Morgunblaðið - 16.11.1979, Síða 1
32 SÍÐUR
253. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Eldurí
Bosporus
Rúmenska olíuskipiö Independenta sprakk i loft upp fyrir utan höfnina i
Istanbul i «ær eftir árekstur við xríska flutningaskipið Evrialy og skip hafa
leitað árangurslaust að 47 mönnum sem er saknað úr brennandi flakinu.
Allri 33 manna áhöfn griska skipsins var bjargað og þrir menn af rúmenska
skipinu syntu i land en lík fjögurra félaga þeirra fundust ug hinna er
saknað. Oliuskipið var með um 95.000 lestir af uliu ug tekizt hefur að slökkva
eld i sex km langri uliubrák.
Korschnoi leitar
ásjár Evrópuþings
Strassbourg, 15. nóvember. Reuter.
HINN landflótta sovéski stór-
meistari, Viktor Korschnoi, bað í
dag Evrópuþingið um aðstoð við
að fá son sinn, Igor, úr haldi í
Sovétrikjunum. A fundi með
fréttamönnum i Strassbourg
sagðist Korschnoi hafa rætt við
brezka og v-þýzka þingmenn og
beðið þá um aðstoð við að fá
fjölskyldu sína til V-Evrópu. Þá
sagðist Korschnoi ætla að biðja
Amnesty-samtökin að setja Igor
Korschnoi á lista yfir samvizku-
fanga.
Brezki þingmaðurinn Barbara
Castle sagðist ætla að taka málið
upp í brezka þinginu en hún ræddi
við Korschnoi. Igor Korschnoi var
handtekinn í Mosvku á þriðjudag
eftir að hafa farið huldu höfði í
Sovétríkjunum í eitt ár. Hann
neitaði að gegna herþjónustu.
Þyngstu viðurlög við að neita að
gegna herþjónustu í Sovétríkjun-
um eru þriggja ára fangelsi.
Samið um brezka
stjórn í Rhódesíu
London. 15. nóvember. AP.
DEILUAÐILAR í Zimbabwe Rhodesiu samþykktu í dag áætlun Breta
um beina brezka stjórn í landinu meðan kosningar fara fram og þessi
mikli árangur sem hefur náðst á Rhódesiu-ráðstefnunni vekur vonir
um að endanlegt samkomulag náist innan hálfs mánaðar.
Friðarviðræðurnar færast nú á lokastig og við taka samningaum-
leitanir um vopnahlé.
Brezki utanríkisráðherrann,
Carrington lávarður, sem er í
forsæti, hyllti samkomulagið er
náðist eftir margra vikna þjark og
lítt dulbúnar hótanir Breta um að
viðurkenna stjórn Abel Muzorew-
as forsætisráðherra, ef skæruliðar
Föðurlandsfylkingarinnar sýndu
ekki samningsvilja.
Árangurinn í dag náðist eftir
sólarhrings viðræður, einum degi
eftir síðustu úrslitakostina sem
Carrington lávarður setti skæru-
liðum.
Bretar breyttu upphaflegum til-
lögum sínum þannig að skærulið-
ar heyrðu eins og stjórnarher-
sveitir undir beina stjórn væntan-
legs landstjóra Breta, sem hefur
ekki verið tilnefndur.
Talsmaður skæruliða sagði að
þar með hefði verið gengið að
kröfum þeirra um jafnrétti 20.000
skæruliða Föðurlandsfylkingar-
innar og 12.000 manna hers hvítra
manna. „Þegar landstjórinn kem-
ur verða engir hryðjuverkamenn.
Við verðum löglegur liðsafli,"
sagði hann.
Bretar breyttu tillögum sínum
þegar forseti Zambíu, Kenneth
Kaunda, hafði gripið inn í viðræð-
urnar sem nú hafa staðið á tíundu
viku.
Samkomulagið í dag opnar
fyrsta raunverulega möguleikann
á friði og myndun ríkisstjórnar
svartra manna sem njóti alþjóða
viðurkenningar.
Ráðgjafí drottningar
var njósnari Rússa
London, 15. nóvember. Reuter. AP
SIR Anthony Blunt, kunnur
listfræðingur, listverkaráðun-
autur Elísabetar drottningar
og einn frábærasti fræðimaður
sem hefur útskrifazt frá háskól-
anum i Cambridge, hefur játað
að hafa verið njósnari Rússa í
síðari heimsstyrjöldinni, fyrir
hana og eftir að því er Margar-
et Thatcher forsætisráðherra
sagði á þingi i dag. Drottningin
sendi samtímis yfirlýsingu frá
Buckingham-höll þar sem
Blunt, eins og hann er nú
kallaður, er sviptur aðalstign.
Hann fór frá Bretlandi i gær til
óþekkts ákvörðunarstaðar.
Samkvæmt skriflegri yfirlýs-
ingu frú Thatcher í Neðri mál-
stofunni viðurkenndi hann svo
snemma sem 1964 að hann væri
dularfulli háskólamaðurinn sem
réð gáfaða unga menn til njósn-
astarfa fyrir Rússa í Cam-
bridge-háskóla á árunum fyrir
síðari heimsstyrjöldina.
Hann sagði brezku leyniþjón-
ustunni að hann hefði afhent
Rússum upplýsingar í síðari
heimsstyrjöldinni þegar hann
starfaði í leyniþjónustu hersins
og árið 1951 hjálpaði hann
brezku diplómötunum Guy
Burgess og Donald MacLean að
flýja til Sovétríkjanna að sögn
frú Thatcher.
Afhjúpun frú Thatcher á
hneykslinu fylgir í kjölfar vax-
andi bollalegginga um ónefndan
enskan aðalsmann og kjarnorku-
vísindamann sem minnzt er á í
nýlegri bók sagnfræðingsins
Andrew Boyle, „Climate of
Treason".
Frú Thatcher sagði að Blunt
hefði játað 1964 þegar honum
hafði verið lofað því að hann
yrði ekki lögsóttur. Fram að
þeim tíma voru engar sannanir
til gegn honum, sagði hún. Þó
var hann fyrst yfirheyrður 1951.
Eftir játningu sína veitti
Blunt mikilsverðar upplýsingar
um leyniþjónustustarfsemi
Rússa og samband sitt við Burg-
ess, MacLean og vin þeirra Kim
Philby sem flúði til Moskvu 1963.
Blunt var eftirlitsmaður kon-
unglega listaverkasafnsins
1945—1972 og varð síðan ráðu-
nautur drottningar í listaverk-
um safns hennar. Hann var
sleginn til riddara 1956, en er
ekki fyrsti maðurinn sem er
sviptur aðalstign. Þó er hann
Mynd frá 1959 af Sir Anthony Blunt ásamt Elisabetu Bretadrottn-
ingu.
fyrstur allra sviptur sérstakri
viktorianskri riddaraorðu sem er
veitt fyrir persónulega þjónustu
veitta þjóðhöfðingja.
Þjónn á heimili Blunts sagði í
dag að hann væri farinn í leyfi
til Italíu.
Stúdentar neita að
sleppa kvengíslum
Áskorun send til höfuðborga Norðurlanda
Teheran, 15. nóvember. AP. Reuter.
ÍRANSKIR stúdentar höfnuðu i
dag tillögu embættismanna um að
sleppa konum ug blökkumönnum.
sem eru meðal gíslanna i banda-
ríska sendiráðinu í Teheran. og
sögðust aðeins taka við skipunum
frá Ayatullah Khumeini. Þetta er
enn eitt dæmi um mikinn ágreining
yfirvalda ug stúdenta i sendiráðinu.
Það hefur aukið á óvissuna að
Teheran-útvarpið tilkynnti, að
Khomeini yrði ekki til viðtals fyrr en
5. desember vegna „lítils háttar
þreytu og lasleika.“ Khomeini ávarp-
aði í kvöld í hinni helgu borg Qom
fulltrúa úr byltingarráðinu, sem
heimsóttu hann, og sagði um þá
ákvörðun Bandaríkjastjórnar að
frysta íranskar innistæður: „Þeir
ræna og frysta fé okkar eins og
þjófar. Þannig haga Vesturlönd sér.“
Ákvörðun Carters forseta um að
frysta innistæðurnar var gagnrýnd á
ráðherrafundi Arababandalagsins í
Túnisborg, en hafnað var kröfu frá
Líbýu um sameiginlegar dipló-
matískar og efnahagslegar refsiað-
gerðir Araba gegn Bandaríkja-
mönnum. Iran hafði beðið aðrar
múhameðskar þjóðir um dipló-
matískan stuðning gegn Bandaríkja-
mönnum, en fengu aðeins stuðning
Líbýumanna. Líbýa vildi fá sam-
þykkta, ályktun þar sem afstaða
bandarísku stjórnarinnar yrði for-
dæmd, en Irak lagðist gegn því og
sagði að stjórn Khomeinis væri
jafnvel verri en keisarans.
Carter forseti sagði á fundi verka-
lýðssambandsins AFL-CIO, að
írönsk yfirvöld bæru „fulla árbyrgð"
á öryggi gíslanna í sendiráðinu.
Hann sakaði byltingarstjórnina í
íran um að æsa lýð fjandsamlegan
Bandaríkjamönnum og sagði að
Bandaríkjamenn mundu ekki ræða
málefni Irans fyrr en gíslarnir yrðu
látnir lausir.
Bandarískir embættismenn segja
að Iranskeisari verði ef til vill nógu
heilsugóður til þess að geta farið frá
New York eftir hálfan mánuð til
Mexíkó, þar sem búizt er við að
stjórnvöld veiti honum aftur hæli.
Sendifulltrúi Irans í Mextkóborg,
Manoucheher Kazemi, sagði í dag, að
íran mundi biðja Alþjóðadómstólinn
að úrskurða framsal keisarans, ef
hann færi aftur til Mexíkó.
íran bað í dag öll sendiráð í
Skandinavíu að beita áhrifum sínum
til þess að fá Bandaríkin til að
framselja Iranskeisara. Iranska
sendiráðið i Stokkhólmi birti áskor-
unina, sem beinist til sendiráða og-
sendinefnda í höfuðborgum allra
Norðurlanda: Stokkhólmi, Kaup-
mannahöfn, Ósló, Helsinki og
Reykjavík. Sagt var að keisarinn
fengi „opin og heiðarleg" réttarhöld
þegar hann hefði verið framseldur
til Irans.