Tíminn - 29.06.1965, Side 12

Tíminn - 29.06.1965, Side 12
12 TEMSNN ÞRIÐJUDAGUít 29. júní 1965 LAXÁ í AÐALDAL er ein gjöfulasta veiSiá Islands, og hefur frœgS hennar borizt langt út fyrir landsteinana. Hún býSur upp á flest, sem Iaxveiðimönnum þykir eftirsóknarvert: vœna fiska, margbreytileg straumrennsli qg gróðurprýði á bökkum og í hólm- um. JAKOB HAFSTEIN hefur stundað veiðar í Laxá á sumri hverju um þrjátíu ára skeið. Nú hefur hann samið bók um ána, þar sem hann nafngreinir og lýsir öllum stangaveiðistöðum árinnar, seg- ir fjölbreytilegar veiðisögur, gerir grein fyrir gömlum veiðiaðferð- um (kistuveiði, háfveiði), rœðir við kunnuga menn um œðarvarp og fuglalíf við Laxá og tekur upp vísur og ljóð, sem ánni eru helguð. BÖKIN er prýdd fjöldamörgum ljósmyndum, og eru margar þeirra í litum. Einnig fylgja glögg yfirlitskort af ánni. Teikningar hafa gert Sven Havsteen Mikkelsen og Jakob Hafstein. — Efnisút- dráttur er á norsku, ensku og þýzku. BÓK JAKOBS HAFS'l'ElNS um Laxá er borin uppi af reynslu og kunnáttu laxveiðimanns og er því sjálfkjörin eign allra stangaveiði- manna. En þar er einnig fróðleik og skemmtun að finna fyrir alla þá, sem áhuga hafa á íslenzkri náttúru. MINNING Framhalb af 8. síðu sleitulaust og lagði nótt við dag. En þannig vinnulag hlaut að segja til sín að lokum. Hann var þrotinn að heilsu síðustu árin. Ásgeir var, sem fyrr segir, eig- andi, framkvæmdastjóri og aðili að fjölda fyrirtækja og fésýslu- maður verulegur, og talinn ríkur um skeið. En hafi svo verið gengu þau efni mjög til þurrðar hin síðustu ár. f bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafði Ásgeir sig lítt í frammi í ræðum, en hann var þar sem ann- ars staðar tillögugóður, og hafði glöggt auga fyrir því, sem bæjar félaginu mátti verða til heilla, og hvatti ákveðið til átaka um fram- kvæmdir. Ásgeir fylgdi Alþýðuflokknum að málum, og var einn í forystu- liði hans hér í bæ. Við kosning- ar var fylgi Ásgeirs betra en ekk- ert, enda stundum sagt, að hann persónulega hefði átt heilar fjöl- skyldur, sem vildu í hvívetna hlíta forsjá hans að fenginni góðri reynslu. Því heyrði ég stundum fleygt, jafnvel af hans eigin flokksmönn- um, að Ásgeir hefði ekki verið mikill stjórnmálamaður, vegna kapps og dugnaðar. Þessu var ekki mun vera rétt, góði“ hafði Ásgeir þá til að segja, „við skulum hafa þetta svona“ og rétti fram hönd- ina, og það handtak var hlýtt og traust, eins og maðurinn sjálfur. Hann var því mannasættir og tókst oftlega að ná saman end- um, þar sem öðrum voru lokaðar leiðir. Framsóknarmenn hafa að- eins góðs að minnast í pólitísk- um samskiptum sínum við hann. Ásgeir mátti ekkert aumt sjá, svo farið. Asgeir var laginn stjórn | þá vildi hann þar úr bæta. Ef málamaður og kunni vel að halda á spilunum á þeim vettvangi. Hann átti að vísu tii að taka fljót- færnislegar afstöður, en hann hlýddi fúslega á rök og mál ann- arra og var glöggur og fljótur að átta sig á því, sem réttara mundi vera, og studdi þá drengilega og undanbragðalaust þá lausn eða málsmeðferð. „Þetta hann frétti um erfiðleika hjá ein- hverjum þá sendi hann iðulega starfsmenn sína eða vini með pen ingagjafir eða annað en lagði ríkt á, að sín væri þar að engu getið. Leysti hann þannig margra vand- ræði og greiddi götu á ýmsa lund. Þótt Ásgeir væri fyrst og fremst maður starfsins og umsetinn af önn dagsins mat hann mikils góð- ar listir. Hafði yndi af söng og hljómleikum og virti að verðleik- um góðskáld okkar og fögur kvæði. Hann var hrifnæmur að eðlisfari og naut fegurðar. Við Ásgeir hittumst fyrst fyrir röskum 20 árum. Síðan hafa leið- ir okkar legið saman, margvíslega. Fyrir þau samskipti öll hef ég að- eins að þakka. Þar kynntist ég manni, er af stóð bæði gustur geðs og gerðarþokki. Örlátur, ráðholl- ur, hjartahlýr og mikill í minn- ingunni. Ásgeir G. Stefánsson gegndi mikiivægu hlutverki í sínu bæjar- félagi og hjá þjóð sinni. Hann var athafnamaður hins nýja tíma og vann verk, sem lengi standa. Með atorku sinni lyfti hann Grettis- tökum sem vara. Með fordæmi sínu efldi hann aðra til dáða, og ruddi veginn fyrir framtíðina. Mikil heiðurskempa er nú hnig- in í valinn. Stórt skarð er því fyrir skildi. Hafnarfjörður hefur glatað nokkru af reisn sinni. Einn af hans stóru sonum er horfinn af vettvangi dagsins. Við þökkum margháttuð og gagnmerk störf og minnumst þessa mæta drengs í hljóðum trega. Konu hans, börnum og barna- börnum og öðrum vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. í gróanda og fegurð, þegar sól var lengst á lofti, og nóttlaus vor- aldarveröld ríkti yfir fslandi, hneig Ásgeiri G. Stefánssyni svefn á brá til þess að vakna upp aftur einhvern daginn með eilífð bjarta í kringum sig. Mikilhæfur maður og sérstakur persónuleiki er nú kvaddur hinztu kveðju. Yfir minningu hans hvílir birta Jónsmessunnar. Eiríkur Pálsson. MINNING Framnald af “ sfðu á 25. Iðnþinginu í Reykjavík 26. okt. 1963. Guðmundur Halldór.sson naut trausts og vinsælda meðal iðnað- armanna, enda var hann maður drenglundaður og kostaði fremur kapps að vinna menn til fylgis við skoðanir sínar en að þvinga fram aðgerðir í skjóli meirihluta- valds. Hann gjörþekkti málefni iðnaðarmanna enda voru afskipti hans af þeim drjúgur þáttur í ævistarfi hans. Reynsla hans og þekking á þessu sviði reyndist iðnaðarmönnum oft bæði dýrmæt og heilladrjúg. í starfi sínu sem forseti Lands- sambandsins gerði Guðmundur sér far um að byggja upp lífræn tengsl milli sambandsfélaganna til að efla einingu og samstöðu meðal iðnaðarmanna. Hann lét ekkert tækifæri ónotað til að vekja á- húga iðnaðarmanna á þeim mál- um, sem þá vörðuðu, enda var honum vel Ijóst að ekki var að vænta mikils árangurs af starfi heildarsamtaka iðnaðarmanna nema ríkjandi væri almennur á- hugi meðal þeirra sjálfra á hinum faglegu málefnum og réttar.stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Honum var það kappsmál að efla iðnmennv- ingu þjóðarinnar og auka veg ís-, lenzkra iðnaðarmanna og skapa þeim álit og virðingu meðal sam- borgara sinna. Störf Guðmundar Halldórssonar í þágu félagssamtaka iðnaðar manna eru svo margþætt, að 'þau verða ekki rakin hér í smáatrið- um. En allt, sem horfði til fram- fara á sviði iðnaðar voru hans áhugamál, og hann var jafnan reiðubúinn til að styðja hverja þá hugmynd og vinna að fram- gangi sérhvers málefnis. sem stuðlaði að aukinni iðnmenningu og auknum hróðri iðnstéttanna. Með Guðmundi Halldórssyni er fallin í valinn forystumaður í .sveit iðnaðarmanna. Landssam- band iðnaðarmanna þakkar hon- um óeigingjörn og heilladrjúg störf í þágu íslenzkra iðnaðar- manna. Það gagn, sem hann vann stétt sinni, verður seint full- þakkað. A VlÐAVANGI sjóð. Reikni svo hver sem vili nettó-hagnaðinn. Vlð verðum að yfirgefa sem fyrst „hið frjálsa Iíf‘ í auðvalds frumskóginum og taka aftur upp þá menningarhætti, sem við höfum kappkostað allt frá 1927, þótt nú hafi orðið nokk urra ára hlé á þeim. Við verð- um að halda áfram að byggja upp samhjálpar-þjóðfélag, sem hafnar yfirráðum gróðamennsk unnar og ringulreið íhaldsins, sem nú er allsráðandi."

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.