Tíminn - 29.06.1965, Page 1

Tíminn - 29.06.1965, Page 1
HANDBOK VERZLUNAR MANNA ASKRIFTARSlrVII •0688 16888 16688 HANDBÓK VERZLUNAR MANNA ÁSKRIFTARSÍMI 16688 16688 142. tbl. — Þriðjudagur 29. júní 1965 — 49. árg. Einir tólf síldveiSibátar komu aS norSan hingaS til Reykjavíkur í gaerdag. Hér á myndinni sjást tveir þeirra vera aS sigla inn höfnina. Ásbjörn er til vinstri en til hægri er Ásþór. Þeir voru keyrSir á fullu til hafnar. Tímamynd KJ. SÍLDVEIÐARNAR STÖÐVAST VEGNA SÍLDARSKATTSINS TK-FB-BÞG—Reykjavík, mánudag. Gjörvallur sfldveiðifloti íslendinga hefur nú stöðvazt vegna bráða- birgðalagasetningar ríkisstjórnarinnar um stórfelldan nýjan skatt á sjómenn og útvegsmenn, sem renna á til sfldarflutninga til Norðnr- lands m. m. Telja sjómenn og útvegsmenn, að greiða eigi kostnað- inn af sfldarflutningunum til Norðurlands og öðrum ráðstöfunum til að bæta atvinnuástandið þar úr almannasjóðum í stað þess að leggja þennan kostnað á útveginn einan og skerða þannig hlut hans um tugi ef ekki hundruð milljóna króna. Er alger samstaða ríkjandi meðal útvegsmanna, skipstjóra og sjómanna á sfldveiðiflot- anum um að krefjast sanngjams verðs fyrir sfldina og fara ekki úr höfn fyrr en gengið hefur verið til móts við kröfurnar. Yfirlýsingar stjómar LÍÚ í morgun þóttu æði skrýtnar en rjúfa þó ekki þá samstöðu sem skapazt hefur. Ágætis veður var á miðunum fyrir Austurlandi í dag, en ekki eitt einasta íslenzkt skip við veið- ar. Fann Ægir þar mikla síld í dag 80 mílur suðaustur af Langa- nesi og stóðu torfurnar á 20—40 faðma dýpi. Þá hafa síldveiðibát- ar, sem stundað hafa síldveiðar sunnanlands einnig verið stöðvað- ir til að mótmæla því, að ekki hef- ur enn fengizt ákveðið síldarverð sunnanlands. Ríkisstjórnin hafði það eitt til málanna að leggja í kvöld, að biðja blöðin að endur- prenta bráðabirgðalögin um hinn rangláta síldarskatt á útveginn, þótt öllum hljóti að vera ljóst, nema ríkisstjórninni, að lausn þessa máls þolir enga bið — og það verður ekki leyst nema hin- um rangláta skatti verði létt af og síldarflutningarnir greiddir með öðru móti. Síðdegis á laugardag komu skip- stjórar á einum 50 til 60 skipum saman til fundar á Raufarhöfn, og ákváðu þar að mótmæla bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar frá því á fimmtudaginn og um leið verði yfirnefndarinnar á fersksíld veiddri í sumar. -Skipstjórarnir mótmæltu lögunum og fóru um leið fram á að verðið á síldinni yrði 220 krónur fram til 15. júní fyrir hvert mál síldar og 250 krón ur eftir þann tíma. — Við ætlum okkur að halda fast við þetta, sagði einn skipstjórinn í viðtali við blaðið í dag, og ákveðið er að ekkert skip fari úr höfn fyrr en gengið hefur verið að þessu. Skipstjórarnir tóku síðan ákvörð un um að leggja skipum sínum, og sigldu flestir þegar í stað til heimahafnar. Ákvörðun um þetta var tekin bæði í gegnum talstöðv- ar skipanna og síma, og segja þeir, sem hlustuðu á samtölin, að Gunn-! ar Hermannsson, skipstjóri á Eld- j borginni, hafi kallað upp, að hann væri á heimleið, og hvort ekki væri einhver, sem vildi slást í för með honum. Einhuga samstaða virtist vera milli allra, því áður en tvær klukkustundir voru liðn- Framhald á l4. síðu Þetta er mastraskógurinn í höfninni á Akureyri, en þangað leitaði fjöldi skipa inn um helgina, þegar síldveiði- flotinn stöðvaðist. (Tímamynd GPK). Formaður Framsóknarflokksins lét bóka í stjórn SR FULL T SILDAR VERD GREIDIST - ÁN N0KKURS FRÁDRÁTTAR TK—Reykjavík, mánudag. Eins og greinilega kemur fram annars staðar í blaðinu, þá stend ur síldardeilan raunverulega um þá nýju skattlagningu á útveginn, sem ákveðinAldr með bráða- birgðalögunum, og renna á til sfldarflutninga til Norðurlands- | hafna m. a. í grehiargerð Sveins 0g útvegsmanna um 15 krónur á ! Benediktssonar, formanns Síldar bvert mál. verksmiðja ríkisins, er alveg fram ÞaS var borið upp í síldar hjá þessu atriði gengið, en hins verksmiðjustjórninni, hvort leggja vegar lögð áherzla á, að alger ætti sérstakan skatt á sjómenn og samstaða hafi verið í stjórn Sfldar útvegsmenn til að standa undir verksmiðjanna um bræðslusfldar sfldarflutnimgunum. Eysteinn ( verðið. Skatturinn lækkar þó Jónsson, sem á sæti í stjórninni, bræðslusíldarverðið til sjómanna I lagðist algerlega gegn því og taldi að standa yrði undir kostnaði við flutninga með öðrum hætti. Lét hann m.a. bóka þetta í verksmiðju stjóminni í sambandi við þetta mál: „Þar sem ég tel, að síldaf flutninga til verksmiðja fjarri veiðistað beri ekki að kosta Framhald á l4. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.