Morgunblaðið - 16.11.1979, Qupperneq 10
Vörur frá 28 verzlunum
Á boöstólum hverskonar gjafavörur, fatnaöur og skór, heimlistæki, hljómplötur, ritföng,
skartgripir og klukkur, blóm, skreytingar og húsgögn og margt fleira.
Opíð föstudag kl. 13.00 ------- 22.00
laugiardag kl. 03.00 — 12.00
og mánudag kl. 13.00 ---------- 13.00
frá kl. 18.00-22.00
Barnaleikvöllur á 2. hæö
Drekkiö kvöldkaffiö á
hæö í Sýningarhöllinni.
2.
Danssýning á vegum Heiöars Ástvaldssonar. Hinir
landsfrægu skemmtikraftar Magnús og Jóhann
koma fram kl. 18.00 — 20.00
Ennfremur kemur
Tóti trúóur,
eftirlæti
allra barna.
Sýningahöllinni
Bíldshöföa 20 — S.81410 — 81199
Sýningahöllin — Ártúnshöfða
Basar Dóm-
kirkjunnar
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj-
unnar heldur sinn árlega basar á
morgun, laugardag 17. nóvember, i
Casa Nova, nýbyggingu Mennta-
skólans í Reykjavík, og hefst hann
kl. 2 sd. Gengið er inn í húsið um
vesturdyr og er hægt að komast að
húsinu bæði frá Bókhlöðustíg og
frá Lækjargötu, yfir lóð gamla
skólans.
Á basarnum verður að venju
mjög fjölbreytt úrval góðra hand-
unninna muna og verðinu er mjög
stillt í hóf. Þar er því hægt að gera
ágæt kaup og kemur það sér
áreiðanlega vel í allri dýrtíðinni.
Þarna má fá marga fallega muni,
sem eru tilvaldir til jólagjafa.
Konurnar í kirkjunefndinni
hafa unnið Dómkirkjunni ómetan-
legt starf á undanförnum áratug-
um. Öll þeirra mikla vinna hefur
miðað að því að gera Dómkirkjuna
hið fegursta guðshús. Þær hafa
unnið fyrir kirkjuna af mikilli
fórnfýsi og alúð og af einstakri
starfsgleði og áhuga. Þær lögðu
drjúgan skerf að viðgerð Dóm-
kirkjunnar að innan fyrir tveimur
árum og nú seinast í sumar, þegar
kirkjan var máluð að utan. Það er
áreiðanlegt, að Dómkirkjan væri
ekki sá fagri helgidómur, sem
raun ber vitni, ef kirkjunefnd-
arkvenna og þeirra mikla starf
hefði ekki notið við. En þær hafa
líka notið stuðnings fjölda manna,
sem hefur sótt basarinn þeirra og
keypt þær vörur, sem á boðstólum
eru og vonum við að svo verði
einnig á morgun og að þar verði
fjölmenni.
Basar Kirkjunefndar kvenna
Dómkirkjunnar hefst sem fyrr
segir á morgun kl. 2 e.h. í
nýbyggingu Menntaskólans í
Reykjavík, Casa Nova.
Hjalti Guðmundsson.
Hjálmar Bárðarson
í forsæti nef nda
á þingi IMCO
ELLEFTA þing Alþjóðasigl-
ingamálastofnunarinnar, IMCO,
var sett mánudaginn 5. nóvember
s.l. í London og mun standa í tvær
vikur. Á þinginu eru verkefni
IMCO og fjárhagsáætlun næstu
tveggja ára ákveðin, en á dagskrá
þingsins eru m.a. siglingamál,
öryggi á sjó, varnir gegn mengun
sjávar og aðstoð við þróunarlönd
varðandi siglingamál.
Hjálmar R. Bárðarson siglinga-
málastjóri var í upphafi þingsins
einróma kjörinn formaður stjórn-
unar-, fjárhags- og laganefndar
þingsins.
2248D