Morgunblaðið - 16.11.1979, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.11.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979 31 Sigur KR kom á síðustu stundu KR—ingar báru sigurorð af ÍR í leik liðanna í 1. deild íslands- mótsins í handknattleik í gær- kvöldi. Naumari gat þó sigur þeirra ekki verið. Björn Péturs- son skoraði sigurmark KR-inga úr vítakasti þegar 30 sekúndur voru til leiksloka. Allur siðari hálfleikurinn var alveg hnífjafn og mátti ekki á milli sjá hvort liðið myndi hreppa bæði stigin eða hvort jafntefli yrði upp á KR — ÍR 20:19 höndina lengst af í fyrri hálfleikn- um. Þeir komust í 5—2, en ír-ingar seigluðust og sigu smátt og smátt á. Guðjón Marteinsson jafnaði svo metin 40 sekúndum góðri líkamlegri þjálfun. Leik- menn eru sterkir og leika varnar- leik sinn nokkuð vel. Góð barátta var í leikmönnum og hvöttu þeir hvern annan óspart til dáða með miklum hrópum. Sóknarleikur liðsins var hins vegar of sveiflu- kenndur, góður á stundum en þess á milli datt hann niður. Jóhannes Stefánsson átti góðan leik að þessu sinni, svo og Símon Unn- dórsson og Ólafur Lárusson. í • Sigurður Svavarsson ÍR-ingur stöðvar hér Friðrik Þorbjörnsson KR, sem reynir að brjótast í gegn. Ljósm. Rax. áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 10—10. ÍR-ingum tókst að ná upp öllu betri leik í síðari hálfleiknum, og voru yfirleitt á undan til að skora fram undir miðjan hálfleik. Þá náðu KR-ingar aftur forystunni með marki Konráðs. En yfirleitt var jafnræði með liðunum svo til allan hálfleikinn. KR- hafði svo lokaorðið og tókst að krækja í bæði stigin. Leikurinn var ekki mjög vel leikinn. Bæði liðin gerðu sig sek um margar villur og mikil tauga- spenna virtist hrjá leikmenn lengst af. Þá bætti það ekki úr skák að mikið ósamræmi var í dómgæslunni hjá þeim Jóni Frið- steinssyni og Árna Tómassyni. En ekki er hægt að segja að það hafi bitnað meir á öðru liðinu en hinu. Lið KR er greinilega í mjög Ward fer hvergi! Samning Nottingham Forest og Brighton varðandi sölu framherj- ans Peter Ward frá Brighton til Forest hefur rekið í strand. Ekk-, ert verður úr öllu saman. Skýr- ingar hafa ekki verið gefnar, hvorki frá Brian Clough fram- kvæmdastjóra Forest né Alan Mullery stjóra hjá Brighton. Það eina sem fram hefur komið, eru ummæli eins af stjórnarmönnum Brighton, sem sagði að Clough væri illur viðureignar í slíkum viðskiptum. heildina er KR-liðið nokkuð jafnt og ljóst er að það verður erfitt viðfangs í vetur. Lið IR var ekki sannfærandi í leiknum. Varnarleikurinn var langt frá því að vera nægilega góður. Leikmenn hefðu gjarnan mátt taka betur á í vörninni. Allar þær brottvísanir sem ÍR-leikmenn fengu í leiknum gefur ekki rétta mynd af því að hart hafi verið barist. Þá var sóknarleikurinn afar fálmkenndur á köflum. IR-ingar verða að gera betur ætli þeir sér að standast flestum 1. deildarliðunum snúning í vetur og hala inn stig. Besti maður ÍR í leiknum var Ásgrímur Friðriksson markvörð- ur. Það er ekki að sjá að það hafi breytt neinu þótt Jens Einarsson hafi gengið í Víking. Þá átti Bjarni Bessason góðan leik, svo og Guðjón Marteinsson og Guðmund- ur Þórðarson sem farið hefur mikið fram. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. KR-ÍR 20-19 (10-10). Mörk KR: Jóhannes Stefánsson 4, Símon Unndórsson 4, Ólafur Lár- usson 3 (lv), Haukur Ottesen 2, Björn Pétursson 3 (2v), Konráð Jónsson 2, Kristinn Ingason 1, Friðrik Þobjörnsson 1. Mörk ÍR: Bjarni Bessason 6, Guðjón Mart- einsson 4, Guðmundur Þórðarson 3 (lv), Bjarni Bjarnason 1, Bjarni Hákonarsón 2v, ‘ Ársæll; Haf- steinsson 1, Sigurður Svavarsson 1. Brottvísun af leikvelli: Guðjón Marteinsson, Sigurður Svavars- son, Ársæll Hafsteinsson allir ÍR í 2 mín. hver. Jóhannes Stefánsson og Þorvarður Höskuldsson KR í 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Ásgrímur varði víti hjá Ólafi Lárussyni á 44. mín. Pétur Hjálmarsson varði víti hjá Guð- mundi Þórðarsyni á 19. mín. þr. teningnum. Lið KR hafði tveggja marka forskot 19—17 þegar tvær minútur voru til leiksloka. Bjarni Hákonarson minnkaði muninn niður i eitt mark og Guðjón Marteinsson jafnaði leik- inn 19—19, þegar ein minúta var eftir. Þá upphófst mikill darrað- ardans á fjölum hallarinnar og KR-ingar fiskuðu vítið sem Björn skoraði úr. Lið KR var greinilega sterkara framan af leiknum, og hafði yfir- • Peter Ward. • Hinir glæsilegu verðlaunagripir sem verðlaunamenn Mbl. hreppa að þessu sinni. íþróttaverðlaun Morgunblaðsins afhent í dag Morgunblaðið mun i dag heiðra sex iþróttamenn i hófi sem haldið verður í kristaisal Hótel Loftleiða. Haraldur Sveinsson framkvæmda- stjóri útgáfufélags Morgunblaðsins mun afhenda leikmönnum íslandsmótanna i knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik veglega bikara. Þá mun markakóngur og stigakóngur i sömu greinum hljóta verðlaun. Gr þetta i áttunda skipti sem Morgunblaðið veitir þessi verðlaun sem orðin eru hefð í islensku iþróttalifi. Verðlauna- menn Morgunblaðsins að þessu sinni eru. Leikmaður íslandsmótsins i knattspyrnu er Ársæll Sveinsson; leikmaður íslandsmótsins i handknattleik Ólafur Benediktsson og leikmaður íslandsmótsins i körfuknattleik er Jón Sigurðsson. Markakóngur i knattspyrnu varð Sigurlás Þorleifsson og markakóngur i handknattleik Geir Hall- steinsson. Stigahæsti leikmaður íslandsmótsins i körfuknattleik varð Mark Christianssen. Verðlaunamenn Morgunblaðsins frá upphafi EFTIRTALDIR leikmenn hafa hlotið titii Mbl.. leikmaður íslandsmótsins, frá þvi að eink- unnagjöf blaðsins hóf göngu sina. KNATTSPYRNA 1971. Jón Alfreðsson ÍA 1972. Eyleifur Hafsteinsson ÍA 1973. Guðni Kjartansson og Einar Gunnarsson ÍBK 1974. Jóhannes Eðvaldsson Val 1975. Marteinn Geirsson Fram og Jón Alfreðsson ÍA 1976. Ingi Björn Albertsson Val 1977. Gísli Torfason ÍBK 1978 Karl Þórðarson ÍA HANDKNATTLEIKUR. 1972. Geir Hallsteinsson FH 1973. Ólafur H. Jónsson Val 1974. Viðar Símonarson FH 1975. Hörður Sigmarsson Haukum 1976. Pálmi Pálmason Fram 1977. Björgvin Björgvinsson og Hörður Sigmarsson Víkingi og Haukum 1978. Gunnar Einarsson Haukum / Aarhus KFUM Frá því Mbl. byrjaði að veita markakóngi í íslandsmótinu í handknattleik og knattspyrnu verðlaun hafa þau fallið í hlut eftirtalinna. KNATTSPYRNA 1971. Steinar Jóhannsson ÍBK 1972. Tómas Pálsson ÍBV 1973. Hermann Gunnarsson Val 1974. Teitur Þórðarson ÍA 1975. Matthías Hallgrímsson ÍA 1976. Ingi Björn Albertsson Val 1977. Pétur Pétursson í A 1978. Pétur Pétursson í A HANDBOLTI 1972. Geir Hallsteinsson FH 1973. Einar Magnússon Víkingi 1974. Axel Axelsson Fram 1975. Hörður Sigmarsson Haukum 1976. Friðrik Friðriksson Þrótti 1977. Hörður Sigmarsson 1978. Björn Jóhannesson Ármanni. Kópavogshlaupið fer fram á morgun Kópavogshlaup UMSK fer fram á morgun og hefst það klukkan 15.00. Hlaupið hefst á Kópavogsveili og verður hlaupnir 4—5 kilómetra, en keppt verður bæði í karla- og kvennaflokki. Þess má geta, að hlaupið er liður i víðavangshlaupakeðju FRÍ. Hlaupin verður sama leið og i sama hlaupi i fyrra, en þá sigraði Ágúst Þorsteinsson UMSB. Skráning er á Kópavogsvelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.