Morgunblaðið - 16.11.1979, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979
Olíusamningur við Sovétríkin undirritaður:
Rotterdamverð gildir en
unnt að draga úr magninu
Tilboð í 100—150 þ.tn. gasolíu á hag-
stæðari kjörum frá öðrum löndum
UNDIRRITAÐIR voru í gær í
Ráðherrabústaðnum samningar
milli Sovétrikjanna og íslands um
oliukaup íslands frá Sovétrikjun-
um. en sem kunnugt er lauk
samningaviðræðum um kaup oliu
og bensins á næsta ári hinn 28. sept.
sl. án þess að samningar tækjust.
„Höfðu Sovétmenn þá boðið í aðal-
atriðum óbreytta samninga þar
með verðskilmála með viðmiðun við
skráð dagverð á olíuvörum á mark-
aði i Rotterdam, en þessi viðmiðun
hefur reynst afar dýrkeypt á árinu
1979,“ segir m.a. i frétt viðskipta-
ráðuneytisins um samningana.
Frestur til að Ijúka samningunum
rann úr i gær og voru þeir þá
undirritaðir af fulltrúa verslun-
arskrifstofu Sovétrikjanna á
fslandi, Boris Gorskov og Þórhalli
Ásgeirssyni ráðuneytisstjóra við-
skiptaráðuneytis.
I frétt ráðuneytisins segir m.a. um
samning þennan svo og athuganir á
vegum ríkisstjórnarinnar um olíu-
kaup frá öðrum aðilum en Sovét-
mönnum:
„Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af
Islands hálfu og viðræður viðskipta-
ráðherra við sendiherra Sovétríkj-
anna á íslandi, hefur ekki tekist að
Frá undirritun samninganna i gær. en þá undirrituðu fyrir hönd
Sovétrikjanna Boris Gorskov og fyrir hönd íslands Þórhallur Asgeirsson,
að viðstöddum viðskiptaráðherra, fulltrúum sendiherra Sovétríkjanna og
viðskiptafulltrúum og fulltrúum islensku oliufélaganna. Ljósm. Emilia.
Nfefe:Ca. 3.465. þú
Verö: Ca. 3.415. þús.
Nú eru allir LADA bílar meö
höfuðpúðum, viðvörun-
arljósum ofl. ofl.
Síðastliðið ár og það sem
af er þessu ári, er LADA
mest seldi bíllinn.
Það er vegna þess að hann
er á mjög hagstæðu verði, og
ekki síst, að hann er
hannaður fyrir vegi sem okkar
LADA station er hægt að fá með 1200 sm
eða 1500 sm3 vél.
BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR
Suðurlandsbraut 14, sími 38600
Söludeild sími 312 36
er mest sekti billinri”
fá fram breytingar á verðskilmálum
olíukaupasamningsins. Hins vegar
hafa Sovétmenn fallist á, að í
samninginn verði bætt ákvæði þess
efnis, að íslendingar geti með eðli-
legum fyrirvara dregið úr kaupum
sínum á gasolíu og bensíni frá
Sovétríkjunum hvenær sem er á
árinu 1980. Samningur með þessari
breytingu var undirritaður síðdegis í
dag.“
„Olíuviðskiptanefnd hefur að ósk
viðskiptaráðherra aflað tilboða í
olíuviðskipti á næsta ári. Fyrir
liggja tilboð í 100—150 þúsund tonn
af gasolíu (diesel og húshitunarolíu)
er líður á árið 1980 á hagstæðari
verðkjörum en Sovétmenn bjóða.
Einnig standa til boða um 50 þúsund
tonn af bensíni á verði sem ekki
virðist lakara en það sem felst í
samningnum við Sovétmenn. Við-
skiptaráðherra hefur nú falið olíu-
viðskiptanefnd að hafa milligöngu
um áframhaldandi samninga við
þessa aðila. Hér er um olíufélög í
Bretlandi, Finnlandi og Noregi að
ræða. Þyngst vegur tilboð frá bresk-
um aðilum.
Þá eru í athugun möguleikar á því,
að íslendingar kaupi hráolíu beint af
olíuframleiðsluríkjum innan OPEC
til vinnslu í einhverju nágranna-
landanna, og kunna að vera mögu-
leikar á því á næsta eða næstu árum.
Með þessum ráðstöfunum hefur
þrennt áunnist:
1) íslenskum atvinnuvegum og
heimilum er tryggt öruggt fram-
boð á olíu á næsta ári.
2) Fyrir liggja tilboð með hagstæð-
ari verðkjörum en annars væri
völ á fyrir um það bil helming
gasolíuinnflutningsins á næsta
ári.
3) Opnaðir eru nýjir möguleikar
fyrir olíuviðskipti í framtíðinni.
Ríkisstjórnin hefur nú til athug-
unar aðildarskilmála í Alþjóðaorku-
stofnuninni (IEA), sem starfar í
tengslum við Efnahags- og fram-
farastofnunina í París (OECD), með
það fyrir augum, að Islendingar
gerist þátttakendur í þessu olíusam-
starfi vestrænna ríkja."
Viðskiptafulltrúi Sovétríkjanna
Vladimir K. Vasov sagði eftir að
samningurinn var undirritaður að í
þau 26 ár sem olíuviðskipti hefðu
farið fram milli íslands og Sojuz-
nefteexport hefðu þau alla tíð verið
hin ánægjulegustu og fyrirtækið
hefði ætíð staðið við sína samninga.
Allir vissu að á síðustu tímum hefði
allt orkuverð hækkað mjög á heims-
markaði, sem hefði erfiðleika í för
með sér hvarvetna. „Rotterdam-
viðmiðunin var samþykkt og er ekki
aðra viðmiðun að finna á markaði í
Evrópu. Samkvæmt óskum kaup-
anda hefur Sojuznefteexport veitt
ákveðna eftirgjöf varðandi skilmála
og flutningstaxta olíuvara. Þá hefur
nýi samningurinn það fram yfir þá
fyrri að hann býður upp á mikinn
sveigjanleika fyrir kaupanda hvað
magn áhrærir. Hefur kaupandi rétt
til að draga úr kaupum á hverri
tegund hreinsaðrar olíu fyrir sig geri
hann það kunnugt seljanda með 45
daga fyrirvara.
Nauðsynlegt er að leggja áherslu á
að það hefur ekki verið svo auðvelt
fyrir Sojuznefteexport að verða við
ofangreindum óskum Islendinga um
breytingar, en það hefur þó verið
gert þar sem við skiljum þarfir
ykkar og áhuga. Sojuznefteexport
hefur einnig séð sér fært að verða
við þeirri ósk íslensku sendinefndar-
innar að afhenda 20 þúsund tonn af
bensíni á þessu ári til viðbótar við
fyrri samning svo og að geta orðið
við óskum um aukið magn á næsta
ári verði þess óskað,“ sagði Vlasov
meðal annars.
— Ég tel meginatriðin vera þau að
nú hafa opnast nýir möguleikar á
olíuviðskiptum og samningurinn við
Sovétmenn var ekki undirritaður
fyrr en fyrir lágu tilboð í helming
þeirrar gasolíu er við þurfum, frá
öðrum aðilum og ekki var gengið frá
samningum fyrr en olíuviðskipta-
nefnd haði fengið þau tilboð stað-
fest, sagði Kjartan Jóhannsson við-
skiptaráðherra er Mbl. innti hann
álits á olíusamningunum.
— Við höfum með ítrekuðum
viðræðum við sendiherra Sovétríkj-
anna reynt að ná fram breytingum,
en eina breytingin er sú að við getum
dregið úr kaupum með 45 daga
fyrirvara, en höfum um leið tryggt
okkur að fullu með tilboðum um olíu
annars staðar frá og verður strax á
miðju næsta ári um að ræða hag-
stæðari olíukaup en við nú búum við.
Olíuviðskiptanefnd verður nú falið
að hafa milligöngu um samninga við
þá aðila aðra er boðið hafa okkur
olíu.