Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 25 ft lk í fréttum » P 1 j = 1 ; j 7-^ Á fullu á sérhönnuðu bifhjóli + ÞESSI bandaríski lögmaður, sem heima á í bæ einum vestur í Texas, sést hér renna af stað úr bílageymslu í heimabæ sínum á sérhönnuðu bifhjóli, en lögmaðurinn, Reeves að nafni, lamaðist fyrir rúmlexa 30 árum. Ógnaði stór- byggingu S.þ. + EINS og lesendur mun reka minni til greip ótti um sig meðal fólks í aðalstöðvum Samcinuðu þjóðanna í New York fyrir nokkr- um dögum, er talið var að snar- vitlaus fiugmaður á litilli flugvél myndi hafa í hyggju að fljúga vélinni á Sþ-bygginguna. Var far- ið í það að rýma bygginguna til frekara öryggis. — En til þessa kom þó aldrei til allrar hamingju. — Hættan leið hjá og flugmaður- inn lenti rellunni og var handtek- inn. Þessi mynd er af flugmannin- um, sem reyndist vera rithöfund- ur Robert Baudin að nafni, sem kunnur mun vera vestra. — Við athugun kom í ljós að hann taldi sig ekki eiga neitt sökótt við S.þ. heldur við útgáfufyrirtæki eitt sem er til húsa í byggingu skammt frá S.þ.-byggingunni. Geislandi af lífsgleði + ÞAU virðast geisla af lífsgleði þessi ungu hjón. Þetta eru ballettdansararnir rússnesku, Leonid og Valentina Kozlov, sem struku á dögunum er rússneski ballettinn hcimsótti Bandaríkin. Myndin er tekin um helgina er þau komu til borgarinnar New Orleans. Þar áttu þau að koma fram opinberlega í fyrsta skipti eftir að þau báðust hælis fyrir tæpum mánuði. Hveragerði: Ekið á þrjú hross Hveragerði. 15. október. EKIÐ var á þrjú hross í morgun á Suðurlandsvegi við gatnamótin upp í Hveragerði. Lögreglan og dýralæknir komu þegar á staðinn. Reyndust hrossin óbrotin en nokkuð slösuð að mati dýra- læknis. Bifreiðin, sem var af Land-Rover-gerð, skemmdist nokkuð. Ástæða er til að benda veg- farendum á mikla hættu sem stafar af lausagripum meðfram þjóðvegum þegar skyggni og veður fara versnandi. —Siurún. Okkur vantar ennþa konur i vinnu halfan eöa allan daginn. Unniö eftir bónuskerfi nýtt húsnæði, nýjar vélar, hugguleg kaffistofa afsláttarkort þar á meöal 30% afsláttur af fatnaði. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 85055 eða Fosshálsi 27. SAUMASTOFA, iP KARNABÆR Fosshálsi 27, simi 85055. okkur vantar eru sau'makonur ÚRVALS HEIMILISTÆKI FRAI Frá KPS, Noregi bjóðum við úrvals heimilistæki á hagstæðu verði: Eldavélar 3ja og 4ra hellna, kæliskápa, frystiskápa, frysti og kæliskápa, uppþvottavélar, frystikistur og gufugleypa. Litir: Svartur, hvítur, karrygulur, avocdogrænn og Inkarauður. Komið og skoðið þessi glæsilegu tæki eða skrifið eftir myndalista. SENDUtl GEGN PÓSTKRÖFU L EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.