Morgunblaðið - 16.11.1979, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979
Bændur buðust til að
afsala sér verulegum
hluta launahækkunar-
innar 1. desember nk.
„ÞESSAR viðræður hafa verið
ákaflega vinsamlegar. Fulltrúar
bænda buðust reyndar til að
afsala sér verulegum hluta launa-
Karlakór Rvíkur:
Góðar viðtök-
ur í Peking
Tókýó, 15. nóvember. Ap.
KARLAKÓR Reykjavíkur hélt
fyrstu tónleika sína í Peking i
dag og hlaut kórinn afbragðs-
viðtökur hjá yfir þúsund
áheyrendum að sögn kínversku
fréttastofunnar Xinhua.
Xinhua segir að kínverskir
tónlistarmenn hafi og látið í
ljós aðdáun á flutningi kórsins
og er þess sérstaklega getið að
einsöngvararnir Sieglind Ka-
• hman, Siguðrur Björnsson og
Halldór Kjartansson hafi hlotið
sérstakt lof áheyrenda fyrir
söng sinn.
hækkunarinnar, ef aðrir gerðu
slíkt hið sama, en það voru menn
nú ekki reiðubúnir til að gera,
sem ef til vill var nú heldur ekki
von til,“ sagði Magnús H. Magn-
ússon félagsmálaráðherra, er
Mbl. spurði hann i gærkvöldi um
viðræður ríkisstjórnarinnar við
fulltrúa launþega og vinnuveit-
enda um stöðu launamálanna 1.
desember. Magnús sagðist telja
líklegast að launahækkunin yrði
jöfnuð upp á við, þannig að allir
fengju 13,2% hækkun.
Varðandi búvöruverðshækkun
1. desember sagði Magnús að hann
teldi eðlilegast að þeim hluta
hennar, sem stafaði af öðrum
þáttum en launaþættinum, yrði
frestað, en að bændur fengju
bættan sinn launaþátt sem aðrir.
í gær ræddu þeir Magnús og
Kjartan Jóhannsson við fulltrúa
sjómanna, bankamanna, háskóla-
manna og bænda og í fyrradag var
rætt við fulltrúa ASI, BSRB og
vinnuveitenda.
Alda reiðhjólaþjófn
aða í Hafnarfirði
REIÐHJÓLAÞJÓFNAÐIR hafa
farið gífurlega i vöxt í Hafnarfirði
og má nánast segja að alda slikra
þjófnaða hafi riðið yfir undanfarn-
ar vikur, að sögn rannsóknarlög-
reglumanna.
Algengt er að drengir á aldrinum
10—13 ára hópi sig saman og stofni
eins konar þjófafélög, sem standa að
reiðhjóljaþjófnuðum og breytingum
á reiðhjólum sem þeir hafa stolið.
Eru hjólin síðan seld eða drengirnir
nota þau sjálfir.
Undanfarnar vikur hafa borizt
tilkynningar til lögreglunnar um að
reiðhjólum hafi verið stolið svo
tugum skiptir. Eru það tilmæli
lögreglunnar að foreldrar séu vel
vakandi og fylgist með því hvort
börn hafi undir höndum reiðhjól eða
reiðhjólahluti, sem þau ættu ekki að
vera með undir venjulegum kring-
umstæðum.
Yinstri stjómin og
skattaálögurnar
LÍNURIT þetta sýnir allar þær
viðbótarskattaálögur, sem vinstri
stjórnin lagði á almenning í
landinu á árs valdaferli sinum.
Samtals nema allar þessar álögur
31,6 milljörðum króna. Þær eru
ýmist hækkun á gömlum skatt-
stofnum eða nýir skattstofnar. Til
samanburðar má geta þess, að
allir beinir skattar á árinu 1978
námu 32,2 millörðum króna.
Til viðbótar þessum skattstofn-
um, má minna á, að um mitt
síðastliðið sumar, lagði Svavar
Gestsson, viðskiptaráðherra í
vinstri stjórninni fram tillögur um
enn auknar álögur á almenning,
skatt á innflutning, sem nam 15
milljörðum króna, þannig að
skattaálögur í raun ásamt þeim
tillögum, sem Alþýðubandalagið
vildi lögfesta nema 46,6 milljörð-
um króna.
Skattaálögurnar, sem línuritið
sýnir, eru þessar:
• Söluskattshækkun um 10%, 2
prósentustig, að upphæð 10,2 millj-
arðar.
• Vörugjald, að upphæð 5,6 millj-
arðar króna.
• Tekjuskattur einstaklinga, að
upphæð 2,7 milljarðar króna.
• Tekjuskattur félaga, að upphæð
5,3 milljarðar króna.
• Eignaskattur einstaklinga, að
upphæð 0,9 milljarðar króna.
• Eignaskattur félaga, að upphæð
1.8 milljarðar króna.
• Nýbyggingagjald, að upphæð 0,4
milljarðar króna.
• Skattar á verzlunar- og skrif-
stofuhúsnæði, að upphæð 1,3 millj-
arðar króna.
• Flugvallargjald, að upphæð 0,6
milljarðar króna.
• Verðjöfnunargjald á raforku, að
upphæð 0,9 milljarðar króna.
• Sérstakur skattur á ferða-
mannagjaldeyri, 10%, að upphæð
1.9 milljarðar króna.
Allar þessar skattatölur vinstri
stjórnarinnar eru miðaðar við
fjárlög 1980.
Þessa mynd tók Ragnar Axelsson Ijósm. Mbl. 1 gær i verksmiðju Álaíoss i
Mosfellssveit, þegar Matthias Á. Mathlesen, Ólafur G. Einarsson og Bjarni
Jakohsson hcimsóttu fyrirtækið og starfsmenn þcss. Við það tækifæri voru
þeim færðar að gjöf ullarderhúfur, sem fyrirtækið framleiðir. Ólafur og
Matthias eru hér að ræða sin á milli hvernig húfan fari hezt á höfði Ólafs.
Niðurstaðan var sú að hún skyldi halla til hægri — hvað annað?
Larsen kemur ekki
á Ryikurskákmótið
DANINN Bent Larsen heíur tilkynnt Skáksambandi íslands
að hann sjái sér ekki fært að koma á Reykjavíkurskákmótið á
næsta ári. Stjórnarmenn SÍ höfðu samband við Larsen í
vikunni. Hann bar við persónulegum ástæðum. Þá hafði
Larsen samband við þá Jan Timman og Robert Hiibner en
báðir sögðust þeir ekki geta teflt í Reykjavík. Hins vegar lýstu
þeir Sosonko og Guyala Sax yfir áhuga á að koma hingað.
Tveir erlendir skákmenn hafa
boðað komu sína á Reykjavíkur-
skákmótið. Það eru þeir Walter
Browne, Bandaríkjunum, og
Svíinn Harry Schussler, alþjóðleg-
ur meistari. Tveimur Sovét-
mönnum hefur verið boðið en
ekkert svar hefur borist frá So-
vétríkjunum. Hinum landflótta
Sovétmanni, Viktor Korchnoi, og
Bretanum Michael Stean var og
boðið á Reykjavíkurskákmótið en
óljóst er hvort af komu þeirra
getur orðið þar sem Korchnoi
tekur þátt í kandidataeinvígjun-
um og Stean er aðstoðarmaður
hans.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti:
Ritgerð þóknanleg a-þýzkum komm-
únistum kennsluefni í félagsfræði
í Fjölbrautaskólanum I Breiðholti er notuð til kennslu í félagsfræði bók, sem upphaflega mun vera
doktorsritgerð höfundarins, Sævars Tjörvasonar. í þeim kafla bókarinnar, sem fjallar um tímahil
heimsstyrjaldarinnar og eftirstríðsáranna 1940—1974 segir svo. „Meðan á Kóreustriðinu stóð (1951) var
gerður herverndarsamningur við Bandaríkin, en þeirra her hafði horfið héðan 1947. Að baki þessum
herverndarsamningi lágu fyrst og fremst hagsmunir Bandaríkjanna, og frumkvæði að samningunum kom
frá þeim og þeirra fulltrúum hérlendis. Við samningsgerðina var á sárgrætilegan hátt með efnahags- og
stjórnmálabrellum leikið á innlenda borgarastétt og jafnaðarmenn, sem ennþá höfðu litla reynslu í rekstri
utanríkismála. Samningar þessir höfðu viðtæk félagsleg, stjórnmálaleg og efnahagsleg áhrif á líf fólksins i
landinu. Efnahagslegar afleiðingar stríðsins og herverndarsámningsins voru fyrst og fremst útþenslulegs
eðlis.“
Morgunblaðið sneri sér í gær til
Guðmundar Sveinssonar, skóla-
meistara Fjölbrautaskólans og
spurði hann hvernig á því stæði að
bók eða ritgerð af þessu tagi væri
kennd við skólann, þar sem svo
augljóslega væri gerð tilraun til
pólitískrar innrætingar og mis-
notkunar með efni hennar. Guð-
mundur Sveinsson sagði:
— Tilkoma þessa rits í kennslu
er sú að þegar Sævar Tjörvason
höfundur hennar gerist kennari
við skólann grípur hann það sem
honum stendur næst, enda ekki til
bækur á íslensku um þessi efni.
— Menn verða að gera sér grein
fyrir því hvernig bókin er til
komin, hún er samin sem prófrit-
gerð höfundar við austur-þýskan
háskóla og hartn veit hvað fellur í
kramið hjá prófessor sínum, en
bókin er alls ekki samin sem
kennslubók í félagsfræði og hann
grípur til hennar vegna bókar-
skortsins, og kennarar gera það
einatt að grípa það sem þeir hafa
sjálfir sýslað með og er þeim
handgengt. Bókin er aðeins notuð
af litlum hópi, nánast ætluð til
heimabrúks hér enda varasamt að
taka til kennslu bækur, sem ekki
eru hugsaðar sem kennslubækur.
Margrét Björnsdóttir félags-
fræðikennari við Fjölbrautaskól-
ann þýddi þá kafla úr ritgerð
Sævars er notaðir hafa verið til
félagsfræðikennslunnar og vildi
hún ekki tjá sig um mál þetta,
nema hvað til stæði að endurskoða
ritið.
Geir Hallgrímsson
Fundur Geirs
á Húsavík
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
cfnir til fundar á Húsavík á
sunnudaginn, þar sem formaður
flokksins, Geir Hallgrimsson,
hefur framsögu. Fundurinn verð-
ur á Hótel Húsavík, Félagsheimil-
inu, klukkan 15.30 á sunnudag.
Geir mun gera grein fyrir
stefnu Sjálfstæðisflokksins, og
ræða almennt um stjórnmálavið-
horfið. Þá mun hann svara þeim
spurningum er Þingeyingar vilja
leggja fyrir hann um stefnu Sjálf-
stæðisflokksins eða önnur mál.
í gæzlu-
varðhald
MAÐURINN, sem handtekinn var
vegna gruns um bensínþjófnað í
allstórum stíl á undanförnum vik-
um, hefur verið úrskurðaður í
gæzluvarðhald til 21. nóvember n.k.
Rannsókn er haldið áfram á máli
hans.