Morgunblaðið - 17.10.1979, Page 16

Morgunblaðið - 17.10.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiósla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Sími83033 Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 200 kr. eintakiö. Þetta er réttlæti vinstri stjórnar Einhver versta afleiðing þeirrar óðaverðbólgu, sem hér hefur ríkt meirihluta þessa áratugar er vaxandi efnamunur. Bilið milli þeirra, sem lægst laun hafa og hinna, sem búa við bezt launakjör breikkar stöðugt eins og bezt kemur fram í því, að við síðustu vísitöluhækkun launa fékk láglaunamaðurinn 18 þúsund króna launahækkun en ráðherrann 118 þúsund krónur. Ætla hefði mátt, að vinstri stjórnin, sem nú er fallin hefði talið það sérstakt hlutverk sitt að draga úr þessum launamun. Sú varð ekki raunin. Þvert á móti. Aðgerðir vinstri stjórnar í launamálum hafa orðið til þess að breikka bilið í stað þess að minnka það. Versta aðgerð vinstri stjórnarinnar var þó, þegar hún tók ákvörðun um að skerða vísitöluhækkun launa yfir 210 þúsund krónur á mánuði en taldi láglaunafólki trú um að í sex mánuði a.m.k. þyrfti það ekki að sæta vísitöluskerðingu. Nú er komið í ljós, að þetta var blekking ein. Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur blekktu láglaunafólk. Vísitöluskerð- ingu á laun þess var ekki frestað í sex mánuði vegna þess að 1. desember n.k. á að draga frá launum láglaunafólks það, sem ekki var tekið af launum þess í sumar og haust. Þá á láglaunafólk að fá 9% en hálaunafólk 11%. Þetta er réttlæti vinstri stjórnar. Þetta er umhyggja Alþýðubandalags og Alþýðuflokks fyrir láglaunafólkinu í landinu. Þetta ranglæti verður að leiðrétta. Láglaunafólk verður að fá sömu vísitöluhækkun launa og aðrir hinn 1. desember n.k. Samstaða er um þetta milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins eins og fram kom í samtali við Geir Hallgrímsson í Morgunblaðinu í gær. Hitt er svo annað mál, að þetta sérstæða réttlæti vinstri stjórnar hefur orðið til þess að beina athygli að kjörum láglaunafólks í landinu. Um það var einnig fjallað á þingi Verkamannasambandsins um síðustu helgi. Alyktun Verkamannasambandsins um kjaramál er hófsöm. Þar er viðurkennt að ekki sé grundvöllur til þess að krefjast stórfelldra kjarabóta. Markið er sett við það að endurheimta kaupmáttinn frá júní 1977. Þetta markmið er óraunhæft í bráð en ekki þegar til lengri tíma er litið. Við skulum ekki gleyma því, að það voru kjarasamningarnir 1977 sem áttu mikinn þátt í því að kynda undir óðaverðbólgunni á ný. í maí 1977 var hún komin niður í 26%. I júní voru gerðir verðbólgusamningar, sem hafa haft hrikalegar afleiðingar fyrir efnahag íslendinga. Þess vegna er óraunhæft að ætla að hægt sé að ná kaupmættinum frá 1977 á skömmum tíma. Hins vegar er óhjákvæmilegt að gera enn eina tilraun til þess að rétta hag láglaunafólks gagnvart öðrum stéttum. Enn verður að láta á það reyna hvort þeir hópar launþega, sem betur eru settir eru tilbúnir til að failast á leiðréttingu fyrir láglaunafólk, sem ekki kemur öðrum til góða. Einungis með því móti er nokkur von til þess að hægt sé að bæta kjör þeirra, sem við verstan hag búa í bráð. Við skulum heldur ekki blekkja okkur á því, að þetta sé hægt að gera án þess að þess verði einhvers staðar vart. Sameiginleg útgjöld þjóðarinnar eru orðin of mikil. Verulegur niðurskurður þeirra er forsenda fyrir því að hægt sé að leiðrétta kjör láglaunafólks. Niðurskurður ríkisútgjalda og skattalækkanir eru forsenda þess, að hægt sé að taka á þessu mikla réttlætismáli af fullri alvöru. En þá þurfa verkalýðssamtökin að vera tilbúin til þess að taka höndum saman við stjórnvöld, hvaða flokkar, sem hlut eiga að máli, um samstillt átak í þessu skyni. Eru verkalýðssamtökin reiðubúin til þess eða ætla þau enn að láta „íhalds“grýluna villa sér sýn? Þegar til lengri tíma er litið verða kjör launafólks ekki bætt nema framleiðsla þjóðarbúsins verði aukin. Til þess að svo megi verða þarf að auka fjölbreytni atvinnuvega m.a. með eflingu orkufreks iðnaðar. Þá dugar ekki fyrir verkalýðshreyfinguna að gera hvort tveggja í senn, krefjast kjarabóta en leggjast gegn aðgerðum, sem eru forsendur þeirra. Forseti íslands í Belgíu För forsetahjónanna dr. Kristjáns Eldjárns og frú Halldóru Eldjárns til Belgíu í boði konungshjóna landsins er staðfesting á því sérstaka sambandi, sem skapast hefur milli íslands og Belgíu undanfarin ár. Þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 50 sjómílur 1972 voru Belgar fljótir til þess að viðurkenna hana og samningar tókust um mjög takmörkuð veiðiréttindi togara þeirra innan lögsögunnar. Sömu sögu var að segja við útfærsluna í 200 sjómílur 1976. Og nú eru Belgar í hópi þeirra þriggja erlendu þjóða, sem hafa samningsbundnar veiðiheimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu. Fordæmi belgískra stjórnvalda við gerð þessara samninga hafði margþætt gildi fyrir málstað okkar íslendinga. 1 framkvæmd viðurkenndu þeir, að veiðar þessar yrðu aðeins stundaðar hér til skamms tíma, því að fjármunum var varið til leitar að nýjum fiskimiðum og belgískum togurum hefur fækkað jafnt og þétt. Samningarnir sónnuðu þann málflutning okkar íslendinga, að við vildum komast að sanngjarnri niðurstöðu. Síðast en ekki síst urðu Belgar traustir stuðningsmenn íslensks málstaðar innan Efnahags- bandalags Evrópu og Atlantshafsbandalagsins, þar sem sköpum skipti, að málstaður Islands nyti stuðnings. í för sinni mun forseti íslands einnig eiga viðræður við Joseph Luns framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í höfuðstöðvum þess. Með því er enn einu sinni staðfest, hve mikilvæg aðild íslands að bandalaginu er bæði fyrir okkur sjálfa og varnir Vesturlanda á Atlantshafi. Geir Hallgrímsson á Alþingi í gær: Hér fer á eftir í heild ræða sú, sem Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins flutti á Alþingi í gær. Það skal tekið fram að ræðan var flutt blaðalaus og er birt skv. endurriti þingritunar. Hræðslan við kjósendur rak Alþýðuflokk út úr vinstri stjóm — ekki ábyrgðartilfinningin Það telst til tíðinda, að stjórn falli. Það telst til tíðinda, að þriðja vinstri stjórnin á tæpum aldar- fjórðungi er fallin eftir skemmst- an valdatíma þeirra þriggja og verstan viðskilnað. Það telst til tíðinda, að þingrof er boðað og nýjar kosningar innan nokkurra vikna. Það eru minni tíðindi, að mynduð skuli minnihlutastjórn til þess eins að sjá fyrir þingrofi og nýjum kosningum. Það er hlut- verk þeirrar ríkisstjórnar, sem nú tekur við í dag. Við sjálfstæðismenn vildum una fráfarandi ríkisstjórn starfsfriðar fyrstu mánuðina sem hún sat. Fráfarandi ríkisstjórn fékk starfsfrið og það er meira en hægt er að segja um ríkisstjórn, sem beitt var ofbeldisaðgerðum utan þingsalanna. Valdið var tekið af löggjafarsamkomu þjóðarinnar þá. Við höfum haldið uppi stjórn- arandstöðu, sem er ábyrg og jákvæð. Krafa um kosningar Við höfum, frá því að ljóst var, að fyrstu aðgerðir ríkisstjórnar, sem boðaðar voru sem skamm- tímaaðgerðir dugðu ekki og voru á sandi byggðar, krafizt þess, að nýjar kosningar færu fram. Frá því um áramót hefur þetta verið okkar krafa. Enginn stjórnar- flokkanna hefur tekið undir þessa kröfu fyrr en einn þeirra gafst upp og hljóp frá borði ríkisstjórnar- fleysins og tók undir kröfu okkar sjálfstæðismanna um þingrof og nýjar kosningar. Það var einsýnt, að við sjálfstæðismenn hlytum að ítreka þá kröfu, og halda þeim stjórnarflokknum að þeirri ábyrgð, sem hann ber á stjórnar- athöfnum öllum og láta hann skila stjórnartaumnum í hendur nýs ábyrgs meirihluta, þegar kosn- ingar hafa farið fram. Við töldum eðlilegt, að fráfarandi ríkisstjórn sæti fram yfir kosningar og sinnti þessu hlutverki, en úr því að húp treystist ekki til þess að standa við verk sín og viðskilnað gagn- vart kjósendum á kjördegi, þá var næst að leifar hennar stæðu að því. Engin ábyrgð á mannavali Sjálfstæðisflokkurinn hefur heitið minnihlutastjórn Alþýðu- flokks að verja þá stjórn van- trausti. Þetta fyrirheit og þessi ályktun þingflokks Sjálfstæðis- flokksins er bundin ýmsum skil- yrðum en veigamest þeirra er auðvitað, að á þessum örfáu vik- um, sem um er að ræða, verði engin nýmæli í löggjöf eða stjórn- arframkvæmd í gildi sett. Sjálf- stæðisflokkurinn ber því enga ábyrgð á stjórnarathöfnum núver- andi stjórnar öðrum en þeim, er lúta að þingrofi og nýjum kosning- um. Það er rétt að geta þess að gefnu tilefni, að Sjálfstæðisflokk- urinn ber því síður ábyrgð á mannavali núverandi ríkisstjórn- ar, Sjálfstæðisflokkurinn tekur ekki við fyrirskipunum frá öðrum flokkum um skipun forystu sinnar eða trúnaðarstarfa á vegum Sjálf- stæðisflokksins og flokkurinn hef- ur engan áhuga og vill engin afskipti hafa af eða ábyrgð bera á því, hvaða menn aðrir flokkar velja í trúnaðarstörf af sinni hálfu. Ég tek þetta fram vegna þess að þeir flokkar, sem hafa verið undirgefnir því að láta aðra flokka ráða mannavali sínu hafa haft á orði, að Sjálfstæðisflokkur- inn kunni að hafa haft hönd í bagga með núverandi stjórn að þessu leyti. Svo er ekki. Hins vegar eru fordæmi um það t.d. þegar Fram- sóknarflokkur lét undan þrýstingi Alþýðuflokks og neitaði formanni sínum, Jónasi frá Hriflu um ráð- herradóm. Alþýðuflokkur lét líka undan áróðri kommúnista og felldi Stefán Jóhann frá for- mennsku á sínum tíma. Mörg önnur dæmi mætti nefna frá öðrum flokkum en Sjálfstæðis- flokknum, en Sjálfstæðisflokkur- inn vill ekki viðhafa þessi vinnu- brögð. Spegilmynd stjórnar- samstarfs í raun og veru er ekki þörf á því að fara frekari orðum um aðild eða ábyrgð Sjálfstæðisflokksins að þeirri ríkisstjórn, sem nú tekur til starfa. En það er fullkomin ástæða til þess að fara nokkrum orðum um aðdraganda þessara stjórnarslita vegna þess, að þau eru spegilmynd stjórnarsam- starfsins og þeirrar upplausnar stjórnleysis, sem ríkt hefur á undanförnum 13 mánuðum. Það er haft fyrir satt, að Alþýðuflokkur hafi þá fyrst hlaupið frá borði, þegar hann sá fram á það, er fráfarandi forsætisráðherra lagði fram þjóðhagsáætlun sína, að það mundi verða meiri samstaða milli Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks en milli þessara tveggja flokka og Alþýðubandalags og fyrirsjáanlegt væri, að Alþýðu- bandalag mundi hlaupa frá borði. Alþýðuflokkur gat ekki hugsað sér að sitja eftir í stjórninni með Framsóknarflokknum og vildi þess vegna vera fyrri til. Það er auglýst eftir ágreiningsefnum af hálfu Alþýðuflokksins. Flokkur- inn hefur ekki svarað. Með sama hætti situr Alþýðu- bandalag eftir með sárt ennið í flatsæng með Framsóknarflokki og kann illa við þau örlög og tók ekki annað í mál heldur en ríkisstjórnin segði af sér hið bráðasta. Þetta er nú vitnisburð- urinn um bróðurkærleik fyrrver- andi stjórnarflokka. Þetta er nú vitnisburðurinn um hversu viljug- ir þeir eru að axla ábyrgðina. Það er ekki ábyrgðartilfinningin, sem rekur Alþýðuflokkinn úr stjórn- inni, heldur hræðslan við kjósend- ur, dóm kjósenda. Og sama hræðsla við dóm kjósenda ræður gerðum Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags. Þrjár höfuðstoöir Við skulum líta á upphaf þess- arar stjórnarmyndunar. Við höf- um fengið vitnisburð um það, að refskák hafi þá verið tefld af framsóknarmönnum og alþýðu- bandalagsmönnum. Ég held nú e.t.v., að refskákin hafi verið þríhliða á þeim tíma. En höfuð- stoðir stjórnarmyndunarinnar voru þrjár. I fyrsta lagi hið fræga kjörorð, samningarnir í gildi. Til- burðir voru hafðir uppi í þá átt í byrjun september á síðasta ári, þannig að hinir hæstlaunuðu fengu mesta kauphækkun. Þakinu var lyft og fleira í því skyni gert, en hinir lægst launuðu ýmist enga kauphækkun eða þá kauplækkun í raun. Það er einkennandi, að nú við lok þessa stjórnarsamstarfs liggur það fyrir, að óbreyttum lögum frá hendi þessarar vinstri stjórnar, að hinir lægst launuðu eiga að fá 2% minni verðuppbót heldur en hinir hærra launuðu 1. des. n.k. Þetta er táknrænt fyrir núverandi stjórnarflokka, Alþýðu- flokk og Alþýðubandalag, sem gengu til kosninga undir kjörorð- inu: samningarnir í gildi. Sú stoð stjórnarmyndunarinnar er brostin fyrir löngu. Enda er önnur stoðin, auknar niðurgreiðslur, sem áttu að leiða til lækkunar dýrtíðarinn- ar, sömuleiðis brott fallin. Þeir gáfust upp á auknum niðurgreiðsl- um á miðju ári og drógu úr þeim, enda er þetta falsráð til að ráða niðurlögum verðbólgunnar, fals- ráð sem hefnir sín. Það kemur aðeins að tímabundnum notum og þegar hækkanir verða á kostnað- arþáttum verðlagsgrundvallar landbúnaðarafurða, þá vegur sú hækkun langtum þyngra í verð- laginu, þegar tímar líða fram og þessu hafa landsmenn kynnzt nú í sumar og haust. Þessi höfuðstoð átti að vera bjargráð fráfarandi stjórnar. Ráðherrar Alþýðu- bandalags slógu sér á brjóst og sögðust hafa lækkað dýrtíðina á þeim tíma. Þetta bjargráð hefur snúizt gegn þeim og orðið þeim að falli, sérstaklega þeim, sem gort- uðu mest af þessu ráði, þ.e.a.s. Alþýðubandalaginu. Hver var Brútus? Og hvað með þriðju höfuðstoð stjórnarmyndunarinnar? Það var aukin skattheimta, aukin skatt- heimta til þess að standa að falsráðinu gegn verðbólgunni. Skattahækkanirnar eru sú stoð, sem e.t.v. stendur en er þó að bresta. Og hún er að bresta vegna þess að fólkið þolir ekki þær auknu skattaálögur, sem fráfar- andi ríkisstjórn hefur lagt á þjóð- ina. í raun og veru hafa fráfarandi stjórnarflokkar heldur ekki treyst sér til þess að hækka skattana til þess að jafna rekstur ríkissjóðs. Kunn er yfirlýsing fráfarandi fjármálaráðherra, sem sagðist að vísu breyta jöfnuði í ríkisrekstrin- um á s.l. ári i halla vegna þess, að hann ætlaði að lengja almanaks- árið úr 12 mánuðum í 16 mánuði. Þegar fyrirsjáanlegt var á þessu ári, að það mundi ekki takast, heldur mundu skuldir ríkissjóðs stóraukast við Seðlabankann, lýsti þessi sami fráfarandi fjármála- ráðherra því yfir, um leið og hann jók skattabyrðir almennings að hann mundi enn lengja almanaks- árið úr 16 mánuðum í 20 mánuði. Það mun heldur ekki duga og fjárlagafrv. er þess eðlis, að fyrir- sjáanlegur rekstrarhalli yrði á framkvæmd þess og áfram- haldandi afgreiðslu miðað við þá stöðu þings sem nú er. Við þessar aðstæður er ekki um annað að ræða en að nýjar kosningar fari fram. Það voru boðaðar skamm- tímaráðstafanir, en loks komu langtímaráðstafanir. Það var efnahagsfrv. forsætisráðherra, sem engin samstaða varð um í margar vikur, marga mánuði. Frv. var borið fram hér 15. mars, á dánardægri Caesars, og þá spurði ég; hver er Brútus? Nú er komið í ljós, hver Brútus er. Allir stjórn- arflokkarnir hrósuðu sér af þess- um efnahagslögum. Nú væri bjargráðið fundið! Það er nú dæmt ófært og raunar segja ýmsir, að það sé orsök aukinnar verðbólgu á sumar- og haustmánuðum. Það fer illa á því, að hæstvirtur fyrrverandi menntamálaráðherra hafi orð á því, að fyrrv. ríkisstjórn 1974—1978 hafi ekki náð árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. í byrjun árs 1977 hafði sú ríkis- stjórn lækkað verðbólguna úr yfir 50% í 26%. Misbeiting krata- brodda og kommúnistabrodda inn- an launþegasamtakanna á þeim samtökum, gerði það að verkum, að aftur horfði í verri átt. Að vinna at- kvæði á fölskum forsendum Það fer ekki á milli mála, að fráfarandi ríkisstjórn skilur sam- kvæmt eigin yfirlýsingum við, þegar verðbólgan frá ársbyrjun til ársloka verður 55% og þegar fyrirsjáanleg er hækkun fram- færsluvísitölunnar um 13% 1. des. n.k. Miðað við ár yrði verðbólgu- vöxturinn nær 65%. Byggingar- vísitalan hækkar ennþá meir. Vaxtavísitala Seðlabankans eitt- hvað þar á milli. Hver er afstaða einstakra flokka, þegar svona stendur á? Alþýðuflokkur talar af ábyrgð að eigin sögn. Var ekki formaður hans í ársbyrjun 1978 og í aðdraganda kosninga 1978, hæstvirtur forsætisráðherra Benedikt Gröndal að tala um samningana í gildi? Var það ekki hann, sem ásamt Alþýðubandalagi stóð að hervæðingu kratabrodda innan launþegasamtakanna gegn nauðsynlegum ráðstöfunum gegn dýrtíðinni? Var það ábyrgðartil- finning að vinna atkvæði að þessu leyti á fölskum forsendum með loforðum, sem hann vissi sjálfur, að ekki væri unnt að efna. En hvað hefur síðan gerzt? Ekki annað en það, að sögn samstarfsflokka Al- þýðuflokks í ríkisstjórn, að á þriggja mánaða fresti hefur þessi flokkur krafizt þess að dregið yrði úr launahækkunum og dregið væri úr og alls ekki stáðið við samning- ana, sem í gildi voru. Var það ekki þessi flokkur, Alþýðuflokkur, sem gekk til kjósc'ida og sagði, að hann vildi lækka skatta og skatta- byrði almennings? Er það ekki þessi flokkur, sem ber ábyrgð á hærri skattaálögum heldur en stjórnmálasagan kann að greina frá? Er það ekki þessi flokkur, sem ætlaði að draga úr og jafnvel afnema tekjuskattana, en hefur staðið fyrir hækkun þeirra meiri en nokkru sinni áður hefur verið framkvæmd á jafnskömmum tíma? Er það ekki þessi flokkur sem ætlaði að ráðast gegn verð- bólgunni, en ber ábyrgð á mestu verðbólguþróun, sem um getur í sögu Islands? Alþýðuflokknum er ekki treystandi Það er rétt, að þessi flokkur hefur staðið fyrir upphlaupum, sýndarmennskuupphlaupum við og við hér á Alþingi. En hann hefur líka gefizt jafnoft upp. Hann hefur jafnoft hjaðnað niður og verið eins og lamb að leika sér við, við fyrrverandi stjórnar- flokka. Það er ekki fyrr en Sjálf- stæðisflokkur setur Alþýðuflokki þá úrslitakosti, setur Alþýðuflokk í raun og veru upp að vegg og segir honum að efna til þingrofs og nýrra kosninga og hann beri ábyrgðina og verði að skila af sér með þeim hætti, að kjósendur fái að ganga til kosninga og kveða upp sinn dóm, að Alþýðuflokkur gerir sér ljóst, að hann verður að standa við stóru orðin, sem hann hefur viðhaft í þingsölunum, en hlaupið jafnskjótt og oft frá. Það er víst og satt, að Alþýðu- flokknum er ekki treystandi eftir kosningar. Hann hefur sýnt sig beran að því aö segja eitt fyrir kosningar og annað eftir kosn- ingar. Flokkur gengis- lækkunar og vaxtahækkunar Snúum okkur að Alþýðubanda- lagi. Ekki voru orð þeirra veikari varðandi samningana í gildi. Lof- orðin jafnskýr og afdráttarlaus. Með sama hætti voru verkalýðs- foringjar þeirra háværir og beittu ólögmætum aðgerðum jafnt sem lögmætum. Ætla mætti, að þeim hefði verið umhugað um að samn- ingarnir yrðu í gildi, að kaupmátt- urinn héldist eins og að var stefnt í samningunum 1977 og þeir héldu fram. En hvar hafa þessir verka- lýðsforingjar verið síðustu 13 mánuði? Þeir hafa þagað þunnu hljóði. Þeir hafa séð kaupmáttinn falla og fyrirsjáanlegt er, að kaupmátturinn verður minni heldur en verið hefði, ef febrúar- og maílögin frá 1978 hefðu fengið að komast í framkvæmd án skemmdarverka af hálfu þessara manna. Það heyrðist fyrir kosningar 1978 af hálfu formanns Alþýðu- bandalags, Lúðvíks Jósepssonar, að gengislækkun væri ekkert ráð. En þeir fengu gengismálaráðherr- ann og háttvirtur þingmaður Svavar Gestsson hefur ekki haft við að skrifa út heimildarbréf til Seðlabanka íslands um ýmist að fella gengið eða láta gengið síga. Og Svavars Gestssonar verður minnst í sögunni fyrir það að vera sá ráðherra, sem hefur lækkað gengið mest á skemmstum tíma. Hvað er með verðlagsmálin? Heyrðum við ekki í Þjóðviljanum undir ritstjórn þessa sama manns, að ríkisstjórnin gætí bara sagt: Engar verðhækkanir. En hvað hefur gerst? Verðlag hefur hækk- að meira í tíð ráðherra Alþýðu- bandalags sem verðlagsmálaráð- herra en áður. Og hvað er með vaxtamálin? Forsvarsmenn lág- vaxtastefnunnar, Alþýðubanda- lagið með Lúðvík Jósepsson í broddi fylkingar hefur samþykkt efnahagsfrv., hefur samþykkt vaxtastefnu Alþýðuflokksins og ber ábyrgð á þeirri vaxtastefnu og framkvæmd hennar. Vextir hafa þess vegna hækkað. E.t.v. var það óhjákvæmilegt. En við sjálfstæð- ismenn erum andvígir því, að vextir séu sjálfkrafa hengdir aft- an í verðbólguþróunina. Vextina á að gefa frjálsa og ákveða þá með framboði og eftirspurn og samkv. ákvörðun viðskiptabanka og lána- stofnananna, en ekki að ákvarðast fyrirfram samkv. formúlu af Seðlabankanum. Við höfum heyrt það, að það væri alveg útilokað að skerast í leikinn varðandi gerð kjarasamn- inga af hálfu Alþýðubandalagsins, hvað þá heldur að torvelda verk- föll, helgasta rétt hvers vinnandi manns eins og þeir komast að orði. En hvað hefur Alþýðubandalagið gert á sínum stjórnarferli annað en einmitt það að standa að löggjöf um að skerast í gerða kjarasamninga og banna verkföll sbr. farmannaverkfallið. Og loks, Alþýðubandalagið sem hefur haft stór orð um, að varnarliðið þyrfti að fara af landi brott. Alþýðu- bandalagið hefur setið eins og mús undir fjalaketti og ekki minnst á varnarliðið eða brottför þess og má í því efni segja, að batnandi manni er best að lifa. Framsóknar- flokkur tvístígandi Hvað er þá með Framsóknar- flokkinn, sem byrjaði stjórnar- myndunina með því að gefast upp? Var ekki eingöngu sigraður í kosningunum, heldur lét sigrast eftir kosningarnar og gekk á hönd Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki og lofaði að gera allt það sem þessir flokkar vildu og framsókn- armenn voru á móti í kosningun- um 1978. Það var stórmannlega að farið. Hver er skýringin önnur en sú, að Framsóknarflokkurinn vill alltaf halda fast í valdastólana, í ráðherrastólana. Framsóknarflokkurinn hefur ekki haft neina sjálfstæða stefnu í fráfarandi ríkisstjórn. Hann hefur tvístigið á milli hinna tveggja flokkanna. Hann hefur fyrst horft til annars, síðan til hins. Hann hefur stigið Óla Skans dans fram og aftur milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Hann hefur ekki vitað sitt rjúkandi ráð. Aðal- markmiðið hans er nú sem fyrr að halda í völdin og ráðherrastólana, enda er það einkennilegt og þó ekki nema í samræmi við skoðun Framsóknarflokksins og í sam- ræmi við hver sárt Alþýðubanda- laginu ér um ráðherrastólana, að tillögur formanna þessara flokka beggja til forseta var það, að það væri nauðsynlegt að reyna að mynda nýja vinstri stjórn, endur- reisa vinstri stjórnina með þeim þrem flokkum, sem að henni hafa staðið. Fráfarandi forsætisráð- herra lét líka orð að þessu falla í sjónvarpsviðtali. Það eru fordæmi fyrir þessu áður. Þegar vinstri stjórnin féll 1958, þá var gerð örvæntingarfull tilraun til þess að endurlífga hana. Það átti að gera sömu tilraun nú. Við sjálfstæð- ismenn gengum ákveðnir til verka og gerðum Alþýðuflokknum það að standa við orð sín. Þess vegna tókst ekki að endurreisa vinstri stjórnina. En við skulum hafa það í huga, að með því að ekki er treystandi orðum neinna þessara þriggja vinstri flokka, sem svo vilja kalla sig fyrir kosningar, að þeir standi við þau eftir kosn- ingar, þá getur svo farið, að tilraun verði enn gerð um myndun vinstri stjórnar eftir kosningar. Þó ættu þessir flokkar að vera búnir að fá sig fullsadda af vinstri stjórnum, sem reynslan sýnir, að ekkert gagn hafa gert, en einungis skaða. Við hljótum því að beina því til landsmanna allra og kjós- enda að vera á verði gegn því, að slíkt geti endurtekið sig. Allt er þá þrennt er Allt er þá þrennt er. Vinstri flokkarnir svokallaðir hafa fengið tækifæri sitt. Nú er reynslan ólygnust. Vinstri stjórnir duga ekki og nauðsynlegt er, að einn flokkur hafi ábyrgðina á málefn- um þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokk- ur hefur markað stefnu sína í efnahagsmálum og öðrum málum á landsfundi flokksins í vor. Hann mun skýra þá stefnu í þeirri kosningabaráttu, sem nú er hafin og skírskota til þjóðarinnar að ljúka þessu ófremdarástandi, sem nú er fram komið með því að fela honum ábyrgð á stjórn landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.