Tíminn - 29.06.1965, Qupperneq 13

Tíminn - 29.06.1965, Qupperneq 13
1 «3ÐJUDAGUR 29. júní 1965 HMTiUJhiH TÍMINN ÍÞRÓTTIR JL3 Full ástæða til að stokka upp framlínuna ðanskur sóknarmaður sækir að Akureyrar-markinu, en Samúel mark- rörður grípur knöttinn af tám hans. Tímamynd.GPK Danir sigruðu 2:0 ^CKKdAkureyri, mánudag. Danska úrvalsliðið frá Sjálandi Kk gegn Akureyrar-liðinu á laugar dagmn og sigraði með 2:0. Danirnir léku á móti vindi í fyrri hálfleik, en sóttu þó öllu meira. Akureyrar IHiiS Sttl þó sín tækfæri og t. d. átti Sfehigrímur Björnsson hörkuskot á 20. mfn., sem danski markvörðurinn varðí snilldarlega. Fyrri hálfleikur var markalaus. Strax í síðari ’hálfleik sóttu Akur eyringar fast að danska markinu, en árangurslaust. Sjálands-úrvalið náði eftir þetta undirtökunum og skoraði á 25. mín. 1:0. Og 10 mín. síðar skoraði danska úrvalið 2:0 eftir mistök í Akureyrar-vörninni. Fleiri urðu mörkin ekki. Danirnír léku mjög lipurt og töldu þetta hafa verið sinn bezta leik hér til þessa. — Áhorfendur voru margir þrátt fyrir kalsaveð- ur. Leikinn dæmdi Rafn Hjaltalín. - tilraunalandsliðið tapaði 0:2 fyrir SBU í gærkvöldi Alf.-Reykjavík. — Leikur til- raunalandsliðsins á Laugardals- vellinum í gærkveldi gegn danska úrvalsliðinu frá Sjálandi var sann arlega ekki uppörvandi. Liðið náði aldrei saman og náði aldrei að sýna tilþrif eða baráttuhug, enda fór svo, að Danirnir unnu með 2:0. íslenzk knattspyrna ristir ekki djúpt, ef ekki væri hægt að stilla upp liði, sem gæti sigrað þessa dönsku gesti. Ég er líka á því, að það sé hægt að stilla upp sterkara landsliði en því, sem lék í gær- kveldi. Og þá verður í fyrsta lagi að gera róttækar breytingar á fram- línunni. Það var enginn baráttu- hugur í Ingvari Elíssyni, Reyni Jónssyni eða Karli Hermannssyni í gærkveldi — í staðinn fyrir þessa leikmenn myndi ég hiklaust taka Baldvin Baldvinsson, Gunn- ar Felixson og svo auðvitað Þórólf Beck. Gunnar myndi þá leika á hægra kanti, Þórólfur sem hægri innherji og Baldvin í miðherja- stöðu. Eyleifur er sjálfsagður í v. innherjastöðu og Sigurþór Jakobsson á v. kant. Sem sé, það er full ástæða fyrir landsliðsnefnd að stokka upp framlínuna. Það er svo sem engift ástæða til áð hrósa neinum í tilrauna- landsliðinu, sem lék í gærkveldi, en veikasti hluti liðsins var greini lega framlínan. Danirnir skoruðu sitt markið í hvorum hálfleik og var Jörgen Jörgensen að verki í bæði skipt- in. Hann fékk stungubolta frá Dyrmose á 43. mín. fyrri hálf- leiks og skoraði auðveldlega fram hjá Sigurði Dagssyni, sem lék í stað Heimis Guðjónssonar. Á 32. mín. í síðari hálfleik skoraði Jörg- ensen svo eftir gróf varnarmistök Jóns Stefánssonar, sem „kiksaði" illa. Það er tæplega hægt að segja, að ísl. liðið hafi átt hættuleg tæki- færi í leiknum. Litlu munaði þó, að Ingvari tækist að skora með skalla á 40. mín. s. h., en knöttur- inn fór rétt utan við stöng. Landsliðsnefnd reyndi Magnús Jónatansson í h. framvarðarstöðu og stóð hann sig allvel í fyrri hálf leik, en lék ekki eins vel í þeim síðari. Ég hugsa, að það sé sterk- ari leikur að hafa Jón Leósson í framvarðarstöðu en Jón lék í bak- varðarstöðu í gær. Jón Stefánsson gerði sig sekan um eina stóra skyssu, sem kostaði mark, en stóð sig að öðru leyti vel og var einn skársti maður liðsins. Veður var leiðinlegt í gær, þeg ar leikurinn fór fram, frekar kalt og skúrir öðru hverju. Áhorfend- ur hafa líklega verið um 3 þús. talsins. Carl Bergmann dæmdi leikinn og gerði það mjög vel. Hann hefur vaxið mjög í starfi og er orðinn einn okkar gleggsti dómari. Það er mikill kostur við Carl, að hann lætur lítið á sér bera. Rvíkur-úrvalið vann með 2:0 Danska unglingaliðið frá Herlev, sem hér dvelst á vegum Víkings, lék sinn fyrsta leik gegm Rvíkurúrvali 2. flokks á Melavell inum í fyrrakvöld. Rvíkur-úrvalið vann 2:0 og skoraði Hermann Gunnarsson, Val, bæði mörkin. Aftur á jörðmni Danska landsliðið í knattspyrnu fór enga fræigðarför til Moskvu, því það mátti bíta í það súra epli að tapa 6:0 fyrir Rússum s. L sunnudag. Leiknrínn var Hður í heimsmeistarakeppninni og hafa Rússar nú tekið forystu í riðlitn- um. í fyrri hálfleik stóð danska lið ið sig eftir atvikum vel og fékk þá einungis eitt mark á sig. í síðari hálfleik fór danska vörnin hins vegar úr sambandi og þá stormuðu hinir eldfljótu rúss- nesku framherjar hvað eftir ann að í gegn og skoruðu fimm sinn um. E**”58” Búizt við miklu fjðlmenni að Laugarvatni Alf — Reykyjavík, mánudag. Um næstu helgi verSur Laugarvatn sannkölluð íþróttamið stöð. Búast má við, að þúsundir manna streymi þangað frá öllum landsfjórðungum í sambandi við 12. landsmót UMFÍ. Ef veður verður hagstætt, er ekki fráleitt að álykta, að milli 10 og 20 þúsund manns sæki mótið. Á fundi með frétta- mönnum í dag skýrði landsmótsnefnd frá tilhögun mótsins, sem farið var að undirbúa fyrir 2—3 árum, en um fram- kvæmdina sér Héraðssambandið Skarphéðinn. Keppendur og starfsfólk á þessu 12. landsmóti verða yfir eitt þúsund talsins — og það eitt gefur til kynna hversu umfangs mikið mótið er. Þátttakendur verða frá 17 félögum og héraðs- samböndum. Vígsla íþróttamannvirkja. Eins og gefur að skilja krefst jafnstórt íþróttamót og þetta 12. landsmót UMFÍ, íþróttamann- virkja, þar sem keppni í hinum nörgu greinum getur farið fram. Eins og málum var háttað á Laug- arvatni vantaði góða. aðstöðu fyrir frjálsíþróttir og knattspyrnu, en aú hefur verið fullgerður gras- völlur, 112x74 m, i kast- og braut, glæsilegt mannvirki, sem vígt verður í sambandi við mótið og mun keppnin að miklu leyti fara fram á nýja svæðinu. Hefur Árni Guðmundsson, skólastjóri fþróttakennaraskólans, lagt mikla vinnu að mörkum við uppbygg- ingu íþróttasvæðisins — og Iþróttakennaraskólinn, sem slíkur, veitt mikla aðstoð til þess, að svæðið gæti orðið tilbúið fyrir landsmótið. Þá er þess að geta, að komið hefur verið upp plast-sundlaug, þar sem sundkeppnin fer fram. Á Laugarvatni er sundaðstaða, en ekki hentug fyrir svo stórt mót sem landsmótið er, og var því tek ið til bragðs að .setja upp plast- stökkgreinum og 400 m hlupaa-laug, 10x25 m. Hefur Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, séð um útvegun á henni. Keppnisgreinar. Keppnisgreinar eru margar á 12. landsmótinvi, frjálsíþróttir, knattspyrna, handknattleikur, körfuknattleikur, glíma, starf.s- íþróttir ýmislegar o. fl. o. fl. Þá má nefna ýmiss konar hópsýning- ar, fimleika-sýningar og dans- sýningár. Hið eiginlega mót hefst á laug ardagsmorgun kl. 9 f. h., en þá fylkja keppendur liði og ganga inn á íþróttasvæðið. Árni Guð- mundsson, .skólastjóri mun flytja ávarp, en síðan vígir mentamála ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason hið nýja íþróttasvæði. Þá flytur séra Eiríkur J. Eiríksson, Sambands- stjóri UMFÍ, setningarræðu. Að því búnu hefst íþróttakeppnin og verður keppt í ýmsum greinum fram eftir degi. Um kvöldið, þ.e. laugardagskvöld. verður kvöld- vaka — og síðar stiginn dans. \ sunnudaginn verður dagskrwj) í aðalatriðum eins, þ.e. KepiJiiin byrjar strax um morguniftn og keppt fram eftir degi, og um ^ kvöldið verður dansað .Dagskráin í heild verður birt hér á síðunni síðar í vikunni. Mikil umferð. Búast má við, að umferðastraum urinn verði mikill að Laugarvatni og hafa því verið gerðar víðtækar ráðstafanir til þess, að hún gangi sem greiðast fyrir sig. Mun hópur lögregluþjóna úr Reykjavík fara austur og annast umferðastjórn. Þá má geta þess, að sérstakt „heimavarnarlið“ Skarphéðins — 40 piltar — munu hjálpa við um- ferðina og einnig verða skátar úr hjálparsveitinni til staðar. Ölvun bönuuð Ávallt er nokkur hætta á því, þegar útimót eru haldin, að ölvun verði áberandi. Landmótsnefndin hefur beðið blaðið að geta þess sérstaklega — og undirstrika — að öll ölvun á mótinu er strang- lega bönnuð og verða ölvaðir menn tafarlaust fjarlægðir af mótsstað. — Að lokum má geta þess. að um ferðir frá Rvík að Laugarvatni sér Ólafur Ketilsson. Um ferðir milli Selfoss og Laugar vatns sjá beir Axel og Reykdal. Þessi úrslit eru mikið áfall fyrir Dani, sem nýverið sigruðu Svía 2:1 og hafa síðan verið í skýjunum. En með þessum úrslit | um eru þeir komnir á jörðina aftur. Enginn pressu leikur Alf — Reykjavík. í stuttu viðtali við Björgvim Schram, formann Knattspyrnusambands ís- lands,,í gær, tjáði hann blað inu, að enginn pressuleik- ur færi fram fyrir landsleik inn við Dani, sem verður n. k. mánudagskvöld. Ráð geirt hafði verið, að pressu leikur færi fram n. k. fimmtudagskvöld. Ástæðan fyrir þvi, að pressuleikurinn er felldur niður að bessu sinni mun aðallega vera sá, að meist araflokksleikmenn okkar hafa staðið i ströngu síð- ustu daga — fyrst erfið törn i íslandsmótinu, en of- an í hana kom svo heim- sókn danska úrvalsliðsins frá Sjálandi. 2. deild Þrír leikir fóru fram í 2. deild ar keppninni í knattspyrnu um helgina og urðu úrslit eins og hér segir: FH—ísafjörður 2:4 Sandgerði — Þróttur 0:7 Vestmannaeyjar — Víkingur3:l Þróttur hefur nú örugga for- ystu í a-riðli með 7 stig, en í b-riðli eru Vestm. og ísafjörður jöfn að stigum með 6 stig, en Vestm. hafa leikið einum leik færra.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.