Morgunblaðið - 17.10.1979, Page 32
á ritstjórn og skrifstofu:
10100
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979
^SÍminn á afgreiðslunni er
83033
JB»r0xmbtobit>
Alþingi rofið:
Tveggia daga
kosnmgar
ALþlNGI var rofið í «ær og þingkosningar boðaðar 2. og 3. desember.
Að loknum þinjísrofsumræðum í gær sagði Oddur ólafsson, forseti
Sameinaðs Alþingis: „Háttvirtir alþingismenn. Ég þakka ykkur fyrir
tiliitssemi og notalegheit þá fáu daga sem ég hefi stjórnað fundum
sameinaðs þings. Ég þakka ykkur einnig fyrir litríkt, skemmtilegt
samstarf á undanförnum átta árum og ég vona að flestir ykkar komi
glaðir og ánægðir út úr þeirri orrahríð, sem framundan er í
stjórnmálunum og hver hljóti þann árangur er hann hefur til unnið.
Ég þakka öllu starfsfólki Alþingis fyrir störf og þjónustu og gef
hæstvirtum forsætisráðherra orðið.“
Benedikt Gröndal, forsætisráð-
herra, sagði: „Herra forseti. Ég
færi fram beztu þakkir þing-
manna fyrir ágæta og drengilega
stjórn á þessu stutta þingi, fyrir
einstaklega góða viðkynningu
undanfarin ár.“
Þá las forsætisráðherra forseta-
bréf um þingrof: „Forseti íslands
gjörir kunnugt. Forsætisráðherra
hefur tjáð mér, að Alþýðuflokkur-
inn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi
orðið sammála um að stofna skuli
nú til almennra þingkosninga og
nauðsyn beri því til þess að
Alþingi verði rofið svo efna megi
til alþingiskosninga þegar á þessu
ári. Samkvæmt þessu er Alþingi
hér með rofið nú þegar.
Gert að Bessastöðum 15. októ-
ber 1979.
Kristján Eldjárn/Benedikt
Gröndal."
Síðan las forsætisráðherra for-
setabréf þar sem mælt er fyrir
almennar þingkosningar sunnu-
daginn 2. desember og mánudag-
inn 3. desember n.k.
Að lokum las forsætisráðherra
forsetabréf til sín með umboði til
að rjúfa þing, 101. löggjafarþing
íslendinga, nú þegar. Síðan maelti
hann orðrétt: „Samkvæmt þessu
umboði lýsi ég yfir að Alþingi
íslendinga, 101. löggjarfarþing, er
frá og með þessari stundu rofið og
störfum þess lokið."
Vatnsæð hitaveitunnar í Reykjavík fór sundur milli Hafnarstrætis
og Tryggvagötu um hádegisbilið i gær þar sem standa yfir
framkvæmdir við húsgrunn. Fór heitt vatn af svæði í miðbæ og upp
í Þingholt og Vesturbæ en grafið hafði verið undan leiðslunni
þannig að hún féll niður. Búist var við að bráðabirgðaviðgerð yrði
lokið með kvöldinu. Lögreglan lét loka Hafnarstræti meðan unnið
var að viðgerð og truflaði það mjög alia umferð og urðu
strætisvagnar m.a. að breyta ferðum sinum gegnum miðbæinn.
Benedikt Gröndal lýsir þingroíi og kosningum á Alþingi í gær. í forsetastól er Oddur
Ólafsson, forseti Sameinaðs þings._
Vinnuveitendur um nýja kjarasamninga:
Verðbætur á sex
mánaða fresti
Heildarlaunakostnaður aukizt ekki
Kjaramálaráöstefna
Vinnuveitendasambands
íslands var haldin í gær í
Reykjavík. í lok hennar
var samþykkt stefnuyfir-
lýsing þar sem segir m.a.,
að við endurnýjun kjara-
samninga verði á hverjum
tima að taka mið af af-
komu atvinnuveganna og
þjóðarbúsins þannig að
ekki verði skipt meiru en
aflað er. Sé ríkari ástæða
til að fylgja þessu sjón-
armiði eftir við núverandi
efnahagsaðstæður.
Þá er í stefnuyfirlýsingu VSÍ
lögð áherzla á eftirfarandi atriði
við endurnýjun kjarasamninga
um næstu áramót:
Breytingar á kjarasamningum
verði gerðar innan þeirra marka
að þær hafi ekki í för með sér
aukinn heildarlaunakostnað,
samningstími verði til 1. janúar
1982, heimilt verði að endurskoða
kaupliði 1. janúar 1981 með
hliðsjón af þróun þjóðartekna og
að eftirtaldar breytingar verði
gerðar á núgildandi verðbóta-
ákvæðum sem sett voru á með
Umræður um símareikninga Jóns Sólness á Alþingi;
„Hef nánast verið út-
skúfaður úr flokki mínum
— af nokkrum hluta hans”
UMRÆÐUR urðu á fundi Sameinaðs Alþingis i gær eftir að
útvarpsumræðum lauk um greiðslur á simareikningum Jóns G.
Sólness alþingismanns. Upphaf umræðnanna var það að Vilmundur
Gylfason dómsmálaráðherra lét þau orð falla í útvarpsrumræðunum,
að hér væri á ferðinni alvarlegt mál sem þyrfti að kanna nánar, og
sem yrði kannað.
Jón Sólnes kvaðst ekki geta
annað en svarað þessum orðum
ráðherrans, sem ráðist hefði á sig
í útvarpsumræðum, og héldi þar
með áfram ofsóknarherferð á sig
og fjölskyldu sína. Rakti þingmað-
urinn síðan bréf það er yfirskoð-
unarmenn ríkisreikninga sendu
forseta Sameinaðs Alþingis, og
samskipti sín og skoðunarmanna.
Sagði hann þá ekki hafa gefið sér
kost á að skýra sín mál áður en
bréfið var sent og málið komið til
fjölmiðla. Kvaðst Jón eiga inni fé
fyrir not á einkabifreið sinni er
hann hefði viljað láta ganga upp í
símreikningana, en ekki hefði
fengist úr þeim skorið þrátt fyrir
ítrekaðar óskir sínar. Hins vegar
sýndu athugasemdir í ríkisreikn-
ingum frá 1978 að gert væri ráð
fyrir að þeir reikningar yrðu
greiddir.
Þá sagði Jón Sóines að hann
hefði verið nær útskúfaður úr
flokki sínum vegna þessa máls, og
rætt væri um að hann væri ekki
hæfur til að vera í forystusveit
flokksins, og einnig kvað hann
fjölskyldu sína hafa liðið að
ósekju vegna málsins.
Albert Guðmundsson alþingis-
maður tók einnig þátt í umræðun-
um, og sagði hann að ekki væri
vanþörf á að rannsaka fyrst yfir-
skoðunarmenn ríkisreikninga, og
það hvers vegna mál þetta hefði
lekið út áður en það hefði verið
kynnt réttum aðilum.
Nánar segir frá umræðunum
á blaðsiðu 14 i Morgun-
blaðinu i dag.
„Hair” í
Tónabíó
bráðlega ?
ALLAR iíkur eru á því að
Tónabíó i Reykjavík fái kvik-
myndina „Hair“ eða „Hárið“,
sem gerð er eftir samnefnd-
um söngleik, til sýningar
einhvern tíma á næstunni.
Tónabíó hefur samning við
bandariska kvikmyndafyrir-
tækið United Artists, sem
framleiddi myndina, en bíóið
kaupir reglulega af þvi
myndir.
Samkvæmt upplýsingum
Þorvalds Thoroddsens fram-
kvæmdastjóra Tónabíós kaup-
ir bíóið vanalega 15—20
myndir á ári af United Artists
og þegar samningar voru
síðast gerðir var „Hárið" ekki
tilbúin. Innan mjög skamms
tima verður hins vegar gengið
frá samningum um næstu
kvikmyndakaup og taldi Þor-
valdur þá mjög líklegt að
„Hárið" fylgdi þar með, en
erfitt væri að segja á þessu
stigi til um hvenær myndin
fengist til sýningar hérlendis.
Kvað hann það fara eftir því
hversu mikla áherzlu þeir
legðu á að fá hana til landsins.
lögum um stjórn efnahagsmála
o.fl. nr. 13/1979:
Breytingar á verði innlendrar
vöru og þjónustu, er stafa af
hækkun launa, hvort sem er
vegna verðbóta eða grunnkaups-
hækkana hafi ekki áhrif á verð-
bótavísitölu, breytingar á óbein-
um sköttum og gjöldum hafi ekki
áhrif á verðbótavísitölu né breyt-
ingar á opinberum niðurgreiðsl-
um vöruverðs, frekara tillit verði
tekið til viðskiptakjarabreytinga
en nú er gert og að verðbætur á
laun skuli reiknast á sex mánaða
fresti og greiðast hlutfallslega
eins á öll laun. Að síðustu er
síðan lögð áherzla á að unnið
verði að gerð samræmds heild-
arkjarasamnings.
Skák:
íslenska
sveitin í
milliriðil
LOKIÐ er undanrásum í heims-
' meistarakeppni unglingasveita í
skák, sem nú fer fram í Viborg i
Danmörku. Sextán þjóðir taka
þátt í mótinu og komst islenska
sveitin i milliriðil.
í riðli íslands urðu Skotar efstir
með 9 vinninga af 12 mögulegum,
ísland í öðru sæti með 8% vinning,
Finnland í þriðja með 6% vinning
og lestina ráku Belgar sem fengu
engan vinning. Sveit Islands vann
skosku sveitina með 2‘/i gegn lVfe,
gerði jafntefli við þá finnsku og
vann aljar skákirnar við Belgana.
Með íslandi í milliriðli eru Eng-
lendingar, Hollendingar og Vestur-
Þjóðverjar, en í hinum riðlinum eru
Svíþjóð, Júgóslavía, Danmörk og
Skotland. Hefst í dag keppni í
milliriðli.