Tíminn - 29.06.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.06.1965, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. júní 1965 TÍMINN í£zÁL£eÍj£r&3 SEND TILISLANDS lega til þess aö geta haldið jól með piltunum. — Já og við megum teljast heppin, ef við getum hangið aftan í 6 hnúta lestinni . . . þessi fleyta er með eilíf túrbínu-vand- ræði, og hefur verið frá því hún kom úr þurrkví. Við trúð- um þessum orðrómi næstum því, en nýjar sögur skutu upp kollinum, um leið og lagt var af stað út úr höfninni. Skipið stefndi aftur til Norfolk, þar sem viðgerð átti að fara fram. Nei, það sigldi til New York, og á meðan menn véðjuðu um ísland, New York og Norfolk kom tundurspillir til móts við okkur, þama sem við snigluðumst áfram til hafs og sendi okkur ljósmerki, sem sögðu: — Við eigum að fylgja ykkur til Boston. Boston eða ekki Boston, okkar beið verk, sem varð að vinna, því helzt leit út fyrir, að við myndum eyða jólunum um borð í skipinu. Við gætum ekkert gert fyrir drengina á íslandi, en það var nóg af fólki héran hjá okkur, sem þurfti á einhverri upplyftingu að halda. Vindlar, sígarettur, sælgæti . . . þetta var látið saman í pakka, sem jólapappír var vafið utan um . . . Okkur hafði tekizt að pakka inn sex hundruð jólagjöfum, þegar skipið fór allt í einu að velta voðalega. Annar stormur. — Ég er búin að pakka inn sjötíu og fimm, svo ég er að hugsa um að fara í rúmið, ef enginn hefur neitt á móti því. Nú voru konurnar aðeins tíu. Liðsforingi tekur sæti þeirrar, sem farin er: — Hérna nú, látið mig fá skærin, ég get að minnsta kosti klippt pappír- inn fyrir ykkur. Hendur eru réttar fram og aftur yfir borð- ið, bönd eru mæld, gjöfum raðað, náð er í pappír. Skipið rykkist skyndilega til, og í eitt augnablik hætta handahreyf- ingarnar — og allir eru tilbúnir að grípa í eitthvað fast, ef nauðsyn krefur. Við erum orðin'vön sjónum núna. Skípið fer aftur að vaggast taktfast, og enn er tekið til við vinnuna. JANE GOODELL — Við erum öll að verða fyrirmyndar sjómenn, að því er ég bezt get séð. Mér finnst þetta alls ekki eins vont og mér þótti það í fyrstu. Við erum öll fljót að samþykkja þetta. Við reynum af öllum mætti að fullvissa sjálf okkur um leið og við fullvissum aðra um, að okkur standi sama. Vindlareykur berst yfir að borðinu handan fyrir salinn. — Ég held ég fari niður í klefann — ætlar þú að koma með, Margaret. Átta konur sitja eftir. Ég hætti svolitla stund til þess að borða epli, og á eftir óska ég þess, að ég hefði ekki gert það. Ef til vill vildi ég fremur hafa borðað appels- ínu. Skipið byrjar aftur að veltast. Það steypist og tekur dýfur. Ekki meira í kvöld. Vindlareykurinn og þungur sjór hafa enn borið sigur af hólmi.. . Alla þessa nótt veltist skipið mikið, og vegna þess, að engar hliðar voru í kojunni minni, neyddist ég til að halda mér fast við vegginn í hvert sinn, sem skipið veltist þannig, að ég þrýstist ekki upp að honum hvort eð var. Fyrir neðan mig heyrðist bardagahljóð, á meðan Camilla barðist við að halda rúmi sínu í föstum skorðum. Fyrst kastaðist hún yfir að koju Mary en síðan til Betty Clark. Þetta var erfið nótt fyrir alla aðila. Næsta dag vöknuðum við, og vorum þá komin vel inn á höfnina í Boston, og nokkrum klukku- stundum síðar lagðist skipið upp að Fish Pier. Þetta var ekki einu sinni hámarkið. Hvert var förinni nú heitið, eftir að það hafði tekið okkur tólf daga að komast frá New York til Boston með viðkomu í Halifax? Það eru einmitt aðstæður eins og þessar, sem ungfrú orðrómur elskar. Þegar eng- inn, allt frá skipstjóranum niður í kýndarann veit, hvað á að gerast næst — og meðan yfirfoi’inginn og jafnvel lægst- settasti hermaðurinn vita jafnvel enn minna — þá er það, að sú gamla kemur fram á —“*v£rið f róleg, börnin góð, ég skal áfegja‘ýkkifr hittnÖg MttS' ílm framtíðina. Mrí ‘,6n HÆTTULEGIR HVEITIBRAUDSDAGAR Axel Kielland 48 — Nei, sagði Gösta, — en ég veit að Grikkir borða mikið af kattarkjöti og það bragðast víst vel. — Hm, sagði Rafferty. — Ætli það fari ekki eftir því, hversu solt- inn maður er. — Ef til vill. — Ég held ekki að ég sé svo soltinn enn. — Það kemur að því. Þjóðverj- ar hafa bækistöð hérna í grennd- inni, svo að við komumst ekkert. Buddy kom þjótandi inn kirkju- gólfið. Hann lokaði dyrunum á skrúðhúsinu og aftur stóðum við í myrkri. —Það er einhver að koma, hvíslaði hann hásum rómi. — Gam- all skeggjaður maður ríðandi á asna. Hann kemur hingað. Gösta gægðist fram og það stóð heima. Kirkjudyrnar opnuðust og undarleg mannvera þokaðist inn kirkjugólfið. Hann hafði hendur krosslagðar á maganum og virt- ist í þungum kristilegum þönkum. — Presturinn, hvíslaði Gösta. — Hvað eigum við að gera við hann? Maðurinn var kominn að altar- inu núna. Hann virtist um sjötugt og skegg hans hafði sennilega aldrei verið skert. Fas hans var virðulegt og mér fannst stafa frá honum góðvild og speki, en stór- ar grófgerðar hendumar sýndu að hann fékks<- ekki eingöngu við andlegar umþenkjanir. Hann varð sjálfsagt að vinna hörðum hönd- um úti á tómatakrinum þrátt fyr- ir háan aldur. Hann gekk framhjá altarinu og kom beint að skrúðhúsinu og það var greinilegt hvert hann ætlaði. Gösta veik til hliðar, maðurinn ýtti upp dyrunum og stanzaði skelfdur á þröskuldinum. Við höf- um sjálfsagt verið býsna ógnvekj- andi sjón, þar sem við stóðum í rökkrinu og Buddy með byssuna tilbúna. Gösta hneigði höfuðið og sagði: — Cherete, papa. Presturinn hélt virðuleik sínum og væri hann hræddur lét hann það ekki í Ijósi. Hann hneigði sig og röddin var lág og hljómþýð þegar hann sagði: z — Cherete! Svo kom löng romsa sem við skildum ekki og Gösta hristi höfuðið, bandaði frá sér og gafst upp. Maðurinn brosti, svo gekk hann aftur fram í kirkj- una og kom eftir augnablik aftur með stórt kerti. Buddy kveikti á því og við sáum nú hvert annað betur. Gömlu augun hans hvörfl- uðu seinlega frá einu okkar til annars og það var bersýnilegt, að hann skildi allt. Hann kinkaði kolli nokkrum sinnum, alvörugefinn á svip, svo sagði hann heilmikið aftur og benti á kirkjudyrnar. — Hann vill víst að við förum út, sagði Rafferty. — En honum verður ekki kápan úr því klæðinu. Presturinn setti kertið frá sér á borðið, brosti vingjarnlega og lyfti hendi eins og hann vildi að við tækjum vel eftir. Svo endurtók hann þrjú orð nokkrum sinnum. Ég leit á Gösta, en hann hristi höfuðið. — Ég botna ekkert í þvj sem hann segir. Presturinn varð óþolinmúður og röddin var hvassari. Hann sagði alltaf þessi .sömu orð og pataði mikið með höndum og benti hvað eftir annað á kirkjudyrnar. — Honum lízt ekki á okkur, sagði Buddy. — Ég held hann vilji ekki hafa okkur hérna inni. — Það lítur ekki út fyrir það, sagði Gösta hugsi. Nú gafst presturinn sýnilega upp við okkur. Hann gekk fram og lagði af stað eftir kirkjugólf- inu. — Hæ, sagði Buddy. — Hann stingur af. Rafferty stökk á eftir prestin- um og stöðvaði hann. Gaml- inginn sneri sér við og baðaði von leysislega út höndum og tal- aði látlaust, meðan Rafferty dró hann aftur að skrúðhúsinu. Gösta hristi höfuðið og sagði: — Mér finnst hann mjög vina- legur, en maður getur náttúrlega aldrei verið viss. Ef við sleppum honum gætj hanp farið beipt til Þjóðver.iana, Buddy útkljáði málið. Hann tók íram skammelið undir borðinu og sagði um leið og hann benti: — Setjist, faðir! Presturinn yppti öxlum settist niður og fitlaði við talnabandið sitt. Nú, ekki hafði þetta bætt mik- ið úr skák. Við höfðum nú dauð- an kött, lifandi prest, og enga von um mat né Undankomu. Við stóðum þarna og gláptum hvert á annað og presturinn virt- jst hafa gleymt okkur og vera nið- Ursokkinn í hugsanir sínar. Ég veit ekki hvað löng stund leið, en þá heyrðum við að kirkjudyrnar voru opnaðar á ný. Gösta gægðist fram, svo sneri hann sér að okkur og sagði: — Fólk streymir inn! Það á sennilega að vera guðsþjónusta. — Hó, sagði Buddy. — Kannski fólkið vilji þá fá afnot af prest- inúm okkar! Meðan ég stóð þarna í gætt- inni og sá söfnuðinn streyma; inn, þyrmdi yfir mig þeirri til- finningu að þetta væri allt draum- ur. Eftir nokkra stund mundi ég vakna og allt þetta undarlega mundi hverfa sem dögg fyrir sólu. En ekkert hvarf, þvert á móti streymdi sífellt fleira fólk inn í kirkjuna og það gekk ekki hljóð- laust fyrir sig að setjast og uag ræða sér. Þarna ægði saman alls konar fatnaði. Sumir voru í sínu fínasta sunnudagspússi með gula stráhatta. Aðrir komu beint frá hjörðinni sinni. íklæddir rifnum skinnfeldum og með stóra stafi sér í hönd. Ég greindi einstaka konu i 11 Rest hest koddar Endurnýjunn gömiu sængurnar íigum dún ug fiðurheld ver eðardúns ug ðæsadúnssængur og kodda af vmsum stærðum — PÓSTSENDLM .— Dún- og fiðurhreinsun vatnsstig n _ stm 18740 (Örfá sbret frá Laugavegi) "an'dlit inn á milh, hálfhulin af svörtum sjölum. Gösta sneri sér að okkur og sagði: — Við erum tilneydd að sleppa prestinum. Ef ekki kemur allur skarinn hingað að leita hans. Buddy kinkaði kolli og Rafferty rumdi eitthvað til samþykkis. Um annað var ekki að ræða. Gösta gekk að prestinum og lagði hönd- ina á öxl hans. Presturinn leit upp vfÉÍdafnlei/u.ý-árosi og Gösta benti fram í kirkjuna. Rrest urinn reis upp og lagði af stað fram, en vjð dyrnar sagði Gösta lágt: — Papa. Gamli presturinn leit aftur á okkur og brosti sínu kynlega brosi. Gösta lagði fingur yfir munn sér. Ég býst við að það merki skiljist hvar sem er í heim- inum. Presturinn kinkaði kolli tvisvar sinnum og brosið varð breiðara. Svo hvarf hann gegnum dyrnar og skyndileg kyrrð, féll yfir söfnuðinn — Ég held við getum treyst honum, sagði Buddy. — Hm, sagði Rafferty. — Ég treysti ekki Grikkjum. Ég veðja einum dollar um, að Þjóðverjarn- ir verða komnir á vettvang inn- an klukkutíma. — Ókey, sagði Buddy. — Ég veðja á móti. Söfnuðurinn sat grafkyrr núna og svo virtist sem gamli prestur- inn hefði fólkið á valdi sínu. Yfir fátæklegri kirkjunni hvildi frið- sælt andrúmsloft, andakt og inn- lifun, svo að allt varð fagurt og virðulegt. Ég gægðist fram og hvarflaði augum eftir bekkjarröð- unum og mér fannst einhver sér- stök fegurð yfir þessum skeggj’ uðu, barnslegu karlmannaandlit- um, meðan þeir biðu þess að Papa hæfi messuna. Ég hrökk við og greip í hönd Gösta. — Sjáðu. Hann lagðist á hnén og leit í gegnum rifuna og ég sagði: — Þessi maður á þriðja bekk — númer fjögur utan frá. Hann greip andann á lofti: —Já. Það er ekki um að vill- ast. Þetta er hann. Á því lék enginn vafi. Þarna sat vinur okkar frá nóttunni áður, maðurinn, sem hafði skenkt okkur bröndóttan kött og fengið sokk- ana í staðinn. Hann sat þarna andaktugur og uphafin ró á and- liti hans — Gamli þorparinn þinn, hvæsti Gösta. Bíddu þangað til ég næ í þig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.