Tíminn - 29.06.1965, Qupperneq 14
14
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 29. júní 1965
SÍLDVEIÐARNAR
^STÖÐVAST
Framhalct al L. síðu
ar voru hátt á annað hundrað skip
lögð af stað til heimahafnar, ef
þau voru það þá ekki fyrir, þar
sem bræla hafði verið undanfarna
daga á miðunum. Munu alls um
160 skip hafa tekið þátt í þessum
mótmælaaðgerðum.
Við Grímsey söfnuðust saman
40—50 skip og sigldu áleiðis vest-
ur fyrir land, og komu allmörg
þeirra til Reykjavíkur upp úr há-
degi í dag, en önnur höfðu farið
inn á ýmsar hafnir á leiðinni.
Skip, sem vöru á suðurfjörðunum,
söfnuðust einnig saman og sigldu
suður fyrir land.
— Við finnum ekki svona ódýra
síld í sjónum, og við treystum okk
ur ekki til þess að leita að henni
fyrir þetta verð, endurtóku skip-
stjórarnir allir sem einn maður í
dag, og það er okkar álit, að krafa
okkar sé mjög sanngjörn. Það er
hundrað prósent samstaða milli
okkar, og verður ekki látið úr höfn
fyrr en þetta er komið fram.
Blaðið átti tal við allmarga út-
gerðarmenn í dag og spurði um
álit og afstöðu þeirra til deilunn-
ar. Kom fram af svörum þeirra,
að samstaða þeirra með sjómönn-
um er miklu meiri en komið hefur
enn fram opinberlega og ætla
mátti eftir tilkynningu stjórnar
LÍÚ að loknum fundi í morgun,
þar sem skilja mátti svo, að 3ja
manna nefnd væri kjörin til að
knýja skipstjóra síldveiðiflotans
til hlýðni og annað ekki. Kom
þetta spánskt fyrir vegna þess að
vitað var eftir hlustun á fjar-
skiptasamtöl útgerðarmanna og
skipstjóra um málið, að fjöldi út-
vegsmanna beinlínis skipaði skip-
stjórum sínum suður — að
ógleymdu því, að bátaútvegsmenn
allir innan LÍÚ urðu fyrstir til að
mótmæla formlega bráðabirgða-
lögunum um síldarskattinn, sem
lækkar síldarverðið til sjómanna
og útvegsmanna um 15 krónur á
hvert mál.
Á stjórnarfundi LÍÚ í morgun
var kosin 3ja manna nefnd og
verkefni hennar bókað svohljóð-
andi: „ . . . að ræða við forsvars-
menn sjómanna og vinna að lausn
málsins, þannig að flotinn geti
hafið veiðar sem fyrst“. Aðspurð-
ur sagði Kristján Ragnarsson, full
trúi hjá LÍÚ þó, að í þessari bók-
un fælist ekki það, að nefndin
Imætti ekki ræða við ríkisstjórnina
um lausn á málinu — nefndar^
menn hefðu óbundnar hendur! f
VIÐ ÖÐINSTORG — S.iMI 20. r4 ^0^
ÞAKKARÁVÖRP
Öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd, með heim-
sóknum, gjöfum og skeytum, á sextugsafmæli mínu
18. júní s.l., sendi ég beztu kveðjur og þakklæti.
Lifið heil.
Magnús Kristjánsson,
Þambárvöllum.
Við þökkum öllum þeim mörgu, sem vottuðu okkur samúð og
vinarþel við fráfall og jarðarför
Gunnars Vilhjálmssonar,
Gerði.
‘Vandamenn.
Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og
Útfarar sonar míns og bróður okkar,
Sveins Jónssonar,,
bifreiðarstjóra frá Hæringsstöðum, Svarfaðardal,
Sérstaklega þökkum við fjölskyldurvum Skíðabraut 14, Dalyík og
Stórhólsvegi 7, Dalvík og einnig þökkum vlð fjölmargar blóma-
og minningargjafir. Guð blessi ykkur öll.
Jón Jóhannesson, systklni og aðrir vandamenn.
Innilega þökkum við öllum þeim sem sýndu vinarhug og samúð við
andlát og jarðarför,
Þóreyjar Jónsdóttur
frá Kleifastöðum.
Sérstaklega viljum við þakka hjúkrunar. og starfsfólki „Sólvangs",
svo og stofusystrum, fyrir alla umönnun \ löngum veikindum
hennar.
Guðmundur Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og bróðir,
Magnús Halldór Ólafsson,
andaðist að heimili sínu Ægissíðu 105, aðfaranótt 26. þ. m.
Guðrún Þ. Þorkelsdóttir,
Guðrún H. Magnúsdóttir, Baldvin Erlendsson
og barnabörn.
Ester Ólafsdóttir, Björg S. Ólafsdóttlr.
nefndina voru kosnir: Ágúst
Flygenring, Matthías Bjarnason,
alþm., og Tómas Þorvaldsson.
Samkvæmt viðræðum við marga
útvegsmenn í dag er ljóst, að
stöðvunin nýtur algerrar samúðar
útgerðarmanna, þ. e. að um algera
samstöðu útgerðarmanna, skip-
stjóra og háseta er að ræða, og
má ætla að þessi samstaða sé svo
sterk, að hún gliðni ekki á næstu
dögum nema gengið verði til móts
við kröfurnar. Óánægjan er fyrst
og fremst vegna 15 krónu skatts-
ins á hvert mál, sem renna á til
að greiða flutningskostnað til
Norðurlandshafna og til að borga
uppbætur á saltsíld norðanlands.
Er hér um verulega mikla skatt-
lagningu á sjómenn og útvegs-
menn að ræða til að standa straum
af atvinnubótaráðstöfunum, sem
skýlaust ætti að greiða af almanna
sjóðum í stað þess að láta eina
framleiðslugrein standa undir
þeim með þessum hætti. Þá telja
útgerðarmenn, að það hefði verið
eðlilegra að leita eftir samningum
við verkalýðshreyfinguna um að
verja fé úr atvinnuleysistrygginga
sjóði, sem nú mun vera um 700
milljónir, til að greiða fyrir síld-
arflutningnum og bæta þannig at-
vinnuástandið norðanlands.
Vestmannaeyjaskipin, sem síld-
veiðar stunduðu sunnanlands,
hafa einnig öll verið stöðvuð, en
það er gert til að mótmæla því,
að ekkert verð hefur enn fengizt
ákveðið fyrir bræðslusildina sunn
an lands.
Þingmenn beggja stjórnarflokk-
anna voru kallaðir saman til fund
ar í kvöld til að ræða málið. Rík
isstjórnin lagði það eitt til mál-
anna í gær, að óska eftir því við
dagblöð og útvarp, að þau birtu
enn ájný.ífíáðabirgðalögin um Síld
arskattinn, sem stöðvað hefur síld-
veiðarnar, mikilvægasta þáttinn í
þjóðarbúskapnum.
Fjöldi fólks er kominn til starfa
á söltunarstöðvum og við síldar-
bræðslur, bæði norðan lands og
austan, og óttast menn nú, að
þetta fólk haldi á brott, og erfið-
leikum kunni að verða bundið að
ná saman starfsliði, þegar síldar-
flotinn heldur á miðin aftur, ef
langur tími líður.
Á höfnunum bæði á Norður-
landi og á Austfjörðum liggja bát
ar í höfn, aðallega þó heimabátar.
Þó eru allmargir aðkomubátar
inni á Seyðisfirði og í Neskaup-
stað, og hafa áhafnir bátanna flog
ið heim í gær og dag, en einn eða
tveir menn orðið eftir til þess að
gæta þeirra.
Á Siglufirði eru fáir bátar í
höfn, og þar sagði fréttaritarinn,
að fátt væri orðið um aðkomufólk,
enda hefðu síldarsaltendur lítið
gert af því enn sem komið er að
ráða aðra en heimamenn, því út-
litið með síldarsöltun hefði ekki
verið gott. Á Raufarhöfn eru
komnir 500 til 600 aðkomumenn
og konur til þess að vinna við
síldina í sumar, og eru menn þar
uggandi um, að þetta fólk haldi
heim, ef síldveiðin dregst mikið á
langinn, og þá geti gengið erfið-
lega að ná því aftur. Þar er til síld
til einnar viku bræðslu í verk-
smiðjunni.
Á Vopnafirði skiptir síldarfólk-
ið hundruðum, og allflest komið á
tryggingu, en þó er ekki ósenni-
legt, að það haldi heim, ef það
fær ekkert að gera. Þar eru allar
þrær tómar, en búið að bræða 65
þúsund mál. Fréttaritari blaðsins
á Eskifirði sagði, að reynt yrði að
halda í fólkið eins lengi og fært
þætti* eða á meðan söltunarstöðv-
arnar hafa ráð á, en það er dýrt
að hafa kostað það til þess að
koma til Eskifjarðar, ef senda verð
ur það aftur, án þess að það hafi
unnið þar nokkuð að ráði, því
vinnuveitendur verða að borga að
minnsta kosti fargjaldið aðra leið
ina. Eingöngu karlmenn eru komn
ir til Eskifjarðar, líklega milli 30
og 40 talsins.
Á suðurfjörðunum er minna um
aðkomufólk, en þar hefur hingað
til aðallega verið notazt við heima-
fólk til söltunar og síldarvinnslu.
Og er útlitið því ekki eins slæmt.
Þó eru íbúarmr á Djúpavogi farn-
ir að óttast framtíðina, ef engin
síld berst þangað á næstunni, þvi
síldarverksmiðjan, sem þar er i
smíðum, er að verða fullgerð, og
átti að geta tekið á móti fyrstu
Síldinni nú upp úr mánaðamótun-
um.
ÞAÐ ER ENGIN SÍLD . . .
Framh. aí bls 16.
lítið tala, enda hefði hún verið
sáralítil hjá þeím. Sagði Björn,
að 40—50 bátar hefðu verið á leið
fyrir Hom.
Um aðgerðir sjómanna vildi
hann það eitt segja, að alger sam
staða væri um þær og væru Þetta
mótmæli við ákvörðun bræðslu-
síldarverðsins.
„Tilkynningin um verðið var
okkur nóg. Þá var ekki nema um
eitt að gera“, sagði hinn ungi
skipstjóri.
VÍTA SKATTINN
Framh af bls 16
Þá mótmæla stjórnimar því
einnig, að ákveðið er, að greiða
aðeins flutningsgjald á síld til
bræðslu af austursvæðinu til
Norðanlandsins en ekki gagn-
kvæmt til austurlandsverksmiðja
eins og ákveðið var af Verðlags
ráði á s. 1. sumri, ef síldin skyldi
aðallega veiðast fyrir norðan um
lengri eða .skemmri tíma.
Stjómir sambandanna víta einn
ig það ákvæði bráðabirgðalag-
anna, að gera sérstaklega sjómönn
um og útvegsmönnum að greiða
ákveðna fjárhæð vegna samnings
ákvæðis ríkisstjórriarinnar við
verkalýðsfélögin á Norðurlandi,
um úrbætur í atvinumálum í
þeim landshluta.
Um leið og stjórnir samband
anna mótmæla meðferð þessa
máls sem heild, vinnubrögðum
Verðlagsráðs sjávarútvegsins,
ákvörðun meirihluta yfirnefndar
og bráðabirgðarlögum ríkisstjórn
arinnar, vilja þær að lokum benda
á, að óhæft er með öllu, að ganga
framhjá Farmanna- og fiskimanna
sambandi íslands urn tilnefningu
í nefndir, sem fjalla eiga um hags
munamál meðlima þess.“
AFSTAÐA EYSTEINS
Framhald af 1 síðu
með lækkun á útborgunarverði
á síld, sem landað er í nálægari
verksmiðjum, tel ég að greiða
beri sjómönnum og útvegsmönn
um fullt síldarverð án nokkurs
frádráttar."
Fram hjá þessu meginatriði er
gengið í greinargerð þeirri, sem
hér fer á eftir:
„Greinargerð formanns Síldar-
verksmiðja ríkisins og fram-
kvæmdastjóra þeirra um áætlun
S.R. um bræðslusildarverðið.
Sigurður Jónsson framkvæmda-
stjóri Síldarverksmiðja ríkisins
samdi áætlun um rekstur verk-
smiðjanna 1965. Var áætlunin
byggð á samþykkt stjórnar verk-
smiðjanna, sem gerð var á verk-
smiðjustjórnarfundi hinn 31. maí
s. 1. og samþykkt með öllum at-
kvæðum stjórnarnefndarmanna,
þeirra Sveins Benediktssonar,
Jóhanns G. Möllers, Eysteins Jóns-
sonar, Sigurðar Ágústssonar og
Þórodds Guðmundssonar.
Er framkvæmdastjórinn hafði
samið áætlunina samkvæmt fyrir-
mælum verksmiðjustjórnarinnar,
lagði hann hana fyrir verksmiðju-
stjórnina og gerðu engir stjórn-
armenn S.R. athugasemd við áætl-
un þessa.
Áætlunin sýndi, að hægt var að
greiða 225 krónur fyrir málið.
Umræður fóru fram um hræðslú
síldarverðið í Verðlagsráði Sjávar
útvegsins siðari hluta mai mánað-
ar og fram til 16. júní. Á síðustu i
fundum Verðlagsráðs lá fyrir
áætlun sú frá S.R., sem að fram-
an getur, svo og áætlun frá öðrum
verksmiðjum á verðlagssvæðinu
norðanlands og austan.
Á fundum Verðlagsráðs kom
fram, að lýsisútkoman úr þeirri
síld, sem veitt hafði verið móttaka
utan venjulegs veiðitíma á Norður
og' Austurlandi, þ. e. fram til 15.
júní, var ekki nema 10 til 13 kg.
úr máli, þ. e. 12 til 15 kg. minna
lýsi úr hverju máli heldur en áætl-
un S. R. gerði ráð fyrir, en hún
er miðuð við meðaltal síðustu 5
ára. Verðmæti afurða úr hverju
máli þessarar snemmveiddu síld-
ar er þess vegna 93 til 116 krónum
lægra en reiknað er með í áætlun
S. R.
Þegar ekki náðist samkomulag í
Verðlagsráði sjávarútvegsins, var
málinu vísað til úrskurðnr yfir-
nefndar.
Gert er ráð fyrir því, eins og í
fyrra, að viðskiptamönnum Síldar-
verksmiðja ríkisins sé heimilt að
velja um, hvort þeir selja síldina
föstu verði eða leggja hana inn til
vinnslu, enda segi þeir til um
hvorn kostinn þeir velji innan til-
tekins tíma.
Af framan rituðu er ljóst, að
verðákvörðun bræðslusíldarverðs-
ins í sumar hefur farið fram með
venjulegum hætti og í fullu sam-
ræmi við lögin um Verðlagsráð
sjávarútvegsins.
Reykjavík 28. júní 1965.
Sveinn Benediktsson,
Sigurður Jónsson."
GREINARGERÐ
Framliaid at i síðu
samanburðar. má geta þess, að á-
náðist samkomulag um verðið,
var kr. 161,00 á mál, eða 11 kr.
ætlaður vinnslukostnaður síldar
verksmiðja ríkisins í fyrra, en þá
hærra en verksmiðjunum er nú,
skilið eftir. En hærri magnáætlun
nú gerir meiri dreifingu fasts
kostnaðar mögulega.
Tillagan um verð vorsíldarinn
ar byggist á könnun allra tiltækra
heimilda um fituinnihald síldar-
innar skv vinnsluútkomu og fitu
mælingum. Á þeim grundvelli má
telja tryggt, að lýsisútkoman verði
innan við 13 kg. úr hverju máli.
Er verðtillagan miðuð við það,
að síldarverksmiðjurnar haldi ein
ungis eftir af verðmætinu sem
svarar breytilegum kostnaði
vinnslunnar af þessu magni, en
ekki reiknað með, að af þessu
magni sé staðið undir fymingum
né vöxtum af stofnkostnaði. Er
það gert með fyrirvara af hálfu
oddamanns, að sú viðmiðun sé
ekki sérstaklega til fordæmis við
tilsvarandi verðákvörðun síðar.
Reykjavík, 28. júní. 1965.
Bjarni B. Jómsson.
ÁTTRÆÐ
Frambaid aí 8 síðu
Arnljóts Ólafssonar, er hann var
heimilismaður í Sauðanesi á yngri
árum. Hann var iðjumaður og val-
menni, vel metinn af sveitungum
sínum. Börn þeirra hjóna hafa
þegar skilað drjúgu starfi fyrir
samtíð sína, og hefur í þeim hópi
hvort tveggja gengið í arf, hljóm-
listarhæfileikar Péturs Metúsal-
emssonar og kapp sunnlenzkra sjó
sóknara í móðurætt.
Sigríður Friðriksdóttir er enn
við góða heilsu miðað við aldur.
Og enn eiga vandamenn og vinir
hauk í horni, þar sem hún er.
Margir munu í dag minnast hennar
og sjálfur vil ég hérmeð flytja
henni árnaðaróskir mínar og
minna,
G. G.
PILTÁR,
EFÞIDEIISIP UNHUSTPNA
ÞÁ fl É5 HRINMNfl /