Morgunblaðið - 16.11.1979, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.11.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979 17 Rætt við Geir Hallgrímsson um efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins nokkru hærri nú. En skilgreining á þessu verður að sjálfsögðu til um- ræðu í þeim kjarasamningum, sem gerðir verða nú um áramótin og ekki er óeðlilegt að nokkurt samráð verði um þetta haft milli aðila vinnumark- aðarins og ríkisvaldsins. — Nú, eiga ekki samningarnir að vera frjálsir og án afskipta ríkis- valdsins — en nú talar þú um svonefndar þríhliða viðræður. Hvernig fær þetta samrýmst? — Jú, þetta er vel samrýmanlegt. Það er mikill munur á því, að ríkisvaldið bjóði fram krafta sína til að tryggja hag þeirra lægst launuðu, sem mest hefur brunnnið á í tíð síðustu stjórnar vinstri flokkanna, eða hvort ríkið mælir fyrir um kaup og kjör eins og þeir flokkar gerðu með efnahagslögum sínum. Lögum, sem reglubundið á 3ja mánaða fresti hafa skert kjör launþega án þess að þeir fái nokkuð í staðinn eða sjái þess nokkur merki að fórnir þeirra beri minnsta árangur. Þá megum við ekki gleyma því, að samhliða viðræðum á hinum al- menna vinnumarkaði mun ríkisvald- ið eiga viðræður við viðsemjendur sína, opinbera starfsmenn. Og í stefnuyfirlýsingu okkar Sjálfstæð- ismanna segir einmitt um þetta: „Viðræður um endurnýjun kjara- samninga við alla opinbera starfs- menn fari fram samhliða kjara- samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði, og tryggt verði að væntanlega dám af því. Utflutnings- atvinnuvegirnir eru ýmist reknir með tapi eða á núlli eins og sagt er. Það er fráfarandi rikisstjórn, sem er ábyrg fyrir-þeirri gengisfellingu, sem er óhjákvæmileg með hliðsjón af þessum staðreyndum. Það eina, sem ég hef gert er að vekja athygli á þessum staðreyndum. Og sannleik- anum verður hver sárreiðastur. Ég hvet menn til að líta raunsætt á málið, síðan verða þeir að hafa þor til þess að semja um kaup og kjör, sem miðast við stöðugt gengi fram- vegis. Hafi menn ekki dirfsku til þess, fetum við áfram verðbólgu- brautina. — Hvað með svonefnda raun- vaxtastefnu, hefur hún gengið sér til húðar, áður en hún kemst að fullu til framkvæmda? — Það er alveg ljóst, að enginn einstaklingur, fjölskylda eða fyrir- tæki getur staðið undir 40% vöxtum eins og þeir eru nú. Því síður 60% —80% vöxtum eins og vera ætti samkvæmt efnahagslögunum í apríl. Haldi verðbólgan áfram eins og nú horfir kemur svo að því, að ekkert fé verður til útlána hvorki á þessum háu vöxtum né öðrum. Skilyrðið fyrir því að menn fáist til þess að geyma fé sitt í bönkum og bankarnir fái þannig fjármagn til útlána á viðunandi kjörum er að verðbólgunni verði náð niður. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fylgjandi sjálfvirkri tengingu milli Reynslan sýnir að launþegar hafa engu að tapa heldur allt að vinna jj með því mótuð verði ný stefna. — Þú trúir því sem sé, að almenningur vilji í raun, að ráðist sé - gegn verðbólgunni. Heldur þú ekki, að verðbólgu-hugsunarhátturinn hafi náð þvílíkum tökum á fólki, að það telji ekki unnt að framfleyta sér eða t.d. eignast eigið húsnæði án verðbólgu? — Spurningin hefur að geyma hættulegan blekkinga-áróður. Fólk jj getur ekki komist af til lengdar við j| núverandi verðbólgustig. Núverandi J ástand veldur geigvænlegri upplausn B í efnahagsmálum og leiðir einnig til || siðferðilegrar spillingar. Það er ekki jg lengur til neinn mælikvarði, sem K; sýnir sannan árangur af starfi p einstaklinga, fyrirtækja þeirra eða j opinberra aðila. Menn standa ekki || iengur á föstu landi heldur búa við ' óvissu og öryggisleysi. Þeir geta því ekki lengur gert neinar raunhæfar ;§! framtíðaráætlanir og verða því að taka ákvarðanir frá degi til dags. jj Það hefur enginn þrek til að búa við f§ þetta ástand til lengdar hvað þá heldur að ráðast í stórframkvæmdir, sem enginn veit, hvað koma til með að kosta. Æ fleiri eru að átta sig á því í hvert óefni er komið, þess vegna er það sannfæring mín að stefna Sjálfstæðisflokksins um skjótar og varanlegar umbætur eigi mikinn hljómgrunn, sem muni endurspegl- ast í fylgi flokksins í kosingunum. I FLOKKARNIR HAFA ST LAUNAMÖNNUM flýja iand um leið og ráðist verður gegn verðbólgunni með þeim einu ráðum sem duga, eru auðvitað fyrst og fremst dæmi um pólitíska for- stokkun og litla trú á þolgæði íslendinga. Gefist menn þannig upp, er vandséð, að við eigum skilið að teljast efnahagslega sjálfstæðir. — Mun samdrátturinn ekki leiða til atvinnuleysis? — Auðvitað kemur 35 milljarða niðurskuðrður á fjárlögum víða niður. Fjárlagagerðin fyrir 1980 verður brotin alveg upp að nýju. Hverfa verður frá sjálfvirkri verð- bólguviðmiðun. Þessi samdráttur er þó ekki meiri en nemur þeirri aukningu, sem varð á ríkisútgjöldum á 13 mánaða valdaferli vinstri stjórnarinnar. Samhliða niðurskurðinum ætlum við að fella niður 20 milljarða skattaálögur. Þessi skattalækkun mun auka ráðstöfunartekjur ein- staklinga og fyrirtækja. Halda menn að þess muni ekki sjá stað í nýrri verðmætasköpun? Samdrátturinn verður helst fólg- inn í því, að erlendar lántökur verða ekki auknar um 15 milljarða króna. Hvaða stjórnmálaflokkur vill auka erlendar lántökur? Ég tel ekki líklegt, að samdráttur af þessari gráðu muni út af fyrir sig skapa atvinnuleysi, hvað þá heldur leiða til þess að um 10% þjóðarinnar flýi land. Hinu mega menn aftur á móti ekki gleyma, að framhald á verðbólguvextinum, sem stefnir nú óðfluga í 100% á ári, leiðir að lokum til glundroða og hruns. Hagvöxtur hefur nú stöðvast hér á landi og að öllu óbreyttu er fyrirsjáanleg lækk- un þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekna. Þessi þróun hlýtur að leiða til atvinnuleysis fyrr en seinna. Stefna okkar sjálfstæðismanna undir kjörorðinu „Leiftursókn gegn verðbólgu" er því nauðsynleg og óhjákvæmileg til að koma í veg fyrir það atvinnuleysi, sem ella blasir við. — Nú á að draga úr niðurgreiðsl- unum á landbúnaðarvörur. Verður það ekki bæði til þess að auka verðbólguna og rýra kjör almenn- ings? — Það mun auðvitað leiða af lækkun niðurgreiðslna, að landbún- aðarvörur hækka í verði. Samkvæmt stefnu okkar á tekjutrygging lág- launamanna og þeirra, sem búa við skerta starfsorku, að vega á móti þeirri útgjaldaaukningu, sem þessir aðilar verða fyrir af þessum sökum. Hinir hærra launuðu verða að bera hækkað landbúnaðarverð sjálfir. — Hvað áttu við með „láglauna- mönnum“? Hvar dregur þú þá mörk- in í launum? — I efnahagslögum vinstri stjórn- arinnar, sem Alþingi samþykkti í apríl s.l. eru þeir skilgreindir sem láglaunamenn, sem þá höfðu 200 þús. króna mánaðarlaun. Þessi laun eru niðurstöður verði innan þeirra marka, sem atvinnuvegunum eru sett með aðgerðum þessum." Opin- berir starfsmenn hljóta laun. úr sameiginlegum sjóði allra lands- manna og þeir hljóta því að eiga rétt til sambærilegra launa og aðrir launþegar, hvorki hærri né lægri. Hér hef ég getið um tvær óhjá- kvæmilegar skyldur ríkisvaldsins, að gæta réttar hinna lægst launuðu og semja við opinbera starfsmenn. Ríkisvaldið á hins vegar ekki að taka þátt í því að semja almenna kaup- taxta eða segja fyrir um einstaka þætti í almennum kjarasamningum. — Ert þú farinn að prédika gengisfellingu? — Um það efni þarf ekki að hafa neinar prédikanir, heldur nægir að líta á staðreyndir, sem við öllum blasa. Áður en við hefjum leiftur- sókn gegn verðbólgu verður að hreinsa til eftir viðskilnað vinstri stjórnarinnar, eins og jafnan áður skildi hún nú við þjóðarbúið í upplausn. Aldrei meiri en nú. Minn- umst þess til dæmis, að a.m.k. 28 beiðnum um verðhækkanir var vísað frá án þess að tekin væri nokkur afstaða tii þeirra. Reynslan sýnir, að þessar hækkanir munu síga út í verðlagið, enda er frávísun þeirra án afgreiðslu aðeins gálgafrestur. Um næstu mánaðamót mun almennt kaup hækka um 13% og hækkun fiskverðs um næstu áramót dregur vaxta og verðbólgu. Eina raunhæfa leiðin er að mati flokksins að framboð og eftirspurn eftir fjár- magni ákveði vextina. Sú nýbreytni er einn þátturinn af mörgum í sókninni gegn verðbólgúnni. — En yrðu ekki vextir mjög háir nú, ef framboð og eftirspurn réði þeim? — Jú, við núverandi aðstæður yrðu þeir vafalaust háir en þeir myndu snarlækka samhliða leiftur- sókn gegn verðbólgu. — Þú minntist áðan á það, að nauðsynlegt væri að hreinsa til eftir vinstri stjórnina, áður en leiftur- sóknin hæfist. Þýðir þetta, að menn þurfi að bíða í langan tíma eftir aðgerðum Sjálfstæðisflokksins fái hann umboð til að stjórna eftir kosningar? - Nei. — Áttu von á verkföllum í árs- byrjun komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda? — Nei, ég á miklu frekar von á verkföllum, verði áfram fylgt þeirri stefnu, sem vinstri flokkarnir hafa mótað og fylgt undanfarið. Ég hef þá trú, að hinn almenni félagsmaður í samtökum launþega muni ekki líða forystumönnum sínum að misnota samtökin í pólitískum tilgangi eins og vorið 1978. Launþegar munu þrýsta á og krefjast þess af forystu sinni, að nú verði teknir upp nýir starfshættir og reyndar nýjar leiðir. — Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, hef- ur sagt um stefnu Sjálfstæðisflokks- ins: „Þegar ég sá þetta slagorð þeirra fyrst þurfti ég að lesa nokkuð oft til þess að trúa því að þeir opinberuðu svo þennan uppvakning sinn, ómeng- aða íhaldsstefnu sem hefur verið reynd og olli heimskreppunni miklu 1929.“ Hvað viltu segja um þetta? — Mér finnast þessi tilvitnuðu orð ekki vera neitt mat á stefnu Sjálf- stæðisflokksins, þau eru hins vegar dæmi um viðhorf manns, sem hefur ekki viljað eða þorað að horfast í augu við vandann í íslensku efna- hagslífi. Vinstri flokkarnir allir hafa brugðist launamönnum og kjósend- um, því að þeir hafa fylgt efna- hagsstefnu, sem rýrir kjör manna og leiðir að lokum til hruns og atvinnu- leysis. Það er von, að þeir þurfi að lesa sama hlutinn oft, þegar þeim er bent á það svart á hvítu í hvaða ógöngur þeir hafa leitt þjóðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafn- an verið til þess búinn að bjóða mönnum annan kost en ríkisafskiptastefnu vinstri flokk- anna. Svo er einnig nú, en vegna þess hve langt hefur verið gengið á ógæfubrautinni er þörf þeim mun róttækari gagnráðstafana. Til þeirra ráðstafana eru sjálfstæðismenn reiðubúnir að grípa, en tíminn er naumur og þess vegna verður það gert með leiftursókn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.