staklingi best. En hvað varðar heymæði hjá bændum má ráð- leggja þeim að verka og þurrka heyið vel, því rakinn hefur áhrif á mygluvöxt í heyi. Jack Pepys hefur mikið verið á ferðinni og flutt fyrirlestra, en hann hefur ekki komið áður til Islands. Kvaðst hann mjög ánægð- ur með allar móttökur hér og r.eyndar undrandi á því hversu vel íslendingar töluðu ensku. Undir orð hans tók Sven Forssman, sem komið hefur til íslands nokkrum sinnum áður, en hann er frá Svíþjóð. — Mitt svið hefur verið fremur í stærra samhengi en Pepys þar sem ég hefi fjallað um atvinnusjúk- dóma, verið ráðgjafi sænska vinnuveitendasambandsins og for- stöðumaður sænsku atvinnuheil- brigðisstofnunarinnar, þar sem hann hefur aftur á móti fjallað um sjúkdóma í einstaklingnum. — Vandamál á sviði atvinnu- heilbrigðismála eru oftlega hin sömu í iðnaðarlöndum, t.d. ýmsir þættir í verksmiðjustörfum, en til að vita nánar gang mála þarf að kanna ástand hópa við verksmiðju- störf og síðan fá samanburðarhóp. Slíkar rannsóknir þarf að vinna í hverju landi þar sem takmarkað er hægt að bera saman frá einu landi til annars, þótt vitaskuld geti t.d. íslendingar margt lært af ná- grannaþjóðunum, enda hafa for- stöðumenn heilbrigðismála hér oft sótt fundi og ráðstefnur erlendis og telja sig hafa mikið gagn af. Má í þessu sambandi minnast á fyrr- verandi borgarlækni, Jón Sigurðs- son, sem allt frá árinu 1952 fylgdist mikið með þessum mála- flokki. — I sambandi við rannsóknir á starfshópum þarf að athuga starfsaðstöðu manna, heilsufar og gera sér grein fyrir hvað mætti betur fara í störfunum, en ljóst er að svona rannsóknir taka mikinn tíma og kosta mikla fjármuni. En þær skila sér fljótt þegar hægt er að koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma og slys og þessar fyrirbyggjandi aðgerðir eru árangursríkastar, enda þótt stjórnendur fyrirtækja sjái kannski ekki alltaf þörfina á þeim. Hér þurfa yfirvöld að koma til að standa fyrir fjölþættum rannsóknum og athugunum og má nefna að í Svíþjóð starfa um 500 manns hjá heilbrigðisstofnuninni sænsku. — Þá má nefna að í þessu starfi er mikilvægt t.d. fyrir fulltrúa Norðurlandanna að geta hist og skipst á skoðunum og reynslu, en það eru kannski fundir sem fjár- málaráðherrar landanna eru ekki alltaf hrifnir af, sagði Sven Forss- man að lokum. Jack Pepys (t.v.) og Sven Forssman „Reynum að finna lausn á vandamál- um trillukarlanna” „VIÐ höfum verið að ræða mál- efni þessara svokölluðu trillu- karla í Ilafnarstjórn Reykja- víkur og það verður leitast við að finna lausn á vandamálum þeirra fyrir næsta sumar.“ sagði Gunnar Guðmundsson hafnar- stjóri í Reykjavík er Mbl. innti Siglfirð- ingur með ÍOO tonn TOGARINN Siglfirðingur kom til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði rúmum hundrað tonnum af blönduðum fiski, mest þorski. Veiðar Siglfirðings hafa gengið ágætlega það sem af er haustinu. hann eftir því hvernig tekið yrði á málum þeirra átján trillueig- enda sem nú hefur verið gert að yfirgefa pláss sín í Reykja- vikurhöfn. Svæði það sem þessir bátar hafa verið á er vestanvert við Ægisgarð, en þar verður nú hafist handa við gerð setningaraðstöðu fyrir Slippfélagið í Reykjavík, en bryggja þess eyðilagðist fyrir nokkru. Hafnarstjóri sagði að flestir sem hlut ættu að máli væru sportbátamenn, en fyrir þá gæti hafnarstjórn ekkert gert, þar væri undir borgarráð að sækja, hins vegar yrði allt gert til þess að bæta þeim, sem hafa af þessum bátum atvinnu, aðstöðumissinn. Hafnarstjóri sagði að allir þessir bátar væru vandlega teknir á land á haustin, að vísu heldur seinna en nú, því hefði það ekki átt að koma eigendum þeirra á óvart að þurfa að verða á brott með bátanna að þessu sinni. Forseti íslands hefur nýverið sæmt Henrik Beer framkvæmdastjóra Alþjóðasambands Rauða kruss félaga stórriddarakrossi með stjörnu. Haraldur Kröyer afhenti það við hátiðlega athöfn á heimili sinu í Genf að viðstöddum m.a. Svavari Gestssyni viðskiptaráðherra og Ólafi Mixa formanni Rauða krossins. Henrik Beer hefur verið framkvæmdastjóri Rauða kross Svíþjóðar og gegnt núverandi starfi í nærfellt 20 ár. Hann er mikill áhugamaður um islensk málcfni og hefur oftlega komið hingað. VILTL ■ mg ■ H 11 rll 11 A6CDU V- / heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚN 8 -15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.