Morgunblaðið - 16.11.1979, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr.
eintakiö.
• •
Oldrunarlækningar
Heilbrigðisstéttir héldu nýverið fund um rekstrarstöðu
sjúkrahúsa. í máli heilbrigðisráðherra kom m.a. fram, að
öldruðu fólki, 80 ára og eldri, hefði fjölgað um 50% hérlendis
1972—1978, á sama tíma og þjóðarfjölgun var um eða innan
við 7%. Þessi vaxandi hópur aldraðra hefur stóraukið á
samfélagslegar kröfur um öldrunarþjónustu.
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur
á fyrra kjörtímabili stóð fyrir byggingu þriggja fjölbýlishúsa
fyrir aldraða, sem geta séð um sig sjálfir, samhliða
starfrækslu heimahjúkrunar og heimilisþjónustu. Ráðherra
taldi hins vegar að á höfuðborgarsvæðinu væru 300—350 sjúk
gamalmenni, sem þyrftu að komast á hjúkrunardeildir, en
tiltækt húsnæði væri yfirfullt, auk þess sem öldrunarsjúkl-
ingar tækju upp sjúkrarými á almennum sjúkrahúsum.
Meðalævi íslendinga hefur lengst verulega á undanförnum
áratugum, sem þýðir óhjákvæmilega aukna öldrunarþjónustu
á heilbrigðissviði. Þjóðfélagið hefur verið langt á eftir í að
sinna skyldu sinni í þessu efni, sem snertir allar fjölskyldur í
landinu; alla einstaklinga, annaðhvort nú þegar eða í
sjáanlegri framtíð.
Arðsemi framkvæmda á að vera meginregla í fj árfestingu,
enda forsenda þess, að þjóðartekjur rísi undir frambúðarör-
yggi, bættum lífskjörum og raunar einnig mannúðar- og
menningarmarkmiðum. Þessi meginregla á hins vegar ekki
að ná til öldrunarþjónustu, sem á að vera ljúf þjóðfélagskvöð,
raunar aðalsmerki á menningu þjóðar. Núverandi húsnæðis-
aðstaða í hjúkrunarmálum aldraðra — eða skortur á aðstöðu
er hins vegar þjóðarhneisa.
Sparnaður og heil-
brigðisþjónusta
Landspítalinn er miðstöð meðferðar illkynja sjúkdóma í
landinu. Þar skortir enn verulega á aðstöðu og
tækjabúnað til að hægt sé láta í té sams konar heilbrigðis-
þjónustu og bezt gerist annars staðar, þó vissulega hafi miðað
í hina réttu áttina. Hins vegar hefur spítalinn á að skipa
hinum hæfustu sérfræðingum í þessari grein. Hér þarf til að
koma bætt húsnæðis- og starfsaðstaða og tækjabúnaður, sem
gefið hefur mjög góða raun með öðrum þjóðum. Hér gildir
ekki sízt að greina sjúkdóma nógu skjótt til að koma við
nauðsynlegri meðferð í tíma. Arðsemi slíks útbúnaðar, mæld
í lífs- og batalíkum, er vissulega mikil, en árlega eru greind
hérlendis 500—600 krabbameinstilfelli.
Staða útflutningsframleiðslu, viðskiptakjara og þjóðar-
tekna, að ógleymdri verðbólguþróun hérlendis, gerir óhjá-
kvæmilegt að draga saman segl í ríkisbúskapnum um sinn, ef
ná á markmiðum jafnvægis, rekstrar- og atvinnuöryggis. En
sá samdráttur verður að miðast við íslenzkar aðstæður og má
ekki bitna á þeim, sem verst eru settir í þjóðfélaginu, þ.e.
hinum öldruðu og sjúku. Sjálfsagt má spara einhvers staðar í
heilbrigðiskerfinu, án þess að draga úr þjónustu þess, og
efling heimilislækninga, göngudeilda og þjónustu utan
sjúkrahúsa dregur efalítið úr annars vaxandi þörf ýmiss
konar sjúkrarýmis. Jafnljóst er og, að fjárveitingavaldið
hefur um of litið fram hjá ýmsum þörfum heilbrigðisþjónust-
unnar.
Þegar Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
gerði grein fyrir sóknarstefnu Sjálfstæðisflokksins gegn
verðbólgu, sem m.a. felur í sér skattalækkun og samdrátt í
ríkisgeiranum, lagði hann áherzlu á tvennt: 1) að vernda
þyrfti láglaun og laun fólks með skerta starfsorku og 2) að
ekki mætti draga úr virkni heilbrigðisþjónustunnar. Og
næstu stóru verkefnin á þessum vettvangi hljóta að verða á
sviði illkynja sjúkdóma — og á sviði aukins svigrúms til
öldrunarlækninga.
■
AÆTLUN Sjálí-
stæðisflokksins um
snarpar aðgerðir til að
vinna bug á verð-
bólgunni, sem kynnt
var undir kjörorðinu:
,JLeiftursókn gegn
verðbólgu“ fyrir
réttri viku, hefur
orðið helsta umræðu-
efni stjómmálamanna.
Forvígismenn ann-
arra flokka hafa
reynt að gera stefn-
una tortryggUega með
margvíslegum hætti.
Þannig hefur
Tíminn eftir
Steingrími Her-
mannssyni formanni
Framsóknarflokks-
ins: „Uppvakningur
íhaldsins ómenguð
kreppustefna —
Sjálfstæðismenn
vilja hefja stríð við
allan almenning.“ Og í
Þjóðviljanum segir
Guðmundur J. Guð-
mundsson verkalýðs-
rekandi að hann húist
við því, að 10 til 20
þúsund manns flýi
land verði stefnu
sjálfstæðismanna
hrundið í fram-
kvæmd. Áætlun
sjálfstæðismanna hef-
ur þannig greinilega
vakið skörp andsvör.
Morgunblaðið sneri
sér til Geirs Ilall-
grímssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins,
og leitaði svara hans
við ýmissi þeirri
gagnrýni, sem fram
hefur komið.
*
Geir, andstæðingar Sjálf-
stæðisflokksins hafa
sagt, að efnahagsstefna
flokksins muni leiða til
verkfalla og jafnvel
„blóðugra átaka“ eins og einn þeirra
komst að orði. Ætlar Sjálfstæðis-
flokkurinn markvisst að láta skerast
í odda á vinnumarkaðnum?
— Stefna Sjálfstæðisflokksins
gerir ráð fyrir frjálsum kjarasamn-
ingum á ábyrgð aðila. Við viljum
ekki valdboð ríkisins um kaup og
kjör. Aðilar verða sjálfir að bera
ábyrgð á samningum sínum. Ég man
ekki betur en það hafi jafnan verið
viðhorf verkalýðsfélaganna, að þau
hafi umráð yfir samningum fyrir
félagsmenn sína. í því felst auðvitað
krafa um, að ríkisvaldið svipti félög-
in ekki samningsfrelsi. Hafi ríkis-
valdið gripið inn í kjaradeilur, eins
og oft hefur gerst, hafa foringjar
launþegasamtakanna oftar en hitt
sagt, að ríkisvaldið væri aðeins
verkfæri í höndum vinnuveitenda.
Þetta viðhorf hefur ráðið stefnunni í
forystusveit launþegasamtakanna og
hún hefur jafnvel beitt áhrifum
sínum til að hnekkja ákvörðunum
ríkisvaldsins og samþykktum Al-
þingis og nægir þar að vísa til
aðgerðanna gegn iögunum sem sett
voru í febcúfar og maí 1978.
Við sjálfstæðismenn teljum ríkis-
valdinu heimilt að hlutast til um
gerð kjarasamninga beri brýna
jf
Geir Hallgrímsson ræðir við sjómenn á Austfjörðum
VINSTRI
BRUGÐI
I
— stefna
sjálfstœðis-
manna
hefur
mikinn
hljóm-
grunn
nauðsyn til, en í okkar huga er slíkt
algjört neyðarúrræði eins og ég lýsti
yfir við setningu laganna í febrúar
1978.
— Hvert er þitt álit nú tæpum
tveimur árum síðar á viðbrögðum
verkalýðshreyfingarinnar við þeirri
lagasetningu? Finnst þér andmæl-
endur laganna hafa styrkt stöðu sína
á þeim tíma, sem liðinn er?
— í mínum huga beittu Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflokkur sér fyrir
skemmdarstarfsemi gegn þessuro
lögum og þeim tókst að misnota
verkalýðshreyfinguna stefnu sinni
til framdráttar. Það má ekki gleym-
ast í þessu sambandi, að kaupmáttur
launa var hærri samkvæmt lögunum
en hann er nú, þegar ríkisstjórn
þessara flokka hrökklast frá eftir 13
mánaða óstjórn.
Ég met stöðuna þannig eftir
reynsluna af síðustu stjórn, að
verkalýðsforingjar Alþýðubanda-
lagsins eða Alþýðuflokksins séu í
engri aðstöðu til að höggva aftur í
sama knérunn. Þeir hafa enga mál-
efnalega stöðu til þess, þar sem
fullnægt er kröfu þeirra um samn-
ingsfrelsi aðila samkvæmt stefnu
Sjálfstæðisflokksins.
Það er furðulegt vantraust á
skynsemi og ábyrgðartilfinningu
bæði launþega og vinnuveitenda, ef
þeim er ekki treyst til að semja svo
um kaup og kjör, að atvinnuöryggi sé
tryggt og einnig viðunandi afkoma
atvinnuveganna án þess að gengis-
lækkun eða gengissig eigi sér stað
eins og í tíð fráfarandi stjórnar.
— En hvað þá um „blóðugu
átökin"?
— Hótanir um „blóðug átök“ eru
vitnisburður um að skrílræði eigi að
ráða ferðinni í stað lýðræðis og
samningafrelsis. Og svartsýnisspár
um að 10 til 20 þúsund manns muni